Er komið vor?

Ég held ég sé nokkurveginn búin að upplifa stysta vetur lífs míns.  Allveg hreint ótrúlegt. Sem Íslendingur vanur íslenskum aðstæðum býst ég við há vetri í febrúar og býst við að þurfa góða úlpu vettlinga, trefil og húfu. En árstíðafyrirkomulagið hér er greinilega öðruvísi. Ég var úti á peysunni í dag við sólarlag rétt fyrir klukkan sex og var ekki kalt. Furðulegt. En ég tók margar myndir og margar frábærar að mínu mati. Aumingja brúin fékk engan frið fyrir mér. Ég er búin að setja inn myndir frá í dag.
Þessi helgi er búin að vera bara afslöppuð. Ég ætlaði að gera ekkert seinnipartinn í gær, lesa bara eða horfa á vídeó. En það var ekki svo. Því á föstudagskvöldið var ég í tölvunni að tala við Roenald sem var hér fyrir jól. Hann er búinn að skrifa bók um dvöl sína í Danmörku. Bókin heitir "Rødgrød med fløde". Hann ætlar núna að gefa hana út. En hann vantaði forsíðu og þarna á föstudagskvöldið spurði hann mig hvort ég væri til í að gera forsíðu fyrir hann. Ég sagð já við því ekkert mál bara gaman. Ég fékk strax svo góða hugmynd á föstudagskvöldið að varð bara að byrja. Þannig að ég byrjaði á forsíðunni strax eftir að ég hafði púlað á þrekhjólinu í klukkutíma og kláraði forsíðuna síðan um kvöldmatarleitið. Ég gerði 4 útgáfur, sendi þær til Roelands og hann valdi þá sem honum fannst best og síðan gerði ég minniháttar breytingar á henni sem hann bað um. Þetta var verk gærdagsinns. Ég fór síðan að sofa held ég um hálf tólf. Og var eins og rotuð hæna.
Í dag gerði ég hinsvegar það sem ætlað að gera í gær og það er ekkert. Ég reyndar fór aftur á þrekhjólið í klukkutíma í morgun en eftir það gerði ég nokkurnveginn ekkert. Þangað til klukkan rúmlega fimm þegar ég fór út til að taka myndirnar.
Í kvöld ætla ég að halda áfram að gera ekkert. En í augnablikinu er ég að hlusta á Patsy Cline og syng með hverju lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nefnilega það! Við Þórir ætluðum með úlpu og trefla til Kaupmannahafnar um helgina. það er árshátíð hjá TM. Ég hlakka auðvitað til að fara en kvíði líka fyrir að skilja kiðlinginn eftir heila helgi. Afi Bragi og Amma Unnur verða hjá honum á meðan. Ást frá okkur í Hjaltabakkanum. Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 15:48

2 identicon

Ég get loksins skrifað komment með öðrum vafra...vafrara?  Enn eitt tölvuorðið sem ég þekki ekki á íslensku : (  sorry!!!  

 Fær maður nokkuð að sjá forsíðuna á þessari bók, eða er það hernaðarleyndarmál þangað til hún kemur út.  Mjög spennandi.  

 Ímsí

Ímsílíms (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 19:30

3 Smámynd: Úlfhildur Flosadóttir

ekki láta þér líða illa yfir íslenskum tölvuorðum. Ég átti mig sjálf ekki á þeim. Ég var á síðu á netinu um daginn sem heimtaði að vera á íslensku. En hún var full af tæknilegum nýyrðum sem ég skil ekki. Ég átti í ógnarbasli með að skilja mitt egið tungumál. 

Og Sigga ef þú sérð þetta þá mæli ég eindregið að þið Þórir farið með úlpurnar og treflana því þó það sé gott veður hér þá er ofsaveður á öllu Sjálandi og 15-20 centimetra djúpur snjór. Stormurinn er þannig að fólk á helst að halda sig innandyra. Veðrið á samt að batna seinnipartinn á morgun. 

Úlfhildur Flosadóttir, 21.2.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband