5.9.2006 | 20:23
Kántrý kántrý
Í gær var mánudagur bara nokkuð venjulegur Snoghøj mánudagur held ég. Ég fór í blaðamennskutíma og skrifaði þvær greinar. Sú fyrri er um hvernig það getur vreið að vera útlendur í Danmörku og hin um hvernið það getur verið að vera Íslendingur í Danmörku. Ég bara vona að það sem ég skrifaði sé satt. Ég var að þessu um morguninn og bara í smá tíma eftir hádegi svo eftir hádegi þá var ég að mestu bara að undirbúa mig fyrir það sem ég ætlaði að gera í dag.
síðan í gærkvöldi þá var dönsk menning fyrir útlendingana, nema hvað að það voru ekkert allir útlendingarnir sem mættu. Við horfðum á danska mynd í þetta skipti. Hún heitir Blinkende lygter. Ég haði nú reyndar séð hana áður í skólanum en það gerir ekkert til því þetta er góð mynd. Enn og aftur evrópsk mynd sem er betri en margar Hollywood myndir. Hún fjallar um danska glæpamenn sem flytjast út á land og hitta fyrir skrítið fólk í sveitinni. Ég mæli með þessarri mynd.
Síðan í dag þá skrifaði ég enn aðra grein. Í þetta sinn skrifaði ég um kántrý tónlist. Það var fræðandi grein hjá mér þar sem ég fór lítið inn á sögu kántrý rónlistarinnar. Mér fannst þetta fín grein ég var allaveganna miklu ánægðri með hana en útlendinga greinarnar í gær. Ég kláraði kántrý greinina fyrir hádegi. En eftir hádegi fór ég í annað verkefni, sem er reyndar tengt kántrý tónlist en samt miklu erfiðara. Ég var að reyna að finna einhvern til að taka viðtal við, flettandi upp tölvupóstföngum og svoleiðis. Kennaranum og mér fanns nefnilega flottara ef við gætum fengið einhvern meira frægan í staðin fyrir dönsku söngkonuna, sem heitir víst Ester Brohus. Ég hef ekki fundið neina niðurstöðu í þessu viðtalsmáli ennþá en ég ætla ekki að gefast upp strax... ég ætlað að halda áfram að reyna að finna eitthvað allaveganna þangað til á fimmtudaginn, næsti tími er þá. Ég hlakka til að sjá hvað kemur útúr þessu. Sama hvernig fer þá er það spennandi. Það er líka gaman að fást við eitthvað sem maður hefur áhuga á og veit kannski eitthvað um.
Ég er búin að festa kántrýgreinina við.
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl. Blinkende lygter er einmitt ein af góðu myndunum frá DK. Ég er búin að sjá hana nokkrum sinnum. Æ geturðu ekki tekið viðtal við Dolly Parton á netinu. Hún hlýtur að eiga netcameru og microfon. Gangi vel. Ólsa
ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.