24.9.2006 | 19:43
Lególand í annað skipti
Í gær var laugardagur og ég fór í smá ferðalag. Ég fór ekki beint til annars lands en ég fór í Lególand. Ég vaknaði klukkan átta(ég held að ég hafi ekki vaknað svona snemma á laugardegi lengi) ti að fara í sturtu og síðan fór ég niður í eldhús til að útbúa morgunmat. Ég og Fruzsi höfðum skráð okkur í það því við þurftum að skrá okkur í eitthvað og við þurftum að vera á staðnum til að gera það sem við skráðum okkur í. Eftir að hafa útbúið morgunmat með vaktkennaranum og borðað þá héldum við út á stoppistöð. klukkan var þá um hálf 11, strætóinn til Frederecia kemur alltaf 37 mínútur yfir heila tímann. Strætóinn var náttúrulega mun fljótari en venjulega enda ekki mikil umferð svona snemma á laugardegi og fáir að taka strætóa. Það var eiginlega bara heppni að endastöð strætisvagnanna er fyrir utan lestarstöðina, ég hafði nauman tíma til að kaupa miða í lestina 1 mínútu nákvæmlega við rétt náðum. Síðan sat ég í um 20 mínútur í lestinni frá Fredericiu til Vejle, ég borgaði 45 dkr. fyrir farið. Þegar lestin var svo komin til Vejle, þurftum við að bíða eftir strætónum í um klukkutíma. Síðan kom loksins vagninn og ég steig upp í vagninn og ætlaði að borga en þá vildi strætóbílstjórinn ekki taka við klippikortinu mínu vegna þess að við mundum fara fyrir utan Vejle Amt. og klippikortið mitt er frá Vejle Amt. Ég hafði ekki hugsað út í þetta. Ég hélt að klippikort frá Vejle Amt mundi ganga í öllum vögnum sem eru frá Vejle og eru frá Vejlskum fyrirtækjum. Strætó/lesta systemið hér er flókið, það virkar einfalt. Maður þarf altaf að vita hversu mörg svæði maður mun fara í gegnum. En hvað um það strætó bílstjórinn leyfði mér að klippa tvisvar á kortinu og borga síðan 25 krónur. Síðan eftir nokkurn tíma þá vorum við komin í Lególand. Einn aðgöngumiði gildir tvisvar, þannig að ef ég vil þá get ég farið aftur í lególand þangað til við lok október. Lególand var æði. Við byrjuðum á ofsalegu tæki, enhverju vélmenna tæki sem setur sveiflar manni í loftinu, maður er samt pikkfastur í sæti, maður getur farið á hvolf og alt, en okkar gerði það ekki, guði sé lof. Ég var svo hrædd að fara í þetta en ákvað síðan að fara því ég sá að þetta er bara í örstuttan tíma miklu styttra en nokkur rússíbani. Ég öskraði samt. Það er margt sem hefur breyst í Lególandi frá því fyrir átta árum þegar ég var þarna með pabba, mömmu og Ólöfu, það getur líka verið að ég muni ekki alveg nógu vel. Allaveganna. Það er kominn vilta vesturs partur í garðinn, þar sem eru kúrekar, gullgrafarar og námumenn. Siðan er sjóræningja parturinn ég man vel eftir honum og dreka parturinn. Við prófuðum næstum allt nema ég sagði pass við Extreme rússíbanann, mér leist ekki á, maður gat heyrt öskrin úr fólki nánast útum allan garðinn. En það er komið nýtt tæki sem mér fannst skemmtilegt, og fyrirsögnin fyrir það tæki er "Ertu alvöru víkingur?" Ég hélt það nú. Ég er alvöru víkingur að renna niður bratta 8 metra braut í bát sem snýst. Maður blotnar líka í þessu. Við fórum líka í kanóabrautina þar sem við urðum báðar rennandi blautar. Ég keypti mynd sem var tekin í þessu. Þessi Lególands ferð var bara mjög skemmtileg við vorum í garðinum þangað til tækjunum var lokað en þá var tími fyrir okkur að fara heim, aftur með strætónum, lestinni og strætónum. Lestinni seinkaði þanngi að við misstum af strætónum frá Fredericia til Snoghøj. Það munaði bara örfáum mínútum að við mundum ná strætóinum. Þannig að við þurftum að bíða í klukkutíma á lestarstöðinni í Fredericiu, en það var bara allt í lagi, notuð bara tíman til að grandskoða sjoppuna sem DSB er með á staðnum og til að spjalla saman. Við misstum náttúrulega af kvöldmatnum þannig að við fengum ekki kvöldmat í gær en það var í lagi. Klukkan var um tíu þegar við komum í skólan, ég var svo uppgefin eftir þennan langa dag að ég hafði það bara rólegt að lesa í Kvenspæjarastofunni og borða popp. Örbylgjupopp með grískum leiðbeiningum. Þetta popp er miklu betra en tilbúnu poppin í pokunum.
Ég ætla núna að fara að dæla inn myndum inn á þetta blogg hér en ég hugsa að það muni taka óratíma því ég tók margar myndir
ps. Til hamingju með afmælið mamma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2006 | 20:49
Ferðalög
Í gær var fimmtudagur. Dagurinn byrjaði á Photoshop tíma og þar var photoshoppað á fullu fram að hádegi. Eftir hádegi var ekkert þangað til klukkan 4 þá kom einhver frægur danskur karl sem heitir Finn Nørbygård. Ég hafði aldrei heyrt um hann og vissi þess vegna ekki hver hann var. En hvað um það hann kom og sagði okkur frá lífi sínu. Hann var í skemmtanabransanum en hefur lagt það á hilluna núna og er orðinn sálfræðingur. Þetta var bara athygglisvert þó að ég hafi í raun enga hugmynd um hver hann er. Eftir þetta var tími fyrir kvöldmat. En Finn Nørbygård var með atriði í salnum í gærkvöldi og það kom um 100 manns að hlusta á hann og allt þetta fólk var hérna líka til að borða góðan mat þannig að urðum að gjöra svo vel að borða úti í gærkvöldi. Það var bara fínt við grilluðum og skólinn gaf okkur ókeypis gos og bjór útaf þessu. Við sátum bara við ströndina. Eftir þetta fór ég bara upp í herbergið mitt og las í bók sem ég tók með mér, Siðprýði fallegra stúlkna, og hlustaði á tónlist.
Í dag var kennarinn að tala við okkur um layout og kynna okkur fyrir því. Því að í þarnæstu viku förum að læra á eitthvað forrit fyrir svoleiðis. Næsta vika verður þema vika og ég valdi Film Produktion. Ég er ekki alveg viss um hvað ég á að gera en það verður bara spennandi. Giannina verður í þessu líka, hún skráði sig sem leikara í stuttmyndinni sem við ætlum að gera. Hún er búin að fá handritið en ég hef ekki spurt hana um hvað myndin er.
Í dag á húsfundi var haustferðin kynnt. Ég trúi því ekki að ég sé að fara til Þýskalands og Ítalíu. Við keyrum bara til Þýskalands og förum með flugvél þaðan. Við fengum að vita hvað verður gert á Ítalíu og hvert verður farið. Við förum að sjá skakka turninn í Pisa, förum að skoða flottan skóla í Mílanó sem er fyrir grafíska hönnun, eitthvað fyrir "media design" hópinn. Þetta er svo spennandi.
Síðan í kvöld er ég búin að sitja úti við bálköst á ströndinni í kósýheitum. Talandi um heima og geima og horfa á stjörnurnar í himninum.
Á morgun er ég að fara í öllu styttra ferðalag. Ég er að fara til Lególands. Við ætlum að fara 3 saman beint eftir morgunmat. Ég og Fruzsi vöknum á morgum útbúum morgunmat, borðum og leggjum svo af stað með 3 stelpunni, Aisté. Það er nú samt ekki beint einfalt að komast til Lególands frá Snoghøj. Við þurfum náttúrelga að taka strætóinn til Fredericia og taka lest þaðan til Vejle, labba síðan af lestarstöðinni í Vejle yfir á strætóstoppistöð og taka þaðan strætó sem stoppar í Lególandi. Ég er farin að hlakka til. Ég er búin að tæma kubbinn í myndavélinni minni svo ég geti tekið myndir....
...talandi um myndir ég er búin að bæta við nokkrum myndum sem eru teknar á leiðinni frá Snoghøj til ErritsøBloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2006 | 20:25
Heiðargerðið er komið til Snoghøj
síðustu dagahefur ekki svo margt merkilegt gerst hér. Á mánudaginn byrjaði ég í Photoshop tímum. Að vinna með myndir í tölvunni, laga lýsinguna og þannig lagað. Hlutir sem ég vissi hvernig átti að gera áður, en það var samt fínt að prófa og fá bara að gera eitthvað, ég lærði líka eitt nýtt hvernig á að láta húð manneskju sem er með bólur eða ójafna húð eða eitthvað líta út fyrir að vera slétt og fín. Allir höfðu áhuga á að læra það. Maður gat heyrt fólkl hlæja við tölvurnar. Síðan í gær var haldið áfram að vinna í Photoshop, þá lærðum við hvernig á að taka bakgrunn af myndum, klippa myndir og blanda myndum saman. Það er rosalega gaman, ég hef fiktað mikið með þetta áður, en í gær lærði ég nýjar aðverðir sem ég hafði ekki uppgötvað áður... Ein stelpan spurði í gær hvort hún gætti sett sjálfa sig inn á mynd með Brad Pitt. Það var mögulegt og við lærðum það. Þannig að ég kann að gera það núna.
Í gær var líka húsfundur, það eru húsfundir tvisvar í viku, á þriðjudögum og á fimmtudögum. Allir kennararnir og nemendurnir eru viðstaddir. Á þessum fundum á að tala um allt sem kemur skólanum við og okkar lífum hér. Mér datt í hug að benda á þetta með áleggið á morgnanna, því ég vissi að það voru nokkrir aðrir sem voru sama máls og ég. Þannig að ég spurði hvort það væri möguleiki að hafa oftar fjölbreyttara álegg á morgnana, kannski eitthvað eitt í viðbót við sultu og ost. En ég fékk skýrt svar, nei ekki sem sendur. Þannig að ef ég vil hafa eitthvað annað álegg, þá þarf ég að kaupa það sjálf.
Í morgun hafði ég myndlist fyrir hádegi. Fyrir viku var kennarinn veikur en við fengum skilaboð um að við ættum að vinna sjáfstætt. Ég var eitthvað að sakna þess að hafa engin fjöll til að horfa á þannig að mér datt í hug að teikna fjöll. En síðan þróaðist þessi hugmynd hjá mér og endaði sem útsýnið úr stofu 209 í Hvassaleitisskóla. Þannig að ég teiknaði Heiðargerði og fjöllin í baksýn. Auðvitað vantar heilan helling inn á myndina en þetta þarf hvor eð er ekkert að vera nákvæmt. En hvað um það ég sýndi kennaranum þessa mynd í dag og honum fanst hún flott og honum fannst flott hvernig ég teiknaði húsin í Heiðargerði, ég teiknaði bara stóru botnlangana. Honum spurði mig hvort ég vildi ekki teikna myndina á stærra blað og mála svo með akríl málningu. Þannig að ég byrjaði á því í dag. Byrjaði aftur á heila klabbinu á öllum húsunum og trjánum það er mesta handavinnan en svo náði ég líka að byrja á því að mála himininn. Ég verð að segja að ég hlakka til að halda áfram. Ef ég verð sátt við loka niðurstöðuna þá ætla ég að hengja myndina upp í herberginu mínu.
Ég fór í bæinn í dag, Fredericia, og fór í Føtex, súpermarkaðinn. Hagkaup hvað???Føtex er málið. og ég keypti mér bréf af spægipylsu, og popp sem er þúsund sinnum betra en poppið frá Kims sem ég keypti á föstudaginn í SuperBrugsen í Erritsø
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2006 | 13:19
ólíkar matarvenjur Íslendinga og útlendinga
Jæja ég hef ekki skrifað neitt í nokkra daga núna, ég hef verið svo þreytt í lok hvers dags í vikunni sem leið að ég hef ekki haft orku til að pikka einhver orð inná tölvuna. En nú er ég endurnærð og tilbúin að skrifa.
Málefni dagsins hjá mér er ólíkar matarvenjur. Þó að danskur matur sé gjarnan líkur íslenskum mat þá hef ég tekið eftir því að matarvenjur Íslendinga og útlendinga eru ólíkar. Ég ætla að byrja á morgunmatnum. Á morgnanna er boðið upp á jógúrt, einhverskonar abt-mjólk, þykkmjólk og kornfleks og síðan haframjöl og púðurskykur til að setja útá jógúrtið, abt-mjólkina og þykkmjólkina. Mér finnst þetta alveg fínt þó að mér finnist skrítið að setja Ota haframjöl eins og maður notar í hafragraut út á þykkmjólk. En það er brauðið sem ég botna ekki í. Á morgnanna er líka boðið upp á brauð, hvítt brauð og síðan maltbrauð eða normalbrauð en eina áleggið sem er notað er sulta og ostur. Allir Danirnir og hinir útlendingarnir setja sultu eins og ekkert sé á brauðsneiðina hjá sér. Ég get skilið marmelaði en ekki sultu. Ég þarf altaf að smyrja mér samloku til að hafa til að borða á milli hádegismatar og kvöldmatar, og það er alltaf samloka með osti, mikið er ég orðin þreytt á samlokum með osti. En á sunnudögum er gjarnan meira úrval, í dag var líka boðið upp á tómata, gúrku og spægipylsu. En þetta með sultuna skil ég ekki, fyrir mér er sulta eitthvað sem maður notar með kjöti og vöfflum.
<>Síðan kemur kvöldmatur. Það sem mér finnst furðulegast þar er að fólk saltar á piprar matinn alltaf með saltinu og piparnum úr staukunum á borðinu. Bæði Danirnir og hinir útlendingarnir gera þetta. Mér finnst matinn hér aldrei vanta salt eða pipar, ég nota örsjaldan extra salt eða pipar á neitt, það eina sem ég nota salt á eru kartöflur,popp og í hafragraut. Þetta finnst mér furðulegt. Ég sá einn Ungverjan um dagin setja salt á brauðið hjá sér, ji minn, mér hefði aldrei dottið það í hug. Síðan annað þegar fólk er búið að borða og situr enn með diskana sína á borðinu þá gengur enginn frá hnífinum ofan í gaffalinn , heldur bara skilja bara hnífapörin einhvern vegin eftir á disknum. Ég veit svosem að þeim finnst mínar matarvenjur líka undarlegar, ég uppgötvaði það um daginn þegar allir góndu á mig stappa bita af steiktum fiski í raspi við kartöflurnar á disknum hjá mér, þau voru öll hvað á það að þýða að stappa þetta tvennt saman af öllu því sem hægt er að stappa saman. Og líka það að ég blandaði haframjölinu vel við þykkmjólkina í morgunmatnum í stað þess að skilja haframjölið ofan á þykkmjólkinni og borða þannig. Eitt sem ég hef líka tekið eftir með kvöldmat, eg það er kjötmeti þá er sjaldnast sósa með og aldrei sulta. Ég átta mig ekki á því hvað það á að fyrirstilla. Furðulegt<>Það var eitt sem stórundraði mig um daginn. Það var í morgunmat held ég á fimmtudaginn. Ein ungverska stelpan drekkur altaf mjólk á morgnanna, en á fimmtudaginn fékk hún sér mjólk í glas en spýtti síðan mjólkinni og sagði að þetta væri eitthvað skrítin mjólk. Ég sá á fernunni að mjólkin var ekki útrunnin þannig að ég varð forvitin og náði mér í glas og smakkaði. Ég komst að því að það sem var í fernunni var bara venjuleg nýmjólk og ekkert skrítið við hana. Stelpan hafði bara aldrei drukkið nýmjólk. Mér fannst þetta svo undarlegt, hvernig er hægt að komast hjá því að kynnast nýmjólk. Fyrir mér er nýmjólk ein sú venjulegasta og eðlilegasta mjólkurvara sem til er. Jafnvel þó að ég sé léttmjólkurmanneskja þá er nýmjólk samt venjuleg mjólk. Þetta kom mér svo á óvart.
Það var lamb um daginn í kvöldmat. Dönunum og útlendingunum fannst ekkert athugavert við lambið.. Það var vel matreitt og var þannig séð gott en kjötið var bara ekki gott. Þetta var Ný-Sjálenskt lamb. það var bara ekki rétt lambabragð af þessu lambi. Mikið eru íslensk lömb bragðbetri og þar á eftir koma grísk lömb.
Þar sem skólinn er frekar alþjóðlegur þá er boðið upp á mjög alþjóðlegan mat. Á laugardeginum fyrir viku voru Ungverjarnir með kennaranum að elda ungverskan mat og á Sunnudaginn fengum við ungverkst langos í morgunmat. Á miðvikudaginn verður japanskur og kínverskur matur sú japanska verður í eldhúsinu ásamt kennaranum og matreiðslu hópnum að elda japanskt og smá kínverskt. Mig langar einhvern daginn til að fá að elda íslenskan mat. Harald langar að hafa Þorramt, kæstan hákarl, svið og hrútspunga. En ég held að það verði sagt pass við því með öllum greiddum atkvæðum ef það verður eldaður íslenskur matur. Ég vil hafa eitthvað venjulegra sem fólk getur borðað., Steikta ýsu í raspi með soðnum kartöflum og þúsundeyja sósu, eða lambakjöt, eða ef ég vil hafa mjög íslensk.. hangikjöt og uppstúf, en þá þyrfti ég að fá kjötið frá Íslandi og ég mundi vilja Ora baunir líka. Ég sé til. Samt held ég að það gæti verið gaman að gera eitthvað, því útlendingar vita almennt ekkert um Ísland og þaðan af síður hvað er borðað á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2006 | 22:27
skýrsla úr Snoghøj
í gær var þriðjudagur, það var tími klukkan 9. Það var skólastjórinn Torben sem var með okkur. Hann kenndi okkur um hjóðvinnslu. Hvernig á að mixa hljóð og þannig. Hann sýndi okkur tæki og tól fyrir hádegi og lét okkur vinna í hljóðvinnslu forriti í tölvunum. Þetta var fyrirhádegi og síðan efti hádegi skipt i hann okkur í tvo hópa með því að skrifa nöfnin okkar upp á töfluna. Hann skrifaði nafnið mitt kolvitlaust. Hann skrifaði það eins og hann heyrði það. Þegar ég sagði að þetta væri ekki rétt skrifað þá bað hann mig að koma upp og skrifa það sjálf. Ég skrifaði náttúrulega ú með kommu, það bara gerist ósjálfrátt og Torben spurði tilhvers komman væri. Ég svaraði því að án kommunnar væri þetta annar bókstafur sem hefur allt annað hljóð. En hvað um það í hópunum áttum við að fara um skólan með græjur og taka upp eitthvað sem fer í 10 mínútna útvarpsþátt á netinu seinna meir. Hvor hópur á að gera 5 mínútur. Hópurinn minn ákvað að gera einskonar skoðunarferð um skólan með hinum og þessum Snoghøj. Það eru hljóð sem maður heyrir oft í Snoghøj, það er til dæmist alltaf einhver einhverstaðar að syngja eða einhver að spila á píanóið í stofunni, maður heyrir fólk ganga á göngunum, opna og loka hurðum, heyrir þegar skrúfað er frá vatni, uppþvottavélin sett i gang, eða þegar sturtað er niður. Við tókum upp öll þessi hljóð og meira til. Orgelleik í kirkjunni er eitt. Við munum síðan vinna úr þessu á morgun ef Torben verður ekki lengur veikur.
Í dag var myndlistakennarinn veikur en við fengum þau skilaboð að við ættum að vinna sjálfstætt og það gerðum við. Eline, íbúðarfélagi, er búin að vera veik heima hjá sér en áður en hún fór gleymdi hún að slökkva á vekjaraklukkunni sínni hér. Þannig að á hverjum degi hefur klukkan hringt klukkan sjö, það væri nú alveg í lagi í smá tíma nema að klukkan stoppar ekki fyrr en um tíuleitið að þannig að klukkan sjö á sunnudaginn byrjaði fjárans klukkan að hringja. Þetta er hávær klukka. Ég hef aldrei vitað aðra eins vekjaraklukku sem er jafn staðráðin í því að vekja mann og þessi. Ég og Giannina höfum báðar bölvað klukkunni fyrir þessi læti og höfðum ákveðið að fá leyfi hjá Torben til að brjótast inn í herbergið og slökkva á klukkunni, en þess verður ekki þörf því Eline kom til baka seinni partinn í dag. Ég hafði ætlað að sofa lengur í dag eða til um átta en það var ekki hægt útaf vekjaraklukkunni. Samt tóks Gianninu að sofa yfir sig... hvernig hún fór að því í hávaðanum veit ég ekki.
Ég var aftur að vaska upp í eldhúsinu eftir hádegismatinn. Ég hafði ætlað mér að taka strætóinn í bæinn klukkan hálf tvö en hádegismatnum var seinkað þannig að ég hélt að það plan mitt mundi fjúka útum gluggan. En ég hafði hraðar hendur í eldhúsinu og náði að vaska allt upp klukkan 20 mínútur yfir 1. Það var lítið eftir og Damla sagði við mig vá hvað við erum eitthvað fljótar í dag þannig að ég sagði henni afhverju ég væri að flýta mér, en þá sagði hún mér bara að fara af stað hún mundi klára það litla sem eftir væri með hinni stelpunni. Mér fannst þetta æði, það er ekki hver sem er sem hefði leyft mér að fara. En það var lítið eftir bara að ganga frá einhverjum hlutum og þurrka vatnskönnurnar.
Ég fór semsagt í bæinn og fór á bókasafnið. Þar fékk ég mér bókasafnskort. Það er með það eins og margt annað að það gilda ekki sömu reglur um Íslendinga og aðra. Íslendingur hefur kennitölu. Það eina sem ég þurfti var að gefa upp fullt nafn og heimilisfang í Danmörku. Þannig að það var ekkert mál. Það er bara að flestir nota gulu sjúkrasamlagsskírteinin sín. En hvað um það, ég tók mér hljóðbók á bókasafninu. Ég valdi hljóðbók svo ég geti hlustað á dönsku á öllum tímum sólarhringsins ef ég vil. Ég vildi hinsvegar ekki byrja á flókinni fullorðinsbók, þannig að ég fór í barna og unglingadeildina á safninu og fann barna hljóðbók. Ég fann bók um Önnu í Grænuhlíð, þar sem hún er farin frá Grænuhlíð og komin aftur til Avonlea og er að byrja sem kennari í barna skólanum þar. Bókin var merkt fyrir 11 ára. Ég er byrjuð að hlusta og ég skil nokkuð þó að ég nái ekki altaf öllu. Þetta er góð æfing því ég get ekki beðið manneskjuna um að lesa hægar.Ég verð að skilja og meðhöndla upplýsingarnar á þessum hraða.
Síðan er hitabylgja hér um 25°C+ og ég er að bráðna niður í íslensku fötunum mínum með aðeins 3 ermalausa boli með mér og síðan gallabuxur og enga sandala. En ég er farin að þvo þessa boli í vasknum mínum og þerra þá síðan í sólinni sem skín innum gluggan minn á daginn. Frábær þurrkunaraðferð og ókeypis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2006 | 22:47
Citroner er sure og gule
Í dag var fyrsti tíminn í ljósmyndun, við vorum fyrri part dagsins að prófa að stækka og minnka myndir í tölvunum. Síðan eftir hádi áttum við að fara á stjá og taka portrait myndir af fólki. Þetta var gaman en ég missti dágóðan tíma eftir hádegismat því ég var í eldhúsinu að vaska upp, með Dömlu, ungverskri stelpu. En það gerði ekker til við töpuðum ekkert á því. Seinni partur dagsins fór í að taka myndir og síðan að skoða þær allar og skoða mynirnar sem allir hinir höfðu tekið. Þetta var gaman.
Eftir tímann þá langaði mig eitthvað út, því það er hitabylgja héran núna það á að vera 25 stiga hiti út þessa viku. Ég ákvað að ganga til Erritsø sem er lítill bær á leiðinni frá Snoghøj til Fredericia. Þannig að ég fór í um 50 mínútna göngu, fór í súpermarkaðinn keypti tvær túbur af colgate tannkremi... tvær túbur í pakka kostuðu jafn mikið og ein önnur stöf colgate túba. Síðan tók ég strætóinn til baka þvi að ég sá að ég mundi ekki geta náð í kvöldmat ef ég labbaði heim. Í svona túr væri gott að hafa hjól.
Eftir kvöldmat var svo dönsk menning/danska. Við ákváðum að byrja tíman úti á strönd. Það var spes. Kennarinn lét okkur fá blöð sem eru með textum úr barnabók um stafina þetta eru einskonar vísur. við áttum að lesa fyrsta blaðið var með B og vísan er svo hljóðandi:
Bennys bukser brændte.
<>Børge råbte, åh!
<><>Børge havde nemlig
<><>Bennys bukser på
Næsta vísa var svo um C og er hún er svo hljóðandi:
Citroner er sure og gule.
Cigarer er fulde af røg
Charlotte er cyklet til Thule
med to kasser øl og et løg
så hun har nok tabt sig en smule.
Fólki fannst þetta mjög skemmtilegt en síðan var farið að kólna svo mikið að við fórum aftur inn. Inni var bara rætt um hina og þessa hluti eins og til dæmis hjá hvaða símafyrirtækjum er hagstæðast að vera. Líka hvar er best að kaupa hina og þessa hluti. Síðan kom það í ljós að flestir í hónum höfðu áhuga á að kaupa hjól, þar sem skólahjólin eru alltaf í útláni. Ég var ein af þessum sem hafði áhuga á að hafa hjól til að fara á milli staða á. Kennarinn ætlar á morgun að athuga hvort hann geti fundið sex notuð hjól fyrir um 300 danskar krónur hvert. Hann keypti víst skólahjólin notuð öll á um 300 danskar krónur og hann ætlar að reyna að finna hjól.
<> ég er búin að bæti við nýju albúmi með myndum af hinu og þessu fólki úr skólanum... og svo bætti ég líka tveimur nýjum myndum í Danmerkur albúmiðBloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2006 | 20:07
fortíðin kallar
Í gær var laugardagur, ég vaknaði og byrjaði á því að fara í morgunmat og svo fór ég í stuttan, þol göngutúr, síðan var sturtutími og eftir það þvoði ég þvott. og sat í þvottahúsinu mest allan tíman sem þvottavélin og þurrkarinn voru í gangi. Ég gerði það því ég vildi ekki lenda í því sama og gerðist síðustu helgi að það var búið að taka þvottinn minn úr þurrkaranum áður en ég var komin til að setja þurrkarann aftur af stað. Ég hefði nú ekki þurft að gera þetta þar sem að í gær voru næstum enginn á ferli hér í gær.
Seinni partinn í gær fór ég á bókasafnið í skólanum og gerði uppgötvun. Það fyrsta sem ég sá þegar ég kom innum dyrnar voru bækur um Norrænulöndin og það næsta sem ég sá var hilla merk Ísland. Ég þurfti náttúrulega að skoða það nánar. Fyrsta sem ég sá í hillunni var íslensk-dönsk orðabók, og það næsta var bókaröð, ég sá að kylinum á þeim öllum stóð "Frásagnir frá ferðum Íslendinga heima og úti" á dönsku, ég kíkti inn í bækurnur og sá þá að þetta voru Íslendingasögurnar á dönksu. Þarna var Gunnlaugssaga Ormstungu, Gíslasaga Súrssonar, Njálssaga og fleira þetta eru 4 bindi en það eiga að vera 5 bindi fyrsta bindið vantar. Síðan skoðaði ég fleiri bækur, sá þar Laxdælu á íslensku, og tvær aðrar bækur á íslensku kennslubók fyrir grunnskóla, þar sem er talað um menn eins og Naddodd, Hrafna-Flóka, Ingólf Arnarson og þannig menn og svo aðra bók sem er með kynningu á íslenskum bókmenntum. Eftir að hafa opnað þessar bækur bara smá var ég farin að hósta, það var greinileget að þessar bækur höfðu ekki verið hreyfðar LENGI. Ég fór þá fram og náði mér í vatn í vatsflöskuna mína og fékk mér sopa og fór síðan aftur á bókasafnið og skoðaði bækurnar nánar, Ég þurfti að skoða ártölin á þessum bókum. Orðabókin sem er í tveimur bindum er frá árinu 1920. Bækurnar með Íslendingasögunum eru frá 1924-1925. Það eru líka allskonar bækur um Ísland en sú sem mér fannst athygglisverðust í gær heitir á íslensku" Íslensk menning um árhundraðaskiptin 1900" hún er á dönsku. Ég opnaði bókina og sá að hún er frá 1902. Ég settist niður og skoðaði bækurnar betur og las smá í þeim. Þetta var mjög athygglisvert. Ég sá nöfn sem voru skrifuð inná fyrstu síðuna í sumum bókunum, en ég gat ekki lesið skriftina. Ég gat séð að það var komma yfir staf í nafninu í einni bókinni, þannig að ég held að eigandi þeirrar bókar hafi verið Íslendingur en sá hinn sami hafði skrifað ártalið 1918 fyrir aftan nafnið sitt. Hinsvegar bækurnar sem eru á íslensku eru nýrri frá um kringum 1965, svo ég held að það hafi verið íslendingur hér um það leiti. En flestar bækurnar eru þó frá bilinu 1920-26. Ég ætla að skoða þetta betur í vikunni, því mér finnst þetta merkilegt. Ég er líka að hugsa um að skrifa grein um þetta í net-tímaritið sem verður sett á laggirnar hér bráðlega, en ég efast um að mörgum muni finnast þetta jafn athygglisvert og mér. Ég ætla að sjá til.
Í gærkvöldi var ég eitthvað svo þreytt að ég sofnaði um hálf tólf en í dag heyrði ég að það var víst eitthvað rosa partí niðri í stofunni fram eftir öllu og fólk var að fara að sofa um 5 leitið, rúmum tveimur klukkutímum áður en ég var að vakna. En það voru víst einhver ofsa læti, hávær tónlist í stofunni og síðan partí á göngunum, en það er bannað. Það á allt að vera hljótt og kjurrt klukkan 11 á göngunum. Það var fólk sem gat ekki sofið vel fyrir látum. Svoleiðis gengur ekki, fólk á að geta farið að sofa of sofið þegar því henntar á kvöldin. En ég svaf þetta allt af mér. Claus, maðurinn sem er hér og er nemandi, hann var með litla frænda sinn, sem er 4 ára, hjá sér þessa helgi, strákurinn gat sofið en Claus ekki. Í brönchinu í morgun var vaktkennarinn þessa helgina Rikke að tala um þetta að þetta gengi ekki, og það verður talað um þetta á húsfundi á þriðjudaginn svo allir heyri örrugglega. Hún endurtók þetta líka yfir kvöldmatnum.
Eftir brönchið átti ég að ryksuga og skúra gólfið klukkan tólf. En þá var enn fólk að koma niður og borða. Matartíminn um helgar á bara að vera frá 10-12 en ég ætlaði að vera góð og leyfa fólkinu að klára að borða áður en ég færi að ryksuga allt í kringum það. Ég beið en síðan gat ég ekki beðið lengur því ég vildi bara drífa þetta af svo ég gæti farið að gera eitthvað annað skemmtilegt. Þannig að ég dróg ryksuguna inn(ég lærði nýtt orð í dönsku um daginn,støvsuger) í borðstofuna, það var um eittleitið og það voru tvær manneskjur að borða... ég hafði ekki viljað byrja að þrífa gólfið fyrr en fólk væri búið að borða svo að það mundi ekki moða eða hella niður á hreint gólfið, en síðan fór ég að hugsa, það er ekki mér að kenna að þetta fólk geti ekki vaknað á réttum tíma, hví ætti ég að bíða með að vinna mína vinnu. Þannig að ég dreif þetta bara af.
Klukkan þrjú stóð Rikke fyrir sýningu á æðislegri mynd. O...Brother Where Art Thou?. Ég er nú margbúin að sjá hana en ákvað að sjá hana enn aftur. Það var líka poppað, fyrsta sinn síðan ég kom til Danmerkur sem ég borða popp og fyrsta sinn síðan, guð má vita hvenær sem ég hef borðað örbylgju popp. En hvað um það myndin var sett af stað en það voru danir sem voru stöðugt rápandi inn og út og skildu svo grjarnan dyrnar eftir opnar. Þetta truflaði mig náttúrulega, ég var sú eina sem horfði á myndina frá byrjun til enda. Þegar danirnir voru ekki að rápa og voru inni voru þau bara oft að tala... Fyrir mér þá er maður annaðhvort inni, þegir og horfir á myndina eða fer út. Það er svo einfalt. Þau áttuðu sig greinilega ekki á þessu þó að ég hafi sagt þeim að vera annaðhvort inni eða úti. Oh þetta trufflaði mig við að njóta myndarinnar eins mikið og ég hefði viljað, en myndin er samt góð og gaman að sjá hana aftur. Bara svona er leiðinlegt.
Ég hef bætt inn nokkrum myndum inn í Danmerkur albúmið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2006 | 21:52
Huggulegheit og draugagangur
í dag var síðasti dagurinn í blaðamennskutímum, í bili, sá tími var fyrirhádegi og þar skrifaði ég littla frétt. Á húsfundi í dag var lagt fyrir smá verkefni okkur voru sýndar myndir og við áttum að segja hvort það sem á myndunum var væri list eða ekki og hvort okkur líkaði myndin eða ekki. Það voru átta myndir. Ein myndin fannst mér góð og mér fannst hún vera list. það voru ekki allir sammála mér með þetta. Myndin var vatnslita mynd máluð af fjögra ára strák, allskonar litir, maður getur ekki séð að það sé neitt sérstakt á myndinni, en hún fékk mig til að hugsa, hún setti ímyndunaraflið strax í gang. Eftir að ég var búin að horfa á myndina í minna en hálfa mínútu var ég búin að sjá manneskju. Mér finnst gaman að myndum sem krefja mann um ímyndunarafl og þessi mynd gerði það, mér er sama þó að sonur kennarans hafi málað myndina. Sumum fannst srkítið hvernig einhverjum gæti fundist svona mynd eftir krakka sem maður þekkir ekket flott. Síðan eftir hádegi var ég í Komunikation tíma, ég hef ekki hlegið jafn mikið lengi. umfjöllunarefnið snérist enn um að vera hugmyndaríkur. en í þetta sinn áttum við að nota nýja aðferð við að skapa eitthvað... við áttum að skapa plott fyrir bíómynd til að auglýsa tilbúinn drykk. við vorum með bunka af myndum, úr svona mynda-lottó spili, fyrir krakka,og við áttum að draga altaf eina mynd úr bunkanum og reyna að tengja hana við drykkinn. Þetta var mjög gaman. Við, í mínum hópi, bjuggum til langa sögu.
Eftir þetta var ég eitthvað að gera í herberginu mínu, já ég var að hugsa hvað ég ætti að gera eftir jól. Ég fékk skyndilega þörft til að fara niður, en þá voru íbúðarfélagar mínir að tala saman á ganginum, hvor í sinni dyragættinni og buðu mér að taka þátt í samtalinu og það gerði ég, en þar sem mínar dyr eru svolítið langt frá þeirra dyrum þá þurfti ég að fynna mér aðra dyragætt en heppning er með mér, því það er einmitt dyragætt rétt við dyrnar mínar. mitt herbergi er eins og í einskonar forstofu, nema að það er búið að fjarlægja hurðina sem ætti að vera í dyragættinni, þannig að það er bara einn gangur. Nema hvað að við stóðum þarna og töluðum í lagan tíma. Ég komst tildæmis að þeim finnst hvíti liturinn alveg jafn niðurdrepandi og mér. við vorum allar þrjár sammála um að reyna að fá að gera eitthvað við ganginn til að gera hann skemmtilegri og töluðum líka um að það þyrfti allaveganna að mála upp á nýtt í öllum herbergjunum. Eline(hún var veik heima hjá sér en kom aftur í dag) sagði okkur að það byggji maður í fjórða herberginu, hann er víst gullsmiður eða eitthvað þannig, hún hefur bara séð hann einu sinni. mér finnst þetta nú svolítið furðulegt. Hún vaknar snemma á morgnanna hér og segir að snemma á morgnanna þegar hún fer á klóið hafi hún nokkrum sinnum fundið greinilega kallalykt, sem henni fannst undarlegt þar sem hún hélt að það væru bara stelpur sem byggju á ganginum, það var áður en hún sá hann. Mér finnst þetta spúkí með manninn, kanski er hann ekki mikið hérna, kanski er hann bara hérna nokkrar nætur í viku, ég veit það ekki.
Það er draugur í Snoghøj , það hefur sést til han, og það er víst að draugurinn er kona og er meinlaus. Helen sú eistneska sagði frá því í morgun að hún hefði vaknað í nótt til að fara á klóið og að hún hafi heyrt í draugnum. Ég veit ekki hvort ég á að trúa því að það sé draugur í skólanum en maður veit svosem aldrei.
Síðan í kvöld eftir kvöldmat var kveikt upp í arninum í stofunni og boðið upp á köku sem var eins og sjónvarpskaka nema með súkkulaði og heitt kakó með rjóma. Þessi helgi á að vera róleg og hugguleg og þessi stund í kvöld við arininn var hugguleg, ég vona að svona verði gert oftar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2006 | 20:43
furðulegheit.
Í gær var miðvikudagur. Maður er í valfagi á miðvikudagsmorgnum og ég hafði valið myndlist svo ég var bara að dunda mér við það að teikna fyrir hádegi í gær. Það var fínt. Síðan eftir hádegi fór ég í bæinn, bara að spóka mig. Það undrar mig að það er enn sumarveður á minn mælikvarða. Það er nú ekki margt annað að segja um gærdaginn.
Enn dagurinn í dag var mun viðburðaríkari. Í morgun var ég í blaðamennsku tíma og þar sem ég hef einga country stjörnu til að tala við, þá þurfti ég að finna eitthvað annað. Kennarinn vildi eitthvað sem tengdist kántrý til að hafa með hinni greininni. Þannig að ég skrifaði plötudóm um geisladisk. Það var bara nokkuð gaman. Eftir hádismat var síðan tími til að þrífa...Ég skúraði og Gianina þreyf baðherbergið. Þriðja stelpan í "íbúðinni" er held ég veik heima hjá sér eða eitthvað allavegnna hef ég ekki séð hana síðan síðasta föstudag. Það er henntugt að vera bara 2-3 manneskjur á einum litlum gangi. Maður þarf ekki að vakna neitt extra snemma til að fara í sturtu á morgnanno og þegar það eru þrif þá eru öll verkin lítil. Restina af deginum var frí því að náungi sem átti að vera með eitthvað í Culture Club var veikur og komst ekki. Ég fór í fyrsta dönsku tímann klukkan fjögur. Mér fannst nú soldið kjánalegt að vera þarna, vera búin að læra dönsku í 6 ár og vera að byrja á stafrófinu. Læra vikudagana og læra muninn á "et bord" og "en kop". Ég er nú komin lengra en það. Ég lærði samt eitt nýtt orð og það orð er "ymer" en er það er víst sýrð mjólkurvara. Eitt athygglisvert átti sér stað yfir kvöldmatnum. Á boðstólnum var steiktur fiskur í raspi, ég fékk mér náttúrulega og svo kartöflur og smá remúlaði. Síðan þegar ég var sest niður við borðið mitt með diskinn minn og allir hinir, sem sitja við sama borð og ég, sestir, þá byrjaði ég að stappa saman kartöflunum við fiskinn, allveg eins og maður gerir. Dani við borðið, Claus hann situr ská á móti mér, hann tók eftir þessu hjá mér og hafði orð á þessu og undraði sig á þessum hætti. Þegar hinir við borðið voru líka búnir að take eftir þessu fór ég að útskýra að svona er gert við fisk sem er steiktur í raspi á þennan hátt. Þeim fannst þetta bara svo skrítið, höfðu ekki séð neinn stappa fisk og kartöflur saman áður. Nema þýska stelpan Gianina, hún sagði að svona væri líka gert heima hjá sér. Síðan breytti ég umræðunni þannig að hún breyttist í umræðu um kartöflur því mér finnst kartöflurnar ekki nógu góðar hér. Ah þær eru fínar það er bara að þær eru alltaf skrællaðar áður en þær eru soðnar, þær eru ekki eins bragðgóðar og mjúkar ef þær eru soðnar þannig. Fólki fannst almennt þetta líka furðulegt. Annað sem ég hef líka tekið eftir, hlutur sem er mér svo eðlilegur en er greinilega ekki hjá öðrum. Það eru lok á flestum klósettunum hér en fólk lokar þeim aldrei, svo furðulegt. Ég er búin að uppgötva að það gerist ósjálfrátt hjá mér
Efir mat fór ég í tíma sem heitir kreativ værksted þar erum við í keramiki. Við erum að búa til japanska tebolla, en guð hvað það er erfitt en samt gaman. Maður skilur núna hversvegna handunni leirbollar eru dýrir, þetta er svo mikil vinna og seinleg. En það er samt gaman. Næsti svona tími á fimmtudaginn eftir viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2006 | 20:23
Kántrý kántrý
Í gær var mánudagur bara nokkuð venjulegur Snoghøj mánudagur held ég. Ég fór í blaðamennskutíma og skrifaði þvær greinar. Sú fyrri er um hvernig það getur vreið að vera útlendur í Danmörku og hin um hvernið það getur verið að vera Íslendingur í Danmörku. Ég bara vona að það sem ég skrifaði sé satt. Ég var að þessu um morguninn og bara í smá tíma eftir hádegi svo eftir hádegi þá var ég að mestu bara að undirbúa mig fyrir það sem ég ætlaði að gera í dag.
síðan í gærkvöldi þá var dönsk menning fyrir útlendingana, nema hvað að það voru ekkert allir útlendingarnir sem mættu. Við horfðum á danska mynd í þetta skipti. Hún heitir Blinkende lygter. Ég haði nú reyndar séð hana áður í skólanum en það gerir ekkert til því þetta er góð mynd. Enn og aftur evrópsk mynd sem er betri en margar Hollywood myndir. Hún fjallar um danska glæpamenn sem flytjast út á land og hitta fyrir skrítið fólk í sveitinni. Ég mæli með þessarri mynd.
Síðan í dag þá skrifaði ég enn aðra grein. Í þetta sinn skrifaði ég um kántrý tónlist. Það var fræðandi grein hjá mér þar sem ég fór lítið inn á sögu kántrý rónlistarinnar. Mér fannst þetta fín grein ég var allaveganna miklu ánægðri með hana en útlendinga greinarnar í gær. Ég kláraði kántrý greinina fyrir hádegi. En eftir hádegi fór ég í annað verkefni, sem er reyndar tengt kántrý tónlist en samt miklu erfiðara. Ég var að reyna að finna einhvern til að taka viðtal við, flettandi upp tölvupóstföngum og svoleiðis. Kennaranum og mér fanns nefnilega flottara ef við gætum fengið einhvern meira frægan í staðin fyrir dönsku söngkonuna, sem heitir víst Ester Brohus. Ég hef ekki fundið neina niðurstöðu í þessu viðtalsmáli ennþá en ég ætla ekki að gefast upp strax... ég ætlað að halda áfram að reyna að finna eitthvað allaveganna þangað til á fimmtudaginn, næsti tími er þá. Ég hlakka til að sjá hvað kemur útúr þessu. Sama hvernig fer þá er það spennandi. Það er líka gaman að fást við eitthvað sem maður hefur áhuga á og veit kannski eitthvað um.
Ég er búin að festa kántrýgreinina við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar