Sjörnunótt í Snoghøj

Það hefur ekki svo mikið gengið á hér í skólanum upp á síðkastið. Fólk er bara komið í eitthvað skap. Spenningur út af jólunum eða eitthvað. Allir frekar latir. Eða hafa allaveganna ekki jafn mikla orku og vanalega. Fyrir tveimur vikum átti ég erfitt í myndlistartímanum. Allt mitt hugmyndaflug og vantaði innblástur. Sama gengdi í venjulegu tímunum. Innblásturinn fyrir skrifin var af mjög skornum skammti. En í síðustu viku kom myndlistarinnblásturinn og svo í dag kom skrif innblásturinn. Ég skrifaði kafla í netsögunni minni sem var um fjórar síður. Kaflinn í síðustu viku var bara um ein síða. Ein síða í minni mælingu hér er svona hálf A4 síða. Í gærkvöldi heltist teikni andinn yfir mig. Myndin sem ég byrjaði að teikna í myndlistartímanum fyrir næstum tveimur vikum, mér fannst hún ekki nógu góð. Þannig að ég teiknaði hana alla upp á nýtt í gærkvöldi og hún er bara flott núna, finnst mér. Það er Askur Yggdrasils, heimsmyndin samkvæmt Norrænni goðafræði. Ég mundi mest af öllu þessu úr því sem ég lærði eftir að hafa farið tvisvar í íslenksu 203 í MH. Og mig langaði næstum til að hringja í Halldóru(kennarinn minn i bæði skiptin í þessum áfanga) og segja henni að eftir ár, þá muni ég ennþá meira en aðalatriðin úr Snorra-Eddu. Ég viðurkenni samt að ég þurfti að kíkja í Gylfaginningu til að vera 100 prósent viss með nokkur atriði.

Blaðamennsku kennarann langar til að ég taki viðtal við einhvern. Hún stakk upp á íslenskum handboltamönnum sem eru í Danmörku. Ég afþakkaði það, Haraldur má gera það. Hann er Íslendingurinn hér í skólanum sem hefur áhuga á íþróttum. En hann er að reyna að fá viðtal við Margréti Þórhildi, Danadrottningu. Það var í síðustu viku sem hann skrifaði tölvupóst á skrifstofu drottningarinnar. Hann skrifaði náttúrulega á dönsku. Hann fékk hjálp frá kennaranum. Þegar hún sá það sem hann hafði skrifað heyrði ég "Nei þú segir ekki þú við drottninguna". Honum fannst ekkert athugavert við að segja þú. Það er bara íslensk hugsun, hugsa ég. Kennarinn spurði hvort við þéruðum virkilega á íslensku. Við útskýrðum það að við hefðum lært það, en það væri almennt ekki notað. En hvað um það, ég hafnaði handboltamönnunum. Kennarinn veit að ég er fíla kántrí tónlist svo hún stakk upp á að tæki viðtal við dönsku kántrí söngkonuna sem hún stakk reyndar líka upp á í haust. Hún nefndi Ester Brohus, og sagði að hún væri eiginglega eini alvöru kántrí tónlisarmaðurinn í Danmörku. Ég hafði séð geisladiska með henni á bókasafninu í Fredericia. Bókasafnið í Fredericia er flottara en þau útibú Borgarbókasafns Reykjavíkur sem ég hef komið í. Það er hægt að fynna nánast allt þarna. Það er heill rekki með bara kántrí tónlis og annar bara með blús. Miklu meira en er nokkurntíma hægt að fynna í Skífunni. Hvað um það. Ég fór á bókasafnið í dag og fann aftur disk með Ester Brohus og með hinni söngkonunni sem Rie nefndi í morgun. Sú söngkona heitir Wenche. Ég fékk þessa diska báða með mér, bæði af forvitni um hvernig dönsk kántrí tónlist er. Ég veit nú þegar hvernig norsk kántrítónlist er, hún er góð. Ég er búin að hlusta á diskinn með Wenche, ég er ekki alveg að fíla hana, verð ég segja. En samt mjög athygglisvert. En ég skil fullkomlega að Ester Brohus sé eini alvöru kántrí tónlistarmaðurinn. Hún er góð. Ég las líka í bækliningnum með disknum að tónlistin hennar hefur verið spiluð á aðal kántrí útvarps/sjónvarps-rásinni í Ameríku og að hún var fyrsti Skandinavinn til að vera spilaður þar. Ég er samt ekki viss hvort ég treysti mér til að taka viðtal við einhvern.

Í kvöld var Roeland með fyrirlestur. Mjög fróðlegur fyrirlestur um himingeyminn. Hann talaði um vetrarbrautina, mikla hvell, sólina okkar og pláneturnar, halastjörnurnar, smástirnin  og allt saman, algeyminn. Fyrirlesturinn hét Starry Night, sem er líka flott tilviljun því söngleikurinn sem söngleikjabrautin er að vinna að heitir Starry Night. Ég held þó að þessi fyrirlestur sé athygglisverðari en söngleikurinn. Roenald kynnti okkur fyrir forrtiti í tölvunni sem heitir  Starry Night Backyard. Mjög sniðugt forrit. Það er svipað og Google Earth, nema fjallar um geyminn og maður getur stillt forritið á hinar og þessar staðsetningar. Þannig að ef maður er í Reykjavík þá seturmaður forritið á að sýna það sem maður sér frá Reykjavík. Forritið mundi þá sýna nákvæmlega þær stjörnur og fyrirbæri sem sjást frá Reykjavík á tilteknum tíma punkti. Þetta er með fullt af upplýsingum um stjörnumerkin sem sjást og allt það. Roeland sagði okkur líka eitt sem ég vissi ekki. Við erum heppin að vera lifandi, ég vissi það svosem. En árið 1994 stefndi risa loftsteinn á jörðina og hefði ekki verið fyrir aðdráttarafl Júpiters, þá væri ég ekki hér til að skrifa þetta blogg og enginn til að lesa það. Það hefði verið endi jarðarbúa. Lofsteinnin sem var risastór drógst að Júpiter og smassaðist í fjóra bita, hver biti var jafnstór eða stærri en jörðin. Þannig að árið 1994 munaði litlu að heimsendir fyrir mennina yrði. Það sýnir að jafnvel þó við séum vitrar gáfaðar þá höfum við ekki stjórn á náttúruöflunum. Eða eins og Roeland orðaði það,"Það að við höfum fundið upp dvd spilara, þýðir ekki að við getum gert allt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband