Íslenska innrásin

íslenskur fáni

Íslendingar taka yfir danskan lýðháskóla. Sú frétt hefur borist að þrjú íslensk ungmenni hafi ráðist inn í danskan lýðháskóla á dögunum, og séu hægt og bítandi að ná völdum meðal nemenda skólans. Heyrst hefur að við morgunverð í morgun hafi Íslendingar verið í meirihluta. Nei þeir voru ekki einir í herberginu.  Meðal Íslendinganna voru Danir og Pólverjar. Íslendingarnir voru samt í meiri hluta. Íslensku ungmennin þrjú sem fara undir nafninu "íslenska liðið" eða "víkingarnir" voru skipuð í lið til uppvasks eftir hádegismat þessa vikuna. Í dag stóðu Íslendingarnir við uppvask, unnu sín verk og töluðu saman á íslensku á meðan. Það er nú ekki til frásögu færandi meðal Íslendinga. En hópur Dana, bæði nemendur og kennarar, horfði með undrun á íslenska hópinn. Það að sjá Íslendinga vaska upp og tala saman á meðan var hreinasta skemmtun fyrir Danina.  Aðspurðir segjast Íslendingarnir sjálfir ekki botna í því hvað sé svona merkilegt. Íslendingarnir eru þó hæstánægðir með að vera loksins í meirihluti. Það eru að sjáfsögðu fleiri Danir á svæðinu en færri Pólverjar, Ungverjar, Nepalir og Kínverjar. Það verður að teljast afrek. Íslendingarnir ætla að halda sínu striki og halda áfram að undra Dani og aðra.

Einn af Íslendingunum þreimur átti samtal við tvo Dani nýverið. Annar Daninn, sem er nú í raun Þjóðverji, er skólastjórinn í skólanum og hinn er kennari við skólann. Kennarinn hafði orð á dönskukunnáttu Íslendsingsinn. Hann sagðist aldrei hafa heyrt Íslending tala svona góða dönsku og sagðist heldur ekki hafa heyrt Færeying tala slíka dönsku heldur. Íslendningum fannst þetta nú gott að heyra. En þá spurði þýski Daninn af forvitni, hversvegna Íslendingarnir lærðu dönsku. Íslendingurinn svaraði því í stuttu máli og sagði að það væri vegna þess að Ísland hefði verið hluti af Danmörku. Dönunum fannst eitthvað bogið við þetta svar og voru með efasemdir um þann sannleika og spurðu hvenær það hefði eiginlega verið.  Íslendingurinn svaraði því og sagði að Ísland hefði tilheyrt Danmörku þangað til árið 1944. Þetta þaggaði niður í Dönunum, þeir höfðu aldrei heyrt um þetta áður. Þýski Danski skólastjórinn stakk þá upp á því við Íslendinginn að hann mundi halda fyrirlestur fyrir skólann um landið sitt Ísland. Íslendingurinn sagði nú ekki mikið við því á því augnabliki enda var hann líka dauðþreyttur eftir ferðalagið frá Íslandi. En síðan hefur Íslendingurinn tekið þá ákvörðun að undirbúa fyrirlestur um Ísland og flytja hann síðan fyrir restina af skólanum.


Fyrsta blogg 2007

Fyrsta kvöldið í Snoghøj 2007. Dagurinn byrjaði eiginlega á Keflavíkurflugvelli. Ein af fyrstu manneskjunum sem ég sá í brottfarasalnum var Haraldur. Haraldur var að bíða eftir vinkonu sinni. Ég fór bara og inritaði mig og fór inn á völlinn. Síðan var ég bara eitthvað að skoða i fríhöfninni og síðan settist ég á bekk og sat og beið. Þegar ég var að bíða þá sá ég Harald nálgast með stelpu sér við hlið. Þegar þau voru komin vorum við kynntar. Stelpan heitir Berglind og mér finnst hún líta út sem bara ágætis stelpa. Jæja síðan héldu þau í kaffiteríuna, ég bara sat og beið meira þangað til það var kominn tími til að fara að hliðinu. 2 klukkutímum og 50 mínútum síðar var ég komin á Kastrup.  Ég var náttúrulega alltaf að rekast á Harald og Berglindi á flugvellinum. En ég missti af þeim í lestinni. Þau fóru með annarri lest eða eitthvað. Alla veganna voru þau ekki nálægt mér í lestinni.  Ég rétt náði strætónum.Lestin kom til Fredericia 10 mínútur yfiur 3 og strætóinn fór 12 mínútur yfir.

Þegar ég kom í Snoghøj, þá stóð Mikael í andyrinu að taka á móti nemendum ásamt tveimur nýjum kennurum, sem ég því miður man ekki hvað heita. Jæja nema hvað ég labba bara upp í herbergið mitt, ætla að opna með lyklinum en sá að hurðin var ólæst þannig að ég bara opnaði. En það sem ég sá inni í herberginu var ekki eðlilegt. Það var maður í rúminu. Ég bara baðst afsökunar og lokaði. Ég fór þá aftur niður í andyrið að tala við Mikael. Torben var þá líka mættur á svæðið.  Torben sagði að ég hefði skapað vandræði með því að læsa herberginu og taka lykilinn með mér þegar ég fór því það þurfti að nota öll herbergin í skólanum fyrir einhvern dansflokk um áramótin. En hvað um Mikael útskýrði viðvist mannsinns í herberginu. Hann býr þar núna. Það hafði víst verið ákveðið að hafa ekki nemendur í þessum herbergjum á þriðju hæð og hafa þau eingöngu til leigu. Jæja okey, en hvar er dótið mitt, var spurning sem ég spurði. Mikael spurði mig hvort ég hefði séð dótið mitt í gamla herberginu, en ég svaraði því neitandi því íbúinn var í herberginu. Síðan fór Mikael að hringja í hina og þessa og spyrja hvort þeir vissu um hvert dót úr þessu herbergi var flutt enginn vissi það. Síðan ákvað hann að það væri best að við færum bæði saman að banka á dyrnar hjá nýja íbúanum og leiðinni upp mætum við síðan íbúanum sem var á leiðinni út. Við útskýrðum málið, maðurinn sagði að það væri fult af dóti. Og hann leyfði mér að koma upp og sæja það. Ég hafði skilið lakið mitt eftir á rúminu sængurverið um sængina og koddaverið um koddan og rúmteppið mitt ofan á þegar ég fór. Ég fann lakið og rúmfatniðinn í skúffu. ég henti bara öllu saman ofan í ferðatöskuna og plastpoka. og plokkaði myndirnar af veggjum þar á meðal Josh Lucas plaggatið mitt. Ég fór síðan með alt saman í nýja herbergið niðri. Ég áttaði mig síðan á því að rúmteppið mitt er hvergi sjánlegt það hafði ekki verið í herberginu uppi og enginn veit um það. Þannig að allar líkur benda til þess að ég muni ekki sjá flotta Ikea rúmteppið mitt aftur.

Herbergið er annars fínt það er nokkuð stórt, held barasta stærra en gamla herbergið. En Þetta herbergi er ekki með jafn stórum skápum. ég mun taka myndir af herberginu einhverja næstu daga. En ég ætla að láta þetta gott heita í bili og fara að sofa því ég er dauðþreytt.


Brrrrr... Hvað er að gerast?

Tunglið

Í dag er fimmtudagur, klukkan er að ganga tvö og mér er kalt. Það var þannig að í gærkvöldi rétt eftir kvöldmat, þá bilaði olíupumpan við skólan og hitinn og heita vatnið fór af skólanum.  Ég áttaði mig ekki á þessu. Ég fór nefnilega upp í vinnustofuna og var að föndra kort á jólagjafir. Það var kalt þarna uppi, en það er oft kalt þannig að mér fannst ekkert athugavert við það. Það var ekki fyrr en um klukkan ellevu þegar ég var að skola pensilinn sem ég hafði notað að það kom ekkert heitt vatn úr krananum. Þegar ég var búin að ganga frá eftir mig fór ég upp í herbergið mitt og það tók eftir því að það var aðeins kaldara þar inni en venjulega, ég athugaði þá með ofninn, kaldur, og svo með vatnið í krananum kalt. Ég trúði því ekki að það væri algjörlega hitalaust, þannig að ég fór inn á bað og athugaði með vatnið þar, það var auðvitað líka kalt. Ég fór þá niður á aðra hæð, hélt kannski að vandamálið væri bara á þriðjuhæðinni. En nei þegar ég prófaði vatnið niðri á annari hæð, þá var það kalt. Það var semsagt heitavatnslaust og engin kynding í öllu húsinu. Nema hvað ég fór aftur upp í herbergið mitt, ætlaði bara að setjast í rólegheitum og kíkja í tölvuna. Ég fór í ullarsokkana og opnaði tölvuna og ætlaði að fara að horfa á fréttir dagsins hjá Rúv, en æ æ, netið í herberginu mínu var líka farið. Ég fór þá aftur á stjá í könnunarleiðangur og komst að því að skólinn er ekki netlaus. Netið virkar i tölvuherbergjunum og öðrum stöðum í skólanum líka. Ég fór samt bara aftur í herbergið mitt, skreið undir sæng og spilaði tölvuleik í smástund og fór síðan að sofa. Í morgun þegar ég vaknaði var mér ekki kalt, í náttfötunum í peysu yfir, þrennum pörum af sokkum og náttbuxurnar girðtar ofnan í ullarsokkana. Ég vonaðist til þess að það væri kominn hiti á og heitt vatn aftur en svo var ekki. Það er ekki enn komið á aftur. Ég vona að þetta lagist allt í kvöld.

Síðan fækkar og fækkar fólki á hverjum degi.Og það er fólk kvatt á hverjum degi. Á mánudaginn kvaddi kennarinn okkur, hélt smá fund, þar sem hitt og þetta var rætt. Mismunur á tungumálum og hefðum þjóða var tvennt. Það var talað um jólin. Ég hafði einhvern tímann sagt við Helen hvað jólabað á aðfangadag væri mikilvægur partur af jólahefð Íslendinga. Hún nefndi þetta þarna á mánudaginn. Öllum fannst það fyndið. Síðan fór kennarinn að tala um hvað það hefði komið henni á óvart hvað ég hef góða dönsku kunnáttu, sérstaklega þegar það kemur að skriftum. Hún hafði ekki búist við þessu af Íslendingi. Stelpurnar sögðu þá að þær þyrftu bara að trúa því þar sem þær skilja ekki greinarnar sem ég skrifaði á dönsku. Þá færðist umræðan yfir í danska stafrófið. Kennarinn skrifaði dönsku sérstafina å æ og ø. Og sagði að þessir stafir væru sérstakir. Hún spurði mig hinsvegar um hvort við hefðum þessa stafi í íslensku ég sagði við höfum ö en táknum það öðruvísi, og við hefðum æ líka en það hjómaði allt öðruvísi en í dönsku. Kennaranum fannst það fyndið.  Síðan nefndi Helen annað sem ég hafði líka einhverntíman sagt henni og það er það að það er ekki hægt að nefna fólk hvað sem á Íslandi, vegna nafnareglna. Það fannst fólki skrítið en ekki jafn skrítið og það að við skulum fallbeygja nöfn. Fæstir geta trúað því að nöfn séu beygð. Pólverjunum finnst það hinsvegar eðlilegt. Nöfn eru fallbeygð í pólsku, tildæmis er Mel Gibson í þolfalli Mela Gibsona. Ég sit í tölvuherberginu núna, en mamma hrindi fyrir stuttu og þegar ég var búin að leggja á þá horfðu allir sem hér voru á mig og brostu með svona "aha - einmitt" svip. Það er eins og fólki finnist fyndnara eða skrítnara að heyra íslensku en flest önnur tungumál. Sama kemur líka fyrir Chen þegar hann er að tala kínversku í símann og Ramesh þegar hann er að tala nepölsku.

Já fólk er að hverfa héðan á hverjum degi, ég held það séu bara 14 nemendur eftir. Mest allt Danir. Eva sagði eitt í gær. Henni finnst þetta vera eins og sjónvarpsþátturinn Weakest Link, þar sem veikast hlekkurinn í keðjunni er kosinn í burtu þangað til sterkasti hlekkurinn stendur einn eftir. Það eru náttúrulega búin að vera kveðju partí nánast á hverjum degi. Ég hef ekki farið í þau öll. Ég ætlað að láta mér partíið á morgun nægja, en ég ætla samt að fara snemma að sofa enda þarf ég að vakna snemma á Þorláksmessu. 

Claus, Trine og Kathrine voru send með glaðning frá Póllandi frá Pólverjunum. Glaðningurinn er fyrir útlendingana sem eftir eru. í kassanum var meðal annars eitt Prince Polo sem við skiptum á milli okkar. Þá áttaði ég mig á því hvað mig langar í prins og kók. :) Einhverntíman var ég að tala við pólverjana og þeim fannst svo merkilegt að þetta pólska nammi væri vinsælt á Íslandi. 


Síðasta vikan í Danmörku 2006 er byrjuð.

Jæja síðasta vikan mín í Snoghøj árið 2006 er byrjuð. Fólk er farit að tygja sig heim. Explorer línan fór í ferðalag til Póllands, Pólverjarnir koma ekki til baka, þannig að það kemur bara restin af línunni sem eru þrír Danir. Haraldur fór á fimmtudaginn og var kominn til Íslands á föstudaginn. Gabor og Damla fara í fyrramálið, Fruzsi fer svo á fimmtudagsmorgun og Helen fer til Kaupmanna hafnar í vikunni. Við verðum held ég bara fjögur sem förum á Þorláksmessu, Ég, Roeland, Rasmus og Eva. Roeland og Rasmus fara eldsnemma um morguninn en ég og Eva förum einum klukkutíma seinna. Ég og hún ætlum að deila leigubíl, þar sem fyrsti strætóinn fer ekki af stað fyrr en einn þriðji af lestarferðinni til Kaupmannarhafnar er búinn. Chen verður einn hér á jólunum, enda erfitt og dýrt að fara í frí til Kína.

í gærkvöldi setti söngleikjabrautin upp söngleikinn sinn, Starry Night. Ég verð samt að segja að þetta er undarlegasti söngleikur sem ég hef séð. Það er ekki sungið í honum. Söngleikur á söngs kallast leikrit. En þau kalla þetta samt söngleik afþví það var dansað. Söngleikurinn var á dönsku, en útlendingarnir komu samt að sjá, þó þau hafi ekki skilið bofs. það rifjaðist nokkuð upp fyrir mér frá þema vikunni, í gærkvöld. Það eru lélegir leikhæfileikar Tims. Hann kann bara eina andlitstjáningu. Það er altaf sami svipurinn aftur og aftur. Og ég hef aldrei fullkomlega getið skilið það sem Tim segir. Sama hvort hann talar dönsku eða ensku. Þetta var samt gott leikrit.

Torben er vaktkennari þessa helgi. Ég held að þetta sé fyrsta helgin sem ég hef verið hér og að hann sé vaktkennari. Hann er ekki vanur þessu, maður getur séð það. Það sást á föstudagskvöldið, hann var ekkert að pæla í helgarlistanum. Listi sem maður þarf að setja nafnið sitt á til að vaska upp, hjálpa til við kvöldmat og hreingerningar. Og í gær var morgunmaturinn frekar óvenjulegur. Torben hafði verið einn að setja fram morgunmat, því hann hafði ekki pælt í listanum kvöldið áður. Það var þess vegna minna af öllu og ekkert kjöt álegg og enginn venjulegur brauðostur heldur bara bríe og camembert. En hann hafði sett helgarlistann á borðið og penna og skrifað á annað blað við listann,"Vinsamlegast skrifið nafnið ykkar á listann." Þessi aðferð við helgina gekk fullkomnlega. Mikael mætti læra af þessu. fyrir nokkrum vikum var Mikael helgarvaktkennari. Hann var held ég helgar vaktkennari enn sjaldnar en Torben. Hann sleppti listanum alveg, sem varð auðvitað til þess að hann var einn að elda kvöldmat og annað.  Og bara einstak sjálboðaliði vaskaði upp og hjálpaði til.

Við höfum bara sungið jólalög á húsfundum síðustu vikurnar. Og núna á föstudaginn eftir að hafa sungið jólalag númer tvö á þeim fundi. Spurði Torben útlendingana einnar spurningar. Það var ein af þessum spurningum sem mér finnst ekki beint eiga við mig, þó að ég sé útlendingur. Hann spurði hvort það væru til jafnmörg jólalög í þeirra heimalöndum og eru í Danmörku. Ungverjarnir héldu að það væru örugglega færri jólalög í Ungverjalandi, með það í huga að síðan um miðjan október höfum við sungið 4 jólalög á viku og aldrei sama lagið oftar en einu sinni. Ástæðan fyrir því að mér þótti þessi spurning vera á mörkum þess að eiga við mig, er sú að flest þeirra laga sem við höfum sungið eru líka til á Íslandi. Við höfum allskonar norræn jólalög, sem ungverjarnir hafa ekki, við höfum önnur útlensk jólalög og við höfum þar að auki íslensk jólalög líka. Ég hef verið að hlusta á Létt 96,7 á netinu upp á síðkastið, það eru bara spiluð jólalög núna. Ég hef ekki tekið eftir þvi að það sé neitt lag vinsælla en önnur. ólíkt síðustu árum. í Fyrra var Sagan af Jésúsi vinsælast, eða allaveganna það mest spilaða og árið þar áður var lagið Eitt lítið jólabarn sem Birgitta Haukdal söng. Það eru nokkrir hlutir að heiman sem ég sakna við jólaundirbúininginn sem ég hafði ekki pælt í að taka með mér. Það eru hlutir sem ég hlusta á fyrir jólin. Ég hef tildæmis ekki getað hlustað á Verkstæði jólasveinanna, eins og ég er vön að gera fyrir jól.

Um daginn var ég í bænum og var í bókabúðinni og ég fann fult að hlutum sem mér fannst gama að sjá. Hinar og þessar barnabækur sem ég kannast við. Ég sá Karíus og Baktus, danska útgáfan er nákvæmlega eins og gamla útgáfan mín heima. Myndin framan á er eins það eina sem er öðruvísi er að textinn er á dönsku. Ég sá líka Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubæinn. Síðan hinar og þessar sögur eftir Astrid Lindgren eins og, Emil í Kattholti, Línu langsokk, Ronju Ræningjadóttur, Elsku Míó minn, Elsku Míó minn var líka til á hljóðbók. Ég sá auðvitað líka margar aðrar bækur sem ég man eftir að hafa lesið á íslensku, þar á meðal Gúmmí Tarzan. Síðan var nokkuð sem ég held að hafi ekki sést lengi á Íslandi og það er Rasmus Klumpur. Síðan sá ég hluti sem ég vona að verði gefnir út á Íslandi einhverntíman líka. Eins og teiknimyndirnar um Barbapbba fjölskylduna á DVD. Stórt sett með um 4-5 diskum held ég.

Ég held ég láti þetta nægja núna. Ég ætla út í SuperBrugsen og fá sokka, svo ég far ekki í jólaköttinn.


Sjörnunótt í Snoghøj

Það hefur ekki svo mikið gengið á hér í skólanum upp á síðkastið. Fólk er bara komið í eitthvað skap. Spenningur út af jólunum eða eitthvað. Allir frekar latir. Eða hafa allaveganna ekki jafn mikla orku og vanalega. Fyrir tveimur vikum átti ég erfitt í myndlistartímanum. Allt mitt hugmyndaflug og vantaði innblástur. Sama gengdi í venjulegu tímunum. Innblásturinn fyrir skrifin var af mjög skornum skammti. En í síðustu viku kom myndlistarinnblásturinn og svo í dag kom skrif innblásturinn. Ég skrifaði kafla í netsögunni minni sem var um fjórar síður. Kaflinn í síðustu viku var bara um ein síða. Ein síða í minni mælingu hér er svona hálf A4 síða. Í gærkvöldi heltist teikni andinn yfir mig. Myndin sem ég byrjaði að teikna í myndlistartímanum fyrir næstum tveimur vikum, mér fannst hún ekki nógu góð. Þannig að ég teiknaði hana alla upp á nýtt í gærkvöldi og hún er bara flott núna, finnst mér. Það er Askur Yggdrasils, heimsmyndin samkvæmt Norrænni goðafræði. Ég mundi mest af öllu þessu úr því sem ég lærði eftir að hafa farið tvisvar í íslenksu 203 í MH. Og mig langaði næstum til að hringja í Halldóru(kennarinn minn i bæði skiptin í þessum áfanga) og segja henni að eftir ár, þá muni ég ennþá meira en aðalatriðin úr Snorra-Eddu. Ég viðurkenni samt að ég þurfti að kíkja í Gylfaginningu til að vera 100 prósent viss með nokkur atriði.

Blaðamennsku kennarann langar til að ég taki viðtal við einhvern. Hún stakk upp á íslenskum handboltamönnum sem eru í Danmörku. Ég afþakkaði það, Haraldur má gera það. Hann er Íslendingurinn hér í skólanum sem hefur áhuga á íþróttum. En hann er að reyna að fá viðtal við Margréti Þórhildi, Danadrottningu. Það var í síðustu viku sem hann skrifaði tölvupóst á skrifstofu drottningarinnar. Hann skrifaði náttúrulega á dönsku. Hann fékk hjálp frá kennaranum. Þegar hún sá það sem hann hafði skrifað heyrði ég "Nei þú segir ekki þú við drottninguna". Honum fannst ekkert athugavert við að segja þú. Það er bara íslensk hugsun, hugsa ég. Kennarinn spurði hvort við þéruðum virkilega á íslensku. Við útskýrðum það að við hefðum lært það, en það væri almennt ekki notað. En hvað um það, ég hafnaði handboltamönnunum. Kennarinn veit að ég er fíla kántrí tónlist svo hún stakk upp á að tæki viðtal við dönsku kántrí söngkonuna sem hún stakk reyndar líka upp á í haust. Hún nefndi Ester Brohus, og sagði að hún væri eiginglega eini alvöru kántrí tónlisarmaðurinn í Danmörku. Ég hafði séð geisladiska með henni á bókasafninu í Fredericia. Bókasafnið í Fredericia er flottara en þau útibú Borgarbókasafns Reykjavíkur sem ég hef komið í. Það er hægt að fynna nánast allt þarna. Það er heill rekki með bara kántrí tónlis og annar bara með blús. Miklu meira en er nokkurntíma hægt að fynna í Skífunni. Hvað um það. Ég fór á bókasafnið í dag og fann aftur disk með Ester Brohus og með hinni söngkonunni sem Rie nefndi í morgun. Sú söngkona heitir Wenche. Ég fékk þessa diska báða með mér, bæði af forvitni um hvernig dönsk kántrí tónlist er. Ég veit nú þegar hvernig norsk kántrítónlist er, hún er góð. Ég er búin að hlusta á diskinn með Wenche, ég er ekki alveg að fíla hana, verð ég segja. En samt mjög athygglisvert. En ég skil fullkomlega að Ester Brohus sé eini alvöru kántrí tónlistarmaðurinn. Hún er góð. Ég las líka í bækliningnum með disknum að tónlistin hennar hefur verið spiluð á aðal kántrí útvarps/sjónvarps-rásinni í Ameríku og að hún var fyrsti Skandinavinn til að vera spilaður þar. Ég er samt ekki viss hvort ég treysti mér til að taka viðtal við einhvern.

Í kvöld var Roeland með fyrirlestur. Mjög fróðlegur fyrirlestur um himingeyminn. Hann talaði um vetrarbrautina, mikla hvell, sólina okkar og pláneturnar, halastjörnurnar, smástirnin  og allt saman, algeyminn. Fyrirlesturinn hét Starry Night, sem er líka flott tilviljun því söngleikurinn sem söngleikjabrautin er að vinna að heitir Starry Night. Ég held þó að þessi fyrirlestur sé athygglisverðari en söngleikurinn. Roenald kynnti okkur fyrir forrtiti í tölvunni sem heitir  Starry Night Backyard. Mjög sniðugt forrit. Það er svipað og Google Earth, nema fjallar um geyminn og maður getur stillt forritið á hinar og þessar staðsetningar. Þannig að ef maður er í Reykjavík þá seturmaður forritið á að sýna það sem maður sér frá Reykjavík. Forritið mundi þá sýna nákvæmlega þær stjörnur og fyrirbæri sem sjást frá Reykjavík á tilteknum tíma punkti. Þetta er með fullt af upplýsingum um stjörnumerkin sem sjást og allt það. Roeland sagði okkur líka eitt sem ég vissi ekki. Við erum heppin að vera lifandi, ég vissi það svosem. En árið 1994 stefndi risa loftsteinn á jörðina og hefði ekki verið fyrir aðdráttarafl Júpiters, þá væri ég ekki hér til að skrifa þetta blogg og enginn til að lesa það. Það hefði verið endi jarðarbúa. Lofsteinnin sem var risastór drógst að Júpiter og smassaðist í fjóra bita, hver biti var jafnstór eða stærri en jörðin. Þannig að árið 1994 munaði litlu að heimsendir fyrir mennina yrði. Það sýnir að jafnvel þó við séum vitrar gáfaðar þá höfum við ekki stjórn á náttúruöflunum. Eða eins og Roeland orðaði það,"Það að við höfum fundið upp dvd spilara, þýðir ekki að við getum gert allt."


bloggtími

Enn og aftur hef ég látið dágóðan tíma líða á milli blogga. 

Orkusparnarnaðar prógramið um síðustu helgi gekk mjög vel. Það byrjaði á fimmtudagskvöldið klukkan rúmlega átta. Sumt fólk var strax farið að kvarta yfir rafmagnsleysinu. En flestir voru bara spenntir. Það var fundur í salnum(foredragsalen). Þennan fund þurftu allir íbúar skólans að sitja, ekki bara nemendur. Torben fór í gegnum hvað mundi gerast og hvernig þetta yrði allt gert. Hann laug samt að okkur. Hann sagði að heita vatnið, og hitinn á húsinu, mundi fara eftir svona 5 klukkutíma. En hitinn var á allan tíman. Lúxus.  Á miðjum fundinum var síðan rafmagnið tekið af. Þá var haldið fram í íþróttasalin þar sem Torben hafði útbúið smá leik. Tilgangur leiksins vara að þreifa fyrir okkur í myrkrinu. Það var búið að raða upp hlutum út um allan salinn, og reipi hafði verið lagt á milli allra hlutanna svo maður gæti nú rambað á þá. Maður átti nefnilega að fara inn skoða alla hlutina. Skoða með höndunum það er að segja. því það kolniðamyrkur þarna inni. Og maður átti að leggja 5 hluti á minni og ef maður mundi 5 hluti fékk maður pínu vasaljós að launum. Ég rétt náði að muna 5 hluti. Því það voru nokkrir hlutir sem ég hafð ekki hugmynd um hvað væri.  Það var köfunarrör svona rör sem kemur frá munnstykkinu á svona köfunargleraugum. Fyrst hafði ég ekki hugmynd um hvað þetta var, síðan giskaði ég köfunarrör og það var rétt. Síðan kom fata með einhverju í. Það er frekar skuggalegt að setja höndina á sér ofan í fötu sem maður sér ekki hvað er í. En það var bara pasta í vatni. Síðan kom röð af hlutum sem ég hafði enga hugmynd um hvað gæti hugsanlega verið og veit ekki enn. En að lokum kom önnur fata sem var alveg jafn skukkaleg og hin fatan, það var ekki vökvi í þessari, það var eitthvað annað. Eftir smá tíma ákvað ég að það væri kjöt, en hvurslags kjöt það var gat ég ekki sagt. Þá komu tveir hlutir til viðbótar sem ég vissi hvað var. Einn var dúkka og hinn var lítill bangsi. Þá var bara einn hlutur eftir fyrir mig að skoða, það  var eitthvað sem ég vissi ekki hvað var. Eftir að hafa gengið þennan hring í salnum átti ég að fara aftur til Torbens sem beið við dyrnar og nefna 5 af hlutunum. Ég nefndi köfunarrörið, pastað, dúkkuna og kindina(bangsinn var kind) og síðan kjötin. Við kjötið stoppaði hann mig og sagði að það væri pylsur.  Mér fannst þetta bara ekki geta verið pylsur, en hann hleypti mér í gegn. Ég fékk lítið vasaljós. Eftir að allir voru búnir að fara hringinn Þetta var klukkutíma langt ferli því það fengu bara 2-3 að vera í salnum í einu, Þá var kaffi og kökkur í stofunni. Það var búið að undirbúa allt og það voru kertaljós út um allt á öllum borðum.  Fólk borðaði kökuna og drakk kaffið. Síðan fljótlega fór fólk að verða þreytt og sumir fóru snemma að sofa. Ég sat samt í dágóðan tíma að spjalla við Roeland. Töluðum um skólann hér. Hann hafð ekki áttað sig á þvi afhverju hann hafi ekki séð kennarana Kjeld og Önnu lílega. Ég útskýrði allt saman fyrir hann. Síðan útfrá þessu spratt upp umræðan um Eline sem getur kvartað undan öllu.  Hún fór heim því að hún vildi ekki taka þátt í þessu orkuprógrami. Við vorum bæði sammála um að hún væri ofdekruð.  Hún er skemmtileg og góð stelpa, en kvartar bara dálítið of mikið. Hefði Claus verið viðstaddur þarna þá hefði hann haft mörg orð að segja. Hann og Eline þola hvort annað ekki. Ég hef heyrt þau rífast. Það voru hávært rifrildi.

Á föstudagsmorguninn kom maður til að halda fyrirlestur um sögu rafmagnins. Ég sat ásamt öðrum að borða morgunmata í borðstofunni þegar maðurinn kom. Þetta var kaffi laus morgunmatur. Því enginn hafð vaknað nógu snemma til að fara út, kveikja upp í eldstæðinu og sjóða vatn. maðurinn var hinnsvegar kominn langt að. hann hafði keyrt þarna um morguninn frá norður Jótlandi og hefði alveg viljað fá kaffibolla. Hann þurfti að láta sér nægja eppladjús. Klukkan níu eftir morgunmatinn þá var fyrirlesturinn. Kaldhæðnislegt að þurfa að nota rafmagn við fyrirlestur um sögu rafmagnsins. Hann þurfti að nota myndvarpann til að sýna okkur myndir. Svo myndvarpinn var tengdur með langri framlengingarsnúru út í rafal sem stendur úti í skemmu. Eftir fyrirlesturinn var byrjað að huga að hádegismat. Þá fóru margir að fussa. „Eigum við virkilega að elda sjálf“ var setning sem heyrðist. Og ég veit að það var fólk sem fór á Burger King í Erritsø. Ég eldaði fyrir sjálfa mig eins og aðrir. Það tók náttúrulega tímann sinn en það tókst. Eftir að hafa borðað hjólaði ég síðan til Fredericia sem er í um 7 eða 8 kílómetra fjarlægð. Það er fljótlegra að hjóla þangað og koma til baka ef maður ætlar bara að stoppa stutt. Því strætóinn keyrir bara einu sinni á klukkutíma og þegar maður kemur til Fredericia þá er strætóinn heim af fara 5 mínútum seinna svo,  það er út í hött. 

Ég fór með stígvélin mín til skósmiðsins. Skósmuðurinn í Fredericia er kona og henni fynnst gaman að ég skuli nenna að tala dönsku.  Ég ætlaði að biðja hana um að setja nýtt leður undir stígélin, hún gapti þegar ég að spurði um þetta. Hún spurði mig „afhverju í ósköpunum viltu það?“ Hún sagði að það væri ekki kominn tími fyrir það. Ég sagði henni að skósmiðurinn á Íslandi hefði sagt að það væri kominn tími fyrir nýtt leður. Þá sagði konan að hann hafi bara verið að plokka peninga. Hún setti bara nýtt á hælana sem voru vel slitnir. Og þetta var ódýrt. Þessi skósmiður er eins og skósmiðurinn í Grímsbæ. Ég man það núna að þegar ég bað hann um nýja sóla, þá sagði hann að það væri ekki kominn tími. Og hann er ódýr. En að fá nýja hæla hjá þessum skósmið hér er samt pínu ódýrara. Ég borgaði 85 danskar krónur fyrir þetta en ég borgaði þúsundkall fyrir hælana sem Grímsbæjarskósmiðurinn setti á, en hann skipti ekki fullkomlega um. Hann bætti ofan á. Þannig að ég var að borga minna fyrir meira hjá konunni, og  hælarnir eru meira að segja ljósbrúnir eins og restin af stígvélunum. En hvað um það. Ég ætla að halda áfram að segja frá orkusparnaðar prógraminu.

Þegar ég var komin til baka frá Fredericia þá var að fara að byrja ratleikur, sem útvistar liðið hafði útbúið með, nýja kennaranum, Gitte. Gittaði skipaði öllum sem vildu vera með i lið. Ég held að maður voni næstum alltaf að lenda í liði með fólki sem maður þekkir. Mér fannst ég vera heppin. Ég var í liði með Roeland, Erik(kennaranum) og Önnu(pólsk stelpa). Við vorum eina fjagra manna liðið hin liðin höfðu bara þrjá liðsmenn. Leikurinn gekk út á það að safna saman efni í köku. Það voru 6 staðir í nágrenninu. En eftir tvo eða þrjá staði þurfti Erik að fara heim en það var allt lagi. Við höfðum þá þegar fengið þrjá kökubotna og súkkúlaði sem var meira en flestir höfðu fengið.  Í einu af stoppunum áttum við að skrifa tvö ný vers við lagið What a Wonderful World. Og það mátti ekki taka meira en tíu mínútur. Við skrifuðum bara það sem kom fyrst upp í huga okkar og það sem við skrifuðum hljómar nokkurnevegin svona:
     I see a washing machine
     that doesn't quite work.
     I see gifts in the room
     they are for me and you.
     And I think to myself
     what a wonderful world

     My clothes they are so pretty just now
     but my socks they smell like some 5 cows
     I see some friends, they're drying clothes,
     saying what are you doing?  
     But what they're really saying is
     I love Torben

Fyrir  þetta þetta fengum við einn pela af rjóma. Eftir leikin áttum við síðan að búa til kökuna. Við höfðum fengið kökubotna, banana, jarðarber, súkkulaði, sultu og rjóma.  Við útbjuggum kökuna okkar. Síðan um kvöldið voru kökurnar kynntar. Það var nú samt nánást engin þörf því kökurnar innihéldu nokkurnveginn allar það sama. Síðan voru söng atriði, Damla söng einsög, Eva söng einsöng síðan sungu þær eitt lag saman. Síðan voru allir kökuhóparnir látnir syngja lögin sín með frumsömdu textunum og minn hópur vann. Ég held að það hafi verið þvottavélin og "I love Torben" sem gerðu útslagið.

Okey ég er búin að vera í nokkra daga að skrifa allt þetta hérna fyrir ofan. Nú er komið að öðrum hlutum. Aðalkennarinn okkar í media-línunni, Tanja er hætt. Síðasti dagurinn hennar var á miðvikudaginn...Við stelpurnar gáfum henni blóm og Helen teiknaði rosalega flotta mynd af henni. Síðan var okkur tilkynnt í síðustu viku að í enda þessarar annar að þá hættir aðalkennarinn á Explorer-línunni. Þannig að eftir jól þá kemur annar kennari. Síðan er nýlegur kennari sem byrjaði fyrir nokkrum vikum og síðan er nýji leiklistarkennarinn. Leiklistarkennarinn var vaktkennari síðustu helgi. Hann var einn og við þurftum að kenna honum hvað á að gera og þannig og ég lét hann læra af mínum mistökum. Það verður ekki annað kaffi fíaskó á meðan ég er í eldhúsinu.

Ég er loksins búin með málverkið mitt. Ég er búin að vera að vinna í því síðan í september og ég er fegin að ég er loksins búin með það. Ég var orðin svo þreytt á þessarri mynd. Það er komið upp jólaskraut jólaskraut útum allan skólann, skraut sem við bjuggum til núna um helgina.  Á föstudaginn á fundi þá sungu kennararnir Brian og Mikael tvö jólalög fyrir okkur. Þeir voru bara nokkuð krúttlegir í smókingfötum með kertaljós í luktum. Síðan var sett upp stærsta alvöru jólatré sem ég man eftir að hafa séð, það nær alla leiðina upp á aðrahæð. Við munum skreyta það um næstu helgi

ég ætla að setja inn nýjar myndir inn á morgun eða seinna í vikunni 


Orkusparnaður í Snoghøj

Ég sagði í síðasta bloggi að ég héldi að söngleikjabrautin væri að leysast upp. Það er ekki alveg það slæmt...Það gerðist eitt, ég hafði heyrt fólk tala um það um daginn, en ég var ekki viss hvort það sem ég heyrði var satt eða ósatt. Núna veit ég það er satt. Torben gerði dálítið. Hann rak leiklistarkennarann, Kjeld og söngkennaran, Önnu.  Svo þau eru bæði farin og koma ekki aftur til starfa í þessum skóla. Torben er búinn að ráða, nýja kennara.  Báðir nýju kennararnir hófu störf í gær.  Svo það eru breytingar í skólanum.

Í gær var öllu hérna í media herberginu, góðu stóru borðin voru tekin og minni tölvuborð voru sett í staðin og á þessum litlu borðum er ekkert pláss. Í augnablinu sit ég hér með farölvuna á borðinu líka og lyklaborðið hér lengst úti í kanti og sný þar af leiðansi ekki beint í áttina að skjánum. En  þetta er ekkert slæmt. Allaveganna ekkert vesen. Ég sit hér og hef ekkert að gera ég kláraði öll mín verk fyrir nettímaritið á þriðjudags morguninn. Í gær fékk dálítð stress kast útaf nettímaritinu. Við náðum ekki að klára í síðustu viku, þess vegna  varð ég að fá allt til að ganga í þessarri viku. Planið var að klára á morgun. En  það er plan sem kemur í veg fyrir það. Fyrir viku síðan kom maður hingað í culture club að tala um olíu notknun og orku og rafmagns notkun. Maðurinn kemur síðan aftur í dag og heldur áfram með fyrir lesturinn sinn. Og seinni partinn í dag verður rafmagnið tekið af skólanum og hann verður ekki kinntur heldur þetta verður svona í nokkra daga. Þannig að við getum náttúrulega ekki búið til síðu fyrir netið á föstudaginn ef það er ekkert rafmagn. Þannig að dagurinn í dag er dagurinn. Þegar ég uppgötvaði þetta í gær eða kannski er betra að segja aðfaranótt miðvikudags, ég lá andvaka og gat ekki sofnað og þá uppgötvaði ég þetta vandamál.   Við vorum ekki komin með allt það efni sem við höfðum ætlað okkur. Á miðvikudagsmorgnum erum við í valfögum og síðan í fríi eftir hádegi. Þannig að það var bara ein manneskja sem kláraði eitthvað. Það var Damla. en síðan ákvað ég bara að sleppa því sem var ekki klárað í þessari viku og hafa það bara í næstu viku. Akkúrat á þessu augnabliki situr Fruzsi við það að setja all á netið http://www.turmix.dk Við semsagt klárum áður en orku prógrammið byrjar.

Í þessu orkuprógrammi verður eins og ég sagði áðan rafmagnið tekið af og hitinn líka. Og fólk er farið að undirbúa sig. Það voru nokkrir sem vöknuðu snemma í morgun til að þvo fötin sín í þvottaélinni og fólk að hlaða gsm símana sína. Og ég sit hér og blogga áður en rafmagnið verður tekið af. Á morgun verður fyrirlestur um sögu rafmagnsins og annað. En stór hluti dagsins mun fara í það útbúa hádegismat og kvöldmat. Ég held að planið sé að byrja að huga að hádegismatnum um tíuleitið til að hafa matinn tilbúinn klukkan eitt og svipað með kvölmat. Þetta er allt dálítð spennandi og ég mun koma með sýrslu um þetta eftir helgi þegar rafmagnið verður sett á aftur. 

Ég tók myndir af sólarupprásinni um daginn. Sólin var svo rauð of falleg 


Ungverskt, já takk

ég er ekkert búin að skrifa í næstum viku, það er bara ekkert sérstakt búið að gerast hér. Jú reyndar þegar ég hugsa um það, þá er eitt búið að gerast.

Ég held að söngleikjabrautin sé við það að leysast upp. Andrúmsloftið þar er orðið svo slæmt að sumir bara geta ekki meira.  Giannina hefur sagt mér eitt og annað um söngleikjabrautina. Það er fólk á brautinni sem hefur engan sérstakan áhuga á söngleikjum og hefur ekki beint sterka þrá til að leika í söngleikjum. Eina ástæðan fyrir viðveru þessa fólks er að það vill komast inn í söngleikja akademíuna, bara til að geta sagt að þau hafi komist inn, því það er erfitt að komast að í akademíunni og það þykir æðislegt að komast inn. Svona sviðað og komast í Oxford háskólann eða Harvard. Það ríkir mikil óvissa um framtíð brautarinnar. Giannina er ekki viss hvort hún komi til baka eftir jól. Hún er víst búin að fá upp fyrir haus af þessu leiðinda fólki. Það hafa víst verið hörku rifrildi í tímum þar sem glösum og öðru hefur verið þrusað í gólfið af reiði. Það hafa aldrei áður verið vandræði með þessa braut í skólanum. Þetta hefur gengið upp fullkomlega í 4 eða 5 ár. Það er bara fólkið á brautinni núna sem er að skapa vandræði.

Þessa helgi hafa Ungverjarnir verið að elda Brunch,með æðislega góðum ungverskum mat, ég get því miður ekki haft ungversku nöfnin á réttunum upp eftir þeim, of flókin orð. En eitt nafnið get ég sagt, Langos. Langos er einhverskonar steikt brauð, hluta til gert úr kartöflum. Maður setur á það hvítlauksolíu eða sírðan rjóma og ost, það er hryllilega gott. Síðan var réttur sem Eva kallaði mat verkamannsins, í því eru paprikkur, grænmeti og egg. Maður getur bara borðað lítinn skammt af þessu, maður verður svo saddur. Síðan bjó Damla til nokkuð sem er mjög gott, það er einskonar sallat eða einhverskonar smurningur. Það er aðallega úr lifrarkæfu, eggjum og lauk.

Sumir af útlendingunum eru búnir að fá nóg af kartöflum, þau skilja ekki þetta hjá dönum að borða kartöflur á næstum hverjum degi með öllu.  Það var mjög fínn matur um daginn og það voru brúnaðar kartöflum. Austur evrópubúarnir fúlsuðu við brúnuðu kartöflunum á meðan Norræna fólkið var allt hæst ánægt með að fá brúnaðar kartöflur. Allir heyrðu mig hvarta undan úrvali á áleggi ofan á brauð á morgnanna, bara sulta. En um dagin yfir kvöldmat þá vantaði mig sultu, það var kjöt sem bara kallaði á sultu, þannig að ég fór niður í eldhús og sótti sultu, fólki fannst þetta mjög skrítið. Sulta með kjöti. Claus sagði mér að það er gamaldags í Danmörku að nota sultu með kjöt, það væri bara nokkuð sem elstu ömmur landsins gerðu.

Claus talar alltaf dönsku við mig og leiðréttir mig þegar ég segi eitthvað vitlaust. Honum finnst ég stundum nota gamaldags orð. Við vorum einhverntímann að tala um vespur, faratækin ekki skordýrin. Ég komst að því að Danir eru hættir að nota orðið "vespa" yfir þessa gerð farartækja, því það eru færri og færri alvöru Vespur á götunum. Þeir nota núna enska orðið "scooter". Alltaf þegar við borðum þá er maturinn kynntur, nema þegar Mikael hefur eldað, og innihald hvers réttar er þulið upp en stundum eiga kennararnir erfitt með að fynna réttu orðin á ensku, það er reyndar ekki bara með matin. En ég hef tekið eftir því að þau eiga erfiðast með orð sem eru það sama á dönsku orð, oft orð sem koma í dönsku úr ensku.

Það er eitt sem allir útlendingarnig geta hlegið endalaust að á húsfundum. Það er hvernig Danir rétta upp hönd. Ég hafði tekið eftir þessu en ég hafði ekki tekið eftir því að allir gerðu þetta fyrirr en Damla benti mér á þetta. Þegar Danirnir rétta upp hönd til að segja eitthvað á húsfundum þá loka þau lófanum en vísifingurinn stendur uppi en er bogin. Þau setja krók á fingurinn og krókurinn snýr í ákveðna átt. Allir rétta upp hönd á þennan hátt líka kennararnir. Útlendingarnir hafa borið saman bækur sínar og komist að því að í Ungverjalandi, Póllandi, Japan og á Íslandi er  höndin bara rétt upp, fingurnir bara einhvernveginn. Þeir eiga ekki neitt frekar að vera beygðir niður. 

Ég er búin að setja inn nokkrar haustmyndir sem ég tók í morgun inn í Danmerkur albúmið 


Mánudagur í Snoghøj

Það er mánudagur í dag, skólinn er búinn. Þetta er búinn að vera langur dagur og hann á eftir að verða lengri.  Í morgun byrjaði dagurinn á ritstjórnarfundi fyrir nýju vefsíðuna sem við erum að gera. Síðan var unnið. Allir að gera eitthvað nema Bror og Jakob sem gera sjaldan neitt. Ég var á fullu að skrifa í morgun.

Síðan kom hádegismatur. Ég held ég verði orðin ágætis smurbrauðsdama eftir Danmerkurdvölina. Það er annanhvern dag Smørebrød í hádeginu. Það var semsag smurbrauðsdagur í dag. En það var engin síld í þetta skiptið. Danirnir halda að rúgrauð sé eitthvað sem sé bara til í Danmörku. Svo fyndið... það sem þau kalla rúgbrauð hér er eitthvað sem er mun nærra því að vera maltbrauð en venjulegt rúgbrauð. Astrid  þekkir náttúrulega líka rúgbrauð frá Noregi. Það sem hún saknar mest frá Noregi er mysingur. Hún fór heim til sín fyrir rúmri viku síðan yfir helgina og kom til baka með mysing.

Eftir hádegismat þá var í eldhúsinu. Ég er í eldhúsinu að vaska upp eftir hádegismat þessa vikuna. Það þýðir að í dag gat ég ekki verið að þrífa í ganginum mínum. Og þegar ég þríf ekki þá þýðir það að enginn þrífur. Eline fór heim til sín í gær og skildi vekjaraklukkuna sína efir á. Giannina þrífur stundum en ekkert í síðustu viku. Og lettneski náungin, hver veit hvar hann er staddur. Sama verður á fimmtudaginn. Ég mun líka missa af húsfundi á morgun og á föstudaginn, en sem beturfer erum við ekki með neina gesti í þessari viku, þannig að uppvaskið er eins lítið og mögulegt er.

Eftir hádegi var annar ritsjórnarfundur og á honum var kosinn ritsjóri. Sá ritsjóri fer með æðstu völdin á meðan blaðamennsku kennarinn er ekki til staðar. Hún verður bara til staðar einnu sinnu í viku fram að jólu. En hvað um það ég var kosin sem ritstjóri. Allir kusu mig, ég var ekki einu sinni að bjóða mig fram, þau bara kusu. Mitt fyrsta verk sem ritsjóri var að skrifa niður á blað nöfn allra og skrifa hvað hver ætlar að gera í þessari viku og hengja síðan blaðið upp svo allir geti séð. Ég held ég verði þreytt á föstudagskvöldið. 


Jólin eru að koma!!!

Ég sem ætlaði að vera dugleg og að skrifa meira hérna. Ég hafði svo mikið að gera í vikunni sem er að líða að ég hef ekki tíma til að skrifa mikið. Ég var í video gerð, mér fannst það nokkuð gaman og spennandi en ég var að vinna með manneskju sem var ómöguleg fyrir mig til að vinna svona vinnu með. Þannig að ég var nokkuð þreytt seinna um daginn. Við áttum að gera video og síðan að klippa og vinna það. Hvort tveggja var spennandi. Það kom mér nokkuð á óvart eftir allt vesenið í þemavikunni. Það er bara miklu skemmtilegra ef maður fær að vinna með alla hlutina sjálfur. Ég var bara með ómögulegri manneskju og það skyggði á mína ánægju. En í gær þá kom blaðamennskukennarinn,Rie, aftur. Þannig að það er ekki meira video. Við erum að fara að undirbúa og búa til nettímaritið okkar.  Við byrjuðum í gær. Við áttum að segja hvað vildum helst gera. Ég var ein af tveim sem vildu helst skrifa greinar fyrir tímaritið. Þannig að ég byrjaði strax að vinna. Í gær skrifaði grein um danskar bíómyndir sem við mælum með. Á þeim lista eru: Italiensk for begyndere, Adams æbler, Blinkende lygter, Riget og nokkrar fleiri. Síðan þegar ég var búin að skirfa þessa stuttu grein fékk aðra hugmynd. Hví ekki að skrifa framhaldssögu. Kennaranum fannst það frábær hugmynd. Þannig að byrjaði strax og var komin með heila síðu í lok dags. Allar greinar sem ég mun skrifa og þessi saga verða myndskreyttar.

Jólin eru að koma það er staðreynd.  Söngleikja brautin er byrjuð að syngja jólalög á hverjum degi.  Þau byrjuðu reyndar á því fyrir nokkrum vikum. Ég er búin að heyra Heims um ból þó nokkrum sinnum og fleiri jólalög. Við byrjum hvern húsfund á því að syngja lag. Ég hef aldrei heyrt lögin sem við höfum sungið áður. Þangað til á fundinum á föstudaginn. Það var jólalag.... Það var John Lennon lagið Happy Christmas/War is Over. Lag sem ég kann utan að..... mér fannst frábært að kunna lagið sem við sungum. Reyndar er lag sem við erum búin að syngja svo oft á húsfundum að ég er farin að læra það. Það er eitthvað lag sem var víst i einhverjum dönskum sjónvarpsþætti en lagið er á ensku í nýju söngbókinni.

Ég er búin að vera mikið að hjóla á hjólinu mínu upp á síðkastið. Ég fór í langan hjólatúr á laugardeginum fyrir viku. Ég hjólaði til Middelfart, hjólaði þar í smá tíma fór síðan til baka og hjólaði til Erritsø og hjólaði í nágrenninu við bæinn síðan hjólaði ég til Fredericia, fann fallegan garð í bænum sem ég hafði ekki séð áður og sat þar í dágóðan tíma, horfði á endur sem syntu í vatninu og vöppuðu í kringum mig. Ég tók myndir og ég hef sett þær allar inn í Danmerkur albúmið. 

Ég er líka með fréttir, ég er að fara á tónleika með Dolly Parton í mars. Það varð víst uppselt á 7 mínútum. En síðan var tilkynnt að það yrðu extra tónleikar. Sem betur fer hafði ég sett mig á biðlista og fékk síðan tilboð um miða fyrir extra tónleikana og fékk miða.  Þetta augnablik var eitt af því mest spennandi augnablikum sem hafa liðið hér. Ég er farin að hlakka til og ég er búin að fá miðann í póstinum.

Sumir hlutir eru alltaf að hverfa í skólanum. Enginn er að stela neinu, fólk bara tekur hluti og setur á ekki á sama stað og það tók þá þegar það er búið að nota hlutina. Kennararnir og Torben segja á hverjum einsasta húsfundi. Setjið hluti aftur sína staði eftir að þið hafið notað þá! Um daginn var ekkert lyklaborð og engin mús við eina af tölvunum í tölvuherberginu. Einn morguninn þegar við komum í Skálholt( það er tölvuherbergið fyrir Media línununa), þá var ein tölvan horfin. Í sama herbergi hafa stólar, fjöltengi, heyrnartól og mýs horfið. Það er hægt að horfa á video í tveimur stöðum í skólanum,  í Tjaldi(sjónvarpsherbergið) og í salnum(foredragsalen). Það eru fiktarar í skólanum sem taka hluti úr sambandi, færa dvd spilara á milli herbergja. og það endaði þannig að það enginn spilari virkaði og það var ekki hægt að horfa á neitt. Þangað til að Torben tók dag í leiðrétta allt og setja allt upp aftur. Það var fyrir nokkrum vikum. Salt og pipar staukar skila sér heldur ekki aftur í eldhúsið sama gildir um bolla og hnífa. Ryksugur skila sér heldur ekki á sína staði. Síðan var einhver sem braust inn i peningahólfið á þurrkaranum og tók allan peninginn. Þetta er fólkið sem býr hér en er í skólum annarsstaðar. Ég hef nefnilega oft uppgötvað ryksugu inn á gangi hjá þeim og helling af diskum og bollum. Það eru líka þau sem eru að færa hluti úr Skálholti.

hér er það nýjasta nýja úr Soghøj. Ný bíómynd gerð af nemendum skólans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband