Brrrrr... Hvað er að gerast?

Tunglið

Í dag er fimmtudagur, klukkan er að ganga tvö og mér er kalt. Það var þannig að í gærkvöldi rétt eftir kvöldmat, þá bilaði olíupumpan við skólan og hitinn og heita vatnið fór af skólanum.  Ég áttaði mig ekki á þessu. Ég fór nefnilega upp í vinnustofuna og var að föndra kort á jólagjafir. Það var kalt þarna uppi, en það er oft kalt þannig að mér fannst ekkert athugavert við það. Það var ekki fyrr en um klukkan ellevu þegar ég var að skola pensilinn sem ég hafði notað að það kom ekkert heitt vatn úr krananum. Þegar ég var búin að ganga frá eftir mig fór ég upp í herbergið mitt og það tók eftir því að það var aðeins kaldara þar inni en venjulega, ég athugaði þá með ofninn, kaldur, og svo með vatnið í krananum kalt. Ég trúði því ekki að það væri algjörlega hitalaust, þannig að ég fór inn á bað og athugaði með vatnið þar, það var auðvitað líka kalt. Ég fór þá niður á aðra hæð, hélt kannski að vandamálið væri bara á þriðjuhæðinni. En nei þegar ég prófaði vatnið niðri á annari hæð, þá var það kalt. Það var semsagt heitavatnslaust og engin kynding í öllu húsinu. Nema hvað ég fór aftur upp í herbergið mitt, ætlaði bara að setjast í rólegheitum og kíkja í tölvuna. Ég fór í ullarsokkana og opnaði tölvuna og ætlaði að fara að horfa á fréttir dagsins hjá Rúv, en æ æ, netið í herberginu mínu var líka farið. Ég fór þá aftur á stjá í könnunarleiðangur og komst að því að skólinn er ekki netlaus. Netið virkar i tölvuherbergjunum og öðrum stöðum í skólanum líka. Ég fór samt bara aftur í herbergið mitt, skreið undir sæng og spilaði tölvuleik í smástund og fór síðan að sofa. Í morgun þegar ég vaknaði var mér ekki kalt, í náttfötunum í peysu yfir, þrennum pörum af sokkum og náttbuxurnar girðtar ofnan í ullarsokkana. Ég vonaðist til þess að það væri kominn hiti á og heitt vatn aftur en svo var ekki. Það er ekki enn komið á aftur. Ég vona að þetta lagist allt í kvöld.

Síðan fækkar og fækkar fólki á hverjum degi.Og það er fólk kvatt á hverjum degi. Á mánudaginn kvaddi kennarinn okkur, hélt smá fund, þar sem hitt og þetta var rætt. Mismunur á tungumálum og hefðum þjóða var tvennt. Það var talað um jólin. Ég hafði einhvern tímann sagt við Helen hvað jólabað á aðfangadag væri mikilvægur partur af jólahefð Íslendinga. Hún nefndi þetta þarna á mánudaginn. Öllum fannst það fyndið. Síðan fór kennarinn að tala um hvað það hefði komið henni á óvart hvað ég hef góða dönsku kunnáttu, sérstaklega þegar það kemur að skriftum. Hún hafði ekki búist við þessu af Íslendingi. Stelpurnar sögðu þá að þær þyrftu bara að trúa því þar sem þær skilja ekki greinarnar sem ég skrifaði á dönsku. Þá færðist umræðan yfir í danska stafrófið. Kennarinn skrifaði dönsku sérstafina å æ og ø. Og sagði að þessir stafir væru sérstakir. Hún spurði mig hinsvegar um hvort við hefðum þessa stafi í íslensku ég sagði við höfum ö en táknum það öðruvísi, og við hefðum æ líka en það hjómaði allt öðruvísi en í dönsku. Kennaranum fannst það fyndið.  Síðan nefndi Helen annað sem ég hafði líka einhverntíman sagt henni og það er það að það er ekki hægt að nefna fólk hvað sem á Íslandi, vegna nafnareglna. Það fannst fólki skrítið en ekki jafn skrítið og það að við skulum fallbeygja nöfn. Fæstir geta trúað því að nöfn séu beygð. Pólverjunum finnst það hinsvegar eðlilegt. Nöfn eru fallbeygð í pólsku, tildæmis er Mel Gibson í þolfalli Mela Gibsona. Ég sit í tölvuherberginu núna, en mamma hrindi fyrir stuttu og þegar ég var búin að leggja á þá horfðu allir sem hér voru á mig og brostu með svona "aha - einmitt" svip. Það er eins og fólki finnist fyndnara eða skrítnara að heyra íslensku en flest önnur tungumál. Sama kemur líka fyrir Chen þegar hann er að tala kínversku í símann og Ramesh þegar hann er að tala nepölsku.

Já fólk er að hverfa héðan á hverjum degi, ég held það séu bara 14 nemendur eftir. Mest allt Danir. Eva sagði eitt í gær. Henni finnst þetta vera eins og sjónvarpsþátturinn Weakest Link, þar sem veikast hlekkurinn í keðjunni er kosinn í burtu þangað til sterkasti hlekkurinn stendur einn eftir. Það eru náttúrulega búin að vera kveðju partí nánast á hverjum degi. Ég hef ekki farið í þau öll. Ég ætlað að láta mér partíið á morgun nægja, en ég ætla samt að fara snemma að sofa enda þarf ég að vakna snemma á Þorláksmessu. 

Claus, Trine og Kathrine voru send með glaðning frá Póllandi frá Pólverjunum. Glaðningurinn er fyrir útlendingana sem eftir eru. í kassanum var meðal annars eitt Prince Polo sem við skiptum á milli okkar. Þá áttaði ég mig á því hvað mig langar í prins og kók. :) Einhverntíman var ég að tala við pólverjana og þeim fannst svo merkilegt að þetta pólska nammi væri vinsælt á Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband