4.12.2006 | 22:43
bloggtími
Enn og aftur hef ég látið dágóðan tíma líða á milli blogga.
Orkusparnarnaðar prógramið um síðustu helgi gekk mjög vel. Það byrjaði á fimmtudagskvöldið klukkan rúmlega átta. Sumt fólk var strax farið að kvarta yfir rafmagnsleysinu. En flestir voru bara spenntir. Það var fundur í salnum(foredragsalen). Þennan fund þurftu allir íbúar skólans að sitja, ekki bara nemendur. Torben fór í gegnum hvað mundi gerast og hvernig þetta yrði allt gert. Hann laug samt að okkur. Hann sagði að heita vatnið, og hitinn á húsinu, mundi fara eftir svona 5 klukkutíma. En hitinn var á allan tíman. Lúxus. Á miðjum fundinum var síðan rafmagnið tekið af. Þá var haldið fram í íþróttasalin þar sem Torben hafði útbúið smá leik. Tilgangur leiksins vara að þreifa fyrir okkur í myrkrinu. Það var búið að raða upp hlutum út um allan salinn, og reipi hafði verið lagt á milli allra hlutanna svo maður gæti nú rambað á þá. Maður átti nefnilega að fara inn skoða alla hlutina. Skoða með höndunum það er að segja. því það kolniðamyrkur þarna inni. Og maður átti að leggja 5 hluti á minni og ef maður mundi 5 hluti fékk maður pínu vasaljós að launum. Ég rétt náði að muna 5 hluti. Því það voru nokkrir hlutir sem ég hafð ekki hugmynd um hvað væri. Það var köfunarrör svona rör sem kemur frá munnstykkinu á svona köfunargleraugum. Fyrst hafði ég ekki hugmynd um hvað þetta var, síðan giskaði ég köfunarrör og það var rétt. Síðan kom fata með einhverju í. Það er frekar skuggalegt að setja höndina á sér ofan í fötu sem maður sér ekki hvað er í. En það var bara pasta í vatni. Síðan kom röð af hlutum sem ég hafði enga hugmynd um hvað gæti hugsanlega verið og veit ekki enn. En að lokum kom önnur fata sem var alveg jafn skukkaleg og hin fatan, það var ekki vökvi í þessari, það var eitthvað annað. Eftir smá tíma ákvað ég að það væri kjöt, en hvurslags kjöt það var gat ég ekki sagt. Þá komu tveir hlutir til viðbótar sem ég vissi hvað var. Einn var dúkka og hinn var lítill bangsi. Þá var bara einn hlutur eftir fyrir mig að skoða, það var eitthvað sem ég vissi ekki hvað var. Eftir að hafa gengið þennan hring í salnum átti ég að fara aftur til Torbens sem beið við dyrnar og nefna 5 af hlutunum. Ég nefndi köfunarrörið, pastað, dúkkuna og kindina(bangsinn var kind) og síðan kjötin. Við kjötið stoppaði hann mig og sagði að það væri pylsur. Mér fannst þetta bara ekki geta verið pylsur, en hann hleypti mér í gegn. Ég fékk lítið vasaljós. Eftir að allir voru búnir að fara hringinn Þetta var klukkutíma langt ferli því það fengu bara 2-3 að vera í salnum í einu, Þá var kaffi og kökkur í stofunni. Það var búið að undirbúa allt og það voru kertaljós út um allt á öllum borðum. Fólk borðaði kökuna og drakk kaffið. Síðan fljótlega fór fólk að verða þreytt og sumir fóru snemma að sofa. Ég sat samt í dágóðan tíma að spjalla við Roeland. Töluðum um skólann hér. Hann hafð ekki áttað sig á þvi afhverju hann hafi ekki séð kennarana Kjeld og Önnu lílega. Ég útskýrði allt saman fyrir hann. Síðan útfrá þessu spratt upp umræðan um Eline sem getur kvartað undan öllu. Hún fór heim því að hún vildi ekki taka þátt í þessu orkuprógrami. Við vorum bæði sammála um að hún væri ofdekruð. Hún er skemmtileg og góð stelpa, en kvartar bara dálítið of mikið. Hefði Claus verið viðstaddur þarna þá hefði hann haft mörg orð að segja. Hann og Eline þola hvort annað ekki. Ég hef heyrt þau rífast. Það voru hávært rifrildi.
Á föstudagsmorguninn kom maður til að halda fyrirlestur um sögu rafmagnins. Ég sat ásamt öðrum að borða morgunmata í borðstofunni þegar maðurinn kom. Þetta var kaffi laus morgunmatur. Því enginn hafð vaknað nógu snemma til að fara út, kveikja upp í eldstæðinu og sjóða vatn. maðurinn var hinnsvegar kominn langt að. hann hafði keyrt þarna um morguninn frá norður Jótlandi og hefði alveg viljað fá kaffibolla. Hann þurfti að láta sér nægja eppladjús. Klukkan níu eftir morgunmatinn þá var fyrirlesturinn. Kaldhæðnislegt að þurfa að nota rafmagn við fyrirlestur um sögu rafmagnsins. Hann þurfti að nota myndvarpann til að sýna okkur myndir. Svo myndvarpinn var tengdur með langri framlengingarsnúru út í rafal sem stendur úti í skemmu. Eftir fyrirlesturinn var byrjað að huga að hádegismat. Þá fóru margir að fussa. Eigum við virkilega að elda sjálf var setning sem heyrðist. Og ég veit að það var fólk sem fór á Burger King í Erritsø. Ég eldaði fyrir sjálfa mig eins og aðrir. Það tók náttúrulega tímann sinn en það tókst. Eftir að hafa borðað hjólaði ég síðan til Fredericia sem er í um 7 eða 8 kílómetra fjarlægð. Það er fljótlegra að hjóla þangað og koma til baka ef maður ætlar bara að stoppa stutt. Því strætóinn keyrir bara einu sinni á klukkutíma og þegar maður kemur til Fredericia þá er strætóinn heim af fara 5 mínútum seinna svo, það er út í hött.
Ég fór með stígvélin mín til skósmiðsins. Skósmuðurinn í Fredericia er kona og henni fynnst gaman að ég skuli nenna að tala dönsku. Ég ætlaði að biðja hana um að setja nýtt leður undir stígélin, hún gapti þegar ég að spurði um þetta. Hún spurði mig afhverju í ósköpunum viltu það? Hún sagði að það væri ekki kominn tími fyrir það. Ég sagði henni að skósmiðurinn á Íslandi hefði sagt að það væri kominn tími fyrir nýtt leður. Þá sagði konan að hann hafi bara verið að plokka peninga. Hún setti bara nýtt á hælana sem voru vel slitnir. Og þetta var ódýrt. Þessi skósmiður er eins og skósmiðurinn í Grímsbæ. Ég man það núna að þegar ég bað hann um nýja sóla, þá sagði hann að það væri ekki kominn tími. Og hann er ódýr. En að fá nýja hæla hjá þessum skósmið hér er samt pínu ódýrara. Ég borgaði 85 danskar krónur fyrir þetta en ég borgaði þúsundkall fyrir hælana sem Grímsbæjarskósmiðurinn setti á, en hann skipti ekki fullkomlega um. Hann bætti ofan á. Þannig að ég var að borga minna fyrir meira hjá konunni, og hælarnir eru meira að segja ljósbrúnir eins og restin af stígvélunum. En hvað um það. Ég ætla að halda áfram að segja frá orkusparnaðar prógraminu.
Þegar ég var komin til baka frá Fredericia þá var að fara að byrja ratleikur, sem útvistar liðið hafði útbúið með, nýja kennaranum, Gitte. Gittaði skipaði öllum sem vildu vera með i lið. Ég held að maður voni næstum alltaf að lenda í liði með fólki sem maður þekkir. Mér fannst ég vera heppin. Ég var í liði með Roeland, Erik(kennaranum) og Önnu(pólsk stelpa). Við vorum eina fjagra manna liðið hin liðin höfðu bara þrjá liðsmenn. Leikurinn gekk út á það að safna saman efni í köku. Það voru 6 staðir í nágrenninu. En eftir tvo eða þrjá staði þurfti Erik að fara heim en það var allt lagi. Við höfðum þá þegar fengið þrjá kökubotna og súkkúlaði sem var meira en flestir höfðu fengið. Í einu af stoppunum áttum við að skrifa tvö ný vers við lagið What a Wonderful World. Og það mátti ekki taka meira en tíu mínútur. Við skrifuðum bara það sem kom fyrst upp í huga okkar og það sem við skrifuðum hljómar nokkurnevegin svona:
I see a washing machine
that doesn't quite work.
I see gifts in the room
they are for me and you.
And I think to myself
what a wonderful world
My clothes they are so pretty just now
but my socks they smell like some 5 cows
I see some friends, they're drying clothes,
saying what are you doing?
But what they're really saying is
I love Torben
Fyrir þetta þetta fengum við einn pela af rjóma. Eftir leikin áttum við síðan að búa til kökuna. Við höfðum fengið kökubotna, banana, jarðarber, súkkulaði, sultu og rjóma. Við útbjuggum kökuna okkar. Síðan um kvöldið voru kökurnar kynntar. Það var nú samt nánást engin þörf því kökurnar innihéldu nokkurnveginn allar það sama. Síðan voru söng atriði, Damla söng einsög, Eva söng einsöng síðan sungu þær eitt lag saman. Síðan voru allir kökuhóparnir látnir syngja lögin sín með frumsömdu textunum og minn hópur vann. Ég held að það hafi verið þvottavélin og "I love Torben" sem gerðu útslagið.
Okey ég er búin að vera í nokkra daga að skrifa allt þetta hérna fyrir ofan. Nú er komið að öðrum hlutum. Aðalkennarinn okkar í media-línunni, Tanja er hætt. Síðasti dagurinn hennar var á miðvikudaginn...Við stelpurnar gáfum henni blóm og Helen teiknaði rosalega flotta mynd af henni. Síðan var okkur tilkynnt í síðustu viku að í enda þessarar annar að þá hættir aðalkennarinn á Explorer-línunni. Þannig að eftir jól þá kemur annar kennari. Síðan er nýlegur kennari sem byrjaði fyrir nokkrum vikum og síðan er nýji leiklistarkennarinn. Leiklistarkennarinn var vaktkennari síðustu helgi. Hann var einn og við þurftum að kenna honum hvað á að gera og þannig og ég lét hann læra af mínum mistökum. Það verður ekki annað kaffi fíaskó á meðan ég er í eldhúsinu.
Ég er loksins búin með málverkið mitt. Ég er búin að vera að vinna í því síðan í september og ég er fegin að ég er loksins búin með það. Ég var orðin svo þreytt á þessarri mynd. Það er komið upp jólaskraut jólaskraut útum allan skólann, skraut sem við bjuggum til núna um helgina. Á föstudaginn á fundi þá sungu kennararnir Brian og Mikael tvö jólalög fyrir okkur. Þeir voru bara nokkuð krúttlegir í smókingfötum með kertaljós í luktum. Síðan var sett upp stærsta alvöru jólatré sem ég man eftir að hafa séð, það nær alla leiðina upp á aðrahæð. Við munum skreyta það um næstu helgi
ég ætla að setja inn nýjar myndir inn á morgun eða seinna í vikunni
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
lille julegris,
knús,
mamma
begga (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.