Fyrsta blogg 2007

Fyrsta kvöldið í Snoghøj 2007. Dagurinn byrjaði eiginlega á Keflavíkurflugvelli. Ein af fyrstu manneskjunum sem ég sá í brottfarasalnum var Haraldur. Haraldur var að bíða eftir vinkonu sinni. Ég fór bara og inritaði mig og fór inn á völlinn. Síðan var ég bara eitthvað að skoða i fríhöfninni og síðan settist ég á bekk og sat og beið. Þegar ég var að bíða þá sá ég Harald nálgast með stelpu sér við hlið. Þegar þau voru komin vorum við kynntar. Stelpan heitir Berglind og mér finnst hún líta út sem bara ágætis stelpa. Jæja síðan héldu þau í kaffiteríuna, ég bara sat og beið meira þangað til það var kominn tími til að fara að hliðinu. 2 klukkutímum og 50 mínútum síðar var ég komin á Kastrup.  Ég var náttúrulega alltaf að rekast á Harald og Berglindi á flugvellinum. En ég missti af þeim í lestinni. Þau fóru með annarri lest eða eitthvað. Alla veganna voru þau ekki nálægt mér í lestinni.  Ég rétt náði strætónum.Lestin kom til Fredericia 10 mínútur yfiur 3 og strætóinn fór 12 mínútur yfir.

Þegar ég kom í Snoghøj, þá stóð Mikael í andyrinu að taka á móti nemendum ásamt tveimur nýjum kennurum, sem ég því miður man ekki hvað heita. Jæja nema hvað ég labba bara upp í herbergið mitt, ætla að opna með lyklinum en sá að hurðin var ólæst þannig að ég bara opnaði. En það sem ég sá inni í herberginu var ekki eðlilegt. Það var maður í rúminu. Ég bara baðst afsökunar og lokaði. Ég fór þá aftur niður í andyrið að tala við Mikael. Torben var þá líka mættur á svæðið.  Torben sagði að ég hefði skapað vandræði með því að læsa herberginu og taka lykilinn með mér þegar ég fór því það þurfti að nota öll herbergin í skólanum fyrir einhvern dansflokk um áramótin. En hvað um Mikael útskýrði viðvist mannsinns í herberginu. Hann býr þar núna. Það hafði víst verið ákveðið að hafa ekki nemendur í þessum herbergjum á þriðju hæð og hafa þau eingöngu til leigu. Jæja okey, en hvar er dótið mitt, var spurning sem ég spurði. Mikael spurði mig hvort ég hefði séð dótið mitt í gamla herberginu, en ég svaraði því neitandi því íbúinn var í herberginu. Síðan fór Mikael að hringja í hina og þessa og spyrja hvort þeir vissu um hvert dót úr þessu herbergi var flutt enginn vissi það. Síðan ákvað hann að það væri best að við færum bæði saman að banka á dyrnar hjá nýja íbúanum og leiðinni upp mætum við síðan íbúanum sem var á leiðinni út. Við útskýrðum málið, maðurinn sagði að það væri fult af dóti. Og hann leyfði mér að koma upp og sæja það. Ég hafði skilið lakið mitt eftir á rúminu sængurverið um sængina og koddaverið um koddan og rúmteppið mitt ofan á þegar ég fór. Ég fann lakið og rúmfatniðinn í skúffu. ég henti bara öllu saman ofan í ferðatöskuna og plastpoka. og plokkaði myndirnar af veggjum þar á meðal Josh Lucas plaggatið mitt. Ég fór síðan með alt saman í nýja herbergið niðri. Ég áttaði mig síðan á því að rúmteppið mitt er hvergi sjánlegt það hafði ekki verið í herberginu uppi og enginn veit um það. Þannig að allar líkur benda til þess að ég muni ekki sjá flotta Ikea rúmteppið mitt aftur.

Herbergið er annars fínt það er nokkuð stórt, held barasta stærra en gamla herbergið. En Þetta herbergi er ekki með jafn stórum skápum. ég mun taka myndir af herberginu einhverja næstu daga. En ég ætla að láta þetta gott heita í bili og fara að sofa því ég er dauðþreytt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband