Íslenska innrásin

íslenskur fáni

Íslendingar taka yfir danskan lýðháskóla. Sú frétt hefur borist að þrjú íslensk ungmenni hafi ráðist inn í danskan lýðháskóla á dögunum, og séu hægt og bítandi að ná völdum meðal nemenda skólans. Heyrst hefur að við morgunverð í morgun hafi Íslendingar verið í meirihluta. Nei þeir voru ekki einir í herberginu.  Meðal Íslendinganna voru Danir og Pólverjar. Íslendingarnir voru samt í meiri hluta. Íslensku ungmennin þrjú sem fara undir nafninu "íslenska liðið" eða "víkingarnir" voru skipuð í lið til uppvasks eftir hádegismat þessa vikuna. Í dag stóðu Íslendingarnir við uppvask, unnu sín verk og töluðu saman á íslensku á meðan. Það er nú ekki til frásögu færandi meðal Íslendinga. En hópur Dana, bæði nemendur og kennarar, horfði með undrun á íslenska hópinn. Það að sjá Íslendinga vaska upp og tala saman á meðan var hreinasta skemmtun fyrir Danina.  Aðspurðir segjast Íslendingarnir sjálfir ekki botna í því hvað sé svona merkilegt. Íslendingarnir eru þó hæstánægðir með að vera loksins í meirihluti. Það eru að sjáfsögðu fleiri Danir á svæðinu en færri Pólverjar, Ungverjar, Nepalir og Kínverjar. Það verður að teljast afrek. Íslendingarnir ætla að halda sínu striki og halda áfram að undra Dani og aðra.

Einn af Íslendingunum þreimur átti samtal við tvo Dani nýverið. Annar Daninn, sem er nú í raun Þjóðverji, er skólastjórinn í skólanum og hinn er kennari við skólann. Kennarinn hafði orð á dönskukunnáttu Íslendsingsinn. Hann sagðist aldrei hafa heyrt Íslending tala svona góða dönsku og sagðist heldur ekki hafa heyrt Færeying tala slíka dönsku heldur. Íslendningum fannst þetta nú gott að heyra. En þá spurði þýski Daninn af forvitni, hversvegna Íslendingarnir lærðu dönsku. Íslendingurinn svaraði því í stuttu máli og sagði að það væri vegna þess að Ísland hefði verið hluti af Danmörku. Dönunum fannst eitthvað bogið við þetta svar og voru með efasemdir um þann sannleika og spurðu hvenær það hefði eiginlega verið.  Íslendingurinn svaraði því og sagði að Ísland hefði tilheyrt Danmörku þangað til árið 1944. Þetta þaggaði niður í Dönunum, þeir höfðu aldrei heyrt um þetta áður. Þýski Danski skólastjórinn stakk þá upp á því við Íslendinginn að hann mundi halda fyrirlestur fyrir skólann um landið sitt Ísland. Íslendingurinn sagði nú ekki mikið við því á því augnabliki enda var hann líka dauðþreyttur eftir ferðalagið frá Íslandi. En síðan hefur Íslendingurinn tekið þá ákvörðun að undirbúa fyrirlestur um Ísland og flytja hann síðan fyrir restina af skólanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

til lykke, islandske magtraner

store mor

Bergþóra Jónsdóttir, 10.1.2007 kl. 10:55

2 identicon

Hæ!

Ótrúlegt hvað Danir vita lítið!!!! Það verður gaman að halda fyrirlestur. Vona að þú komist svo í IKEA til að fá rúmteppi.

Ást frá Siggu, Þóri og Jóni Braga... sem fór ekki í leikskólann í dag þar sem hann er með kvef.

Sigga (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband