2.9.2006 | 21:58
afslappelsi.
Í gær var föstudagur og hann var langur, það var nú samt ekki föstudagurinn langi í gær. Bara föstudagur. Ég byrjaði í tíma klukkan níu, það var blaðamennsku tíminn. Í honum fórum við að tala um tímaritið sem við munum gefa út á næstunni. Það var ritsjórnarfundur eftir kaffipásuna. Á honum var rætt hvað ætti að vera í tímaritinum og það var verið að fynna hugmyndir að greinum sem gaman væri að skrifa, eða bara efni fyrir tímaritið almennt. Ég fékk auðvitað hugmynd. Ég ætlaði fyrst ekkert að segja frá henni en síðan hugsaði ég að gerðist þá bara ekkert annað en að hennei yrði hafnað. Min hugmynd var að ég gæti skrifað einhverskonar kynningu á kántrí tónlist. Ég fíla kántrí tónlist í botn og það er sú helsta tónlistarstefna sem ég hlusta á. Og ég veit heilan helling um kántríið. Kennaranum leist vel á þessa hugmynd og bætti meira að segja við hana. Hún sagðist þekkja konu sem er kántrí söngkona og er þekkt í Danmörku og að ég gæti áreiðanlega fengið viðtal við hana. Ég hugsa að þetta veri gaman. Ég get ekki beðið eftir því að mánudagurinn komi svo ég geti farið í tíma.
Í gærkvöldi var kvöldmatnum flýtt um hálftíma því við þurftum að fara í rútu til Árósa til að komast á festival viku sem er í Árósum þessa viku. Á þessari hátíð er margt um að vera mörg atriði víðsvegar um bæinn á einum stað eru lýðháskólar Danmerkur með prógram. Snoghøj var með prógram í gærkvöldi. Það var komið í bæinn um átta leitið. Kennarinn mælti með því að útlendingarnir gætu til dæmis skoðað miðbæinn og það gerðum við. Ég fór með útlendingum. Þau byrjuðu á því að leita uppi ódýran súpermarkað en enduðu í 7-11 til að kaupa ódýrt áfengi... Það voru nú samt enging drykkjulæti í þeim,það kom mér samt á óvart að það var fólk í bænum pissfullt og klukkan ekki orðin 9. En hvað um það.......Við löbbuðum bara um bæinn í rólegheitum og skoðum síðan Vorrar frúar kirkjuna, hún var opin svo við gátum skoðað að innan. Mér fannst hún algjört æði, það var einhverskonar friður í henni, öðruvísi en í öðrum kirjum sem ég hef komið í. Síðan löbbuðum við aftur til baka til að hlusta á Snoghøj fólkið tónlist á sviði í húsi við höfnina. Það var skólastjórinn og einn kennarinn sem spiluðu með tveimur stelpum sem eru báðar fyrverandi nemendur í skólanum. Önnur þeirra sú bosníska. Síðan steig á svið núverandi nemandi, eini strákurinn á söngleikja brautinni, með hljómsveitinni sinni. Mér fannst stelpurnar miklu skemmtilegri og betri. þær voru báðar í jazz og blús. Mér fannst tónlistin hjá strákunum ekkert sérstaklega skemmtileg, ég mundi allaveganna ekki kaupa mér geisladisk með þeim. siðan klukkan eitt var lagt af stað með rútunni til baka, og það var komið til heim til Snoghøj rúmlega tvö. Ég var hryllilega þreytt ég sofnaðu á sömu sekúndu og ég lagðist niður.
Siðan svaf ég lengi, ég missti af bruch-inu eða mokost eins og það heitir á dönsku, ég svaf það hreinlega af mér. Ég ætlaði mér að sofa þangað til ég vaknaði en ég reiknaði ekki með því að ég mundi missa af matnum, síðan var ég bara að slóra frameftir degi þangað til um 3 leitið að ég fór í langan göngutúr, ég var uppgefin eftir göngutúrinn og sú staðreynd að ég þurfti að labba upp á 3ju hæð í herbergið mitt var ekki gleðiefni þá stundina. en það er samt gott að vera þreyttur eftir góðan gönutúr. Síðan klukkan sex var borðaður kvöldmatur úti við ströndina við varðeld. það var gaman, mjög sérstakt. Vaktkennarinn Brian hann hafði eldað og hann var með krakkana sína með sér. strákurinn er 6 ára en stelpan er 2gja eða 3gja ég náði því ekki alveg. Mikið held ég að það sé gaman að vera með foreldrum sínum í vinnunni við þessar aðstæður. Dagurinn í dag er bara búinn að vera fínn þó að ég hafi ekki gert mikið.
Smá sýning á herberginu mínu
gluggin minn
1. glugginn minn. Hann er tvöfaldur. Ef maður ætlar að opna hann þarf maður að opna tvisvar. Fyrst innri partinn og svo þann ytri
2. skápurinn minn, ég gapti þegar ég sá hann fyrst. Hann er miklu stærri en skápurinn minn heima
3. vaskurinn minn, spegillinn minn og hillan mín.
4. skrifborðið mitt. þegar ég var í Fredericiu á miðvikudaginn þá var ég í bókabúð og opnaði einhverja listaverkabók af handahófi og opnaði óvart á einhverri síðu en á þeirri síðu var sama mynd og er þarna á veggnum
5. Skrifborðið mitt, stóllinn og rúmið, það sést ekki á myndinni en dýnan er of stór fyrir rúmið en það gerir ekkert til þar sem ég er með rúmteppið.
6. glugginn og skápurinn
7. gangurinn minn, eða íbúðin eins og við köllum hann. lengst beint áfram býr Gianina svo þar sem ekki sést til hægri býr Eline svo til vinstri er baðherbergið,ég hefði kanski átt að taka mynd af því, það er soldið spes. og síðan nær sem ekki sést er herbergið mitt
8. hurðin mín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.9.2006 | 07:50
nýjasta nýtt úr Snoghøj
Síðustu tveir Snoghøj dagar hafa verið bara nokkuð venjulegir. Maður er að komast inn í rútínuna hér betur og betur með hverjum deginum. Á miðvikudaginn var tími fyrir hádegi og svo frí eftir hádegi. Ég fór í bæinn,Fredericiu með ungversku stelpunni, Fruzsi. Við létum okkur þær tvær stóru göngugötur sem í bænum eru, nægja. Á meðan mörgum öðrum fannst það ekki nægja og fóru til Kolding, þar sem er víst risastór verslunarmiðstöð. Ég keypti nú ekkert mikið í bænum. Ég fór í Tiger og keypti frönsku myndina Amelie á dvd þar fyrir 20 danskar krónur. Ég vissi bara um einn sölustað fyrir strætó miða og strætókort í Fredericiu, en það er í ráðhúsinu. Ég leitaði hátt og lágt að rétta inngangnum á húsinu. En það eru ofsa framhvæmdir niður í bæ í Fredericiu þessa dagana þannig að það varð ekki að neinni hjálp. En síðan þegar við ætluðum að fara aftur heim til Snoghøj og vorum komnar á stoppistöðina, þá var Claus kominn þangað. Claus er einn af eldri nemendum Snoghøj. Ég sá að hann var með klippikort fyrir strætóinn og spurði hann hvar hann hefði getað keypt svoleiðis, ég hafði ætlað að kaupa klippikort í ráðhúsinu. Hann sagði að það væri best að kaupa það hjá strætóbílstjóranum. Mér finnst þetta svolítið skrítið að maður getur keypt strætókort í strætónum og ef maður borgar fargjaldið sitt með peningum og er með of stóra mynnt þá fær maður borgað til baka. Ég keypti semsagt klippikort. Það borgar sig... maður borgar 9 krónur farið með klippikortinu á meðan maður borgar 17 krónur ef maður borgar með peningum. Síðan á miðvikudagskvöldið þá skreytti ég nýja herbergið mitt með myndum sem ég hafði prentað út. Ég er með myndir frá Íslandi af íslenskri náttúru, þó að myndirnar séu allar reykvíkskar. Og svo er ég með myndir af 3 krílum fjölskyldunnar.(Ólafur er nú reyndar ekki mikið kríli lengur).
Í gær fimmtudag var nú bara að mestu það sama venjulega gert hér. Tímar, auðvitað var gærdagurinn sérstakur fyrir mig því að greinin mín var valin til að fara á skólasíðuna. Síðan eftir hádegi þá var tími sem kallast Culture Club. Sá tími er í salnum og allir nemendur eru í honum. Það er alltaf eitthvað öðruvísi í Culture club. Ég meina að í síðustu viku var leikræn tjáning en í gær var fyrir lestur. Það kom stelpa sem er fyrrverandi nemandi úr skólanum. Hún var að segja okkur frá sjálfri sér. Hún hafði komið frá Bosníu-Herzegovínu til Danmerkur til þess að fara í þennan skóla. Hún var á söngleikja línunni. Nemendurnirr árið sem hún var settu upp söngleik sem varð víst vinsæll og þau fóru í leikferð um Danmörku. Stelpan hafði reynt að komast inn í söngleikja akedemíu í Frederecia en kommst ekki inn. Þá fór hún í samskonar akademíu í Bologna í Ítalíu. Hún var bara að segja okkur frá þessu. Þetta var nokkuð áhugavert en ég held samt að þetta hafi verið áhugaverðara fyrir þá sem eru á söngleikjabrautinni.
Í gærkvöldi sat ég og stumraði yfir viðtali sem ég var að skrifa. Ji það var erfitt, síðan þegar ég var búin að skrifa viðtalið, þá fór netið að klikka. Akkúrat þegar ég ætlaði að fara að nota netorðabók til að athuga hvort nokkurr orð sem ég hafði notað væru rétt skrifuð. Netið var svo hægt, það var hræðilegt. Síðan gat ég ómögulega fundið fyrirsögn á greinina. Ég held ég hafi setið yfir þess í um 3 klukkutíma ef ekki lengur. eða allaveganna til miðnættis
Bloggar | Breytt 2.9.2006 kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2006 | 22:15
viðburðaríkur dagur.
Dagurinn í dag var mjög undarlagur, en góður. Dagurinn byrjaði með að ég fór á skrifstofuna og talaði við Torben skólastjórann um það að ég vildi fá nýtt herbergi. Hann spurði mig náttúruleg hvers vegna ég vildi fá nýtt herbergi og búa ein. Ég útskýrði fyrir honum að ég fari kanski ekki á sama tíma að sofa og herbergisfélagi minn og ég vakni snemma á undan henni til að fara í sturtu fyrir morgun mat, en hún sé fyrir að sofa lengur á morgnanna en vakni við það að ég sé að fara á stjá. Þá spurði hann mig með undrunartón, "hvenær vaknar þú eiginlega?" Ég svaraði því að ég vakna klukkan sjö, honum fannst það ekki vera neitt of snemma. Hann sagðist mundi reyna að gera eitthvað fyrir mig en að það væri erfitt.
Næst á dagskrá var tími í blaðamennsku. Við byrjuðum á að skrifa smá grein sem við höfðum átt að hugsa um í gær. Ég hafði fundið mér hlut til að skrifa um í gær en í morgun fann ég miklu bertri hlut, þannig að ég skrifaði um það. Síðan tók kennarinn greinarnar hjá okkur og þá var farið yfir. Enn sagði hún að ég hafi mjög góða stjórn á tungumálinu. Seinna í tímanum fengum við annað verkefni. Við áttum að fara á vettvang, tala við einhvern, og skrifa grein um það, report. Við áttum að hugsa um að við værum eins og fréttamennirnir á CNN sem tala beint af vettvangi, kanski í Írak. Við áttum að fara 2-3 saman og fynna eitthvað. Strákarnir ætluðu til Middelfart, sú ungverska og sú eistneska ætluðu að fara að tala við mennina sem vinna á brúnni. Eftir vorum við Fruzsi og Aya. Við vissum ekki allveg hvað við ætluðum að gera, en mundum svo að við höfðum séð hesta á lóð nágrannans og datt þannig í hug að fara þangað og spurja nágrannann um hesta. En þegar allt kom til alls. Þá á nágranninn ekkert í þessum hestum og veit ekkert um hesta, hún leigir bara hluta að landinu sínu til einhvers fólks sem er með hesta. Og það fólk kemur bara um svona einu sinni í viku. Þannig að það plan fór í vaskinn. Við höfðum hálftíma eftir fyrir hádegi, þannig að við höfðum ekki tíma til að fara neitt langt í burtu. Við hugsuðum með okkur, afhverju ekki bara spurja þessa konu einhverra spurninga. Þannig að ég útskýrði ástandið fyrir konunni, sem sat í glugganum sínum, og spurði hana hvort það væri í lægi ef við tækjum stutt viðtal við hana. Hún sagðist vera allveg til í það. Þannig að við fengum einhvern til að tala við. Fruzsi spurði spurninga, ég punktaði niður og Aya tók myndir. Þetta var fyrir hádegi. Eftir hádegis mat þá var húsfundur og þá sagði kennarinn allt í einu að einhverjir ættu að tala við sig eftir fundinn, hún taldi upp nöfn, mitt nafn var þar og nafnið hennar Lærke, þá vissi ég um hvað málið væri, það var herbergis málið. Þannig að eftir fundinn var talað við kennarann,Rikke. Hún útskýrði málið, " Ulfhildur har boed med Lærke men nu vil hun gerne bo alene." Hún sagði að hún þyrfti að gera tilhræringar í herbergja skipan. Hún sagði við hinar stelpurnar sem þarna stóðu að þær hefðu borgað fyrir tveggjamannaherbergi en væru í einsmannaherbergi og þannig mætti skólinn biðja þær hvenær sem er um að færa sig í tveggjamannaherbergi. Þær voru 3 stelpurnar, Trine,Helen og Elisabeth(held ég). Ein af þeim þyrfti að flytja til Lærke. Það er nú ekki auðvelt að ákveða svona hluti en það var samþykkt hjá öllum aðilum að best væri að draga um það. Það endaði þannig að Trine var dregin. Mér fannst náttúrulega svolítið leiðinlegt að vera að skapa svona vesen og þurfa að láta einhvern flytja úr herberginu sínu. En Trine sagði síðan við mig að henni væri alveg sama, hún hafði borgað fyrir tvöfalt af því hún væri alveg til í að deila herbergi með einhverjum öðrum. Þannig að ég fékk nýtt herbergi í dag. og það herbergi er með gígantísk stórum skáp. stærri en skápurinn minn heima.
Síðan eftir fundinn stóð á stundatöflunni minni að ætti vare Taj-Tji. þannig að ég fór upp og skipi um föt, fór í íþrótta föt. en síðan þegar ég kom niður var ekkert að gerast í salnum þannig að ég fór að leita að fólki, mjög algeing dægradvöl hér. fann síðan alla á brautinni minni í kennslustofunni. ég sá að ein var líka í íþrótta fötum. Kennarinn benti mér á að Taj-Tji ið væri ekki fyrir þá þessari braut, það hefði bara verið vitleysa. Þannig að ég fór aftur upp að skipta um föt og kom síðan aftur niður í tíma. Skrifaði þá punktana,úr viðtalinu fyrr um daginn, upp upp á nýtt. Svo að hinar stelpurnar gætu lesið og haft hjá sér til þess að skrifa grein um viðtalið við konuna. Síðan settist ég og skrifaði mína grein.
Ég er búin að setja verkefni síðustu daga á síðu á netinu svo allir geti skoðað hvað ég hef verið að gera...
1.viðtal: http://mydoublelife.bravehost.com/net/vidtal.html
2. frétt: http://mydoublelife.bravehost.com/net/frett.html
3. http://mydoublelife.bravehost.com/net/report.html
4. af vettvangi: http://mydoublelife.bravehost.com/net/onlocationreport.html
Ég hef líka bætt inn nýjum myndum frá í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2006 | 21:27
ísland? Æ hvað var það nú aftur?
sem ég kem frá. Mér finnst ég vera í nokkurskonar klemmu af því að ég
er Íslendingur. Í kvöld var tími í danskri menningu fyrir okkur
útlendingina, sem allir útlendu nemendurnir eiga að mæta í. Satt að
segja fattaði ég ekki hvað ég var ap gera þarna inni. Ég var
allaveganna ekki að læra neitt nýtt. Allt það sem kennarinn sagði vissi
ég nú þegar, flest var svona "no-brainer" hlutir eða svona hlutir sem
maður bara veit ósjálfkrafa. Ég veit að Danmörk er flöt, ég veit
hvernig Danir eru, ég þarf ekki í kennslu í þessu. Það voru allir
útlendingarnir þarna nema norska stelpan sem þurfti ekki að mæta því
hún talar sína norsku og danirnir skilja hana og hún skilur danina. Á
meðan við Íslendingarnir þurfum að vera þarna. Við eigum kanski
erfiðara með að eiga samskipti á dönsku, en íslensk menning en lítið
sem eitthvað frábrugðin danskri menningu. Þarna í tímanum var verið að
tala um að það eru ekki nafnadagar í Danmörku en þeir halda jól og
páska. Ég man eftir svipnum sem kom á andlitin á eistnesku
stelpunni og ungverjunum þegar komst upp um þann furðulega sið að dansa
í kringum jólatré um jólin. Það var líka fleira í sama dúr sem kom
fólki á óvar, hlutir sem eru bara sjálfsagðir hlutir í mínum huga.
Hlutir sem maðut bara veit ósjálfrátt. Eitt sem kemur líka útlendingum
á óvart er maturinn hér. Danskur matur sem mér finnst fullkomnlega
eðlilegur,því hann er líka borðaður á íslandi. Til dæmis í dag í
hádeginu þá var síld og rúgbrauð. Og svo líka annað, kjötbollur,
ungverska stelpan hafði sínar efasemdir um þennan rétt sem hún hafði
aldrei séð áður. Eins voru í gær soðnar kartöflur með kjötinu
plús brún sósa. útlendingunum fannst þetta líka undarlegt. Þannig að ég
fatta ekki alveg hvað ég á að gera í tímum um danska menningu. Það er
eins og ég sé föst einhversstaðar á milli. Ég er ekki Dani en ég er
heldur ekki útlendingur(alla veganna ekki á þann hátt). Fólk bara
virðist ekki almennt vita baun í bala um Ísland. Ég og
Haraldur,íslenski strákurinn vorum að tala saman á íslensku við
matarborðið um daginn, þegar einhver spurði hvaðan tungumálið sem við
töluðum væri. Við svöruðum að íslenska væri eitt af Norrænu
tungumálunum og reyndum að útskýra fyrir þeim að íslenska væri
upprunalegasta/elsts norræna tungumálið og að einu sinni hafi verið
sama tungumálið talað á Norðurlöndunum. Þetta virðist vera svo erfitt
fyrir svo a marga. Það er eins og viðhorfið til Íslands sé "Æ, eyjan
þarna uppi." Við erum ein stór hulin ráðgáta. ég verð að segja að þetta
truflar mig mjög mikið. Sérstaklega að fólk úr þjóð sem er svo skyld
okkur, og við vorum hluti af fram á síðustu öld, viti varla um tilvist
okkar. Erum við það ómerkileg í augum þeirra, eða hvað? Ég bara skil
þetta ekki. Það er eins og maður geti ekki verið Norrænn nema að vera
frá Skandinavíu eða Danmörku. Skandinavía og Norðurlönd eru tvennt
mismunandi, Skandinavía er bara hluti af Norðurlöndunum. Það er eins og
Ísland sé bara gleymt þarna upp í Atlantshafinu. Ég er búin að ákveða
að reyna að eyða þessari fáfræði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2006 | 22:29
svengd og mannlegar bíómyndir.
Það er nú kanski ekki svo mikið að segja frá deginum í dag. Ég spilaði á spil með 3 ungverjum 3dönum,1 japana og einum íslendingi. Ungverkts spil. við vorum að þessu í svona um 3 klukkutíma þá var komið nóg. Það er gaman að læra ný spil, sérstaklega þegar þau eru frá öðrum löndum, ég lærði líka japanskt spil um daginn. Það er nú nokkurnveginn allt sem ég gerði í dag... kvöldmatur er vanur að vera klukkan sex en ekki í dag það var seinkun því það var kirkjukór með ráðstefnu eða eitthvað þannig hér í skólanum í dag. Hópurinn hafði ekki ætlað að borða fyrr en klukkan sjö þannig að það var gert samkomulag að borða klukkan hálf sjö. Það hefði ekki verið svo slæmt nema að um helgar er bara brunch frá klukkan 10 til 12 og ég hafði borðað á milli 10 og ellefu. Þannig var það held ég með flesta. Allir nemendurnir voru að drepast hungri(samt ekki bókstaflega), maður heyrði samt greinilega kvartanir um svengd hjá flestum. Um hálf sjö var kórafólkið búið að koma sér fyrir fyrir utan dyrnar í matsalinn þá ákváðu nemendur að það væri best að drífa sig. Síðan loksinns var bjöllunni hringt og mátti ganga inn í matsalinn. Þar drifum ég og stelpurnar sem ég hafði beðið með að setjast niður við borðið okkar. Maður á alltaf að setjast niður áður en maður fær sér að borða og býða eftir því að réttir dagsins verði útskýrðir. Það var nú líka þannig í dag. En um leið og stelpurnar sem höfðu verið á eldhúsvakt í dag voru búnar að útskýra réttina með þýðingu á ensku frá vaktkennara vikunnar Mikael. Þá var rokið af stað. Eftir að allir voru komnir til baka í sætin sín og byrjaðir að borða þá kom sú hugsun upp að það hefði kanski ekki verið svo sniðugt að rjúka svona af stað, því við vorum jú með gesti. Spurning kom upp við borðið, "Hvað kom fyrir mannasiðina? Hefðum við ekki átt að leyfa gestunum að fá sér fyrst?" Síðan kom niðurstaða, við vorum bara svo svangar, við gátum ekki ráðið við það, ein af frumkvötunum. Ég held líka að flestir af nemendunum hafi farið aðra ferð að borðinu til að fá sér meira... allir svo svangir. Það barst líka í tal, hvað væri óvenjulega mikil þögn, allir voru svo uppteknir af því að borða.
síðan klukkan rúmlega átta í kvöld var sýnd æðislega mynd hér í skólanum. Sænk mynd frá 2004 sem heitir Så som i himmelen. Myndin fjallar um heimsfrægan sænskan hljómsveitarstjóra sem fær hjartaáfall og hættir þar afleiðandi í vinnunni og flytur aftur heim til Svíþjóðar í bæinn þar sem hann átti heima þar til hann var sjö ára. Hann hafði flutt með mömmu sinni því hann hafði hafði verið lagður í einelti. En þegar hann snýr til baka, er hann ósjálfrátt dreginn inn í það að stjórna kirkjukór staðarins. Eftir það fara hlutir að gerast, allskonar mál koma upp á sjónarsviðið...þröngsýnt smábæjarfólk sem kann ekki að meta það sem nýji kórstjórinn er að gera með kórinn. Þar er presturinn fremstur í flokki en prestfrúin er einmitt í kórnum og nýtur sín vel þar á meðan presturinn situr heima og telur konuna vera að syndga með því að vera áfram í kórnum. Þessi mynd er ein af þessum evrópsku mannlegu myndum sem fólkið er alvöru fólk og hefur alvöru tilfinningar, maður trúir nánast öllu. Ég mæli eindregið með henni, myndin var víst tilnefnd til Óskarsverðlauna þegar hún kom út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2006 | 20:55
fyrsti laugardagurinn í Snoghøj
Í dag fór ég á fætur um klukkan tíu of fór þá niður í brunch. Eftir það kíkti ég á netið las viðtalið við Opruh í Lesbókinni. Ég var svo þreytt. undarlegt.... en ég hafði mig samt til til að fara í bæinn. klukkan hálf tvö var ég á stoppistöðinni að bíða eftir strætóinnum sem fer til Fredericiu. Þegar ég var komin á leiðarenda(klukkan um tvö, aðeins rúmelega)komst ég að hinsvegar að einu, búðum er lokað klukkan tvö á laugardögum... en ég gat samt náð í skottið á ljósmyndavöruversluninni og einni sjoppu. Ég keypti nýja snúru til að tengja myndavélina mína við tölvu svo ég geti nú tekið myndir og sett þær hér... ég keypti líka meiri inneign inná símann. Ég, þurfti náttúrulega að bíða í um klukkutíma eftir næsta strætó en það var allt í lagi. ég notaði bara tímann til að labba um bæinn og skoða betur. Ég tók tildæmis mynd af þessu rauða húsi.
Eftir þessa bæjarferð fór ég út í göngutúr hérna á svæðinu við skólann. Öll þessi tré,þau eru svo há og mynda skóga, og allt þetta flatlendi... ég bara kemst ekki yfir það. Náttúran hér er bara svo ólík íslenskri náttúru,. Náttúran hér svo falleg...Þó að náttúran á Íslandi sé líka æði.
Siðan er líka búin að sitja hér, í kvöld, í óða önn að hlaða inn myndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2006 | 19:19
Fyrsta Snoghøj Danmerkur bloggið mitt
Okey, núna blogga ég hérna loksins eitthvað af viti. Enda kominn tími til.
Ég sit núna í tölvuherberginu í skólanum og er að blogga þetta blogg. Ég sit hér með Fruzsi og Ayu, Fruzsi(Fruzsina) er nítján og frá Ungverjalandi og Aya er þrjátíuogfjagra frá Japan. Þær eru báðar á sömu braut í skólanum og ég. Ahh það er partý í kvöld sem ég held að sé að byrja akkúrat núna, tónlistin allavegana komin í gang. Mig langar ekki baun í bala í það. Mér finnst bara ekkert gaman í partýium. Ég drekk heldur ekki og hef ekki áhuga á því heldur. Mér finnst ég vera alger félagskítur að ætla að vera að tölva á meðan það er partý í gangi. Ég er bara ekki pratýtýpan, mér finnst það bara óspennandi. Og síðan endurtekur sagan sig held ég líka á morgun og allar aðrar helgar... ojj... Ég veit bara um eina manneskju hér sem er ekki í partýham og drekkur heldur ekki, það er Chen frá Kína. Hann talar góða ensku. en Ég ætla að sjá hvernig þetta kvöld fer en ég er að pæla í að fá að skipta um herbergi og fer herbergi þar sem ég get verið ein. Maður er bara aldrei einn neinstaðar hérna. Ef maður vill vera einn með sjálfum sér þá þarf maður eiginlega að fara út. En maður leggur sig nú ekki mikið úti ef maður er þreyttur. Æ ég veit það ekki. En síðustu dagar hér i Snoghøj hafa verið fínir. Sérstaklega gærdagurinn og dagurinn í dag. Í gær voru tímar bæði tímar fyrir og eftir hádegi. Skemmtilegir tímar... fyrir hádegi var kreatívsk hugsun og eftir hádegi var leikræn tjáning sem allar brautirnar taka þátt í. Síðan eftir skóla fór ég í smá göngutúr um svæðið ég labbaði fram hjá tjörn þar sem svanirnir hennar Dimmalimm eru. Ég settist við tjörnina og horfði á svanina í dágóðan tímaÍ dag var blaðamennsku tímar. Við áttum að taka viðtöl við hvert annað. tvö og tvö saman. Ég tók viðtal við ungversku stelpuna og hún við mig. við settumst út í garð á bekk og töluðum saman þar. Siðan þegar viðtölin voru búin fórum við inn og áttum þá að skrifa grein úr punktunum sem við höfðum tekið niður í viðtalinu,prenta út og skila til kennarans, sem heitir Rie og á íslenska mömmu,. Og eftir hádegis mat hélt tíminn áfram og þá lásum við upp viðtölin sem við höfðum skrifað. Kennarinn var mjög ánægð með mitt og allir voru mjög hissa hversu langan texta ég hafði geta skrifað. Kennarinn sagði að þetta hefði verið á mjög góðu máli og notaði orðið fluent um textann. Ég ætla að reyna að tengja viðtalið við bloggið hér svo þið getið séð. Æ það virkar ekki núna en ég reyna aftur seinna, kanski á morgun. Ég held að ég láti þetta duga núna.
Bloggar | Breytt 30.9.2017 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.3.2006 | 20:30
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar