þrumur og eldingar!!

Jæja bloggtími. Det är dags att blogga lite

Í gær var ég aftur á sænskunámskeiðinu.  Námskeiðið var betra á laugardaginn, en samt alveg fínt. Eftir námskeiðið fóru margir af Nordjobburunum saman út, ég fór með. Við fórum í matvöruverslun, keyptum nesti og settumst síðan í almenningsgarð og spjölluðum. Í gær var ein norsk stelpa á námskeiðinu, hún kom líka með okkur í garðinn. Það kemur mér eiginlega á óvart hvað Finnarnir eru duglegir að tala við þau okkar sem tölum ekki finnsku.  Flestir Finnarnir hérna eru reyndar aðallega hér til þess að tala sænsku. Ég talaði við norsku stelpuna, hún heitir Kristina og hefur verið hér í tvær vikur,finnska stelpu sem heitir Odessa sem kom á frjádaginn eins og ég, ég hitti hana á skrifstofunni hjá Jessicu, aðrar finnskar stelpur sem hafa verið hér í tvær vikur, ein heitir Tiina, önnur Hanna-Kaisa og síðan var önnur en ég náði ekki alveg nafninu á henni, það var eitthvað finnskt sem er erfitt, en nafnið byrjar á byrjar á T. Síðan voru tveir strákar, Joonas frá Finnlandi og Tomas frá Danmörku.  Þetta var bara gaman. Ég og Tiina ætlum að reyna að gera eitthvað saman, hún er svolítið þreytt á að vera alltaf með Finnum. Ég skil það alveg.  Ég varð líka stundum dálítið þreytt að vera alltaf með íslendingum í Danmörku.
Eftir þetta fór ég síðan heim og kveikti á tölvunni, því Jessica sagði mér að það ætti að vera internet tengin í herberginu mínu, mikið rétt það er internet og það "funkar bra." Um kvöldið slappaði ég bara af, las smá í túristabókinni minni um Svíðþjóð og Stokkhólm, þar sagði meðal annars að í Svíþjóð væri ekki hægt að borga fyrir áfengi með kreditkorti því þinginu og ríkisstjórninni finnst rangt að fólk geti keypt áfengi fyrir peninga sem það á ekki til staðar. Ég lagaði mér síðan pakkasúpu í eldhúsinu hér.

Nú í morgun vaknaði ég snemma, fór út. Fór út á lestarstöð og keypti mér mánaðarkort í almenningssamgöngurnar, því ég sá fram á að það yrði of dýrt að nota klippikortið sem ég er með núna. Mánaðarkortið get ég notað eins mikið og ég þarf í 30 daga, ansi smart verð ég að segja. Ég fór með lestinni þangað sem ég á vinna á Södermalm, ég vildi mæla hve langan tíma það tekur mig að fara frá mínum dyrum og í vinnuna, svo ég viti hvenær ég þurfi að leggja af stað á morgun. Ég sé fram á að þurfa að leggja af stað um 45 mínútum áður, sem þýðir að ég þarf að leggja af stað útúr húsi uppúr 7. Hryllilega snemma. Ég þarf að vakna fyrir klukkan sjö. Heima þá vakna ég 3 mínútur yfir sjö til að vera komin í skólann klukkan 8. Aftur smæð Reykjavíkur.
Ég setti líka plástra á þær blöðrur sem eru enn til staðar, í morgun. Ég finn að líkaminn er á fullu að vinna í því á láta þetta gróa, smá svona léttur fiðringur af og til. 

Á hádegi fór ég með Nordjobburum í sólbaðsferð. Við hittumst á ákveðni lestarstöð. Þaðan labbaði Jessica með okkur, 7 Nordjobbstelpum, á sólbaðsstaðinn. Ég á ekki til orð yfir æðisleika staðarins. Hann heitir Fredhällsklipporna og er á vestur enda Kungsholmens í Stokkhólmi. Þetta eru klettar, ekkert brattir, það eru mest bara klappir í þessum klettum. Og á klöppunum situr og liggur fólk og sleikir sólina, síðan er líka hægt að stinga sér til sunds í hafinu. Þetta var nákvæmlega eins og maður sér í öllum sænsku barnamyndunum. Ég gæti alveg ímyndað mér svona á Saltkráku. Ég man líka að í þáttaröðunum um Skjerjagarðslækninn, þá sat fólk einmitt á svona klöppum við sjóinn. Þetta var alveg æði. En því miður þá fattaði ég ekki að taka myndir. Ég verð bara að fara aftur seinna. Ég var miklu brúnni en allar finnsku stelpurnar. Hverjum hefði dottið í hug að Íslendingur væri sólbrúnni en Skandínavi. Híhí. Þær voru líka allar stöðugt með sólarvörnina uppi. Hún á nú alveg að duga í svolítinn tíma, nokkra klukkutíma.Eftir sólbaðið fór ég heim og varð síðan svo skyndilega þreytt að ég lagði mig og þegar ég vaknaði var kominn tími til að borða kvöldmat.

Ég ákvað að fara út og finna eitthvað ég var of löt til þess að laga eitthvað sjálf. Allur hitinn hérna 23°C gerir mig svo dasaða. Ég rölti í sólskyni út á Karlaplan og fann mér þar hamborgara. Ég settist niður og borðaði innandyra. En síðan þegar ég var að fara út aftur þá var allt orðið skýjað og svo búmm!!! Þrumur og eldingar! Algjört úrhelli. Alveg ótrúlegt. Ég stóð í smá tíma undir skyggni á verslunarmiðstöð og vonaðist til að það mundi fljótt stytta upp, en síðan gafst ég upp, það var líka aðeins minna regn þá stundina og gekk áfram. Alla leiðina heim héldu þrumurnar áfram og regnið féll til jarðar eins og hellt hefði verið úr stóru baðkari. Þetta gerði ekki mikið til, rigning var heit, en ég varð náttúrulega hundvot. En það var samt ekki samskonar bleyta og þegar maður lendir í hellidembu heima. Heima er rigningin þyngri og einhvernvegin blautari. Ef maður getur talað um mismunandi bleytustig bleytu. Þegar ég kom inn fór ég bara í náttföt og nú sit ég á rúminu og tölva. Bara þægilegt, en ég ætti bráðum að fara að halla mér, ég hef á tilfinningunni að morgundagurinn verði langur, eins og reyndar allir dagarnir hér hafa verið.


skrifað: Laugardaginn 12. júlí 2008

Íslenskt mál: Kannast einhver við orðið jarki?  Ef ég segi að jarki sé líkamspartur, hvar á líkamanum er hann?

 

 

Hvar á ég að byrja? Ég kom til Svíþjóðar í gær. Ég lenti á Arlanda um klukkan eitt, tók síðan snabbtåget/ hraðlestina Arlanda Express inn í bæinn. Síðan var að koma mér á Nordjobb. Einhvern veginn tókst mér að gera 15 mínútna labb að eins og hálfs tíma göngu. Ég nefnilega gekk á vitlausan stað en endaði síðan á skrifstofunni hjá Nordjobb. Hjá Nordjobb hitti ég Jessicu hún sér um Nordjobb í Stokkhólmi, hún gaf mér upplýsingar og kort af bænum. Eftir þetta splæsti ég bara í leigubíl heim. Ég held að það sé ódýrara að taka leigubíl hér en í Reykjavík. Herbergið mitt er svona tíu sinnum stærra en ég bjóst við. Ég er líka með prívat klósett og sturtu, sem ég bjóst heldur ekki við. Ég kannski tek myndir af þessu seinna. Í gærkvöldi fór ég síðan út í leit að matvöruverslun. Hana fann ég ekki, en ég fann 5+ bíóhús, endalaus kaffihús og veitingastaði. Ég endaði á að fara á McDonalds.  McDonalds hér er sko allt annað en heima. Hér er þetta ekki eins skyndibitalegt, meira eins og fínt kaffihús, með flottum borðum og stólum og bekkjum. Þetta var svona tveggja tíma atriði, mikið labb. Þegar ég kom heim var ég dauðþreytt og fór bara að sofa.

Í morgun vaknaði ég svo snemma fór í sturtu og fór út að finna lestarstöðina. Ég hafði grandskoðað þetta á kortinu bæði í gærkvöldi og í morgun áður en ég fór út. En mér tókst nú samt að villast. Ég þurfti að gerast túristi og taka upp kortið. Nokkrar götur gekk ég með kortið uppi til að leiðrétta þær villur sem ég hafði gert. Þetta tók svona hálftíma. Ég gerði semsagt 10 mínútna labb að hálftíma labbi. Lestarferðin tók síðan bara 4 mínútur. Ég fór á sænskunámskeið hjá Nordjobb klukkan 9. Námskeiðið var frábært. Það eru náttúrulega langmest Finnar. Við erum tvö á námskeiðinu sem erum ekki frá Finnlandi, hinn er danskur strákur. Kennarinn er sænskur maður sem er spænsku kennari, enn kennir líka útlendingum sænsku. Við vorum öll látin kynna okkur fyrir hópnum, sem er svona 18-20 manns. Ég sagði hvað ég heiti hvaðan ég er, að ég eigi mömmu og pabba, að ég sé í menntaskóla á Íslandi og að ég hafi áhuga á tungumálum. Þegar ég sagði það, spurði kennarinn mig hvaða tungumál ég talaði. Ég taldi upp íslensku, dönsku, ensku, smá færeysku og pínu þýsku. Hann sagði að þetta væri tilkomumikill listi. Hann kallaði íslenskuna latínu Norðurlandanna. Það er nú ansi flott að íslenskunni manns sé líkt við latínu, mér finnst það alla veganna. Öllum finnsku stelpunum og kennaranum finnst alveg ótrúlegt að ég hafi aldrei lært neitt í sænsku. Stelpurnar sem ég talaði við gátu ekki heyrt í mínu tali að ég hafi aldrei lært neitt. Líka framburðurinn hjá mér er réttur. Öll þessi skrítnu kokhljóð sem eru í orðum eins og t.d. sjukhus, sicka, själf og ýsmis önnur skrítin sænsk hljóð. Ég held að aðalástæðan sé það að hún Laura sem var með mér í Færeyjum talaði sænsku við mig. En af og til í dag, datt ég inn í dönsk orð. Ég notaði t.c. tøj og fordi, sem eru ekki notuð í sænsku. Þegar námskeiðið var búið klukkan korter yfir fjögur fór ég heim. En ég var samt ekki komin heim fyrr en um sex leitið. Því ég villtist á leiðinni heim af lestarstöðinni í hverfinu mínu, eins og í morgun. En ég fann samt réttu leiðina. Svíar fá ekki verðlaun fyrir vegmerkingar. Götur eru illa merktar, lítið um skilti sem segja til um nöfn gatnanna. Bara smá skilti á húsveggjum. Götuheiti er miklu meira áberandi í Reykjavík. Mér finnst núna Íslendingar vera meistarar í götuheitaskiltum. Það hjálpar heldur ekki að allar göturnar hérna líta nákvæmlega eins út! Húsin eru annaðhvort svona ljósgul eða rauð. Um tíma í dag langaði mig til þess að kaupa málningu og segja “vesgú, málið nú húsin í mismunandi litum!”

 

Þessir löngu, óþarfa útúrdúrar hjá mér, hafa haft áhrif á fæturna á mér. Þeir líta ekki beint vel út. Blöðrur á öllum mögulegum stöðum. Ég get varla staðið í vinstri fótinn núna, ég er með tvær risablöðrur sem standa út eins og horn. Önnur á tá og hin utan á fætinum. Ég veit ekki hvernig ég ætla að fara í skó í fyrramálið til að fara aftur á sænskunámskeiðið. Ég er svona að vona að þær hjaðni yfir nóttina, en ég efast samt um það. Ég get ekki sagt annað en að ég er þakklát fyrir smæð Reykjavíkurborgar, engar yfirstíganlegar vegalengdir, jafnvel þó að maður villist í öllum götunum niðri í bæ(sem ég hef gert), maður er alltaf snöggur að finna götu sem maður þekkir.


Námsmennirnir

Mér finnst nú ekkert skrítið að farþegum hafi fækkað um 50%. Ég held að það séu bara námsmennirnir. Námsmenn í framhaldsskólum og háskólum fengu frítt í strætó í vetur, sem gekk mjög vel. En 1. júní rann það gæða tilboð út, eins og námsmennirnir séu ekki lengur námsmenn lengur, sem hafa þörf á að komast á milli staða. Ég persónulega notaði strætó óspart í vetur, sem námsmaður. Núna fer ég hinsvegar mjög hikandi upp í strætó.  í fyrsta lagi er hræðilegt að þurfa að borga 280 krónur. Í öðru lagi, tiðni ferða. Að hafa vagna keyrandi á hálftíma fresti allan daginn og fram á kvöld á virkum dögum og á klukkutíma fresti um helgar, gengur bara ekki.
Ég er fljótari á milli staða gangandi eða á hjóli en með strætó. Tek sem dæmi: Ég fer í World Class í Laugum á laugardegi.  Ég ætla mér að vera klukkutíma að æfa, ég reikna með um 20 mínútum samanlagt í að skipta um föt. Tími í World Class: 80 - 90 mínútur. Ég  tek vagn á Grensásvegi, hann kemur of seint, ég bíð í 10 mínútur, hann er síðan um hálftíma á leiðinni. Ég er búin í World Class, en æ, strætó kemur ekki fyrr en eftir hálftíma. Ég bíð eftir strætó, hann er aftur um hálftíma á leiðinni. Samtals er þessi World Class ferð búin að taka um 3 tíma!! helmingurinn er bara að koma mer til og frá. Ég er mun fljótari að ganga eða hjóla niður í World Class! Ef ég fer gangandi spara ég háftíma. Það tekur mig 30-40 mínútur að ganga frá stoppistöðinni á Gresásvegi. Og enn minni tíma að bruna niður á hjóli.

Strætó þarf virkilega að athuga sinn þankagang. Ætla þeir að vera góðir og skapa gott almenningssamgangna kerfi sem virkar vel og fólk er ánægt með. Eða ætla þeir að halda áfram að vera eins og asnar með allt sitt, stöðugt hringlandi í kerfinu, með vagna sem koma ýmist of seint eða ekki.

Ókeypis í strætó fyrir alla!!! Fólk á öllum aldri mun nota strætó oftar ef það fengi ókeypis!


mbl.is Strætó fækkar vögnunum um 32
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorönn 2008 í stuttu máli

Hvernig mér gengur að rekja viðburði úr daglegu lífi mínu fjóra mánuði aftur í tímann í stuttu máli, kemur í ljós í þessu bloggi.
Jæja, ég ætla að byrja á skólablaðri, það er líklegast að ég muni eftir því sem gerðist þar. Í janúar byrjaði ég í eftirtöldum áföngum: íslensku, þýsku, náttúrufræði, dönskum taláfanga og enskum yndislestri.  Eitt sem ég hef komist að á síðustu mánuðum er að það er til fullt af drepleiðinlegum bókmenntum!
Í íslenskuáfanganum lásum við Sjálfstætt fólk efir Halldór Laxness. Þó hún sé klassísk og möst lestur fyrir Íslendinga, fannst mér hún frekar leiðinleg. Hún var samt mun skemmtilegri en Brennu-Njálssag.(Mér fannst Njála bara leiðinleg saga og óspennandi) Sjálfstætt fólk var samt meira spennandi partur áfangans. Hinn helmingurinn var bókmenntasaga, þar uppgötvaði ég leiðinlegar bókmenntir. Sumt var skemmtilegt en annað hundleiðinlegt.  Það er samt auðveldara að fást við bókmenntasöguna, þó svo að maður þurfi stöðugt að vera að túlka kvæði og vísur, og maður verður að túlka þær rétt. Það er víst mikilvægt.

Það er nú ekki mikið að segja um þýsku. Þýska er nú nokkurn veginn alltaf eins. Maður lærir málfræði og orðaforða. En ég tekið eftir því að dönskukunnátta mín hjálpar mér oft við þýskan orðaforða.  Oft eru orð mjög lík ef ekki eins í þessum málum. Mér finnst samt alltaf svo skrítið að ég skuli vera í þýsku. Ég ætlaði aldrei að fara í þýsku, hef satt að segja mjög takmarkaðan áhuga á þýsku. Ég ætlaði að taka spænsku og frönsku, en enda síðan með því að læra mest í þýsku. Ég er núna búin að læra jafn mikið í þýsku og frönsku, ég get samt miklu meira í þýsku en frönsku. Ég get bara rétt sagt nokkrar setningar á frönsku, get sagt miklu meira á þýsku.

Náttúrufræði eða það er að segja efnafræði, eðlisfræði og stjarnfræði, er áfangi sérstaklega fyrir nemendur á mála-og  félagsfræðibraut.  Frekar óspennandi áfangi að mínu mati, en hann kom mér samt á óvart. Hann var mun áhugaverðari en ég hafði nokkurn tímann búist við.  Í byrjun áfangans var byrjað á efnafræði. Og satt best að segja leist mér ekkert á blikuna, þegar ég komst að því að efnafræði og eðlisfræði eru full af jöfnum sem þarf að leysa og reikningi.  Reikningur og stærðfræði er ekki mín sterkasta hlið!!! En síðan varð þetta allt í lagi. Ég var með góðan kennara sem útskýrir hlutina tekur dæmi upp á töflu og útskýrir síðan aftur ef maður spyr. Ég hef ekki miklar áhyggjur af að ná þessum áfanga. Ég held að ég nái áfanganum, kannski ekki með ofsa góðri einkunn en alla veganna ágætri eða sæmilegra.

Danski taláfanginn var fínn. Mikið af misskemmtilegum talæfingum. Við fórum í leiki, héldum partí með skreytingum, veitingum og skemmtiatriðum, á skólatíma. Rektor og áfangastjóri voru heiðursgestir. Við fengum líka að spreyta okkur í leiklist. Það var nú furðulegasti hluti áfangans. Ég kynntist leiðinlegum bókmenntum þar líka.  Áfanganum lauk síðan með munnlegu prófi, mér gekk vel í því prófi, ég fékk 9. En það er samt ekki lokaeinkunn.

Í yndislestri las ég 5 enskar bækur.  Í annarbyrjun fékk ég lista yfir bækur bækur sem ég mátti lesa. Eftir að ég fékk listann, fór ég að kíkja í bókaskápa heimilisins eftir bókum á listanum.  Ég fann til margar bækur af listanum. 
    Fyrsta bókin sem ég las var Jailbird eftir Kurt Vonnegut. Mér fannst hún barasta góð. Fyrsti helmingur bókarinnar var frekar langdreginn en samt ekkert slæmur. Seinni helmingurinn var spennandi. Mér fannst söguþráðurinn góður. Ég mæli jafnvel með henni.
Yndislestur er utanskólaáfangi, maður les semsagt bækur heima og kemur síðan í viðtal til kennara og segir frá bókinni sem ég las. Í fyrsta viðtalinu mínu, spurði kennarinn mig um hvernig bækur ég læsi helst. Og hvort ég læsi mikið. Ég sagði bara eins og er, ég les eins lítið og ég kemst upp með, semsagt eiginlega bara það sem er nauðsynlegt fyrir skólann. Ég les venjulega svona eina bók á ári bara af því að mig langar til þess. Ég les nokkurn veginn hvað sem er.  Kennaranum fannst, held ég, mjög skrítið að ég skuli velja bækur algjörlega af handahófi, án þess að vita nokkuð um höfundinn eða innihald bókarinnar. Það var þannig með Jailbird. Það er bara þannig sem ég les bækur. Ég bara tek upp einhverja bók og byrja að lesa.
    Nema hvað, næsta bók sem ég las var líka valin af handahófi, var Billy Liar eftir Keith Waterhouse. Ég hef bara eitt orð um þá bók að seigja, Leiðinleg!!! Hún var leiðinleg frá fyrstu blaðsíðu til síðustu. Eftir að hafa lesið þessa hræðilegu bók ákvað ég að reyna að velja bók ekki af handahófi.
    Ég endaði með Farewell to Arms eftir Ernst Hemmigway. Mér fannst hún mjög góð. Hún hélt mér við efnið allan tímann. Mjög spennandi og kom mér sko á óvart. Ég er mjög ánægð með að hafa lesið hana. Í viðtalinu um Farewell to Arms, spurði ég kennarann hvort ég mætti lesa bók sem væriTerri Clark ekki á listanum. Ég fékk leyfi til þess eftir að ég hafði sýnt kennaranum bókinni.
    Fjórða bókin var sem sagt The Terri Clark Journals: Phases and Stages.  Það er bók með dagbókaskrifum kanadískrar kántrísöngkonu sem ég hlusta mjög mikið á. Þar talar hún um sitt daglega líf og hvað sem er annað.  Þetta var mjög skemmtileg og áhugaverð lesning.  Terri Clark kom mér mjög á óvart. Af tónlist hennar að dæmi hafði ég haldið að hún væri svona partímanneskja, en annað kom í ljós.  Hún fór snemma að sofa, fær systkinabörn sín í heimsókn til lengri tíma, sér teiknimyndir í bíó. Og eldar mat með hvítlauk. Hún segist ekki geta lifað af án hvítlauks, að hún noti mjög mikinn hvítlauk í allt sem hún heldar. Hver sem er fær stóran plús hjá mér fyrir þannig ást á hvítlauk. 
    Fimmtabókin sem ég las var Persuasion eftir Jane Austen. Hún var líka mjög góð. Eiginlega bara eins og ég bjóst við. Hún á margt sameiginlegt með Hroka og hleypidómum (líka eftir Jane Austen). Svipað umfjöllunarefni. Ekkill með þrjár ógiftar dætur, sem þurfa allra helst að giftast ríkum mönnum úr góðum fjölskyldum svo að fjölskylda þeirra geti haldið þeirri tign sem hún hefur. 

Nú er skólablaðrinu lokið, svo ég ætla að hefja annan kafla þessarar bloggfærslu.

Ég hóf nýja árið í janúar með það í huga að bæta eigin heilsu og lífstíl og breyta slæmum venjum. Það hefur tekist upp að vissu marki. Fyrstu 2 og hálfan mánuð ársins var ég mjög góð.
Ég uppgötvaði að ég hef gaman af því að hlaupa. Ég rúllaði aukatímum í skólanum upp á met tíma, með morgun hlaupum á brettum skólans. Ég keypti góða hlaupaskó og naut hverrar einustu mínútu á brettinu. Ég prófaði meira að segja líka að fara í WorldClass en mér fannst það ekki alveg ganga. Það var alveg þriggja klukkutíma prósess að fara þangað.
Á sama tíma og ég var á þessum hlaupum, tók ég smá til í matarræðinu. Ég gerði nokkuð sem mér finnst ekkert sérstaklega kúl að viðurkenna, en ég las sjálfshjálpargreinar og aðrar greinar um næringu,  heilsu og fitness. Ég byrjaði á að skrifa niður allt það sem ég borðaði, allt saman. Ég borðaði fullt af hollum mat, ávexti, rauð greip sérstaklega og epli sérstaklega. Ég lærði mjög margt um hvað ýmsar matvörur gera fyrir líkamann. Mér finnst þetta mjög áhugavert. Mér gekk mjög vel í öllu þessu þangað til að páskarnir komu, þá fór allt í steik. Í fríinu hætti ég að skrifa niður hvað ég borðaði, borðaði líka óhollar. Eftir páska tókst mér ekki alveg að koma matarkerfinu aftur í gang. Aukatímarnir í skólanum voru þá líka búnir, þannig að ég var ekki lengur að hlaupa. Matar og næringarsytemið mitt hefur gengið svona upp og niður síðan um páskana.

Annað í sambandi við betri venjur sem hefur gengið vel. Í byrjun árs ákvað ég að reyna að breyta svefnvenjum mínum. Það er hægara sagt en gert.  Ég ætlaði að hætta að fara seint og sofa og hætta að leggja mig seinni partinn.  Ég er hætt að leggja mig seinni partinn, eða geri það alla veganna mun sjaldnar. Ég bjóst við að það yrði erfitt að sleppa því að leggja mig seinni partinn. Lausnin er einfaldlega að finna sér eitthvað að gera, eða bara sleppa því að leggjast upp í sófa, frekar að sitja bara í sófanum, því ég mun ekki sofna sitjandi. Það er hinsvegar mun erfiðara að fara snemma að sofa. Snemma telst vera rétt fyrir miðnætti. Venjulegur svefntími er oftast um eitt. Ég miða við að sofa 7 tíma, þannig að ég reyni að fara að sofa sjö og hálfum tíma áður en ég þarf að vakna. En það gengur bara ekki alltaf. Þó svo ég fari ekki alltaf snemma að sofa, þá hafa samt verið framfarir. Ég sofna núna yfirleitt um leið og legg höfuðið á koddann, sem er mjög undarleg tilfinning, þar sem venjulega ligg ég andvaka í svolítinn tíma, oft klukkutíma. Það er eins og það slokkni bara stundum ekki á heilanum í mér. Það er ekki sérstaklega þægileg tilfinning að geta ekki sofnað þó svo að maður sé þreyttur og vilji sofna. Böggandi. En eins og ég segi þá er þetta nú hætt að vera þannig :)

Jæja þetta voru helstu atriði síðustu mánaða sem ég man eftir í kvöld.  Það er nú samt takmarkað í hversu stuttu máli umfjöllunin um þessa mánuði er


Fullkominn ferðamáti....

Ég bara má til með að tjá mig um hjólreiðamennsku í Reykjavík. Hugsanir mínar koma hér í belg og biðu.
Ég fer flestra minna ferða á hjóli eða á tveimur jafn fljótum. Mér finnst frábært að hjóla og ganga og hvet alla til að gera það daglega. En á ferðum mínum um Reykjavík hef ég séð og komist að ýmsu.  Ég geng allan ársins hring, hvort sem það er sólskin, rok, rigning eða sjónkoma af einhverju tagi. Ég hef tekið eftir því að sumu fólki finnst það stórskrítið að maður gangi sjálfviljugur í vinnu eða skóla, eins og í mínu tilviki. Fólki finnst 0°C vera of kalt til að ganga eða hjóla. Það þarf ekkert að vera, manni hlýnar jú við það að hreyfa sig, og síðan er líka hægt að klæða veðrið af sér.
Annað sem ég hef tekið eftir er að fólk gónir rosalega á mann þegar maður er með reiðhjólahjálm. Ekki svo mikið þegar maður er að hjóla,  heldur frekar ef maður er einhverstaðar, nýkominn út úr húsi og er að setja á sig hjálminn til að taka af stað. Ég skil ekki af hverju fólk þarf að glápa svona. Mér dettur bara ekki annað til hugar en að nota hjálm í Reykjavík. Ég treysti ekki íslenskum bílstjórum til að keyra ekki á mig.
Mitt persónulega álit er að fólk ber almennt ekki tillit til gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks í umferðinni.  Ég hef lent í því að vera að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum.  Græni karlinn var kominn og ég var við það að fara yfir þegar bíll kemur úr sömu átt og ég, bara af götunni,það var líka grænt á hann,(gangandi fá ekkert forskot á þessum ljósum) og i þann mund sem hann er að keyra beint í veg fyrir mig,  þá gefur hann mér fingurinn og flautar og gefur í.  Mér hefði verið bara nokkuð sama þótt hann hefði bara keyrt í veg fyrir mig, það gerist nokkurn veginn daglega, en mér finnst full mikið að gefa manni fingurinn. 

Það þarf nauðsynlega að breyta viðhorfi fólks til hjólreiðafólks og gangandi vegfarenda. Við erum líka vegfarendur og ættum að njóta okkar réttinda til að vera í umferðinni. Það sárvantar betri gangstéttir sumstaðar í borginni. 50 ára gangstéttir sem eru útúr sprungnar og úr sér gengnar eru bara ekki að gera sig. En ég held samt að þó svo að stígar/akreinar fyrir hjólreiðafól meðfram götum, svona eins og er búið að gera í Lönguhlíð, væru fínir, þá held ég að þeir mundi ekki gagnast sem skildi, fyrr en fólk fer að hugsa um það fólk sem velur að keyra ekki. Eins og ég sé hlutina í dag, þá finnst mér að það væri rugl að fjölga svona stígum. Ég hef séð fólk leggja bílum þarna eins og þetta séu bílastæði.  Ég mundi frekar vilja bæta gangstéttir og breikka þær eins mikið og mögulegt er þannig að þær gætu nýts öllum. Helst þannig að hjólreiðamaður og manneskja með barnavagn gætu mæst á stéttinni án þess að nokkur þurfi að vera í þrengslum eða þurfa að fara út á götu.


mbl.is Keyrð niður á merktri gangbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólafrí

Nú er ég opinberlaga komin í jólafrí, þó svo að tæknilega hafi ég verið í fríi síðan á miðvikudaginn í síðustu viku.  Mér gekk mjög vel í prófunum. Ég féll ekki í neinu í þetta skiptið. Það var líka það markmið sem ég setti mér í haust. Að ég mundi ekki falla í neinu á þessari önn. Lægsta einkunn sem ég fékk var 7 og sú hæsta 9.  Ég fékk 7 í félagsfræði, 7 í þýsku(búin að hækka mig um einn heilan þar), ég fékk 8 í ensku, 8 í jóga, 8 í íslensku(búin að hækka mig um 5 heila), 8 í sögu(líka búin að hækka mig um 5 heila þar) og síðan fékk ég 9 í dönsku. Ég er bara ofsa ánægð. Mest er ég ánægð með íslenskuna og söguna. Ég er búin að kvíða þessum blessaða sögu áfanga síðan ég féll í honum haustið 2004. En síðan núna er þetta ekkert mál. Mér finnst eins og ég hafi gert þetta án fyrirhafnar. Ég held ég hafi bara tekið upp skriffæri hæst tvisvar á önninni. Ég þakka árangur minn í sögu, breyttum sögu áfanga og betri kennara.  Ég bjóst nú við 8 og og 9 í ensku og dönsku. Þetta eru fög sem ég þarf nánast ekkert að hafa fyrir. Ég held stundum að ég sé með náðargáfu á þessu sviði, en ég held reyndar að staðreyndin sé sú að ég hef bara góða tilfinningu fyrir þessum tveimur tungumálum.  Ég er núna búin með alla skylduáfangana í ensku fyrir málabraut, þeir eru fimm. Og ef ég á að segja satt, þá er mér búið að leiðast í þeim öllum.  Það eina sem ég þarf að gera að lesa bækurnar sem eru í áfanganum og skrifa síðan smá tímaritgerð, það er ekkert mál. Var reyndar smá mál með Catcher in the Rye. Mér fannst hún bara svo hryllilega óspennandi og leiðinleg. Orðaforðaæfingar sem eru helmingur allra áfanganna hafa alltaf verið of auðveldar fyrir mig.   Ég held mér gangi svona vel í ensku af því Hafliði ensku kennari í Hvassó er góður kennari. Ég held það veitti ekkert af einu eintaki af honum í alla grunnskóla landsins. 

Ég fór í klippingu á föstudaginn. Ég stytti það um það bil um helming. Hárið á mér vex hratt, það var orðið ansi sítt, enda er langur tími síðan eitthvað var gert við það síðast. Ég fékk líka perm. Ég fékk stærri krullur núna en ég hef fengið áður þannig að það er meira bara liðað en krullað. Ég held ég fái mér samt frekar aðeins meiri krullur næst þegar ég fæ mér perm. Ég sat við vaskinn á hárgreiðslustofunni þegar kona var að setja festinn í hárið á mér, sagði að það væri sérstakt að fá svona unga stúlku í perm. Ég held hún hafi haldið að þetta væri fyrsta skiptið sem ég geri þetta. Ég sagði henni nú bara að ég hefði fengið perm nokkrum sinnum áður. Ég held það hafi komið henni á óvart. Málið er bara það stelpur á Íslandi í dag vilja hafa slétt hár. Þær mega ekki sjá eina bugðu í eigin hári og eru um leið komnar með sléttujárnið á loft. Nema ég, hárið á mér er svo slétt að mér finnst það óþolandi.  Spennur tolla t.d. ekki í því og mjúkar teygjur renna líka úr því.  Mér finnst bara betra að hafa krullað eða liðað hár, mín skoðun. Og núna á morgun er ég að fara í skol, svo það komi meiri litur í hárið. Ég er samt fegin þvi að minn náttúrulegi háralitur tók upp á því að dökkna af sjálfu sér fyrir nokkrum árum. 

Það var í fréttunum í dag að það væru menn komnir með kenningu um það að hið heilaga gral sé falið á Íslandi. Hversvegna í ósköpunum ætti það að vera hér. Ég á mjög bágt með að trúa þessu, en ég vil samt heldur ekki trúa kenningunni sem var t.d. borin fram í bók Dans Brown Da Vinci lykilinn. Það var líka þáttur á stöð 2 í kvöld um þetta mál. Ég horfði nú á þetta. Það er Ítali og Íslendingur sem hafa rannsakað þetta. Þeir segja að það séu dulkóðar í verkum Dantes, Da Vincis og Botticellis sem benda beint á miðhálendi Íslands.  Þeir tengja þetta líka Snorra Sturlusyni. Hann fór með flota skjaldaðra Austmanna í bardaga á Odda. Þessir tilteknu austmenn eiga víst að hafa verið musteris riddarar, sem voru hér til að planta kaleiknum/hinu heilaga grali. Þessi bardagi var víst sviðsettur. Riddararnir höfðu komist í samband við Snorra í gegnum Oddverja sem voru í París. Á svæði nálægt Kerlingafjöllum á víst að vera stór hvelfing þar sem góðsið er falið. Ég verð að segja að trúi ekki orði af þessu. Það á víst að bora þarna næsta sumar til að komast að sannleikanum. Ég meina af hverju hefðu musterisriddararnir átt að leggja það á sig að koma hingað til að fela kaleikinn?? Æ, er þetta ekki bara rugl.

Jæja ég held ég sé búin að blaðra nóg um skólann, hárið á mér og skrítna kenningu um hinn heilaga kaleik. Það verður samt að segjast að ég get vaðið úr einu yfir í annað í svona bloggi.


Þriðjudagur til þrautar

Já, hún Úlfhildur getur vaknað snemma og verið búin að fara í sturtu og verið með hafragraut í pottinum klukkan hálf sjö. Það gerist ekki oft, en hún getur það!!!.  Það er nákvæmlega það sem gerðist í morgun. Ég vaknaði klukkan sjö(tiltölulega snemmt á minn mælikvarða) fór í sturtu lagaði hafragraut, borðaði og hafði nægan tíma til að gera allt þetta og meira. Venjulega er ég á meiri hraðferð. 

Í dag var fyrsta prófið mitt.  Það var virkilega illilegt veður í morgun. Slabb og rigning og rok, ji minn ég var með frosnar tær þegar ég kom í skólann, en hlýnaði samt fljótt eftir að ég kom inn. Það var íslensku próf í dag, Þegar prófið byrjaði byrjaði ég á manntalinu, maður er látinn skrifa nafnið sitt, kennitölu, nafn áfangans, og nafn kennarans á viðverumiða. En síðan kom spurning á miðanum sem ég klúðraði. Ég hakaði við vorönn en ekki haustönn, þá hugsaði ég, ef ég get ekki svarað einfaldri spurningu um hvaða árstíð er núna, hvernig verður þá prófið. Ég opnaði síðan prófið. Það byrjaði ekki eins illa og miðinn hafði gert.  Það gekk reyndar vel.  Ég gat svarað öllu í prófinu nema einni spurningu sem var smá snúin en ég svaraði henni samt. Ég skrifaði það sem mér fannst líklegast til að vera svar við spurningunni.  Ég var búin að svara öllu þegar það voru 20 mínútur eftir að próftímanum(60 mínútur).  Ég dundaði mér við það að fletta óþarflega oft í gegnum prófið. Fyrstu tvö skiptin voru næg til að fara yfir. Öll hin skiptin voru mest bara af því að mér leiddist að bíða. Prófið var léttara en ég hafði búist við. Ég vona bara að þetta gangi vel. 

Leiðangurinn heim var langur.  Vonskuveðrið hafði versnað. Alla veganna var mótvindur alla leiðina heim, þannig ég var með harða rigninguna og rokið beint í andlitið alla leiðina heim. Ég hélt að fæturnir á mér væru að fara að detta af eða eitthvað. Þeir voru svo blautir og kaldir að ég var hálf dofin. Ég ætti að fá mér ný gúmmístígvél fyrir svona veður. En þegar ég kom heim þá fór ég sko í þurr föt og ullarsokka og skreið undir feld eins og Þorgeir Ljósvetningagoði og lét mér líða vel.

Síðan eftir hádegi gerði ég body-balance. Ég byrjaði á því að sippa til að hita upp, það tók 10-15 mín síðan kom body-balancið. Planið er að gera body-balance í einn klukkutíma á hverjum virkum degi fram að jólum.  Ég gerði þetta líka í gærmorgun.  


haustönn 2007 í stuttu máli

Jæja, hvað get ég annað sagt en jæja. Ég hef víst ekki bloggað neitt í óratíma, tvo mánuði, svo ég sé  nákvæm.

Ég er búin að vera í skólanum. Hann er barasta betri en mig minnti.  Ég er búin að lesa Pride and Prejudice í ensku. Það var nú gaman, og svo er ég líka búin að horfa á fræbæru þáttaröðina frá BBC.
Eins og fram kom í síðasta bloggi, þá er ég í dönskum kvikmyndaáfanga þar sem við horfum á danskar bíómyndir. Ég er núna búin að sjá svo danskar myndir. Ég verð samt að viðurkenna, að bráðlega verð ég búin að fá nóg af Mads Mikkelsen. Annars gengur mér ofsa vel í dönsku, ég held ég sé sko miklu betri en flestir. Í síðustu viku vorum við með munnlegar kynningar. Við áttum að velja eina danska mynd og kynna hana fyrir hópnum. Ég valdi að tala um myndina Barböru. Það er dönsk mynd gerð eftir færeyskri sögu eftir Jørgen Frantz Jacobsen. Ég er búin að sjá myndina það oft að ég þekki hana næstum alla í gegn. Ég gróf líka bókina upp á bókasafni og las hana. Ég held ég hafi skorað þónokkur stig hjá kennaranum fyrir að hafa valið mynd sem enginn þekkti. Ég held ég hafði líka fengið plúsa fyrir að hafa talað um myndina, án þess að hafa blað til stuðning, en ekki verið með nefið ofan í blaði og lesið upp það sem stóð á blaðinu (margir gerðu það). Ég held ég hafi líka fengið stig fyrir það að vita "allt" um Barböru og geta svarað nánari spurningum um efnið. ....híhí

Ég er með félagsfræði kennara sem fer oft í taugarnar á mér. Hann talar svo vitlaust, hver málvillan á fætur annarri. Síðan blaðrar hann líka um það hvað vesturbærinn sé besti hluti Reykjavíkur, KR sé besta íþróttaliðið. Og hvað Vestmannaeyjar eru frábærar.  Síðan er eins og það hvarfli ekki að honum að það sitji fólk þarna inni sem stefnir ekki á félagsfræði í háskólanum. Ég held að það hvarfli varla að honum að ekki eru, allir í hópnum á félagsfræðibraut. Ég er á málabraut og stefni ekki á félagsfræði í háskólanum. En ég geri mitt besta við að leiða þetta hjá mér, það gengur reyndar bara mjög vel.

Næsta umfjöllunarefni er saga. Það er búið að breyta þessum söguáfanga mjög mikið síðan ég var í honum síðast. Í fyrsta lagi er búið að minnka kennsluefnið til muna. Það er bara ekki raunhæft að ætla sér að kenna sögu frá 4 milljónum fyrir Krist til 1800 eftir Krist, á einni önn. Kennarinn sem ég er núna með er líka miklu skemmtilegri, hann er sætur og talar við okkur og spjallar um námsefnið. Tímabilin sem eru tekin fyrir eru lok Miðalda og byrjun Nýaldar. Ef ég á að segja satt þá finnst mér gaman í sögu núna, eins og ég var búin að kvíða þessum áfanga. Kennarinn hann er líka sérfræðingum í sögu Suður-Ameríku og Kúbu. Hann veit allt um Che Guevara og Fiedel Castro. Síðan er hann líka guide. Hann ferð með fólk í ferðir um Kúbu. 

Það er líka fínt að vera í þýsku, það er frekar auðvelt, ekki mikið vesen. Ég var í þýsku tíma í gær, og það vildi svo til að ég fékk allt í einu hiksta. Ég var að reyna að halda niðri í mér andanum til að losna við hikstann. Stelpurnar sem sitja með mér fóru að hlægja út af því. Síðan stoppaði kennarinn, hún Vala, að segja frá því sem hún var að segja frá um Berlin, og spurði hvort einhver væri með hiksta. Það varð alger þögn inni í stofunni, mér kom þetta svo á óvart að hiksta hikstinn hvarf, en ég gaf mig fram. Hún sagði þá að það væri ekkert fyndið við það að vera með hiksta, það væri alveg eðlilegt að fólk fái stundum hiksta. Síðan sagði hún mér að mætti alveg hiksta. Mér fannst þetta hálf vandræðalegt en samt fyndið.

Í síðustu viku var ég að velja þá áfanga sem ég vil vera í á næstu önn. Ég valdi heilan helling, ég er sko farin að huga að því að klára þetta dæmi.  Ég vona að ég komist í allt það sem ég valdi. Ég valdi þrjá skylduáfanga, íslenskuáfanga með aðeins nýrri bókmenntum en Njálu, þýsku og eðlisfræði fyrir málabraut og félagsfræðibraut. Síðan valdi ég kjörsviðsáfanga. Ég valdi danskan taláfanga, ég verð mjög pirruð ef ég kemst ekki í hann, ég er búin að hlakka til að komast í hann síðan held ég á fyrstu önninni. Hann er heldur ekki kenndur á hverri önn. Síðan valdi ég yndislestur í ensku, þar eru lesnar venjulegar bækur og síðan segir maður kennaranum frá þeim, eða eitthvað þannig. Ég valdi líka enskan orðaforða áfanga. Ég er nokkuð viss um að ég hafi ekki neitt að gera í þann áfanga. Mig vantar bara auka einingar. Mér er eiginlega búið að leiðast í ensku í MH hingað til. Áfangarnir hafa verið heldur léttir fyrir mig. Ég sá auglýsingu með lýsingu á þessum orðaforðaáfanga, þar voru sýnd dæmi  um orð sem verða tekin fyrir, sum þeirra voru orð sem ég var sko með á hreinu í tíunda bekk eða í fyrsta enskuáfanganum.  Ég hef ekki miklar væntingar til þess að læra margt nýtt í þessum áfanga, frekar en í öðrum áföngum í ensku sem ég hef verið í.
Síðan valdi ég svona varaval til að hafa til vara ef ég kemst ekki inn í eitthvað af ofantöldu. Þar valdi ég skylduáfanga í sögu(ég vonast til að fá sama kennara aftur). En síðan valdi ég nokkuð merkilegt, sem mig langar í, ég vissi ekki að þessi áfangi væri til, það er yndislestur í dönsku. Ég hef velt því fyrir mér hverslags fólk velur eiginlega þannig áfanga, mig langar til að komast að því, ef ekki á næstu önn þá einhvern tíman seinna..

 


Jæja

jæja já, er kominn tími fyrir blogg?
Það er nú bara þannig að nánast ekkert markvert gerist hér á Íslandi, í öllum hversdagsleikanum.
Ég er byrjuð á fullu í skólanum.  Ég er í íslensku, ensku, þýsku, félagsfræði, sögu, dönskum kvikmyndaáfanga og jóga.

Margt hefur breyst í MH síðan ég var þar síðast. Heil ný bygging, sem ég kynnist smátt og smátt. Það er komið nýtt bókasafn og um daginn átti ég í erfiðleikum með að rata út af bókasafninu. Í dag kynnti ég mér líka einn af fjölmörgum íþróttasölum skólans. Já skólinn sem er búinn að vera án íþróttahús í fjölda ára er kominn með 4 íþróttasali mismunandi stóra auðvitað. Ég var í jóga í fyrsta sinn í dag. jóga er í íþróttasal 2, lítill salur. Það eru náttúrulega líka búningsklefar með skápum og sturtum. Ég bjóst við að jógað yrði erfiðara. Jóga er nú bara eins og að sofa í samanburði við Body balance. Það var bara ein stelling sem tók á og var erfið í dag. annað var bara easy peasy. Eða kannski er ég bara i ágætis formi.

Í ensku erum við að lesa leikritið Amadeus eftir Peter Shafer um Mozart. Það er bara fínt. En dönskuáfanginn menn er samt sá sem ég er hrifnust af á þessari önn. Þar horfum við á danskar bíómyndir. Við erum nú þegar búin að sjá 3 myndir. Ledsaget, Lotto og Den gode strømer. Mis góðar. Sú sem mér fannst best af þessum var Lotto.

 


Skulum vit tosa føroyskt?

Loksins, kemur føroyskt blogg. Hesin vika hevur verið long. Mánadagin fór eg til arbeiðis. Eg gekk ígjøgnum býin og fikk lítið sjokk. Tað voru entá fólk í býnum eftir Ólavsøku. Men eg helt bara áfram. Vit vorum bara tvær. Eg og samstarvari mín, Sára sum hevir arbeiðið eitt ár í plantagen.. Vit gikkum ut á ruddingartur.  Meðan eg ruddaði komu nakir menn og spyrðu opp á danskt "Hvor finder vi SMS?" spurði einn maðurin. Eg kunni hoyra at maðurin var ikki danskur, so ansaði eg um í hvaða londum tosar fólk danskt. Jú tað er í Føroyum og í Íslandi. Ein Føroyingur skuli ikki spyrja um SMS sølumiðstøðina, og um han skuli spyrja svo skuldi han gera tað opp á føroyskt. So tað var bara ein møguliki eftir. Maðurin var Íslendingur! Eg spurði han opp á danskt " Er du islænding?" og maðurin svaraði "ja". So byrjaði eg at tosa íslendskt og greiða frá hvussu han finnur SMS. eftir tað spurði maðurin hví eg tosaði so gott íslendskt. Eg sagði at tað skuli vera nakað løgið om eg ikki gjørti tað. 100% Íslendingur, fødd og uppalin í Reykjavík.. Hetta var frálíkt. Maðurin halti at eg var Føroyingur! It made my week! Eg  gerðist eisini var við at eg má keypa nýggji stivlirar, tá eg var í ánni og málaði brúgv, stivlirnir eru við holum! Eg fáaði vatn í stivlirna.
 
Týsdagin var so koyritúrur við Lindu. Hon havði leigað ein bílur fyri níggju fólk, men tað var bara eg og danska gentan Cindy sum komu við. Vit koyrtum først til Kirkjubøur og síðan koyrtum vit norður. Vit sáum Risan og kellingina, tey eru íslendsk trøll sum komu frá Íslandi til at stjala Føroyum og taka oyggjarnar við sær til Íslands, men tey voru fyri óhappi sólin kom opp áðrenn tey náuðu aftur til Íslands, so tey broyttust í stein. Linda segði mær at hon hevir búggvið eitt ár í Íslandi og hon segði at hon "talar frábæra íslensku" síðan ló hon.  Hon segði tó at tað tá hon tosaði íslendskt í handilar tá havi Íslandingarnir tosað enskt við hona og at hon kunni ikki forstáa hví teir gjørtu tað, hví teir kunnu ikki bara tosa íslendskt. Tað skilji eg heldur ikki. 
Í dag havi eg verið heima vegna mánaðarsjúku. Men til alla lukku lánaði eg trý filmar á bókasavninum í gjár og eg havi hyggjað at alla filmarnir. Tað var Moulin Rouge, Save the Last Dance og A Prairie Home Companion. Men í morgun fari eg til arbeiðis og eg havi eisini ráðið av at eg skal arbeiða í vikuskiptinu tví eg vilji vinna opp tá penga eg havi missað í dag.
Eg havi uppdagað at appelsínirnir eru mikið bíligari enn súreplirnir. So nú keypi eg bara appelsínir men ikki súreplir.
 Nú havi eg skrivað blogg opp á føroyskt, men eg veit ikki um eg havi stavað øll orðin rætt ella bendt orðin rætt. Tað er ikki so eyðført at skriva eitt mál sum maður hevir ikki lært so væl.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband