Námsmennirnir

Mér finnst nú ekkert skrítið að farþegum hafi fækkað um 50%. Ég held að það séu bara námsmennirnir. Námsmenn í framhaldsskólum og háskólum fengu frítt í strætó í vetur, sem gekk mjög vel. En 1. júní rann það gæða tilboð út, eins og námsmennirnir séu ekki lengur námsmenn lengur, sem hafa þörf á að komast á milli staða. Ég persónulega notaði strætó óspart í vetur, sem námsmaður. Núna fer ég hinsvegar mjög hikandi upp í strætó.  í fyrsta lagi er hræðilegt að þurfa að borga 280 krónur. Í öðru lagi, tiðni ferða. Að hafa vagna keyrandi á hálftíma fresti allan daginn og fram á kvöld á virkum dögum og á klukkutíma fresti um helgar, gengur bara ekki.
Ég er fljótari á milli staða gangandi eða á hjóli en með strætó. Tek sem dæmi: Ég fer í World Class í Laugum á laugardegi.  Ég ætla mér að vera klukkutíma að æfa, ég reikna með um 20 mínútum samanlagt í að skipta um föt. Tími í World Class: 80 - 90 mínútur. Ég  tek vagn á Grensásvegi, hann kemur of seint, ég bíð í 10 mínútur, hann er síðan um hálftíma á leiðinni. Ég er búin í World Class, en æ, strætó kemur ekki fyrr en eftir hálftíma. Ég bíð eftir strætó, hann er aftur um hálftíma á leiðinni. Samtals er þessi World Class ferð búin að taka um 3 tíma!! helmingurinn er bara að koma mer til og frá. Ég er mun fljótari að ganga eða hjóla niður í World Class! Ef ég fer gangandi spara ég háftíma. Það tekur mig 30-40 mínútur að ganga frá stoppistöðinni á Gresásvegi. Og enn minni tíma að bruna niður á hjóli.

Strætó þarf virkilega að athuga sinn þankagang. Ætla þeir að vera góðir og skapa gott almenningssamgangna kerfi sem virkar vel og fólk er ánægt með. Eða ætla þeir að halda áfram að vera eins og asnar með allt sitt, stöðugt hringlandi í kerfinu, með vagna sem koma ýmist of seint eða ekki.

Ókeypis í strætó fyrir alla!!! Fólk á öllum aldri mun nota strætó oftar ef það fengi ókeypis!


mbl.is Strætó fækkar vögnunum um 32
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband