3.11.2006 | 21:39
Oh ég veit aldrei hvað ég á að setja sem fyrirsögn
Tvö blogg í röð, það er kanski svolítið mikið miðað við það að það var óratími á milli bloggsins í gær og bloggsins þar á undan.
Ég ætlað að byrja á að segja frá því sem ég sleppti gær. CultureClub í gær var athygglislegasti CultureClub hingað til. Það kom danskur maður að tala um ferðalög sín í Grænlandi. Hann leit mjög Norrænt út. Ef hann hefði verið Íslendingur þá er ég viss um að hann héti Helgi. Hann var mjög Helgalegur maður. Hann heitir samt Søren. Hann var með myndvarpa úr tölvunni sinni sem varpaði upp á tjald. Hann byrjaði á að kynna Grænland fyrir okkur, sagði að Grænland væri í Norður-Ameríku. Síðan sýndi hann nokkur kort af Grænlandi. Hann sagði líka í stuttumáli um sögu grænlands og hvaðan það fólk sem hefur búið þar hafa verið. Hann talaði auðvitað um Ísland og að Íslendingar hefðu sest að í Suður Grænlandi. Hann sýndi myndir,teikningar, af gömlum húsarústum í suðurhluta landsins. Þessir bóndabæir eru eins uppbyggðir og skipulagðir og íslenskir torfbæir. Hann tók líka fram hvernig maður kemst til Grænlands, þá kom Ísland aftur inn í söguna. Beint flug frá Reykjavík. Þessi maður hefur farið til Grænlands á hverju ári síðan 1978. Hann fer í gönguferðir í eyðimörkunum og hefur tekið fjölskilduna með í næstum öll skiptin. Hann sýndi okkur myndir úr ferðum sínum. Sumir firðirnir og ýmislegt í landslaginu er nákvæmlega eins og á Íslandi. Þetta voru æðislegar myndir, á mörgum þeirra er hægt að sjá beint til Grænlandsjökuls. Hann sagði að Grænland sé hrein útivistarperla en það komi bara ekkert fólk, en það er eitt af því sem honum finnst svo frábært við þetta allt saman. Mig fór að langa til að fara til Grænlands eftir þetta.
Í dag fór ég til Fredericiu eftir skóla til að ná í hjólið mitt. Ég lagði af stað í strætónum klukkan hálf 4. Strætóinn kemur bara einu sinni á klukkutíma. Náði síðan í hjólið arkaði síðan út á stoppistöð en ég rétt missti af strætó til baka. Þannig að ég ákvað að bíða í klukkutíma og æfa mig með fótbremsurnar ég fór um bæinn á hjólinu og gekk ágætlega. Síðan þegar klukkan var um 5 fór ég aftur út á stoppistöðina og beið eftir strætónum. Strætó kom á réttum tíma korter yfir 5 en þá kom í ljós að má ekki fara með hjól í strætó hér. Það kom mér svo á óvart. Ég hélt að í hjólalandinu sjálfu væri hægt að fara með hjólið sitt í strætó, eins og í Reykjavík. En nei, það má ekki. Ég hjólaði semsagt heim. Það er ekki jafn flókið að hjóla frá Frederica til Snoghæj og ég hélt. Það var bara svolítið kalt því ég var ekki með vettlinga með mér í dag.
<> <>Ég hef bætt við nýju albúmi með einstaklingsmyndum með nöfnum hvers og eins. Það er líka ein hópmynd, sem flestir eru á og nöfn allra við myndina. Ég er búin að sitja í um tvö kvöld í röð að sortera allar danmerkur myndirnar mínar. og ég er búin núna. Ég ætlað framvegis að sortera jafnóðum.Ég er líka búin að setja inn lagið sem Eva frá Ungverjalandi söng og tók upp sérstakla fyrir mig. Ég ætla að hafa það hérna inná í nokkra daga. <>
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2006 | 21:50
Sidste nyt
<>Ég hef ekkert skrifað í langan tíma. Ég bara hef einhvernveginn haft svo mikið að gera. Jeg har haft travlt. Við höfum verið að læra hluti í skólanum sem taka tíma. Og ég hef þurft að æfa mig á kvöldin. Við erum búin að vera í vefsíðugerð en í þessari viku höfum við verið að vinna í forriti sem heitir Flash, í því getur maður búið til alskonar hreyfimyndir. Á þriðjudaginn og í dag vorum við að gera einskonar tölvuleik. Við áttum að teikna hetju og skrímsli í tölvunni. Hetjan er auðvitað góði karlinn í leiknum og skrímslið vondi karlinn. Skrímslið mitt bara lítur ekkert út eins og skrímsli. Það lítur meira út eins og Barbasnjall. En hvað um það í dag vorum við að vinna í forritinu og vorum að láta allt fara af stað og hreyfast á skjánum.<> Skólatölvurnar eru auðvitað með lyklaborðum sem eru stilt á að vera á dönsku. Allir útlendingar stilla náttúrulega yfir á sín tungumál ég þar á meðal. Ég er oftast með Íslensku á því fingurnir mínir rata nákvæmlega á alla stafin á tákn sem ég þarf að nota. En tákn t.d. á dönskum lyklaborðum eru á öðrum stöðum sem fingurnir mínar rata ekki jafn auðveldlega á. Nema eitt undarlegt hefur gerst. Ég er orðin vön því að nota dönsku stillingarnar ég tek eftir því með ATT merkið. ég er búin að vera í skólatölvu og fer síðan í mína tölvu og reyni að gera att merki en ekkert gerist, þá er heilinn minn stiltur á að hugsa um dansk lyklaborð.
<><>Föstudagurinn fyrir viku var merkisdagur í Snoghøj. Tímaritið sem við höfum verið að vinna að síðan í haust kom út. Blaðið heitir Turmix. Turmix er ungverskt orð og þýðir blandari. Allir voru rosalega glaðir að fá að sjá. Við á media línunni vorum held ég minnst spent. Við erum búin að vera með hugan við þetta blað frá upphafi. Síðan um kvöldið var frumsýning á bíómyndinni Heaven Can Wait a While. Þetta var gala frumsýning. Allar dömur þurftu að vera í kjól eða pilsi, allir í sínu fínasta pússi. Ég og útlensku stelpurnar vorum allar alla vikuna "Hefurðu fundið út í hverju þú ætlar að vera?" Það var smá vandamál við erum fæstar með okkar fínasta púss með okkur hér. Við getum bara farið með 20 kíló í ferðatöskunum okkar og þurftum að skilja svo margt eftir heima. Á meðan allar dönsku stelpurnar eru með alla sína skó og síðkjóla. En hvað um það. Það var forpartý fyrir leikarana og crew-ið með Torben hálftíma fyrir frumsýninguna. Leikararnir mættu á svæðið í limmósínu. Síðan var gengið inn í salinn. "Foredragsalen"orð sem Haraldur á erfitt með að segja, og Rasmus finnst fyndið að heyra Harald reyna. Ég get sagt "foredragsalen". Inn í salnum var búið að taka frá sæti í fremstu röðinnu fyrir leikarana og fyrir VIP í annari röð ég sat þar. Síðan var myndin sett af stað. 26 mínótnalöng mynd... Nafnið mitt er í skrollinu Producer's Assistant. Evu frá Ungverjalandi fann svo til fyrir mína hönd því Torben hafði ekki sett kommu á Ú-ið og kommu á ó-ið í nafninu mínu. Fyrir mér er það nú ekki það mikið mál. Henni fannst þetta bara svo ranglátt.
Síðan hafa verið önnur mál í hugum Snoghøjinga. Fólk að skipta sér af því sem því kemur ekki við. Giannina,sem býr í sama gangi og ég, hefur átt erfitt upp á síðkastið. Fólk stöðugt blaðrandi um hana. Alskonar orðrómar, aðallega einn. Sem er reyndar sannur. Það er eitthvað á milli hennar og leiklistarkennarans. það er það sem fólk er að tala um. Það eru ekki allir sem eru vissir og eru þessvegna blaðrandi um það. Málið er reyndar flóknara líka. Leiklistarkennarinn er skilinn að borði og sæng við konununa sína sem er líka kennari í skólanum. Málið er samt held ég að leysast. Fyrst þá var það sem Giannina sagði um það sem hafði gerst á milli hennar og leiklistarkennars, að ekkert hefði gerst, kennirinn hafði ekki tjáð sig um málið. Síðan fór allt í klessu. En núna er allt betra, Giannina og kennarinn eru á sama máli núna, þau eru par. Þetta er bara viðkvæmt mál, sem mér finnst að fólk eigi ekki að vera að skipta sér af. og nú er ég hætt að tjá mig um málið. Ég skil ekki hvað fólk getur endalaust talað um þetta. Nú, kona myndlistarkennarans lenti í slysi á Miðvikudaginn. Það var svo mikið rok, það fauk upp hurð í andlitið á konununni og kennarinn,Erik þurfti að fara úr tíma til að sækja konuna og keyra hana í slysavarðstofuna.
<>Ég hef líka fengið að heyra skoðanir fólks á hvalveiðum og hneikslan fólks á því að Íslendingar séu að veiða hvali núna. Fólk er líka að uppgötva þjóðerni mitt og Haralds. Við erum Íslendingar. Fólk er farið að tala um okkur sem Víkingana. Fólk hefur tekið eftir því að við borðum nánast hvað sem er. og fúlsum ekki við lýsi. fólk heldur að það sé tengt því að við erum Íslendingar. Eins og það sé ekki matvant fólk á Íslandi. Fólk er líka altaf að segja að þegar það hafi lesið bækur eða biómyndir um norrænu guðina eða um víkingana þá hafi karlarnir litið nákvæmlega eins út og Haraldur. Stór og sterkur. Fólki finnst ég líka vera sterk. Ég get tekið upp stóran bakka með uppröðuðum diskum eftir máltíð og haldið á honum ein inn í eldhús úr borðstofunni og ekkert mál. Ein ungverska stelpan gapti þegar hún sá mig gera þetta. Það var líka fyrir mánuði eða meira síðan Giannina hafði fengið marga kassa með restinni af dótinu sínu frá Kína og það voru nokkrir kassar sem hún réð ekki við. Ég hélt á kassanum og bar hann upp á 3 hæð, það var ekki mikið mál. Eitt gerðist um daginn það var rigning og ég ætlaði út í göngutúr, Þegar ég var við dyrnar stoppaði ein af dönsku stelpunum mig og spurði mig hvort ég ætlaði virkilega út í rigninguna. Þetta var bara smá rigning, fíngerð nánast bara úði. Ég svaraði játandi þá sagði hún aftur "en það er rigning" Ég hugsaði inn í mér, en ég sagði það ekki, "Já só, hvað með það? Hvenær hefur smá rigning stöðvað Íslending frá því að fara út úr húsi?"Ég fór í bæinn í dag og keypti ódýrt notað hjól. Það er gamalt rautt dömuhjól. Það kostaði mig 200 danskar krónur en ég fór með á verkstæði til að láta setja á það Basta lás og láta laga annað dekkið, þannig að ég fer á morgun að ná í hjólið. Hjólið er gíralaust með fótbremsum. Ég veit að ég þarf tíma til að venjast fótbremsunum ;). Ég er að hugsa um að fá mér körfu framan á hjólið líka.
<>Tvennt af því sem Ólöf var búin að segja mér um Dani og hennar Denmerkurdvöl hefur ég nú þegar uppgötvar. í Október þá voru komnar auglýsingar tendgar jólunum komnar í útvarpið. Jóladagatal Sjónvarpsins komið í verslanir og síðasta föstudag þegar ég gekk fram hjá tímaritastandnum í SuperBrugsen þá sá ég stóra fyrirsögn utan á Bo Bedre "Julen 2006". Af þessu að dæma þá held ég að Danirnir séu að fara í gang með að undirbúa jólin. Ég held að það sé ekki neitt sérstaklega langt þangað til það verða bakaðar smákökur. Annað sem Ólöf hefur sagt, þegar maður er í öðru landi er að tala annað tungumál en sitt egið og verður vanur hinutungumálinu. Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum að ég segi eitthvað á íslensku við fólk sem skilur ekki orð. Ég hef líka tekið eftir því að aðrir eru líka að upplifa það sama. Helen frá Eistlandi hefur þó nokkrum sinnum byrjað að tala við mig á Eistnesku. Þá segi ég. Því miður tala ég ekki Eistnesku, geturðu endurtekið það sem þú sagðir á ensku?
Veturinn er líka að koma það var 5 stiga hiti í gær en það virkaði miklu kaldara því það var norðanvindur. Í dag var logn en samt kalt, um 5 stig held ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2006 | 14:20
Snoghøj er orðið heim.
Lokisins kemur ítalíubloggið
Það byrjaði á miðvikudaginn. Við settumst upp í rútu og keyrðum suður til Lübeck. En sá akstur tekur um 4 klukkutíma. Við stoppuðum tvisvar til að fara á klósett. Ég borgaði 50 evru sent en sú klósettferð var til þessa eins að hræða úr mér líftóruna. En hvað um það við héldum til Lübeck. og á flugvellinum þar tók við bið í um 3 klukkutíma klukkutíma. flugið okkar var klukkan 9. Flugvöllurinn í Lübeck er ekki mikið stærri en Reykjavíkurflugvöllur og það er engin kaffitería eftir að maður hefur farið í check-in. Þegar við vorum að bíða í röð til að komast inn é vélina þá hengu skilti úr loftinu um hernig ætti að raða upp í raðir. Númer 1-90 og síðan 91 og uppúr. Nema hvað við stóðum þarna og biðum. Ég var eitthvað að tala við Kathrine og við fórum að tala um þessi skilti. Á einu skiltinu var mynd af konu sem leiddi barn, þetta var fyrir eina röðina og síðan fyrir hinar tvær raðirnar voru myndir af körlum. Hún sagði síðan. Hvernig er það, geta karlar ekki ferðast með börnin sín á þessum flugvelli og geta konur ekki ferðast án þess að vera með barn með sér. Mér fanst þetta ansi góður punktur. Á flugvellinum vildi allir fá að skoða myndirnar í vegabréfum hinna. Öllum fannst íslesnku vegabréfin rosalega flott. Blátt með mynd skjaldarmerkinu framan á og svo á fyrstu opninni mynd og texti á forn íslenski og síðan litmynd af skjaldarmerkinu. Þeim fanst útlitið á íslensku vegabréfunum vera mjög tískuleg. Ég verð að segja að ég er mér ánægð með útlitið á ísleskum vegabréfum en allir hinir voru með frekar ómerkileg vegabréf eða allaveganna ekki eins spes. Flest vegabréfin eru rauð og forsíðan ekkert spes því þau eru gefin út í Evrópusambandinu. Það stendur bara Europian Union og síðan nafnið á landinu. Nema Pólverjarnir þeir hafa heimtað að vera með blá vegabréf því vegabréfin í Rússlandi eru rauð. Ungverjarnir eru líka með blá vegabréf og ég kann að segja vegabréf á ungversku Utlével(skrifað svona). Ég er búin að sjá kínverskt,japanskt, nepalskt og trykneskt vegabréf. Það var merkilegt að sjá það. Við flugum síðan til Bergamo þetta flug er stutt það tekur 1 klukkutíma og 40 mínútur. Þegar við vorum lent og allir búnir að fá farangurinn sinn þá settumst við aftur upp í rútu. Klukkan var þá að ganga tólf. Allir voru hryllega svangir þanig að það var Torben var spurðum um hvort ekki væri hægt að stoppa einhversstaðar svo fólk gæti borðað. Það var ekkert mál. Um miðnætti stoppuðum við í einskonar vegasjoppu. Svona svipuðum stað og Hyrnan í Borgarnesi.. Siðan var keyrt í um 4 klukkutíma til Castiglioncello. Castiglioncello er lítill bær í Toscana, og er alveg við sjóinn. Á hótelinu beið aðal hótelkonan,lítil gömul kona, eftir okkur. Það þurftu að vera 2-3 smaman í herbergi. Ég ætlaði að vera með Eline og Gianninu í herbergi en það var ekki nóg af 3 manna herbergjum þannig að þær voru saman í herbergi og ég var í herbergi með Fruszi. Flestir fóru að sofa um leið enda allir þreyttir, klukkan líka um 4.
Næsta dag höfðum við bara frí til að gera hvað sem er og slappa af. Dagurinn byrjaði með morgunmat klukkan 10. Góður morgunmatur. Brauð, ávekstir, æðislegt ítalskt kaffi, og ferskur blóðappelsínu safi. Ég fór bara á ströndina fór í sjóinn og slappaði af. Það er augljóst að Torben skipulagði ferðina með það í huga að koma í veg fyrir drykkjuskap. Morgunmatur klukkan 8 og síðan farið af stað út klukkan 9, stundvíslega. En það að þurfa að vakna snemma stöðvar ekki alla. Það voru nokkrir aðilar sem voru farnir að drekka ekki löngu eftir hádegi. Torben var allan eftirmiðdaginn á eftir þeim segjandi við þetta fólk"Það er fint að þið skemmtið ykkur vel, og ég er ánægður með það. En þið þurfið að vakna snemma á morgun. Svo ekki vera með með neitt svaka partí kvöld og drekka of mikið, ókey." Þessar ræður hjá honum virkuðu ekki beint á þetta fólk. Því það vaknaði með hausverk daginn eftir og átti bágt í rútunni. Þennan eftirmiðdag fór ég hinsvegar í bæinn og fékk þar strærsta ís sem ég hef nokkurntíma fengið. ég er viss um að þetta var meira en hálfur lítri.
Nú á föstudaginn keyrðum við efst upp í fjall í bæ sem heitir Volterra. Volterra er einskonar virkiskastali. Við löbbuðum um bæinn með leiðsögukonu sem sagði okkur frá öllu. Síðan fengum við að gera hvað sem er. Ég lenti í smá vandræðum þegar við ætluðum að skoða dómkirkjuna en maður má ekki fara með berar axlir inn í kirkjuna. En það var stelpa sem lánaði mér peysuna sína. Kirkjan var hreint æði. Það voru myndir af alskonar dýrðlingum úr gulli í loftinu og svaka málverk á veggjunum.
á laugardaginn fórum við til Populoniu, en það er líka lítill bær upp í fjalli. í Populonia er lítill kastali sem við skoðuðum.Það var hægt að fara upp í kastalann og út á þak og síðan fara upp á kastala veggina sem standa í kirngum kastalann. Seinni partinn fórum við síðan í sund. Það stóð i prógraminu okkar heitar uppsprettur. Ég hélt að við mundum fara í einhvern hver eða eitthvað svona svipað og bláalónið. En nei.... Þegar við komum þangað og sáum hvað var þá sögðum ég og Haraldur, og er þetta það? Þetta var venjuleg sundlaug. Hituð upp með heitu vatni úr jörðinni eins og sundlaugar á Íslandi. Þannig að þetta var ekki það merkilegt verð ég að segja fyrir mig. En öllum hinum fanst þetta merkilegt. sundlaug utandyra með heitu vatni..
Á sunnudaginn vöknuðum við og pökkuðum saman dótinu okkar, borðum morgunmat og checkuðum okkur síðan út af hótelinu. Við stigum enn aftur upp í rútuna og keyrðum til Pisa. Vorum í Pisa fyrri part dags. Skoðuðum turninn. hann er ennþá skakkur, við reyndum að ýta honum en það gekk eitthvað brösulega. Skakki turninn er sam einhvernveginn minni en ég hafði búist við. Það var fullt af túristum í Pisa, en samt gaman. Í nærliggjandi götum var fólk með bása að selja eitt og annað sem gaman var að skoða. Síðan eftirhádegi fórum við aftur í rútuna og keyrðum í um 3-4 tíma til Mílanó og komum þangað á milli klukkan 5 og 6. Við skiluðum líka Torben á flugvöllinn. En bílstjórinn okkar var ekki viss um hvar hótelið okkar var. Það er að segja hann var ekki sammála Önnu, sögnkennaranum í skólanum, sem var líka þarna. Þannig að við vorum í svona hálftíma í rútunni bara að bíða þangað til bílstjórinn gæti farið með okkur á leiðarenda. Þegar á hótelið var komið, kom nokkuð í ljós. Það vantaði pláss fyrir einn strák til aðsofa. og það var mikið vesen. En á endanum var búið til pláss, þannig að það reddaðist á endanum. Ég var í herbergi 3 öðrum. 4 rúm í einu herbergi sem er ekki hægt að segja að sé stórt. En við vorum með klósett og sturtu. Það var samt fínt að vera 4 saman í herbergi ég var með Evu, Helen og Fruzsi.. Síðan eftir að allir voru búnir að fá herbergi þá var kominn timi til að borða. Torben hafði látið okkur fá 60 evrur í byrjun ferðarinnar. Tekið alla 50 evru seðlana sem til voru í bankanum í Fredericia. Fyrir þennan pening áttum við að kaupa eitthvað til að borða í hádeginu og líka á kvöldin í Mílanó. Flestir fóru á veitingastað þetta kvöld og borguðu um 12-15 evrur fyrir máltíðina. Á meðan ég, Helen, Eva, Claus, Fruzsi og Ramesh fórum á stað sem var ekki eins fínn en var með rosalega góðar pizzur og við borgum 6 evrur. fyrir 12 tommu pizzu og gos. Við fórum síðan bara snemma að sofa. Mikael kom síðan seint þetta kvöld til að vera með okkur, því hann hafði skipulagt seinni part ferðarinnar.
Á mánudaginn tókum við neðanjarðarlestina út í úthverfi til að skoða Scoula Politecnica di Design. Það er víst einn af aðal hönnunar skólunum í Ítalíu. Það var mjög athygglisvert að skoða þennan skóla. Það er hægt að læra bílahönnun, grafíska hönnun og vef-hönnun og innanhús hönnun. upp um alla veggi í þessum skóla eru hin og þessi lokaverkefni eftir nemendur og allt í einu á einum veggnum var verk sem var með íslenskum texta. Mér og Haraldi fannst þetta nú ansi merkilegt og spurðum þá konuna sem sýndi okkur skólan um hvort það hefði verið íslenskur nemandi. og hún savaraði því játandi, Það hafa verið íslendingar. um 60% nemenda í skólanum eru útlendingar. Kennslan fer fram á ítölsku, en allir kennararnir tala ensku. Fyr er útlendingana eru líka ítölsku tímar allan tímann og ítölsku tímarnir byrja mánuði áður en kenska hefst... Seinni partinn fórum við síðan afur niður í bæ og skoðuðum Scala óperuhúsið. Það fannst mér flott. Við fórum ekki niður í salinn sjálfan en við fórum á svalirnar. Það eru svona litlar prívat svalir eins og ég hef séð í bíómyndum og i sjónvarpinu. Allt kónafólkið og merkilega fólkið sytur á svona prívat svölum. Mér fannst það fyndið að sjá langan gang fullan af dyrum bara öðrumegin. Það voru dyrnar inn á allar svallirnar. Það er líka safn í skala óperunni sem við skoðuðum. En það sem eftir var dags var verslað í bænum þangað til klukkan sex þá var kominn tími til að hittast og ákveða hvar við ættum að borða. Það var aftur mismunandi skoðanir. Flestir fóru samt á AutoGrill. ódýr matur þar. Í hvert skipti sem við stoppuðum til að borða eða til að fara á klósett þegar við vorum í rútunni í Ítalíu þá stoppuðum við á AutoGrill. um kvöldið var ég svo þreytt að ég fór snemma að sofa. Ég og Helen vorum bara tvær á herberginu að tala saman og horfa á Will Smith tala ítölsku í sjónvarpinu á meðan Eva og Fruzsi fóru eitthvað.
Á þriðjudaginn fórum við á á málverka safn með gömlum málverkum Ég held að þetta safn sé stærra en flest samskonar söfn í Reykjavík til samans. Við vorum þarna allan fyrri partinn að skoða málverkin. Ég skoðaði í hvern einasta sal og hver einast málverk. ég held ég hafi séð nóg af málverkum með fljúgandi englabörnum fyrir næsta árið eða lengur. En þetta var samt mjög gott safn og gaman að skoða. Siðan seinni partinn fórum við niður í bæ að skoða dómkirkjuna. Hún var æði risastór. Málverk á veggjunum og myndir af dýrðlingum í loftinu úr gulli. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera í messu í þessari kirkju. Við fórum síðan upp á þakið á kirkjunni. Við löbbuðum alla leiðina upp. En þegar upp var komið þá var það svo æðislegt ég sat þarna á þakinu sleikti sólina og naut geggjaðs útsýnis í um tvo tíma held ég. Ég væri sko tilbúin til að borga 4 evrur á dag til að fara þarna upp. Síðan neiddist ég til þess að fara niður. Ég skoðaði síðan bara ein í búðir í um einn og hálfan tíma og þá var klukkan orðin sex og kominn tími til að hitta hópinn aftur og ákveða hvernig kvöldmat skildi vera háttað. Flestir vildu fara aftur á staðin sem þau fóru á fyrst kvöldið þannig og fóru þangað en restin fór aftur á AutoGrillið og borðuðu góðan mat þar, ég var í þeim hópi. Við tókum síðan lestina til baka á hótelið
Á miðvikudaginn checkuðum við okkur út af hótelinu klukkan 10 og fórum niður í bæ, á aðallestarstöðina og geymdum farangurinn okkar í farangursgeymslum þar. Við fórum síðan bara að skoða í búðir þangað til klukkan 2 en þá stigum við upp í rútuna og fórum á flugvöllinn. Biðum í fjóra klukkutíma á flugvellinum en þeir voru samt nokkuð fljótir að líða. Við fórum í flugið og síðan þegar við lentum í Lübeck gerðist það sama og gerðist í hvert skipti sem var stoppað til að fara á klósett þegar við vorum í rútunni. Stelpurnar flykkjast á klósettið og eru í röð. í komusalnum í Lübeck eru 2 kvennaklósett og 1 karlaklósett en röðin var svo löng að Giannina gat ekki beðið lengur og fór á karlaklósettið.Við settums síðan enn og aftur upp í rútu og keyrðum af stað til Snoghøj. Við stoppuðum einu sinni á leiðinni það var um miðnætti þegar við vorum búin að keyra í um 2 tíma. Staðurinn er í Þýskalandi og heitir Hutner Bergen eða eitthvað þannig. Við stoppuðum til að borða.. Það voru sumir sem voru stumrandi yfir verðlistunum og matseðlinu, því það var bara á þýsku en Giannina var svo góð að hjálpa þeim sem skildu ekki orð af því sem stóð. Þegar við vorum komin til Snoghøj þá vöknuðu allir því allir voru svo glaðir að vera loksins komin heim..... heim... Snoghøj er orðið heim fyrir alla.
Ég er með fullt af myndum úr ferðinni og sumar þeirra eru hér í albúmi en ég get ekki bætt við fleiri myndum því sem ég þennan link hérna. Á þessum link er að fynna allar ítalíumyndirnar.
http://s129.photobucket.com/albums/p236/ulfhildur_2006/Italia/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2006 | 21:55
Hefurðu séð brúna?
það er rétt ég er að fara til Ítalíu á morgun. Ég trúi því varla að eftir nokkra daga þá verði ég að skoða skakkaturninn og bursla í ítölskum sjó. Ég hlakka mjög til og ég ætla sko að taka myndir.
Gærdagurinn og dagurinn í dag fóru allir í tímaritið okkar. Ég skil núna betur hvað á sér stað á Mogganum á hverjum degi. Í gær var blaðamennsku kennarinn hjá okkur aftur. Verkum var skipt niður. Í gær var ég í aðalritsjórninni með kennaranum,Rie og Evu. Við þurftum að ákveða hversu margar síður blaðið ætti að vera og velja síðan hvaða greinar eiga að vera í tímaritinu. Eftir það þurftum við svo að ákveða hvar í tímaritinu hver grein ætti að vera. Við teiknum þetta allt upp á blað til að hafa skipulag á hlutunum. Svoleiðis teikning heitir víst domi eða eitthvað sem hljómar þannig. Siðan voru þrír ungverjar að hanna og setja upp forsíðuna og baksíðuna. Og aðrir að setja greinarnar sínar upp á síðu. Í gær upgötvaðist líka eitt, aðal kennarinn okkar, Tanja, getur bara verið á einum stað í einu! Dagurinn í dag var svo svipaður, nema við vorum bara að setja upp allar greinarnar inn á síðurnar. Það er einfalt verk en það getur verið hryllilega flókið stundum, sérstaklega þegar mann vantar pláss eða hefur of mikið pláss. Ég hef lært að hver einasti millímetri á síðu í tímariti er dýrmætur! Það voru allir að vinna á fullu í dag, reynandi að fynna lausnir á vandamálum tengdum plássi. Það var oftast bara ekki nógu mikið pláss og þá þurfti annað hvort að stytta einhverjar greinar( nokkuð sem greinahöfundarnir voru mjög tregir til að gera) eða að þrengja og þjappa. Síðan í morgun allt í einu þegar all var á fullu og vandamál varðandi pláss voru strax komin á sjónarsviðið þá fór rafmagnið. Það var sko "Hvor Fjenden!!!" móment. og það sem fór mest í taugarnar á okkur fyrir utan það að rafmagnið skuli hafa farið af var að það fór bara af í hluta skólans, bara í einni álmu og það var álman sem við vorum í. Það voru um leið 3 menn komnir í það að fynna rót vandans og fá rafmagnið aftur á. Ég hafði of mikið pláss við eina af greinunum mínum og vantaði mynd. Nema það er ekki beint auðvelt að fynna mynd sem passar við efni greinarinnar. Efnið var útlendingar í Danmörku. En síðan fékk ég hugmynd. Ég hugsaði um hvað það er sem ég sé fyrir mér þegar ég hugsa um Danmörku. Ég sé fyrir mér morgunmat úti í garði á laugars eða sunnudagsmorgni, þar sem danski fáninn blaktir við hún. Þannig að ég ákvað að nýta mér rafmagnsleysið inni og fara út og fynna hús þar sem danski fánin blaktir við hún og taka svo mynd af því. Og það gerði ég. Þurfti reyndar að ganga nokkurn spöl í leit að húsi með fána. En fann svo hinn fínasta fána og hús með. Og þegar ég kom inn aftur þá var rafmagnið komið á aftur og þá var unnið fram að hádegi og síðan unnið frameftir eða til klukkan 4 seinnipartinn...
Eitt fyndið gerðist í tíma í dag. Eva hún reykir, hún var úti á svölum að reykja, það eru svalir í nýja tölvuherberginu okkar. Síðan eftir það kom hún inn og spurði "Hefurðu séð brúna?" Allir viðstaddir fóru að hlægja. Það er nefnilega ekki hægt að komast hjá því að sjá þessa brú trilljón sinnum á dag og heyra í henni á 15 mínútna fresti eða eitthvað svoleiðis. Ég skildi hvað hún átti við. Það hafa nefnilega verið viðgerðir á brúnni upp á síðkastið og það er búið að vera vinnu tjald. en þarna í dag var búið að taka tjaldið niður og það var það sem Eva átti við þegar hún spurði þessarar spurningar. Spurningin bara hljómaði hálf kjánalega..
Eftir hádegismatinn var svo húsfundur. Torben er yfirleitt með langan lista af skilaboðum sem hann vill koma á framfæri á fundunum. En í dag byrjaði hann á því að tilkynna að hann hefði bara ein skilaboð. Skilaboðin voru sú, að taka með sundföt. og það var allt sem hann hafði að segja. Hann sagði "Bring swim clothes." Það var líka margt annað rætt á fundinum. Það er alltaf eitthvað sem liggur á hjörtum fólks. Rikke, kennari, hún hafði nokkur atriði að segja. Henni fynnst frábært hvað þessi hópur er svo mikið eins og heima hjá sér í skólanum. En henni fynnst það kannski vera einum of. Fólk fer með tebollana upp í herbergin sín og í önnur herbergi og gleymir að fara með þá aftur í eldhúsið, sem gerir það að verkuð að það vantar bolla. Annað sem hún skilur ekki er afhverju hnífar hverfa. Hún vildi bara ítreka að þegar við tökum hluti, ekki bara úr eldhúsinu, að setja þá aftur á sinn stað þegar við erum búin að nota þá. Þegar hún sagði það þá hafði ég þörf fyrir að tjá mig. Þannig er mál með vexti að á mánudögum og fimmtudögum eigum við að þrífa. Allir gangarnir eru með skáp með moppu, kústum og hreinsilögum og þannig löguðu nema minn gangur. Minn gangur hefur bara 3 íbúa og er smæsti gangurinn í skólanum.Við þurfum þess vegna að fá allt svona lánað annarstaðar frá. Nema hvað það eiga líka að ver ryksugur í þessum skápum. Bara oft þá er bara ein ryksuga(af 3). Ein ryksuga bara dugar ekki. Við hérna uppi fáum ap fynna mest fyrir því. Við höfum þurft að bíða þangan til eftir tíma seinni partin með þrifin okkar því við náum ekki að ryksuga á þessum klukkutíma, því stóru gangarnir eru þá að ryksuga. Nema ég uppgötvaði eitt, að ef ég flýti mér að borða á mánudögum og fimmtudögum þá get ég náð í ryksugu á undan stóru göngunum og unnið mitt 5 mínútna verk og haft gott hádegishlé í aflsappelsi eða til að gera eitthvað annað. Stelpurnar,Giannina og Eline uppgötvuðu þessa uppgötvun hjá mér síðasta fimmtudag. Þetta var bara svona stund sem við erum allar með dyrnar okkar opnar( þar er oft þannig hjá okkur.) og Eline kom að dyrunum mínum og spurði hvort ég ætlaði að ryksuga, ég sagist vera búin að ryksuga, henni fannst það eitthvað skrítið, hvenær ég hefði gert það spurði hún mig, þá kom Giannina að. Ég útskýrði þessa uppgötvun mína fyrir þeim og þeim fannst ég vera genie fyrir að hafa fundið lausn á vanda okkar. Við höfum reyndar fengið sérstakt leyfi frá Rikke til að þrífa frekar þegar okkur hentar. Við nýtum það óspart fyrir baðherbergið en við þrífum oftast ganginn og tröppurnar á réttum tima. En aftur á húsfundinn...Jafnvel þó að ég hafi fundið lausn á vandanum fyrir okkur, þá fer það samt í tuagarnar á mér að ryksugurnar skuli hverfa. Ég hef gjarnan fundið ryksugur lyggjandi á gólfinu á ganginum sem sjaldan þrífur.(sá gangur er hinumegin við stigann okkar.) Það eru einhverjir sem nota ryksugur og setja þær ekki á rétta staði eftir notkun og það er böggandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2006 | 11:47
Ég er í Danmörku
<>Ekki margt hefur gerst síðustu daga hérna í skólanum. Á fimmtudaginn eftir hádegi fór ég í bæinn að versla nokkra hluta sem mig vantaði. Ég keypti sundbol og tösku. Mig vantaði einhverskonar tösku til að taka með til Ítalíu. Ég fór til Fredericia og í InterSport. Ég fékk þar sundbol frá spídó og töskuna sem mig vantaði. Ég hafði búið mig undir að borga nokkuð góða upphæð fyrir þetta. En það kom mér á óvart hversu lítið þetta kostaði mig. Ég fékk sundbolinn á 350 danskar krónur og töskuna á 250 krónur. Ég hafði búist við að sundbolur í intersport mundi kosta svona í kringum 500 krónur. Þannig að þetta var mjög gleðileg verslunarferð.
<>Á föstudaginn var húsfundur með mjög heitum umræðum. Þetta varð langur fundur. Það voru tungumálaörðuleikar innan skólans sem voru ræddir. Það hafði nefnilega á fimmtudaginn komið kona með fyrirlestur í CultureClub. Þetta var dönsk kona sem er búin að búa í Ítalíu í um 10 ár og vera fréttaritary fyrir eitthvað af stærstu dagblöðunum í Danmörku. Hún ætlaði að tala við okkur um ítalska pólítík og hvað hefur verið að gerast í Ítalíu upp á síðkastið. Nema hvað, þegar konan kom þá var hún ekki tilbúin til þess að tala ensku(allt sem er í CultureClub á að vera á ensku). Hún sagði að henni hefði ekki verið sagt að það væru nemendur í skólanum sem ekki væru dönskumælandi. Þannig að hún var með fyrirlesturinn á dönsku. Útlendingarnir skildu náttúrulega ekkert. Það voru samt örstuttar þýðingar inn á milli. En útlendungum leiddist. Ég er farin að skilja nokkurnveginn það mesta þegar það er töluð danska. En konan talaði svo hratt að ég skildi ekki bofs af því sem hún sagði. ég sat og hlustaði samt og af og til kom orð sem ég skildi, það var Berlusconi. það eina sem ég lærði af þessum fyrirlestri er að Berlusconi er ríkur maður. Allir voru frekar ósáttir með þetta. Ég hafði setið í langan tíma á fimmtudagskvöldið og rætt þessi mál við Kathrine, Trine og Claus og við vorum öll sammála um að þetta þyrfti að vera talað um á húsfundinu. Jæja aftur á húsfundinn...Það kom í ljós á húsfundinum að sumum dönunum fanst að allt ætti bara að vera á dönsku og sama sem ekkert á ensku. Torben fannst það fráleit hugmynd og hann afskrifaði hana med det samme. Jafnvel þó að þetta sé danskur skóli og við að við séum í Danmörku þá þurfa hlutir að vera á ensku hér fyrir alla þá sem skilja ekki dönsku. Trine benti á það að á húsfundunum er oft eitthvað sagt á dösnku og fólk hlær síðan er þýtt yfir á ensku og þá er fyndna partinum slept því hann var kanski ekki aðalatriði og þetta leiðist útlendingum. Annað sem Trine benti líka á sem var mjög góður punktur að þessir fundir er eini staðurinn þar sem við erum öll sama og eigum að finnast við vera ein heild. Skólinn er skiptur í tvennt danirnir og síðan útlendingarnir + Trine, Claus og Kathrine. Og þessir hópar blandast ekki og hafa lítil sem engin samskipti. Þess vegna eru húsfundarnir mikilvægir og mikilvægt að allt sé sagt á tungumáli sem allir skilja. Hún benti líka á að allir danirnir í þessu húsi skilja og geta talað ensku, þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Torben var þessu allveg sammála og tók þá ákvörðun á staðnum að hér eftir verður bara enska á húsfundum en ef það er eitthvað sem danirnir ekki skilja í enskunni þá skulu þeir rétta upp hönd og fá hjálp. Það hefur annars komið mér á óvart hvað dönsku kunnátta dana er af skornum skammti. Ég veit að ég er betri i ensku en jafnaldrar mínir á Íslandi en flestir nemendurnir hér eru eldri en ég og tala verri ensku en jafnaldrar mínir á Íslandi. Ég hélt að Danmörk væri líka ein af mest menntuðu þjóðunum. Þau eru greinilega ekki menntuð í ensku á sama hátt á íslendingar. Samt hefur mér fundist stundum ensku kunnátta íslendinga vera lítil. Ég meina næstum allir á Íslandi kunna ensku. Afi minn og amma tala bæði ensku og mun betri ensku en sumt fólk á mínum aldri hér. Það finnst mér svo skrítið. Ég velti fyrir mér er enska ekki jafn vinsæl í Danmörku og á Íslandi, eða er bara ekki eins mikil þörf fyrir ensku í Danmörku..
Hinsvegar er eitt sem ég hef tekið eftir. Það sem fólk hefur mestan áhuga á að læra í öðrum tungumálum eru blótsyrðin. Allir í skólanum kunna núna að blóta á pólsku/ungversku. Það er orð sem er víst notað í flestum austurevrópskumálunum. Það kurva, það þýðir víst hóra en er samt notað svona eins og andskotans eða djöfulsins. Haraldur hefur kennt nokkrum að blóta á íslensku og að segja djöfulsins og núna segir Astrid altaf djöfulsins. Ég tók eftir einu hjá mér um daginn, sem sýnir það að dankan mín er öll að koma og að ég er að verða vön danmörku. Við(media hópurinn) erum búin að fá nýja tölvustofu þar sem við höfum hvert "okkar" skrifborð með tölvu á. Ég kom þangað upp á þriðjudagsmorguninn, í tíma. Ég ætlaði að kveikja á tölvunni, ýtti á takkan og beið nokkra stund og undraði mig á afhverju ekkert gerðist síðan áttaði ég mig á því að tölvan var ekki sambandi, svipað hafði gerst daginn áður. Einhver hafði stolið fjöltenginu sem ég notaði í annað skipti. Ég var ansi pirruð, og hafði þörf fyrir að segja djöfulsins eða eitthvað samærilegt en það sem kom uppúr mér var Hvor fjenden! þetta kom mér á óvart að bara eitthvað svona danskt skildi koma bara sí svona. Kanski fer maður að verða betri í dönsku og að segja hluti bara óvart á dönsku en ekki á íslensu þegar maður er með lögheimili í Danmörku, ég veit það ekki.
Í dag er þvottadagur hjá mér, þvo þvott fyrir Ítalíu. Ég skrapp rétt snöggvast niður núna fyrir 5 mínútum til að taka þvottinn minn úr þvottavélinni og setja í þurrkarann. En þegar ég lokaði þurrkaranum og undibjó mig til að setja túkallinn minn í vélina þá fór hann af stað af sjálfusér. og síðan lágu 4 krónur í þurrkaranum líka. Einhver hefur gleymt að taka restina af peningnum sínum. en ég spara þá pening, 4 krónur spara ég. skil hinar tvær krónurnar efitir, held ég. Annars er ég bara í rólegheitum í dag með fæturna upp, ég fékk blörðu á fótinn á versta stað á ilinni og á versta tíma rétt fyrir Ítalíuferð. Það er sárt að ganga mikið í skóm, en samt betra í dag enn á föstudaginn. Ég er að vonast til þess að þetta jafni sig fyrir miðvikudag þó að ég hafi efasemdir um það.
Ég ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir núna og kanski eitt video úr skólanum ef það er hægt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.10.2006 | 09:31
fimmtudags morgun
Það hefur ekkert mjög markvert gerst síðan á þriðjudaginn. Allaveganna ekki neitt sem ég man eftir þessa stundina. Í gær var miðvikudagur, ég var á verkstæðinu að mála myndina mína. Kathrine er líka þarna á miðvikudagsmorgnum. Hún sagði mér að hún hefði sýnt Haraldi myndina mína sem er frá Íslandi. Íslenskur bær með fjöllum í baksýn. Og hún sagði mér að Haraldi hefði fundist þetta mjög íslenskt. Í gær málaði ég fjöllin. Það hljómar frekar undarlega þegar ég hugsa um það að það hafi tekið mig frá klukkan níu til tólf að mála bara fjöll. En myndin er stór, þetta verður sko málverk. Síðan var ég ekki ánægð með litinn. Fjöllin voru allt of græn, þau þurftu að verða miklu blárri. En að lokum tókst mér að fá fullkominn fjalla lit á fjöllin mín.
Seinni partinn í gær fór ég svo í bæinn. Ég fór í ráðhúsið að láta skrásetja mig. Samnorræna flutnings vottorðið mitt var löngu komið og konan skrásetti mig bara á staðnum ekkert mál. Ég á semsagt ekki lengur heima á Íslandi. Og innan 14 daga fæ ég senda kennitölu. Mér finnst það vera svolítið skrítið að hugsa um það að fá aðra kennitölu frá einhverju öðru landi en mínu egin. En svona er það nú samt. Mér var líka skipaður heimilslæknir. Erik Østerballe heitir hann. Hann er sá læknir sem sér um flest fólk á þessu svæði, ásamt nokkrum öðrum læknum.
Síðan í gærkvöldi var spænsku tími. Af einhverjum völdum vorum við bara tvær sem mættum. En það var bara fínt. Því ég og Fruzsi höfum báðar bakgrunn í spænsku. Hún er samt lengra komin en ég. hún hefur lært spænsku í 4 ár. Hún á samt í dálitlum erfiðleikum því öll fyrirmælin í kennslubókunum eru á dönsku. Ég sagði kennaranum að allar þær kennslubækur sem ég hef haft í öðrum tungumálum á Íslandi séu bara á því tungumáli sem er kennt í bókinni. Til dæmis eru öll fyrirmæli og útskýringar í frönsku bókinni minn á frönsku. Þetta þótti henni mjög merkilegt. Því það er erfiðara að læra ef allt er á tungmáli sem maður skilur ekki. En það er auðvitað svolítið undarlegt fyrir mig að vera að læra á dönsku. Mér finnst ég þurfa hugsa tvöfalt. Við lesum upp texta á spænsku og síðan eigum við að þýða. Orðskýringarnar eru allar á dönsku í bókinni og því væri einfaldara fyrir mig að þýða yfir á dönsku en ég þarf að þýða yfir á ensku. Ég þarf virkilega að brjóta heilann. En þetta er líka mjög góð æfing í dönsku. Því nú er ég að nota dönskuna á allt annan hátt en ég hef nokkurntíma þurft að gera.
Dagurinn í dag hefur bara verið mjög afslappaður. Flestir voru búnir með bæklinginn sinn. Þannig að við fáum bara að tölva og fara í kaffipásur nokkurnveginn eftir vild. Ég fór í búð í gær og keypti lýsi. Ég er nefnilega búin að læra hvað lýsi er á dönsku en ég komst að því að lýsi er bara til bragðbætt með sítrónubragði og ég verð eiginlega að segja að mér finnst bragðið af lýsi verra með sítrónubragði. Haraldur er mér sammála. Við morgunverðarborðið í dag voru það bara danirnir sem vissu um tilvist lýsis en þeim finnst það ógeðslegt en þegar þau spurðu mig og Harald um hvort okkur þætti það ekkert ógeðslegt, þá fannst okkur það ekki. Það var ekki íslendinga stoltið sem talaði. Mér hefur aldrei þótt neitt ógeðslegt við lýsi, það er bara lýsisbragð af því, svona bragðast lýsi. Ég útbjó líka hafragraut í dag. En hafragrautur lagaður í örbylgjuofni er bara ekki jafn góður og alvöru, og kemst hvergi nálægt þeim gæðaflokki og afagrauturinn er í. En ég held samt að ég láti mér þannan örbylgju graut nægja..
Ég sit núna í nýja Media herberginu og klukkan er um hálf 12. Helen var niðri en síðan þegar hún kom upp kom hún til mín að láta mig vita að kassin minn væri komin. Svo nú ætla ég niður að athuga og skoða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2006 | 21:40
áfram Snoghøj
í morrgun vaknaði ég með þá hugmynd í höfðinu að spurja um plan fyrir Ítalíuferðina, en þegar ég fór í tíma komst ég að því að Media hópurinn á að hanna og setja upp bæklinga með planinu fyrir ferðina. Þannig að í dag var ég og allir hinir í hópnum að hanna bæklinga. og allir þessir bæklingar verða notaðir. Allir bæklingarnir eiga að vera tilbúnir og útprentaðir fyrir klukkan 10 á fimmtudaginn. Ég kláraði minn bækling í dag.
<>Eftir hádegi, klukkan 3 fór allur skólinn í ferð. Við heimsóktum annan lýðháskóla og sá heitir Brandbjerg. Það varu íþróttakeppnir. Hópurinn úr Snoghøj sem er í boltaíþróttum á miðvikudagsmorgnum átti að keppa í fótbolta, blaki og hokkíi ásam öðrum úr skólanum sem höfðu áhuga. Það var semsagt keppni á milli Brandbjerg og Snoghøj. Ég ásamt nokkrum öðrum stelpum vorum ekki að keppa. Við vorum bara alþjóðlegt stuðningslið og klappstýrur líka. í blakliðinu okkar voru bara stelpur og bara fjórar. Hitt liðið vildi fyrst ekki keppa því við vorum með einum færri leikmenn. En svo sættust þau á það. Í Brandbjerg liðinu voru 2 strákar og 3 stelpur. Við enduðum með að bursta þau þá við hefðum verið 1 færri.. Sama gerðist í hokkíinu við vorum miklu færri en unnum samt 6:3. En hinsvegar töpuðum við 6:8 í fótboltanum. Brandbjerg er stór skóli og getur tekið á móti 120 nemendum en er bara með 25 nemendur. Og ég held að skólastjórinn hafi verið hissa á hversu löng röðin var af Snoghøj nemendum þegar við gengum inn í skólann. Við vorum öll ánægð með að hafa valið Snoghøj. Jafnvel þó að Snoghøj sé ekki eins stór( Snoghøj er samt stór skóli og bygginging stór) og er lítur ekki út fyrir að eins nýlegur og flottur, þá er Snoghøj kósý og heimilislegur skóli með karakter. Og við stóðum okkur að því að telja upp þá hluti sem eru í Snoghøj og ekki í Brandbjerg og hvað er betra í Snoghøj en Brandbjerg. Þar voru kirkjan og ströndin hæst á listanum. Mér fannst Brandbjerg mjög kuldalegur skóli. Svona samskonar bygging og MH jafnvel eins brúnar flísar á gólfunum. Mér finnst þetta nú alveg í lagi fyrir venjulegan skóla, en ekki heimavistarskóla. Allaveganni mundi ég ekki vilja búa í svona skóla byggingu. Kathrine fannst skólinn vera spítalalegur með breiðum appelsínugulum handriðum meðfram sumum veggjunum. Svo allir Snoghøjingarnir eru hæst ánægðir með að hafa valið Snoghøj en ekki einhvern annan skóla. Við borðuðum lika kvöldmat þarna. Síðan eftir kvöldmat voru tónleikar. Það var blúsband frá Chicago. Þetta var samt ekki Chicago blús. Þetta var meira "western" og rokkaðara. En það var samt maður þarna sem gítarleikari, en hann er líka söngvari en ekki í þessari hljómsveit. Sá maður er sko blúsmaður. hann söng 2 löng. Hann var æði. Hinn aðal söngvarinn var ágætur en mér fannst hann ekki beint hafa blúsrödd. Þetta voru samt góðir tónleikar. og mikið fjör síðan nánast beint eftir tónleikana þá fórum við heim.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2006 | 21:41
Hallojsa....Hej alle sammen
Dagurinn í dag var nokkuð spes dagur. Það eru komnir tveir nýjir strákar í skólan, báðir danskir og báðir í Media Design. Síðan erum við líka búin að skipta um skólastofu. Það eru svo mörg ónotuð herbergi í skólanum að Torben datt í hug því ekki að búa til nýtt tölvuherbergi fyrir media hópinn. Það er búið að vera að vinna í þessu herbergi síðustu 2 vikurnar en í dag var það tekið í notkun. Herbergið heitir Skálholt og auðvitað bera danirnir orðið á danskan hátt eins og nafnið á sjónvarpsherberginu (Tjaldur). Ég og Haraldur þurftum náttúrulega að fara að tala um Ísland enn einu sinni og fræða mannskapinn. Og segja frá því að Skálholt sé staður á Íslandi og allt það. Kennarinn hvað þá nemendurnir vissu þetta. Torben vissi þetta ekki heldur. Rosa erum við Íslendingarnir kúl að vita svona mikið ;) Í þessari viku og alveg þangað til við förum til Ítalíu í næstu viku verðum við í layouti í tímunum okkar. Lærum að setja myndir og texta saman á síðu og að hanna tímarit.
Yfir kvöldmatnum í kvöld var ég að tala við Kathrine og Trine um hvað tíminn er eitthvað svo lengi að líða hérna. Við erum alveg sammála um að sá rúmi mánuður sem við höfum verið hér virkar eins og hann hafi verið mun lengri. Okkur finnst við hafa verið hérna í skólanum í óratíma og að við höfum þekkst lengi líka. Málið er bara að maður kynnist fólki hérna. Maður er í skóla og er með fólki í tímum og síðan þegar ekki er kennsla þá er maður áfram með sama fólki. Maður sofnar, vaknar, borðar og gerir allt í sama húsi og allir í skólanum. Við erum hérna nánast alla klukkutíma sólarhringsins og þess vegna finnst manni maður hafa þekkt allt þetta fólk svo lengi. Síðan fórum við að tala um jólin og hvernig okkur mun líða þá. Síðan fórum við að tala um jólaundirbúning. Það er ekki ráð nema í tímann sé tekið. Kathrine langar til að það verði skipaðir hópar með kannski 4 manns og hver hópur sér um skreytingu á ákveðnum svæðum. Síðan bættist Astrid inn í umræðuna. Astrid og mig langar til að baka piparkökur fyrir jólin og skreyta. Mikið held ég það verði gaman í desember.
klukkan sjö á mánudagskvöldum er ég í dönsku og danskri menningu fyrir útlendinga. Við hittum Mikael við kaffi og te vagninn sem var á ganginum. Hann sagði að við þyrftum að vera í M-húsinu í kvöld. Þá hváði Haraldur og horfði niður á inniskóna sína. Þá sagði Mikael "þú ættir að gera rétt og vera í kúrekastígvélum eins og ég og Úlfhildur" og allir fóru að hlægja. Haraldur ætlaði að skjótast upp í herbergið sitt og fara í aðra skó og þeir sem reykja ætluðu að reykja áður en kennslustundin byrjaði. Ég ætlaði að skjótast upp í herbergið mitt og ná í stílabókina mína og penna, þó ég vissi að ég mundi ekki skrifa neitt. Þegar ég kom upp voru Eline og Giannina, eins og oft áður, að tala saman á ganginum, ég þaut inn í herbergi náði stílabókina og fór síðan út og lokaði og læsti. Þá spurðu stelpurnar mig hvert ég væri að fara. Ég sagði þeim að ég væri að fara í dönsku og danska menningu fyrir útlendinga, gerði það altaf á mánudagskvöldum. Þær spurðu mig hvað væri gert í þessum tímum, ég sagði að það væru bara mjög einfaldar setningar og stafrófið í dönsku hlutanum. Ég sagði þeim líka að ég vissi ekki beint hver tilgangurinn er fyrir mig að vera að læra stafrófið, eftir að hafa lært dönsku í næstum 7 ár og vera með stúdentspróf í dönsku að hafa lesið Karen Blixen og verið flóknum áfanga í texta og auglýsingagreiningu. (þetta samtal fram til þessa hafði farið farið fram á ensku en stelpurnar skiptu strax yfir í dönsku og sögðu"hér með tölum við altaf dönsku saman") Þær voru svo hneikslaðar að þær heimtuðu að fara með mér niður að tala við Mikael. Okey þær eltu mig út í M-hús. Þegar við komum þangað voru allir sestir og voru í þann veginn að hefja tímann. Mikael hafði bara lesið upp. Það var náttúrulega röskun á planinu útaf þessum gestum. Stelpurnar hófu fyrirlestur fyrir Mikael og endurtóku allt sem ég hafði sagt við þær. Og það voru miklar umræður um viðveru okkar Íslendinganna í þessum tímum, á dönsku. Þannig að bara fimm manneskjur skildu um hvað var talað. Hinum útlendingunum fannst þetta bara fyndið. Síðan fóru Eline og Giannina aftur til baka og ég settist niður og Mikael útskýrði í stuttumáli fyrir hina hvað hafði gerst. Ég þakka stelpunum kærlega fyrir það er ekki hver sem er sem mundi nenna að fara og tala við einhvern kennara á þennan hátt. Ég held að það séu bara vinir sem gera það. Síðan hélt tíminn áfram. Hann var samt bara stuttur í kvöld eða til klukkan um átta. Eftir tíman var ég eitthvað að tala við Mikael, nú á dönsku. Og undruðum okkur á því afhverju við höfum ekki talað saman á dönsku frá því í byrjun. Fyrir mig er það einfalt í byrjun dvalar minnar hér skildi ég ekki bofs í því sem við mig var sagt á dösnku. En núna skil ég það mesta.
Ég er farið að nýta mér hugmynd móðursystur minnar og lota tvöfalda gluggan minn sem kæliskáp, það svín virkar. Súper. nema þegar sólin skýn en þá flæri ég bara það sem ég kæli bara í skuggan og það helst kalt. Þetta er súper uppfinning hjá þér Ólöf. Mér hefði aldrei dottið í hug að gera þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2006 | 15:48
Snoghøjsk helgi
ókey enn hefur liðið ansi langur tími síðan ég skrifaði eitthvað hér.. Ég er búin að setja inn meira af myndum í Snogan albúmið
<>Þema vikan var frekar misheppnuð verð ég að segja. Allaveganna kvikmyndagerðin. Ég hafði ekkert að gera alla dagana, bara að sitja og horfa á. Það er ekki beint spennandi allan daginn. Við vorum tvær í crew-inu sem höfðum eiginlega ekkert að gera. Torben tók ekkert eftir því en leiklistarkennarinn tók eftir því að mér leiddist stundum og hann var oft að tala við mig. En hvað um það. (smá innskot. Íma sagði í athugasemd að henni þætti enska með dönskum hreim fyndin. Torben hann segir altaf orðið Wednesday á sama hátt og það er skrifað, hann segir semsagt ekki[vennsdei]heldur eins og Bjarni Fel, ég held að það sé hann.) Á föstudagsmorgun eftir morgun mat þá hafði ég ekkert að gera. Dagurinn átti að fara í það að klippa og í frágang á myndinni, ég vissi ekki hvort ég ætti að gera eitthvað þannig að ég var bara eitthvað standandi í ganginum en þá kom Giannina(hún var aukaleikkona í myndinni) og var í sömu hugleiðingum og ég. Þannig að ég fór bara eitthvað að tala við hana. Við stóðum í dágóðan tíma þarna niðri talandi um þessa þema viku, og hún sagði að henni hefði leiðst. Síðan færðum við okkur upp á aðra hæð og samræðurnar héldu áfram en breyttust örlítið. Við fórum að tala um hversu mikið okkur langar til að mála herbergin okkar eða eitthvað, fá smá lit. Og við komumst að einu sameginlegu vandamáli. Við erum ekki mjög hávaxnar en speglarnir í herbergjunum okkar eru ætlaðir fyrir hávaxnara fólk og það að þurfa að standa upp á stól til að sjá hvað við erum með í hillunum í fataskápnum, hillurnar eru fyrir ofan og fyrir neðan er bara til hengja upp. Síðan breyttust umræðurnar aftur og við fórum að tala um kennarana og það okkur finnst sumir kennararnir vinna meira en aðrir og hverjir af kennurunum eru kennarar af guðsnáð og þá færðum við okkur upp á þriðju hæð og settums þá á bekk sem þar er og héldum samtalinu áfram. Næst á dagskrá í samtalinu var það að fólkið á söngleikjabrautinni talar ekki við aðra nemendur á öðrum brautum. Og Gianninu, sem er á söngleikjabrautinni, finnst hún vera mjög útundan. Þá kom Erik hann er myndlistarkennari og er líka námsráðgjafi í skólanum. Hann var á leiðinni inn í tíma en við stoppuðum hann til að tala við hann um þetta. Honum fannst þetta mjög merkilegar umræður hjá okkur hann sat þarna hjá okkur í meira en 10 mínútur, í um 20 mínútur held ég. Hann vildi tala við okkur tvær frekar um þessi mál þannig að fengum tíma með honum seinni partinn. Þetta samtal mitt og Gianninu var rúmir tveir tímar. En á fundinum með Erik eftir hádegi þá fórum við í gegnum þetta allt aftur með honum. Þetta var mjög góður fundur hann var næstum 3 klukkutímar. og við ætlum að hittast aftur seinna. Ég og Giannina ákváðum að vera vinkonur því að við kynntum mjög vel þarna á föstudaginn og komumst að því að við eigum bara heilan helling sameiginlegt.
<>Síðan í gær, laugardag, þá hjólaði ég til Middelfart. Middelfart er bær á Fjóni. Það eru alltaf markaðir á laugardagsmorgnum í Middelfart. Svona samskonar markaðir og markaðurinn í Mosó. Ég staldraði bara stutt því ég vildi komast til baka í skólan í tæka tíð fyrir hádegismat. Þetta var samt bara fínn túr. Eftir hádegi gerði ég ekkert þangað til um hálf sex, þá fór ég niður og skreytti matsalinn fyrir gala kvöldverð. setti rósir í vasa á hvert borð, dúka á borðin og kerti á hvert borð. Þar að auki lagði ég líka á borð. Diska, glös og hnífapör og servíettur fyrir alla. Þessa helgi voru gestir, gamlir nemendur i heimsók og því mun fleiri sem mundu borða. Ég notaði alla diska skólans nema held ég fimm. Þetta var mikið verk. En ég var með Evu og Helen. Eva var eitthvað að syngja lagið Crazy sem Patsy Cline gerði frægt og ég byrjaði að syngja með. Þá spurði hún mig "Þekkirðu þetta lag?" og ég svaraði "já auðvitað, þetta er lagið Crazy með Patsy Cline". Síðan var klukkan bara allt í einu að verða sjö og maturinn að skella á. í Matnum voru allir fínt klæddir sumir af strákunum voru í jakkafötum og með bindi og sumar stelpurnar í síðkjólum. Þegar við vorum að borða spurði Eva mig hvenær ég ætti afmæli, ég á afmæli á apríl svaraði ég. Þannig að hún missir af því. Þá spurði hún mig hvenær nafnadagurinn minn væri. Nafnadagur? ég á engan nafnadag. Hún bjó til fyrir mig nafnadag á staðnum, sá dagur er 10. október. Á þeim degi ætlar hún að syngja lagið Crazy fyrir mig. Ég hlakka til. Síðan í gærkvöldi voru skemmti atriði það var hópur sem söng nokkur lög sem þau höfðu bara æft fyrr um daginn, en það kom samt mjög vel út. Síðan var tim með tónleika ásamt hljómsveitinni sinni og það vara dansað. Þessu prógrami lauk rétt fyrir miðnætti og síðan eftir það var bara partý.
<>Í dag fór ég aftur í hjólatúr, hjólaði aftur til Middelfart. En hver einasti danski bær sem ég hef séð er eins og drauga bær frá því um hádegi á laugardögum þangað til á mánudagsmorgnum. Það er æði að hjóla þar sem eru nánast engar brekkur, allaveganna engar eins og eru í Reykjavík. Engin brekka eins og sú sem er í stóragerðinu.. Ég hjólaði svo til Erritsø en eftir það fór ég bara heim aftur til Snoghøj.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.9.2006 | 21:47
í settinu.....
Jæja núna eru myndirnar úr Lególandsferðinni loksins komnar,Það er nýtt albúm sem heitir einfaldlega Lególand og síðan bætti ég líka við nokkrum myndum af mér og Fruzsi í Snogan albúmið.
Annars er þessi vika þema(grískt orð skirfað með þorni) vika, flest fólkið er í útivistarferð þannig að það er frekar tómlegt í skólanum. Ég er hinnsvegar í kvikmyndagerð. Ég hef gegnt því hlutverki að vera skrifta og vera í smá snúningum og svo tala við Chen sem er hljóðmaðurinn fyrir myndina. Þannig að ég hef ekki gert neitt voðalega mikið síðust daga. Þegar maður er að gera kvikmynd þá þarf maður að geta beðið. Það er stöðug bið svona oftast. Myndin sem við erum að gera er eftir Torben, þetta er stuttmynd og á að heita Heaven Can Wait for a While. Myndin fjallar um ungverskan strák,Victor heitir hann, sem er í Danmörku með dansflokki en hann dettur á ströndinni þar sem hann er á hlaupum og fær heilahristing. Það er dönsk(Rosita) stelpa sem sér hann detta og fer með hann á spítala og þau verða ástfangin. Það er bara eitt vandamál, strákurinn á kærustu heima í Ungverjalandi og sú heitir Damla og hann er að líka að fara til Þýskalands með danshópnum. Þetta er ofsa spennandi, ég ætla samt ekki að segja frá endanum. Á mánudaginn þá vorum við við tökur á ströndinni þar sem Victor dettur og á Gömlu litlabeltisbrúnni, þar sem stelpan, Rosita, var þegar hún sá Victor detta. Það fór allur dagurinn í þetta. Í gær vorum við líka við tökur í íþróttasalnum þar sem við tókum upp danshópinn dansa og alskonar atriði á göngum í skólanum. Og ég fékk það hlutverk að finna dönsku mælandi nemanda til að segja "já, það er ungverskur danshópur hér, ég held þau séu í íþróttasalnum". Það var ekkert mál. Eftir hádegi var mest bið. Það gleymdist að setja aftur sárabindið á aðalleikarann eftir hádegismat og það uppgötvaðist ekki fyrr en eftir að atriðið var fullklárað, þannig að það þurfti að gera það allt aftur. Mest allt af myndinni er á ensku útafþví að það er bara ein dönsk persóna í myndinni. Allir leikararnir eru þó danskir. Aðalleikarinn sem leikur Victor heitir Tim, það er bara vesen í kringum hann þegar það er verið að taka upp. Það þarf altaf að gera margar tökur á sömu setningunni hjá honum. A hann er ekki góður leikari, B getur bara mjög litla ensku með miklum dönskum framburði, C man sjaldan línurnar sínar B getur ekki verið alvarlegur. Svo ég gagríni. Seinni partinn vorum við að taka upp loka atriðið, það eru bara Rosta og Victor í því og við vorum í óratíma. Tim gat bara ekki sagt það sem hann átti að segja og fór altaf að hlæja. Stelpan, Natalie sem leikur Rositu, æpti á hann að hætta að fíflast, hún var að gefast upp á honum og annað svipað gerðist líka í dag. Fyrri part dagsins í dag þá fórum við á spítalann í Fredericiu til að taka up spítala atriðið í myndinni. Fórum á tveimur bílum, Torben fór með leikarana og Mikael með crew-ið( mig, Chen og Ayu). Bíllin hann Mikaels er fyndinn, það er gamall Saab frá '87 og hann minnir mig á ákveðna ferð mömmu norður í landi. Bíllinn hans Mikaels drekkur vatn, og það þarf að gefa honum vatn að drekka reglulega. Mikael er með nokkrar 2 lítra gosflöskur með vatni í bílnum hjá sér fyrir bílinn. Spítala upptökurnur gengu vel. Það var búið að taka frá enda herbergi á einhverjum gangi fyrir okkur og hjúkrunarkonurnar létu stelpuna sem átti að leika hjúkrunarkonu fá þar tilgerðar flíkur og Mikael sem átti að leika lækni fékk líka þartilgerðar flíkur, ég verð samt að segja að ég hef aldrei séð lækni í kúrekastígvélum ;) Við byrjum á atriði með Mikael og Natalie en þegar það var búið var komið að atriði með Tim og þá varð Torben pirraður Tim hafði ekki lært línurnar sínar, og sagði við hann þú hefur haft meira en klukkutíma hérna til að læra línurnar. Hann var ekki ánægður. Þetta þýddi að þetta mundi taka lengri tíma og allir þyrftu að vera þarna lengur en síðan var komin tími fyrir hádegismat og þá máttu þeir fara sem ekkert höfðu mikið að gera þarna, ég var í þeim hópi og fékk að borða. Eftirhádegi vaskaði ég síðan upp, núna er voða lítið að vaska upp því það eru svo fáir. Síðan var bara smá upptaka í íþróttasalnum og það var búið rétt rúmlega 2, þannig að þetta var stuttur dagur og uptökum er lokið.
klukkan rúmlega 3 gerði ég svo pilates æfingar með Kathrine og Helen. Ó boj það er erfitt, allskonar teygjur og hreyfingar sem maður er ekkert að gera daglega. Þetta var erfitt en rosalega gott eftir á. Við ákváðum að halda þessu áfram. En ef ég ætla að stunda pilates reglulega þá þyrfti ég að gera magaæfingar daglega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar