2.8.2007 | 16:41
tilkynning!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.7.2007 | 15:47
Ólavsøka
Langt síðan ég hef bloggað. En nú kemur smá Ólafsvökublogg
Ég bara veit ekki hvar ég á að byrja. Á föstudagskvöldið fór ég í grenjandi rigningu til Kathrine. Við ætluðum bara að slappa af og horfa á bíómynd en síðan enduðum við bara á því að spila Ólsen Ólsen og spjalla.. Ólafsvaka var svo á laugardaginn. Ég hitti Kathrine í bænum klukkan þrjú við ætluðum að fylgjast með kappróðrinum. En það kostaði 50 krónur að komast út á Tinganes til að sjá. Við nenntum ekki að borga 50 krónurnar. Þannig að við fylgdumst bara með úr fjarlægð. En síðan ákváðum við að fara á listasafnið. Það kostaði reyndar líka 50 krónur, en okkur fannst það ekkert óyfirstíganlegt. Listasafnið var flott. En venjulega kostar það bara 25 krónur, það maður þurfti að borga 25 krónur extra því það var spes Ólafsvökusýning. Laura bættist líka í hópinn á safninu. Eftir safnið fór Laura síðan heim að klára að pakka. Tore bættist síðan við eftir safnið. Við ákváðum að fara þrjú að hlusta á Tékkneskan kór. Ég verð að segja að það var ekki besti kór sem ég hef heyrt í. Eftir kórinn skildu leiðir. Ég fór heim og Kathrine líka.
Laura hafði verið í vinnunni fyrr um daginn og af því þetta var síðasti dagurinn hennar þá fékk hún gefins 3 miða á skandinavískt hlaðborð á Hótel Føroyar. Hún bauð mér og Kathrine með sér. Þannig að kukkan hálf átta fórum við að borða. Það var hreynt út sagt ÆÐI! Þetta var spes Ólafsvökuhlaðborð. Fullt af mat og kökum. Við sátum frá klukkan hálf hátta til klukkan hálf ellefu. Semsagt á þrjá tíma. Ég kom Lauru líka á óvart. Ég hafði skrifað kort til hennar á sænsku. Ég hef ekki verið dugleg að tala sænsku við hana þó að ég geti það vel. Það kom henni svo sannarlega á óvart. Hún bjóst ekki við þessu. Henni fannst þetta svo merkilegt því ég hef eiginlega bara alltaf talað dönsku við hana. Ætli ég hafi ekki bara gert það sama við hana og Marjun gerir við mig. Marjun talar mest færeysku við mig svo ég læri málið og ég talaði dönsku svo Laura lærði.
Eftir matinn fórum við síðan í bæinn og hittum hina Nordjobbarana. En klukkutíma síðar fórum ég og Laura bara heim að sofa.
Góða Ólavsøku!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2007 | 16:48
Myndir!!
Loksins fáiði myndir frá mér.
Þessi vika er búin að vera mjög góð. Ég hef haft fullt af tíma til að skrifa blogg en ég hef bara ekki gert það. Ég hef setið og gert ekkert. Ég hef prjónað, setið sveitt yfir dönskum krossgátum. Ég keypti krossgátublað. En ó boj þetta er erfitt! Barna krossgáturnar eru meira að segja of erfiðar fyrir mig. Ég held ég haldi mig bara við krossgátur á íslensku. Það er bara erfitt þegar maður þekkir ekki öll orðin sem koma fyrir í öllum krossgátum. En mér finnst gaman að glíma við þetta, þó það sé pirrandi að geta ekki klárað eina einustu krossgátu. Ég er hinsvegar líka byrjuð að gera Sudoku, en það er það sama. Ég á dálítið erfitt með léttustu þrautirnar. Ég held ég verði bara að æfa mig.
Annars er ég búin að vera að góna á video. Ég sá ítalska mynd sem heitir Mediterraneo, það var sæt gamanmynd um 8 ítalska hermenn sem eru sendir á eyju í gríska eyjahafinu til að gera innrás. En það eru bara gamal fólk, konur og börn á eynni, þjóðverjar höfðu numið alla karlana á brott. Svo þessi innrás var frekar gagnslaus. Skipið þeirra sökk síðan fyrsta kvöldið og síðan eyðilagðist talsöðin þeirra svo þeir gátu ekki náð neinu sambandi við Ítalíu. Þeir voru strandaglópar þarna á eyjunni í 3 ár.
Síðan sá ég mynd með Meryl Streep um Karen Blixen. Out of Africa. Góð mynd. Meryl Streep er góð leikkona, en hún er ekki rétta manneskjan til að leika danskan rithöfund. hún hefði allaveganna átt að kynna sér með hvernig danskur framburður er. Bæði á ensku og dönsku. Hvernig hún sagði sitt nafn eða nafn mannsins sísn, Bror Blixen, Hljómaði bara mjög ódanskt. Það truflaði mig nokkuð.
Í kvöld ætla ég síðan að horfa á Da Vinci Code. og ég held ég ætli að borða snakk líka, ég hef ekki gert það lengi.
bæ ðe vei blogg á færeysku er í undirbúningi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2007 | 11:47
Örblogg - mest um tungumál
Lítill fugl hefur hvíslað því að mér að tvær móðursystur mínar egi erfitt með blogg á dönsku. Svo ég ætti kannski að skrifa á íslensku en ég verð að játa að það býr lítill púki í mér sem vill akkúrat, út af þessari ástæðu, skrifa á dönsku. Púkanam finnst að frænkurnar geti bara vesgú fengið sér orðabók. En á þessari vefsíðu er það ekki minn innri púki sem er við völd heldur er það ég. Og ég vil að allir skilji bloggið mitt helst 100% ef það er ekki hægt þá 99,5%. Og því takmarki verður best náð á íslensku held ég.
Ég hef haft svo mikið að gera að ég bara hef ekki tíma til að blogg lengur. Í þessari viku er ég búin að fara í afmæli hjá Ann. Húnn vinnur í Norræna húsinu. Hún varð 25 ára. Hún hringdi í mig og byrjaði að tala á færeysku. Ég náði ekki öllu sem hún sagði svo ég bað hana um að tala á dönsku. Ég held að mörgum Færeyingum finnist það skrítið hvað það tekur mig langan tíma að læra færeysku. Færeyska er bara ekki eins einföld fyrir Íslending og hún lítur út fyrir að vera! Ef ég að segja satt þá fynnst mér þetta vera frekar erfitt mál!! Það eru svo mörg hljóð í færeysku sem eru ekki í íslensku. öll þessi skrítnu "S-hljóð" og "uj-hljóð". Og þegar færeyjingar tala um Ísland, þá finnst mér það alltaf hljóða meira eins og Eistland. Linda frá Nordjobb er komin. Hún er mjög fín, hún er ung. tuttugu og eitthvað. Hún er á kafi í því að finna kennara til að kenna þeim nordjobburum sem hafa áhuga færeysku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2007 | 16:57
Igen igen = já já
okey, så er det igen som jeg befinder mig på den computer på biblioteket hvor man kan ikke ændre sprog stillingerne, så det blir et andet blog på dansk.
Jeg var på tur med Kathrine, Laura, og Tore i lørdags, vi lejede bil. Og vi kørte op til Gjógv. Gjógv er et sted på Eysturoy er på den nordligeste del af Streymoy, vi vandrede der op i et bjerg, det var fint. så kørte vi ogso til en anden by som hedder Tjørnuvík. Og i går tog vi, de samme mennesker til Nólsoy, som er her tætt på Torshavn, ligesom Viðey er ved Reykjavík. Det var rigtig fint.
Jeg har set ind billeder fra Mykines og nogle fra Gjógv også.
Ellers har jeg fået mere magt på mit arbejde. Pigen Sara som har arbejdet et år, hun er nu på ferie og så er det jeg som bestemmer. Det er en fyr som begyndte sidste uge som irriterer mig så meget. Han møder oft sent og gører sjældent noget på arbejde. Han tror at fordi han arbejdede der for en kort tid 3 år siden så ved han mere end jeg. Han behvøver dog altid spørgje om alting. Det at rydde op er også et ukendt koncept for ham. Han stiller bare alting hvor som helst, og smider sine overbukser bare på gulvet og det er som han har ikke opdaget hvad man bruger skrallspanden til! Han kom klokken et i dag og begyndte på at holde en kaffepause. Jeg sagde at hann skulle slå gras et bestemt sted alene, fordi mig og Lisa skulle gøre andet. Da jeg kom til bage efter at have slået gras, det var klokken tre, så havde han ikke slået det jeg sagde han skulle. Jeg blev rigtig irriteret. Fordi vi plejer at begynde pakke sammen klokken tre og så skulle han bara begynde slå. Hvad gør man ved folk som det.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2007 | 16:58
Har I brug for en ordbog?
Mit blog behøves være på dansk i dag. Jeg kan nemlig ikke finde ud af hvordan jeg ændrer stillingerne for sproget til tastaturen i computeren som jeg bruger nu på biblioteket. Jeg håber det er okey og at jeg skriver ikke meget forkert. Og jeg håber alle kan forstå! Færingerne her taler so meget om det at de har aldrig mødt en islænding som kan tale dansk før. det er lidt chokerende, men, jeg ved godt at der er mange islændinge som vil slet ikke tale dansk og taler bare engelsk i stedet. Det kan jeg bare ikke gøre. Jeg kan ikke snakke engelsk med et menneske fra Norden, måske en finnsker som ikke taler svensk.
Jeg ved godt at jeg har sagt at der skulle komme blog om min super fantastiske rejse til Mykines i denne uge, men det gør det ikke, og det må I undskylde. Jeg har haft travlt, nye Nordjobbere er kommet og vi har holdt masse møder og jeg har ikke haft tid til at skrive noget. Det er en Nordjobber fra Norge nu, jeg kan ikke forstå det at Norsk er det nordiske sprog som skal ligne islandsk mest, efter færøsk. Jeg forstår absolut ingenting af hvad han siger. Jeg behøver oversættelse til et andet sprog for at forstå ham. I morgen skal jeg på tur med nogle Nordjobbere. Mig, Laura, Kathrine(hun er dansker, og er fra Fredericia og har arbejdet i en boghandel som jeg har ofte været i, det er en lille verden som vi bor i), og Tore(fra Sverige), vi skal leje en bil og køre rundt for at se Færøerne. Det lyderlidt mærkeligt at sige"Jeg skal se Færøerne i morgen", men det er præcis det som vi skal gøre. Og på søndag skal vi og nogle andre Nordjobbere på en helekopter tur til ø som hedder Svínoy, det lyder rigtig spændene, det koster 400 kroner per menneske, men jeg vil godt betale det for at flyve med en helikopter. Så weekenden er fuldt med udflugter. Og listen med blogger( tror det hedder blogs i flertal på dansk) som jeg behøver skrive bliver lidt længere efter weekenden. Jeg skal dog skrive blogget om Mykines i aften. Jeg skal også strikke lidt i aften, hvis jeg har tid.''
Ellers har regnet her den her uge, så vi har ikke fået mange ting gjort på arbejde, vi har mest luget og klippet hæk, jeg har også danset omkring juletræer, nej. Jeg er har reddet lille juletræer. De er så lille, ligesom baby-juletræer. Man skal passe godt på dem. "Operation Juletræ" Men i dag var det tørt og vi kunne gå i gang med at slå igen. Jeg har slået en masse, langs et rigtig langt hæk vi klippede i sidste uge. og så langs en gåsti i parken. Det var møde i onsdags, for alle dem som arbejder i Landråds afdelingen hos kommunen. Der mødte jeg Tore fra nordjobb han arbejder i gartnerholdet. Vores boss, Jógvan spurgte ham om han havde lyst til at luge mere. Tore svarede "nej, helst ikke". Jeg kunne næsten ikke lade være med at grine. Jeg syntest det var et lidt dumt spørgsmål. Jeg tror der er ikke så mange mennesker som virkelig har lyst til at sidde 8 timer 5 dage om ugen, ved at luge.
Biblioteket er på første sal i huset. Neden under en flot guitar forretning, med rigtig flotte guitars stillet ude i vinduet og inde i butikken også. Hver gang jeg går der forbi tenker jeg på det at jeg vil lære spille guitar på et eller andet tidspunkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2007 | 16:33
Vikan 24.-29. júní
Loksins nýtt blogg. ég hef ekkert bloggað í næstum viku. Ég hef bara haft mikið að gera. Nordjobb programið er komið á fullt. Og svo hef ég komið svo þreytt heim eftir vinnu að ég hef ekki haft orku til að skrifa mikið.
Á sunnudaginn hafði ann í Norrænahúsinu skipulagt ferð fyrir Nordjobbarana, það kemur langt blogg um það síðar. Ég tók hálfan annan helling af flottum myndum í ferðinni, þær koma líka síðar.
Á mánudaginn fór ég í vinnuna, það var mikið að gera og þegar ég kom heim, borðaði ég og prjónaði lítið. Ég hafði ætlað að byrja á ermunum á laugardaginn en maðurinn í búðinni átti ekki til prjóna í réttri stærð. En ég fann aðra búð og og keypti prjóna.
Á þriðjudaginn var alveg eins mikið að gera. Ég fór á bókasafnið og fékk tvær bíómyndir á dvd. Hafið og síðan dönsku myndina Efter Brylluppet og þá um kvöldið horfði ég á dönsku myndina. Ég hafði reyndar séð hana áður. Efter brylluppet er búin að vera ein vinsælasta myndin í Danmörku síðasta árið. Ég þarf ekki að hafa texta á myndinni. En það er sænskur maður í myndinni og ég þarf texta til að skilja hann. En talandi um sænsku. Ég held mig vanti sænska orðabók. Hinir Nordjobbararnir eru allir Svíar eða Finnar og tala allir sænsku. Það er svo erfitt fyrir mig að skilja hvað þau segja og taka fullan þátt í sumum samtölum. Og þegar ég og Laura erum að tala saman heima. Flest þeirra kunna ekki mikið í skandinavísku eða dönsku. Ég hef átt í vandræðum með þetta heima fyrir. Laura talar bara sænsku og það er oft sem ég hef bara ekki græna glóru um hvað hún er að segja. Ég get talað ágæta skandinavísku, ég get notað nokkur sænsk orð sem eru ekki notuð í dönsku, ég vil samt frekar tala dönsku, það er einfaldari fyrir mig en ekki fyrir aðra. Ég segi því "roligt" í stað "sjovt", eta í stað spise, prata í stað snakke, kanske í stað måske. Eitt sem hefur ruglað mig, það er þegar Laura talar um morgunmat og segir frokost, hún er samt búin að læra að tala um morgenmad, allaveganna þegar hún talar við mig.. En það eru svo mörg önnur orð sem ég skil ekki. Ef ég heyri sama orðið aftur og aftur en veit ekki hvað það þýðir þá skrifa ég það niður. Í hvert skipti sem ég fer í tölvu með interneti fer ég með lista af sænskum orðum sem ég þarf að fletta upp í netorðabók. En núna á sunnudaginn kemur dönsk stelpa sem ég geri ráð fyrir að tali heldur ekki sænsku.. en hvað um það
Á miðvikudaginn vorum við, ég Laura og Amanda með norrænt kvöld. . Amanda gerði finnska súpu, Laura bauð upp á grafin lax og gubbröra, sem er réttum með ansjósum, lauk og sýrðum rjóma og maður setur þetta síðan á rúgbrauð. Ég bauð síðan upp í skyr með jarðarberum. Það gerði lukku. Síðan horfðum við á Hafið. Þeim fannst hún bara góð, dálítið dramatísk en góð.
Í gær, fimmtudag, var Nordjobb kvöld. Ég fór fyrr úr vinnunni til að hitta nordjobbarana í Norrænahúsinu klukkan hálf fjögur. Mér tókst það ómögulega. Fara heim, skipta um föt og labba síðan í Norræna húsin allt á 40 mínútum. það er sko 15-20 mínútna labb úr vinnunni og hálftíma labb að heiman og í Norrænahúsið. Við fengum kaffi og kökur þar í boði hússins. Eftir kaffið ákváðum við að fara að borða saman. Ann, sótti dóttur sína á leikskólann á leiðinni niður í bæ. dóttir hennar er krútt sem er 2gja ára og heitir Saranja. Við borðuðum á kaffi Hvönn. Ég borðaði pizzu.
Í dag ætla ég að fara í Bónus, ég er búin að komast að því að það er enginn strætó sem keyrir nálægt Bónus, þannig að ég og Laura verðum bara að láta okkur hafa það að labba þarna lengst út í rassgat til að kaupa ódýrari mat. Síðan í kvöld ætla ég að slappa af og skrifa kannski meira í blogginu mínu um ferðina þarna á sunnudaginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2007 | 16:40
tuttugasti og fimmti dagurinn - laugardagur 23. júní
Ég svaf loksins þangað til ég vaknaði. Ég hafði hlakkað til þess alla vikuna. Eftir að hafa lagað hafragraut og hrærð egg og slæpst á náttfötunum, borðað og skrifað blogg og hlustað á tónlist allt í einu. Þá fór ég í sturtu og þá varð klukkan að verða tólf. Ég þaut þá út á bókasafn til að ná á internet og til að setja bloggin sem ég hafði skrifað inn. Ég tók usblykilinn minn með og stakk honum í tölvuna á safninu. En þá uppgötvaði gáfnaljósið hún Úlfhildur að hún hafði gleymt að setja bloggin inn á usb-lykilinn áður en hún fór. Maður á kannski að flýta sér hægar. Þannig að ég var bara að slæpast á netinu þangað til bókasafninu var lokað klukkan eitt. Laura kom reyndar á bókasafnið hálftíma á eftir mér til að fara á netið og hún var líka þangað til að við neyddumst til að fara út. Við ákváðum að fara saman í Bónus. Ég gekk milli ganganna veltandi fyrir mér hvað ég ætti að taka með mér í ferðina daginn eftir. Ég ákvað bara að taka með mér brauð, drikkjarjógúrt(FO:drekkujogurt) og epli(FO: súreplir). Við keyptum líka ljósaperu í eldhúsið, en í bónus er bara hægt að kaupa tvær perur í einu, það er ekki bara hægt að kaupa eina. Eftir bónusferðina fórum við bara heim. Ég ætlaði að fara að skipta um peru. En þá gerði gáfnaljósið ég, uppgötvun. peran sem var í lagi. Maður kveikir bara ekki þetta ljós með takkanum á veggnum. Það er takki á ljósinu sjálfu sem maður verður að nota til að kveikja ljósið. Ég hafði aldrei tekið eftir honum. Þannig að núna sitjum við uppi með tvær ljósaperur sem við höfum ekki þörf fyrir.
Það sem eftir var dags hafði ég það bara rólegt. kláraði að prjóna restina af bolnum á peysunni. Mig langaði svo rosalega til að byrja á ermunum. En ég hafði ekki sokkaprjónana sem við vantaði. Maðurinn í garnbúðinni sem ég hafði farið í átti ekki réttu stærðina af prjónum sem mig vantaði og hann fær ekki aðra prjónasendingu fyrr en næsta föstudag. Ég var dálítið súr á laugardagskvöldið yfir þessari staðreynd. En ég setti bara dvd diskinn með myndunum 4 í tölvuna og horfði á mynd um blandaða konu í Louisiana í Bandaríkjunum rétt fyrir þrælastríðið. Hún átti að velja hvort hún vildi búa með hvítum frakka sem hún mátti ekki giftast eða vera fátæk svört kona. Hún ákvað að halda áfram að kenna svörtum börnum að lesa(börnum þræla.) og síðan gerðist hún nunna. Barasta ágæt mynd. Eftir myndina talaði við mömmu í smástund og síðan fór ég að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 16:23
Tuttugast og fjórði dagurinn - föstudagur 22. júní -
Laura fór síðan að hafa sig til fyrir tónleika sem hún ætlaði á. Ég hafði ætlað með, en ég var bara of þreytt. Ég fór bara í bíóið og keypti dvd disk með fjórum myndum á fyrir 39 krónur og síðan hafði ég það náðugt heima. og horfði á tvær af myndunum. og ég ætla mér að horfa á hinar tvær í kvöld.Nú sit ég í eldhúsinu á náttötunum. Búin að borða hafragraut og hrærð egg. Ég veit ekki hvað það var. Ég fékk bara allt í einu löngun til að fá skrömbluð egg í morgunmat. En ég átti víst ekkert beikon. Ég ætla í sturtu núna á eftir og svo ætla ég með bloggin á netið og eftir það ætla ég í búðarleiðangur því ég þarf að kaupa helling af mat fyrir ferðina á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 16:22
Tuttugasti og þriðji dagurinn - fimmtudagur 21. júní. - Sumar sólstöður. - örblogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar