20.6.2007 | 16:30
tuttugasti og fyrsti dagurinn - Stelpnadagur
Dagurinn byrjaði ekkert sérlega vel. Ég lagaði hafragraut en var bara svo lítið svöng en borðaði samt þangað til að ég var meira en pakksödd. Ég fór síðan af stað í vinnuna og var komin á slaginu átta. En þá var enginn kominn þannig að ég beið í 45 mínútur eftir Söru. Hún kom seint því hún á við svefnörðuleika að stríða, getur ekki sofnað á kvöldin. Sara hafði skilið lykilinn sinn eftir heima. Þannig að hún fór að sækja lykilinn. Ég fór bara með henni í bílnum hennar. Eftir það fórum við að safna ruslinu og eftir það verk héldum við kaffipásu. Eftir pásuna vorum við síðan bara að slæpast. Við fórum og keyptum nýja stóla, ruslafötu, nýja bolla og eitt og annað. Þetta tók okkur allan fyrri partinn þangað til rúmlega tólf. Það er núna greinilegt að það eru stelpur sem vinna þarna. Sara fór að velta fyrir sér hvað Jógvan muni segja þegar hann sér alla nýju hlutina eða þegar hann sér reikninginn. Ég held að það verði bara það sama og þegar við breyttum öllu í stofunni í Snoghoj á meðan Torben var í burtu á Ítalíu. Sara fór og hitti vinkonu sína í hádeginu, þannig að ég borðaði bara ein í dag. Við tókum langa hádegispásu rúmur klukkutími(nálægt því að vera einn og hálfur). Klukkan var um hálf tvö þegar við byrjuðum að vinna. Ég slóg gras meðfram köntum við götur og stigi og Sara kom og rakaði á eftir mér. Við gerðum þetta þangað til klukkan þrjú, hún lauk við það að raka öllu saman en ég fór með sláttuvélina til baka og þreif tjörnina. Það eru vöðlur þarna í skúrnum. En parið sem er þarna er ekki fyrir stelpur. Vöðlurnar voru miklu lengri en ég og stígvélin voru númer 44 og ég nota númer 36. Ég notaðist samt við þessar risa vöðlur, það tók mig samt helmingi lengri tíma að ganga að tjörninni en annars. Ég steig ofan í tjörnina sem var mjög gruggug(flott orð með fjórum g-um) og pikkaði upp hitt og þetta rusl sem var ofan í. Plastpokar, flöskur, dósir og djúsfernur. og síðan var líka eitt snuð. Þetta var nokkuð sem ég mundi helst ekki vilja endurtaka, en það er víst óhjákvæmilegt. Þegar ég var búin að þessu og búin að kjaga til baka í vöðlunum, vantaði klukkuna korter í fjögur. Við bara lokuðum og læstum og fórum heim.Eftir vinnu fór ég heim skipti um föt og fór síðan í tölvu á bókasafninu og var í klukkutíma. Um sex leitið fór ég síðan að hitta stelpurnar á Caffé Natúr. Því það kom nýr Nordjobbari í dag. Það er finnskur strákur frá Lapplandi. Hann var þarna með okkur. Síðan var Amanda orðin svo þreytt að hún fór bara heim. Strákurinn vildi gera eitthvað meira. Ég komst að því að Laura hafði aldrei komið út á Skansin eða út á Tinganes. Ég fór með þau út á Skansin í kvöld, Þeim fannst báðum æði að koma þangað tóku fullt af myndum. Ég tók myndir þar á sunnudaginn. Ég er samt búin að koma þarna þó nokkrum sinnum. Eftir þetta var svo kominn tími til að fara heim. Strákurinn gekk heim til sín og ég og Laura heim til okkar. Þegar heim var komið hitaði ég mér upp fisk frá því á sunnudaginn. Laura hafði borðað áður. En hún sat og borðaði núðlur með mér og við spjölluðum. Við fórum að bera saman það sem við skrifuðum í Nordjobb umsóknunum okkar. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við gerðum nánast nákvæmlega það sama. Hún skrifaði sína umsókn náttúrulega bara á sænsku, en síðan sendi hún Lindu bréf á ensku til að sýna henni að hún gæti líka tjáð sig á ensku, það sama og ég gerði. Það er greinilegt að þessi aðferð virkar. Eftir að hafa spjallað til klukkan níu þá fór Laura að sofa. Hún þarf að vakna fyrir allar aldir til að fara í vinnuna. En ég settist inn í herbergið mitt og prjónaði. En ég ætla að láta þetta gott heita í bili,
Orð dagsins: Sjá myndaalbúm. Myndir af skiltum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.6.2007 | 15:47
tuttugasti dagurinn - Ný vika
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 15:46
Nítjándi dagurinn - 17. júní --örblogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 15:45
átjándi dagurinn - harðsperrur!!! --örblogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 11:29
Sautjándi dagurinn - púl og þreyta.
Ég byrjaði gærdaginn(föstudag) á því að fara í vinnuna, það var orðið heitt þá þegar klukkan átta. Það verður yfirleitt ekki heitt fyrr en seinna kannski milli tíu og ellefu. Ég byrjaði á því að fara í túr til að tæma ruslaföturnar. Eftir það var kaffipása svona klukkutímalöng. Þegar pásan var búin þá var klukkan um níu og við fórum út. Við ætluðum að slá stærri blett í dag. Ég tók stóru venjulegu slátturvélina og Sámal tók orfina. Hann kláraði smá blett sem við höfðum skilið eftir í daginn áður. Ég byrjaði á stóra blettinum. Ég skiðti honum upp í smærri ferninga. Fyrsti ferningurinn var ekki svo slæmur. Það eru stórir steinar á þessum bletti sem ég þurfti að fara í kringum það var aðalvesenið. Síðan var líka glampandi sólskin og hiti og ég var bara á stutermabolnum. En vinnubuxurnar sem ég á að vera í eru regnbuxur og það er sko taumlaus skelfing að vera í þannig buxum að hamast í svona veðri. En ferningur tvö er allt önnur saga. Þetta svæði í gær er hóll og það var minnismerki um Willian Heinessen á toppnum. Það var taumlaus skelfing að ýta vélinni upp brekkuna.. Ég hafði samt skipt brekkunni í tvo parta svo ég þyrfti ekki að fara upp allt í einu. Ég svitnaði og svitnaði síðan komu amerískir túristar, sem bara gláptu á mig eins og það sé eitthvað mjög athugavert við það að stelpa væri að sá gras. Og gamall maður sem sat við minnismerkið hann tók meira að segja mynd af meðan ég var að vinna. Ég hef aldrei vitað annað eins. En síðan fóru þau lokins. En eftir þennan blett þá tók ég smá pásu og settist og Sámal kom og settist hjá mér til að spjalla, nokkuð sem ég held að hann geri gjarnan. Hann getur talað endalaust. Hann sagði að ég hefði verið dugleg. að slá þetta allt saman. Við sátum þarna í hálftíma held ég. En síðan héldum við áfram. Ég hélt áfram með stóru vélina og slóg restina af hólnum og fór í kringum steinana. Þangað til að það var ekki meira sem ég gat tekið með vélinni. Þegar ég var búin vantaði klukkuna tíu mínútur í tólf, svo það passaði akkúrat að fara í hádegismat. Sámal fór í SMS að fá sér að borða en ég borðaði bara nestið mitt í húsinu. Við hittumst síðan aftur klukkan eitt og tókum þá hjólbörur og hrífur með okkur. Við byrjuðum á því að slá það sem ég gat ekki gert með stóru vélinnig. Og síðan þurftum að raka allt saman. Síðan var klukkan bara allt í einu orðin þrjú og við vorum ekki búin að raka. Við þurftum bara að dífa okkur. Og við náður að raka allt saman og skúbba öllu grasinu í sinn stað með hjóbörunum klukkan tíu mínútur yfir fjögur. Þannig að þetta tókst. Á leiðinni heim stoppaði ég við í túristabúðinni að kaupa íslenskan fána. Hann kostaði mig fimm krónur. En ég held að það komi ekki margir Íslendingar þarna. Því eiginlega allir norsku, dönsku og sænsku fánarnir voru búnir svo það vara bara fullt af íslenskum fánum eftir. Þegar ég kom heim setti ég svo í þvottavé í fyrsta sinn hér. Marjun á gamla þvottavél sem er Lengi að þvo. hún stoppar í miðjum þvottinum svo maður þarf að fara niður til að setja hana aftur af stað.. Ég þurfti síðan að fara í sturtu áður en við færum á tónleikana. En ég uppgötvaði síðan það að handklæðið mitt var í þvottavélinni þannig að ég notaði annað lítið handklæði sem ég var með. En síðan kom hausverkurinn. Ekkert af því sem ég átti til hreint passaði beint saman. En mér tókst að gera þetta þokkalegt. Síðan klukkan tæplega sjö gengum ég og Laura af stað í Norræna húsið á sinfóníuna og Diddú og Dísellu. Á leiðinni sáum við fólk sem greinilega á sömu leið og við. Við gengum fyrir aftan þau langan veg. Og síðan þegar klukkan var 25 mínútur yfir sjö og fimm mínútur þangað til að tónleikarnir áttu að byrja sneri maðurinn sér við og spurði okkur á færeysku hvort við værum líka að fara á tónleikana. Jú ég gat svarað því.Þá sagði maðurinn á færeysku aftur að við kæmum bara akkúrat. Við vorum komin 28 mínútur yfir. Og fólk stóð enn bara í andyrinu. Tónleikarnir voru góðir. En ég held að það hafi ekki verið nóg af Íslendingum í salnum. Ég held að flestir af færeyingunum hafi bara komið út af færeysku söngkonunum sem sungu tvö lög. Það sem mér kom á óvart. að prógrammið var á færeysku(það var samt ekki það sem mér fannst skrítið) en allir titlarnir á lögunum voru þýddir yfir á færeysku líka. Síðan var líka furðulegt að herya Ragnheiði Ástu Pétursdóttur tala dönsku.Mér fanns bara gaman. En eftir tónleikana þá vorum við Laura svo þreyttar að við fórum bara beint heim. Við geispuðum hvor í kapp við aðra. Þegar við komum heim, fór hún beint upp að sofa, en ég tók út úr þvottavélinni, því hún hafði ekki verið búin þegar við fórum út, og síðan fór ég upp að sofa. Ég var algjörlega uppgefin.
Núna sit ég í eldhúsinu mínu og borða hafragraut með hryllilegar harðsperrur í handleggjunum. Samt ekki jafn slæmar og harðsperrurnar sem ég fékk eftir klifrið í Danmörku, en samt voru það átök í morgun að setja tagl í hárið. Ég ætla út núna á eftir, á bókasafnið að setja þetta blogg inn. og taka ákvörðun um hvað ég á að elda fyrir grænmetisæturnar á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 11:27
Sextándi dagurinn - Fimmtudagur í hnotskurn
Dagurinn byrjaði eins og dagurinn áður, en í þetta sinn mundi ég eftir nestinu mínu. Ég lenti hinns vegar í vandræðum með plastbokan sem ég hafði sett nestið í. Bæði höldin á honum slitnuðu á leiðinni. Það var efst í brekku sem allt pompsaði, bara gúmbess og flaskan mín rúllaði niður brekkuna. En stoppaði síðan þar, sem betur fer, svo ég gat náð henni. Dagurinn í vinnunni var svipaður og dagurinn áður. Fullur af kaffi pásum. Við unnumst meira. Við tókum stærri grasblett á milli trjá þar sem við vorum með handsláttuvélarnar. og síðan rifum við af grasinu í kringum öll litlu tréin þar sem vélin komst ekki. Eftir það var bara að raka og þegar það verk var búið var klukkan að verða fjögur og dagurinn búinn. Eftir vinnu fór ég síðan á bókasafnið. Ég byrjaði á því að fara í tölvu og síðan var að ég að kíkja í safninu. Ég fann fullt af bókum eftir Halldór Laxness og Einar Kárason, síðan fann ég bókina 101 Reykjavík í hljóðbók á dönsku. Að sjá svonalagað fær litla íslenska hjartað mitt að slá hraðar, ég verð stolt. Eftir þetta klukkan rúmlega sex fórum ég og Laura í Bónus, því fyrr um daginn höfðum við fengið kæliskáp. Við gengum í bónus og versluðum. En við hugsuðum ekki um það að við þyrftum að ganga til baka með alla pokana. Við vorum báðar með mörg kíló. Það var íka vandræði með kartöflur sem við ætluðum að kaupa. Minnsti pokinn sem hægt var að fá var 2 kíló og það er hlutfallslega dýrara að kauða stakar kartöflur útaf stykkja verðlagningunni. Við þurftum að gera pásur oft á leiðinni og ég held við höfum verið hátt í klukkutíma á leiðinni. Þegar heim var komið, þá var klukkan orðin átta. Eftir það elduðum við báðar og borðuðuð svo. Við borðuðum og spjölluðum í um klukkutíma þangað til rúmlega níu, þá þurfti Laura að fara að hátta. hún þarf að vakna hryllilega snemma til að fara í vinnuna. Stuttu seinna fór ég líka að hátta. Ég var að lesa í einhverjum bæklingi um stað sem við förum í ferð til á sunnudaginn eftir viku, með Norddjobb. Ég hlakka svo til. En ég sofnaði útfrá bæklingnum. Og vaknaði síðan um fjögurleitið og slökkti ljósið og hélt áfram að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2007 | 16:00
Fimmtándi dagurinn - ágætis byrjun
Ég fór á fætur og byrjaði daginn á því að fá mér að borða og smyrja mér nesti fyrir morgundaginn. Síðan var klukkan allt í einu orðin hálf átta og ég var hrædd um að ég mundi vera of sein í nýju vinnuna. Ég þaut út og gleymdi pokanum, með samlokunum mínum og sódavatninu. Ég var síðan tíumínútur á undan áætlun. Ég settist bara á bekk í smá tíma á leiðinni og kom síðan að húsinu tvær mínútur í átta. Þar fyrir utan stóð strákurinn, sem heitir Sámal, hann hafði gleymt lyklinum sínum heima. Þannig að við komumst ekki inn. Vandamálið var að það voru bara til tveir aðrir lyklar. Annar lykillin var hjá stelpu sem er í fríi og hinn einhverstaðar annarsstaðar á einhverri skrifstofu. Strákurinn hringdi í Jógvan og bað hann um að koma með lykil. Einum og hálfum klukkutíma síðar kom Jógvan loksins með lykilinn. Við höfðum bara beðið og staðið þarna fyrir utan allan tíman að tala saman. Ég komst að því að hann er miklu yngri en ég hélt. Hann er bara sautján ára. Ég veit ég er bara tveimur árum eldri en mér finnst langt síðan ég var 17. Við töluðum um allt milli himins og jarðar. Hann sagði að stelpan sem er fríi hafi unnið í þessu lengi. Og hafi lengi verið eina stelpan, svo að hún hafi beðið Jógvan um að finna fleiri stelpur, sem varð til þess að það verða bara stelpur í sumar og Sámal eini strákurinn. Þegar Jógvan kom með lykilinn þá kom hann líka með utanyfirbuxur fyrir mig og jakka. Buxurnar eru í stærri kantinum en ganga samt alveg. Jakkinn var medium og allt of stór. þannig að ég nota hann ekki. Síðan fór Jógvan aftur. Þá var klukkan um tíu og kominn tími fyrir kaffipásu. Sú pása var held ég rúmur hálftími. Eftir pásuna fórum við að tæma ruslafötur, það er hluti af starfinu. Það tók rúman hálftíma. Ég komst hinsvegar að því eftir á að ég fór stærri hring en ég átti að gera. En það var allt í lagi. Þá er minna að gera á morgun. Eftir þetta var síðan kominn hádegismatur. Við fórum út á Statoil sem er í þriggja mínútna fjarlæg. Ég keypti mér samloku og djús því ég hafði verið svo mikill klaufi að gleyma nestinu mínu heima. Við sátum held ég í klukkutíma að borða. Og þegar við vorum búin kom Jógvan aftur. Hann kom þá með nýja minni sláttuvél fyrir mig og nýjan jakka. Sá jakki var small en hann var ennþá of stór. Ég held að hann hafi áttað sig á því að með því að ráða stelpur þarf minni vinnugalla. vinnujakki í small í kallastærð er ekki það sama og small í kvennastærð. Hann kemur með minni jakka á morgun.Hann kom líka með hanska fyrir mig. Þessi heimsókn Jógvans tók um klukkutíma. Þá var klukkan að verða tvö. En þegar hann fór, fórum við að slá gras. Við slóum smá blett í kringum ný lítil tré. Erfiður blettur. Síðan skiluðum við slátturvélunum og sóttum hjólbörur og hrífur. Við rökuðum og settum grasið í hjólbörurnar. Ég þarf að æfa mig betur með slátturvélina. Þegar við vorum búin að þessu var klukkan um tíu mínútur yfir þrjú. þá tók það sig ekki að vera að byrja á einhverju nýju. Þannig að við fórum bara inn í hús og fórum aftur að tala saman. síðan klukkan korter í 4 kom Jógvan aftur. Vinnudeginum var lokið. Hann hafði gengið miklu betur en ég hafði búist við. Ég vona að dagurinn á morgun verði jafn auðveldur. Held samt að það verði meira um vinnu. Dagurinn í dag var samt fljótur að líða.
Ég fór heim eftir vinnu til að sækja usb lykilinn minn því ég ætlaði á netkaffið að setja inn blogg. Þá var Laura heima, hún sagði að Amanda hefði spurt hvort við vildum gera eitthvað í kvöld. Jú ég var alveg til í það. Ég dreif mig úr vinnubuxunum og fór í betribuxurnar og þaut út á netkaffið þar virkaði ekki netið en stelpan sem var að afgreiða benti mér á bókasafnið. Ég fór á bókasafnið. Ég komst að því að það er opið til sex og það er ókeypis að fara á netið þar í klukkutíma. Ég ætla þá bara að fara venja komur mínar þangað. Eftir klukkutíma í tölvunni fór ég heim. En rakst á Lauru á leiðinni í bæinn að hitta Amöndu við netkaffið því hún hélt ég væri þar. Ég fór heim að skila bæklingi sem ég hafði fengið á safninu. Laura beið eftir mér á meðan. Síðan rétt fyrir sex hittum við Amöndu. Við gengum um bæinn og það var bara fínt. Amanda sagði mér að henni þætti svo merkilegt að ég skuli hafi bara sagt á hótelinu að mér liði ekki vel í vinnunni og mér líkaði ekki vinnan. Hún sagði við mig að ef hún hefði verið í þessari stöðu þá hefði hún ekki þorað að segja eitthvað svona. Síðan sagði hún mér hvað kona sem vinnur með henni í Norrænahúsinu hafi sagt um íslenskar konur. Hún sagði að íslenskar konur væru ákveðnar, sterkar, kæmu sér strax að hlutunum, væru ekkert að tala í kringum hlutina, töluðu bara blátt áfram, og gerðu eða segðu bara það sem þeim fyndist þær þurfa að gera án vandræða. bara áfram með smjörið. Ég hef nú heyrt allt þetta áður. Mér fannst gaman að heyra þetta. Ég er búin að samþykkja að elda íslenskan mat fyrir þær á sunnudaginn í tilefni dagsinns. En hvernig eldar maður íslenskan mat fyrir tvær grænmetisætur? það er nokkuð sem ég þarf að hugsa um. Ég get gefið þeim rófustöppu... Þær eru líka báðar búnar að biðja mig um að kenna þeim að prjóna. Þeim finnst svo æðislegt að ég hafi prjónað svona flotta peysu. Amanda gapti þegar ég sagði henni að þessi peysi hefði tekið um 9 daga. Hún hélt að það væri hálfsársverk að prjóna peysu. Nei, það er það allaveganna ekki fyrir mig. Það er hálfsársverk fyrir mig að lesa bók. Þannig að líklegast fer ég að kenna þeim hvernig maður prjónar.
Ég fór á fætur og byrjaði daginn á því að fá mér að borða og smyrja mér nesti fyrir morgundaginn. Síðan var klukkan allt í einu orðin hálf átta og ég var hrædd um að ég mundi vera of sein í nýju vinnuna. Ég þaut út og gleymdi pokanum, með samlokunum mínum og sódavatninu. Ég var síðan tíumínútur á undan áætlun. Ég settist bara á bekk í smá tíma á leiðinni og kom síðan að húsinu tvær mínútur í átta. Þar fyrir utan stóð strákurinn, sem heitir Sámal, hann hafði gleymt lyklinum sínum heima. Þannig að við komumst ekki inn. Vandamálið var að það voru bara til tveir aðrir lyklar. Annar lykillin var hjá stelpu sem er í fríi og hinn einhverstaðar annarsstaðar á einhverri skrifstofu. Strákurinn hringdi í Jógvan og bað hann um að koma með lykil. Einum og hálfum klukkutíma síðar kom Jógvan loksins með lykilinn. Við höfðum bara beðið og staðið þarna fyrir utan allan tíman að tala saman. Ég komst að því að hann er miklu yngri en ég hélt. Hann er bara sautján ára. Ég veit ég er bara tveimur árum eldri en mér finnst langt síðan ég var 17. Við töluðum um allt milli himins og jarðar. Hann sagði að stelpan sem er fríi hafi unnið í þessu lengi. Og hafi lengi verið eina stelpan, svo að hún hafi beðið Jógvan um að finna fleiri stelpur, sem varð til þess að það verða bara stelpur í sumar og Sámal eini strákurinn. Þegar Jógvan kom með lykilinn þá kom hann líka með utanyfirbuxur fyrir mig og jakka. Buxurnar eru í stærri kantinum en ganga samt alveg. Jakkinn var medium og allt of stór. þannig að ég nota hann ekki. Síðan fór Jógvan aftur. Þá var klukkan um tíu og kominn tími fyrir kaffipásu. Sú pása var held ég rúmur hálftími. Eftir pásuna fórum við að tæma ruslafötur, það er hluti af starfinu. Það tók rúman hálftíma. Ég komst hinsvegar að því eftir á að ég fór stærri hring en ég átti að gera. En það var allt í lagi. Þá er minna að gera á morgun. Eftir þetta var síðan kominn hádegismatur. Við fórum út á Statoil sem er í þriggja mínútna fjarlæg. Ég keypti mér samloku og djús því ég hafði verið svo mikill klaufi að gleyma nestinu mínu heima. Við sátum held ég í klukkutíma að borða. Og þegar við vorum búin kom Jógvan aftur. Hann kom þá með nýja minni sláttuvél fyrir mig og nýjan jakka. Sá jakki var small en hann var ennþá of stór. Ég held að hann hafi áttað sig á því að með því að ráða stelpur þarf minni vinnugalla. vinnujakki í small í kallastærð er ekki það sama og small í kvennastærð. Hann kemur með minni jakka á morgun.Hann kom líka með hanska fyrir mig. Þessi heimsókn Jógvans tók um klukkutíma. Þá var klukkan að verða tvö. En þegar hann fór, fórum við að slá gras. Við slógum smá blett í kringum ný lítil tré. Erfiður blettur. Síðan skiluðum við slátturvélunum og sóttum hjólbörur og hrífur. Við rökuðum og settum grasið í hjólbörurnar. Ég þarf að æfa mig betur með slátturvélina. Þegar við vorum búin að þessu var klukkan um tíu mínútur yfir þrjú. þá tók það sig ekki að vera að byrja á einhverju nýju. Þannig að við fórum bara inn í hús og fórum aftur að tala saman. síðan klukkan korter í 4 kom Jógvan aftur. Vinnudeginum var lokið. Hann hafði gengið miklu betur en ég hafði búist við. Ég vona að dagurinn á morgun verði jafn auðveldur. Held samt að það verði meira um vinnu. Dagurinn í dag var samt fljótur að líða. Ég fór heim eftir vinnu til að sækja usb lykilinn minn því ég ætlaði á netkaffið að setja inn blogg. Þá var Laura heima, hún sagði að Amanda hefði spurt hvort við vildum gera eitthvað í kvöld. Jú ég var alveg til í það. Ég dreif mig úr vinnubuxunum og fór í betribuxurnar og þaut út á netkaffið þar virkaði ekki netið en stelpan sem var að afgreiða benti mér á bókasafnið. Ég fór á bókasafnið. Ég komst að því að það er opið til sex og það er ókeypis að fara á netið þar í klukkutíma. Ég ætla þá bara að fara venja komur mínar þangað. Eftir klukkutíma í tölvunni fór ég heim. En rakst á Lauru á leiðinni í bæinn að hitta Amöndu við netkaffið því hún hélt ég væri þar. Ég fór heim að skila bæklingi sem ég hafði fengið á safninu. Laura beið eftir mér á meðan. Síðan rétt fyrir sex hittum við Amöndu. Við gengum um bæinn og það var bara fínt. Amanda sagði mér að henni þætti svo merkilegt að ég skuli hafi bara sagt á hótelinu að mér liði ekki vel í vinnunni og mér líkaði ekki vinnan. Hún sagði við mig að ef hún hefði verið í þessari stöðu þá hefði hún ekki þorað að segja eitthvað svona. Síðan sagði hún mér hvað kona sem vinnur með henni í Norrænahúsinu hafi sagt um íslenskar konur. Hún sagði að íslenskar konur væru ákveðnar, sterkar, kæmu sér strax að hlutunum, væru ekkert að tala í kringum hlutina, töluðu bara blátt áfram, og gerðu eða segðu bara það sem þeim fyndist þær þurfa að gera án vandræða. bara áfram með smjörið. Ég hef nú heyrt allt þetta áður. Mér fannst gaman að heyra þetta. Ég er búin að samþykkja að elda íslenskan mat fyrir þær á sunnudaginn í tilefni dagsins. En hvernig eldar maður íslenskan mat fyrir tvær grænmetisætur? það er nokkuð sem ég þarf að hugsa um. Ég get gefið þeim rófustöppu... Þær eru líka báðar búnar að biðja mig um að kenna þeim að prjóna. Þeim finnst svo æðislegt að ég hafi prjónað svona flotta peysu. Amanda gapti þegar ég sagði henni að þessi peysa hefði tekið um 9 daga. Hún hélt að það væri hálfsársverk að prjóna peysu. Nei, það er það allaveganna ekki fyrir mig. Það er hálfsársverk fyrir mig að lesa bók. Þannig að líklegast fer ég að kenna þeim hvernig maður prjónar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 16:35
Tilkynning
Blogg fyrir daginn í dag kemur á morgun. Ég er búin að uppgötva tað að tað er líka hægt að komast á net á bókasafninu. Tað er meira að segja ókeypis að fara á netið í klukkutíma hér og tað er líka opið lengur, tað er opið til klukkan sex. Ég mundi skrifa blogg núna en ég ætla að fara að gera eitthvað með stelpunum. Ég er núna að pikka inn á Færeyskt lyklaborð. Teir eru með kommu takkann á mjög ótægilegum stað. Litli fingurinn á mér vill alltaf fara á takkann sem komman er á á íslenskum lyklaborðum. En hér fæ ég bara "ø" teim takka og "ð-ið" er líka einum takka til hliðar útaf bollu a-i. Þannig að ég fæ ø ístað kommu og å ístað ð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2007 | 16:07
Fjórtándi dagurinn - langur dagur..labbi labbi labb
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2007 | 16:05
þrettándi dagurinn - örblogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar