17.12.2006 | 11:13
Síðasta vikan í Danmörku 2006 er byrjuð.
Jæja síðasta vikan mín í Snoghøj árið 2006 er byrjuð. Fólk er farit að tygja sig heim. Explorer línan fór í ferðalag til Póllands, Pólverjarnir koma ekki til baka, þannig að það kemur bara restin af línunni sem eru þrír Danir. Haraldur fór á fimmtudaginn og var kominn til Íslands á föstudaginn. Gabor og Damla fara í fyrramálið, Fruzsi fer svo á fimmtudagsmorgun og Helen fer til Kaupmanna hafnar í vikunni. Við verðum held ég bara fjögur sem förum á Þorláksmessu, Ég, Roeland, Rasmus og Eva. Roeland og Rasmus fara eldsnemma um morguninn en ég og Eva förum einum klukkutíma seinna. Ég og hún ætlum að deila leigubíl, þar sem fyrsti strætóinn fer ekki af stað fyrr en einn þriðji af lestarferðinni til Kaupmannarhafnar er búinn. Chen verður einn hér á jólunum, enda erfitt og dýrt að fara í frí til Kína.
í gærkvöldi setti söngleikjabrautin upp söngleikinn sinn, Starry Night. Ég verð samt að segja að þetta er undarlegasti söngleikur sem ég hef séð. Það er ekki sungið í honum. Söngleikur á söngs kallast leikrit. En þau kalla þetta samt söngleik afþví það var dansað. Söngleikurinn var á dönsku, en útlendingarnir komu samt að sjá, þó þau hafi ekki skilið bofs. það rifjaðist nokkuð upp fyrir mér frá þema vikunni, í gærkvöld. Það eru lélegir leikhæfileikar Tims. Hann kann bara eina andlitstjáningu. Það er altaf sami svipurinn aftur og aftur. Og ég hef aldrei fullkomlega getið skilið það sem Tim segir. Sama hvort hann talar dönsku eða ensku. Þetta var samt gott leikrit.
Torben er vaktkennari þessa helgi. Ég held að þetta sé fyrsta helgin sem ég hef verið hér og að hann sé vaktkennari. Hann er ekki vanur þessu, maður getur séð það. Það sást á föstudagskvöldið, hann var ekkert að pæla í helgarlistanum. Listi sem maður þarf að setja nafnið sitt á til að vaska upp, hjálpa til við kvöldmat og hreingerningar. Og í gær var morgunmaturinn frekar óvenjulegur. Torben hafði verið einn að setja fram morgunmat, því hann hafði ekki pælt í listanum kvöldið áður. Það var þess vegna minna af öllu og ekkert kjöt álegg og enginn venjulegur brauðostur heldur bara bríe og camembert. En hann hafði sett helgarlistann á borðið og penna og skrifað á annað blað við listann,"Vinsamlegast skrifið nafnið ykkar á listann." Þessi aðferð við helgina gekk fullkomnlega. Mikael mætti læra af þessu. fyrir nokkrum vikum var Mikael helgarvaktkennari. Hann var held ég helgar vaktkennari enn sjaldnar en Torben. Hann sleppti listanum alveg, sem varð auðvitað til þess að hann var einn að elda kvöldmat og annað. Og bara einstak sjálboðaliði vaskaði upp og hjálpaði til.
Við höfum bara sungið jólalög á húsfundum síðustu vikurnar. Og núna á föstudaginn eftir að hafa sungið jólalag númer tvö á þeim fundi. Spurði Torben útlendingana einnar spurningar. Það var ein af þessum spurningum sem mér finnst ekki beint eiga við mig, þó að ég sé útlendingur. Hann spurði hvort það væru til jafnmörg jólalög í þeirra heimalöndum og eru í Danmörku. Ungverjarnir héldu að það væru örugglega færri jólalög í Ungverjalandi, með það í huga að síðan um miðjan október höfum við sungið 4 jólalög á viku og aldrei sama lagið oftar en einu sinni. Ástæðan fyrir því að mér þótti þessi spurning vera á mörkum þess að eiga við mig, er sú að flest þeirra laga sem við höfum sungið eru líka til á Íslandi. Við höfum allskonar norræn jólalög, sem ungverjarnir hafa ekki, við höfum önnur útlensk jólalög og við höfum þar að auki íslensk jólalög líka. Ég hef verið að hlusta á Létt 96,7 á netinu upp á síðkastið, það eru bara spiluð jólalög núna. Ég hef ekki tekið eftir þvi að það sé neitt lag vinsælla en önnur. ólíkt síðustu árum. í Fyrra var Sagan af Jésúsi vinsælast, eða allaveganna það mest spilaða og árið þar áður var lagið Eitt lítið jólabarn sem Birgitta Haukdal söng. Það eru nokkrir hlutir að heiman sem ég sakna við jólaundirbúininginn sem ég hafði ekki pælt í að taka með mér. Það eru hlutir sem ég hlusta á fyrir jólin. Ég hef tildæmis ekki getað hlustað á Verkstæði jólasveinanna, eins og ég er vön að gera fyrir jól.
Um daginn var ég í bænum og var í bókabúðinni og ég fann fult að hlutum sem mér fannst gama að sjá. Hinar og þessar barnabækur sem ég kannast við. Ég sá Karíus og Baktus, danska útgáfan er nákvæmlega eins og gamla útgáfan mín heima. Myndin framan á er eins það eina sem er öðruvísi er að textinn er á dönsku. Ég sá líka Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubæinn. Síðan hinar og þessar sögur eftir Astrid Lindgren eins og, Emil í Kattholti, Línu langsokk, Ronju Ræningjadóttur, Elsku Míó minn, Elsku Míó minn var líka til á hljóðbók. Ég sá auðvitað líka margar aðrar bækur sem ég man eftir að hafa lesið á íslensku, þar á meðal Gúmmí Tarzan. Síðan var nokkuð sem ég held að hafi ekki sést lengi á Íslandi og það er Rasmus Klumpur. Síðan sá ég hluti sem ég vona að verði gefnir út á Íslandi einhverntíman líka. Eins og teiknimyndirnar um Barbapbba fjölskylduna á DVD. Stórt sett með um 4-5 diskum held ég.
Ég held ég láti þetta nægja núna. Ég ætla út í SuperBrugsen og fá sokka, svo ég far ekki í jólaköttinn.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.