Tólfti dagurinn - kaflaskipti

Ókí dókí, hvar á ég að byrja. Í morgun fór ég í vinnuna. Ég mátti samt bíða í tíu mínútur þegar ég kom. Það er ekkert fyrir mig að gera svona snemma... Á sunnudögum þá er allt þrifið. Ég þurfti að tæma allar hillur og skápa og þrífa og raða síðan öllu á sína staði aftur. Þetta var bara fínt. Ég var að þessu fyrir hádegi. Kalda eldhúsið var glansandi. Síðan eftir þetta var komin hádegispása. Hún var hálftími. Eftir hléið skar ég síðan niður fetaost. Ég var með nokkur stór stykki af feta osti og þurfti að skera þau niður í smáa ferninga. Það var nú ekkert mál. Þegar ég var búin að því tók ég til við það að útbúa salatbar fyrir morgunverðarhlaðborðið á morgun. Þar skar ég niður, tómata, paprikur, gúrkur, rauðlauk, gulrætur, ólívur(bæði grænar of svartar) og niðursoðinn ananas. Það voru líka fleiri hlutir sem ég setti með. Þegar ég var búin að þessu þá var nú eiginlega ekkert fyrir mig að gera. Ég var bara send í pásu, ég lét þá pásu vera 20 mínútur. Eftir pásuna þá átti ég að skera brauð niður í litla ferninga og setja þá síðan í ofninn. Eftir það sá ég alvöru ástaraldin í fyrsta sinn. Ég skar þau í tvennt og skrapaði síðan fræin úr. Þegar ég var búin að því var klukkan orðin fimm og komið að mat. Ég var þá virkilega farin að finna fyrir spennu, bæði yfir því að tala við Magna og Birnu og því að hitta sænsku stelpuna. Ég kíkti í færeyskt dagblað og sá eina frábæra auglýsingu. Það var auglýst eftir timburmönnum. Mér fannst það fyndið.

Síðan var bara klukkan allt í einu orðin sex og kominn tími til að tala við Magna og Birnu um gang mála. Við settumst niður í lobbíinu. Ég sagði þeim bara sannleikann. Sagði að ég vildi ekki halda áfram í eldhúsinu. Það væri bara ekki fyrir mig. Þau tóku því bara vel, En Birna spurði spurningarinnar sem ég hafði beðið eftir, hvað ég vildi?. Ég gat ekki annað gert enn að halda áfram sönnum játningum. Ég viðurkenndi að ég vissi ekki alveg hvað ég vildi gera. Og spurði síðan um hreingerningarstörf eða þrif í herbergjum. Birna sagði mér að það væri ekki full vinna, bara 20 tímar á viku, þannig að það er útskrifað. Það sem hún getur boðið mér upp á er uppvask. Hún stakk líka upp á því að ég mundi hringja í Lindu frá Nordjobb og spyrja hvort hún gæti kannski fundið eitthvað annað fyrir mig. Ég fæ frest þangað til á þriðjudaginn til að hugsa um hvað ég vil gera. Í fyrramálið þá ætla ég að hringja í Lindu og tala við hana og vita hvort hún geti gert eitthvað í málunum. Ég geri samt ekki ráð fyrir því að hún hafi einhverjar töfralausnir, það er samt þess virði að hringja til London og spyrja. Ef hún hefur engar lausnir þá fer ég bara í uppvask. Flókið. En flækjan er ekki jafn mikil núna og hún var í morgun sem er gott.

Eftir þennan fund fór ég aftur á Statoil að skila mynd sem ég leigði í gær. Það var myndin In Her Shoes, með Toni Collette og Cameron Diaz. Það var góð mynd. Sýnir líka hina og þessa erfiðleika sem þeir sem eru les eða talnablindir eiga í. Maður er ekki heimskur þó að maður lesi og skrifi vitlaust og geti ekki reiknað!!

Þegar ég kom heim vantaði klukkuna korter í sjö og ég hitti Lauru sænsku stelpuna. Hún sagðist ætla borða með finnskri Nordjobb stelpu sem inni í norrænahúsinu, það var Amanda, og að hún mundi koma hingað klukkan sjö. Síðan var Amanda bara allt í einu komin. Við fórum síðan þrjár saman að borða. Á veitingastað sem heitir Hvönn. Það var bara fínn staður. Þeim fannst hann dýr en mér fannst hann bara í svona meðallagi á danskan mælikvarða. Amanda og Laura hittust í dag í einhverri Nordjobb siglingu sem ég missti af því ég var í vinnunni. Þær voru að segja að þær þyrftu að læra að tala skandinavísku. Þær skilja ekkert þegar Danir tala en ná alveg samhenginu þegar aðrir tala dönsku. Ég get vel talað skandinavísku en ég ætla bara að tala dönsku við þær og segja spise og snakke í stað þess að segja eta og prata. Það hefur oft komið fyrir að Amanda skilur ekki eitthvað þegar ég segi eitthvað á dönsku. Eitt slíkt tilvik er búið að eiga sér stað með Lauru þegar ég spurði hana hvenær hún ætlaði að borða morgunmat á morgun. Eftir að við komum heim þá var ég eitthvað svo þreytt að ég nennti ekki að skrifa bloggið mitt. Ég fór þá bara í bað. Ég var alveg búin að gleyma því hvað það er þægilegt að fara í sturtu í lok dags, Ég hef svo lengi bara gert það á morgnanna. Það er svo notalegt að vera í innifötum og bara hafa það kósý upp í rúmi skrifandi blogg, bryðjandi tyrkneskan pipar og hlustandi í Dolly Parton. Ég ætla núna að láta þetta gott heita í bili og skríða undir sæng

Orð dagsins: timburmenn. Í færeysku eru timburmenn alvöru menn en ekki bara heiti yfir ákveðna líðan. Mér finnst þetta alveg frábært orð. Ég held að timburmenn séu smiðir...


Ellefti dagurinn - uppgjör

Jæja, í dag er laugardagur og á morgun er dagurinn mikli. Ég er ekki búin að hugsa um allt það sem ég sagðist ætla að hugsa um í dag, í blogginu í gær. Ég hugsaði reyndar smá um það í hádeginu í dag. Þannig að klukkuna vantar tuttugu mínútur í tólf núna og ég er engu vísari. Ég veit ennþá ekki hvað ég vil. Þó að eldhúsið hafi skánað, þá er það ekki fyrir mig. Spurningin hennar Ímu hversvegna mér líður illa í eldhúsinu, er góð spurning og ég giska á að Magni og Birna munu spyrja mig þessarar spurningar á morgun. Svo ég er búin að vera að hugsa mest um það. En ég bara get ekki fundið ástæðuna eða alla veganna á ég í erfiðleikum með að orða þessa tilfinningu. Það bara koma upp hin og þessi ómerkileg smáatriði, sem skipta ekki svo miklu máli. Ég bara vei ekkert hvað ég á að segja. Ég er hins vegar viss um að þau munu reyna að fá mig til að halda áfram í eldhúsinu. Ég er samt held ég búin að útiloka uppvaskið. Ég ætla spyrja á morgun hvað það er nákvæmlega sem hreingerningarmanneskja gerir og hvort ég geti fengið að búa um rúm og þannig. Ég er alla veganna komin svo nálægt niðurstöðunni.

Dagurinn í dag var alveg ágætur. Hann byrjaði hinsvegar ekki svo vel, ógleðin enn og aftur, hún hverfur samt alltaf um leið og ég kem út eða er búin að vera úti í nokkrar mínútur. En ég harka þetta bara af mér og held áfram. Fyrsta einn og hálfa klukkutímann var ég að hjálpa Kop við að útbúa matpakka. Með samlokum ávexti og djús. 37 pakkar. Síðan skar ég smá paprikur, gúrkur, tómata og lauk. Eftir það var bara komin hádegispása. Hún var svona hálftími. Eftir hádegi var eiginlega ekkert að gera og ég var bara að baka smákökur. Kop rétti mér uppskriftabók og opnaði á smákökusíðunni og sagði að ég mætti velja. Ég fann valhnetukökur. Ég gerði þær. Það er greinilegt að þau hér hafa ekki bakað smákökur með dætrum Jóns og Kristínar, Bara tvöfölduð uppskrift og deigið hrært með höndunum. Ég man til þess að uppskrift að einhverjum smákökum í jólabakstri hafi verið margfölduð svo svakalega að náð var í vaskafat. Ég bakaði sem sagt valhnetukökur í dag. Ég smakkaði þær líka, mér fannst þær fínar hefðu samt getað verið betri. Þær voru betri á bragðið en þær litu út. nýi indverski kokkurinn var eitthvað að segja að smákökurnar hjá mér væru ekki alveg hringlaga. Ég sagði bara við hann það sem Nigella segir alltaf , Hún segir að henni finnist skipta meiru máli að hlutirnir bragðist vel en að þeir líti vel út. Ég er sammála henni. Síðan þegar ég var búin að þessu, var komið að næstu sort. Ég hafði líka alveg frjálst val um það. Þá urðu kaffikökur fyrir valinu. Það hafði enginn í eldhúsinu prófað þessa uppskrift áður. Svo öllum fannst þetta spennandi. Ég var búin að blanda öllu saman og hnoða deigið og var byrjuð að gera smá lengjur úr deiginu. Kop kom að skoða hjá mér og var og rúllaði eina lengju. Hún spurði mig hvort ég væri viss um að það ætti ekki kæla deigið eitthvað. Ég var handviss um að svo var ekki, stóð ekkert um það í uppskriftinni. Henni fannst þetta svo skrítið. Ég hélt áfram með lengjurnar og raðaði þeim jafn óðum á bökunarplötuna. Síðan þegar ég var búin að rúlla öllu upp skellti ég plötunni í ofninn og bakaði í 10 mínútur, það stóð 15 í bókinni en ofninn var bæði á meiri hita og var á blæstri líka. Þegar ég tók kökurnar út stoppaði kokkurinn Egil, mig og sagði að honum þætti eitthvað bogið við þetta, og spurði mig hvað þetta væri sem ég væri að baka. Ég sagði að þetta væru smákökur, ég ætti bara eftir að skera þær. Honum fannst þetta held ég spennandi og skrítnar kökur. Eftir það tók ég lengjurnar út og lét þær kólna smá. Þegar þær höfðu kólnað skar ég lengjurnar í bita og lagði aftur á plötuna. Það var heljarinnar verk. Síðan setti í plötuna aftur í ofninn og bakaði þá í 7 mínútur og þá voru kökurnar til Þá var klukkan bara orðin tíumínútur í fimm og ég fór í kvöldmatarpásu. Þurfti hinsvegar að bíða í hálftíma eftir kvöldmatnum en það var allt í lagi, ég sötraði bara kaffi á meðan. Þetta fólk drekkur sterkt kaffi, annað en Snoghoj kaffi, sem er reyndar miklu skárra en MH-sullið. Síðan var kvöldmaturinn til og kokkurinn sem hafði lagað matinn kom og settist hjá mér. Það er ungi indverski kokkurinn sem byrjaði í síðustu viku, hann er nýútskrifaður úr kokkaskóla á Indlandi. Við vorum bara að spjalla saman. Þegar kom í ljós að hann á við sama vandamál að stríða hér í Færeyjum og ég og Amanda að þekkja engan og hafa ekkert að gera og sitja bara heima að gera ekki neitt. Ég fékk símanúmerið hjá honum svo við getum öll gert eitthvað saman.

Annars kemur líka sænska stelpan á morgun. Ég fékk tölvupóst frá Lindu um það. Ég hlakka til að koma heim úr vinnunni á morgun, að vera hugsanlega búin að leysa vandamál mín og hitta stelpuna. Það verður áreiðanlega gaman að hafa einhvern að tala við á kvöldin.. En nú ætla ég að fara að sofa. ég erbúin að sitja í klukkutíma yfir þessu bloggi.


Tíundi dagurinn

Ég byrjaði daginn á morgunmat hjá Marjun. Við vorum bara að spjalla. Hún sagði mér að hún hefði oft hlustað á Hauk Mortens, Hún spurði mig hvort ég hefði heyrt um hann. Jújú, eitthvað heyrt minnst á hann einu sinni.... hehe... Nei nei, ég hef hlustað á geisladiskinn hennar mömmu grilljón sinnum og ég veit ekki betur til en ég kunni öll lögin utan að. Ég man eftir að hafa setið inn í Nóatúni í fatahenginu og sungið með Hauki. Ég hef samt ekki hlustað á hann lengi.

 

Síðan fór ég í vinnunna. Ég þurfti að byrja á því að leita að hreinni skyrtu. Ég setti skirtuna mína í óhreinatauið á þriðjudaginn og það var ekki búið að þvo hana. Ég fann bara engar skyrtur sem voru með hnöppum. Síðan fann ég eina skærgula en það vara bara eitt vandamál hún er Large, en ég bara bretti upp ermarnar og lét hana nægja og setti svo á mig svuntu. Síðan tók grænmetið við. Ég byrjaði á því að skera mig á skrítnu gulrótarverkfæri, bara smá skeina samt. Ég skar gulrætur, paprikur og gúrkur. Síðan tók við að skera hálfan annan helling af lauk og þá tóku tárin að streyma niður kinnarnar. Hvað er það í lauk sem gerir þetta að verkum? Ég held að það hafi veri einhverstaðar þarna á milli sem ég fór á klóið og kom til baka og tók eftir því að vísifingurinn á mér var allur blóðugur. Ég þvoði mér og sá síðan að partur af skinninu á liðamótinu var laust frá. Ég lokaði bara sárinu og það hætti að blæða. Ég veit ekki hvernig þetta geriðist ég held að það hafi verið kannski klósetthurðin...en það er bara ágiskun. Ég bara tók ekkert eftir þessu. Svona eins og í Hvassó þegar ég sagaði í handarbakið á mér og ég tók ekki eftir því fyrr en Ágústa hljóðaði og sagði "Úlfhildur það blæðir úr handarbakinu á þér.". Ég steikti síðan laukinn og beikon bita. Síðan setti ég laukinn og beikonið í bökur sem voru síðan bakaðar. Þetta var allt fyrri part dags. Síðan um tvö leitið var hádegismatur. Það sem var, var eitthvað gums, með gulrótum og ananas sem mig langaði ekki til að borða þannig að ég fékk mér bara jógúrt og djús. Birna kom síðan og borðaði með okkur, Hún settist við hliðina á mér og sagði. "Mikið ert þú gul í dag" Ég útskírði fyrir henni að þetta hefði verið einaskirtan með hnöppum sem ég hefði fundið í morgun og að hún væri Large. Þetta fannst henni fyndið. Ég dróg matarhléið mitt. Ég sko tek ekki hádegishlé styttri en hálftíma. En það er líka allt í lagi. Fólk má taka sinn tíma í að borða. Eftir hádegi hjálpaði ég Kop við að gera kökur með súkkulaði það var svo góð lykt af þeim. Ég held reyndar að þetta hafi bara verið botnarnir.. Síðan fór ég í það að plokka skurn utan af soðnum eggjum. Það tók tímann sinn. þetta voru 50 egg og skurnin vildi ekki af þeim. Ég fékk að vita hversvegna skurnin er svona föst á. Jonly sagði mér að það væri vegna þess að eggin væru ný, þá eru þau oft svona. Maður þarf að gera þetta með extra varkárni. Ég held ég hafi staðið þarna yfir eggjunum í einn og hálfan tíma jafnvel lengur.  Þegar ég var loksins búin var klukkan  10 mínútur yfir fimm og kominn kvöldmatur og mínum vinnudegi lokið. Þegar ég var við það að taka mér disk. kallaði Magni í mig og spurði hvort hann gæti fengið mig lánaða í augnablik. Jújú, ég lét diskinn frá mér og elti hann fram í þvottaherbergi. Hann vildi tala við mig um starf mitt í eldhúsinu og framhaldið. Hann vildi vita hvar ég stæði í augnablikinu. Hann spurði hvernig mér gengi. ég svaraði því að að ég héldi að mér gengi ágætlega. Hann sagði að það væri gott að heyra. Ég sagði síðan bara hreint og beint við hann að ég væri ekki viss um hvort ég vildi halda áfram í eldhúsinu. Það var smá þögn. Ég vildi bara vera hreinskilin við hann. Magni spurði mig síðan hvort ég hefði ekki lært eitthvað. Ég er búin að læra það að maður sýður egg með sítrónum og salti og ég er búin að læra að skrautskera epli og fylla þau með kanel. Hann hló þegar ég sagði þetta með eplin og sagði "þá getur þú gert það heima". Ég sagði líka við hann að ef ég mundi borða einhverntímann á veitingastaðnum þá væri ég búin að ákveða að panta mér  kanelfyllt epli. En við töluðum líka frekar um það að ég mundi hætta í eldhúsinu. Ég sagði honum frá samning mínum við Birnu, að ég mundi vinna þessa helgi og tala svo við hana á sunnudaginn eftir vinnu. Ókey honum leist vel á það plan. Ég á semsagt fund  við þau bæði saman á sunnudaginn. Ég þarf virkilega að gera upp hug minn varðandi hvað ég vil gera áður en sá fundur verður.. Ég þarf líka að velta fyrir mér spurningunum sem Íma bar upp í athugasemd við blogg í síðasta holli. En ég velti því nú líka fyrir mér í síðasta bloggi, sem var ekki komið á netið þegar athugasemdin var skrifuð. Ekki það að ég hafi komið með svarið í blogginu... Ég ætla að pæla meira í þessu á morgun.. Og ég ætlað að vera komin með svör við öllum spurningunum mínum í bloggi annað kvöld eftir vinnu...
Ég borðaði síðan kvöldmatinn með Magna, hann fór að spyrja mig út í það afhverju ég væri svona góð í dönsku. Mér fannst gaman að heyra það að honum finnst það. Ég svaraði að það væri vegna þess að ég hefði búið í Danmörku í ár. Annars er það kannski ekki alveg öll ástæðan. Ég held að það sé engin aðal ástæða. Ég varð bara sjálfkrafa góð í dönsku. Ég fékk nánast fyrirhafnarlaust 9,5 á samræmdu prófi í dönsku.  Ég man að dönsku prófið var á mánudegi og ég man að ég sat í stofunni heima að horfa á sjónvarpið og mamma var ekki hrifin af því, fannst ég ætti frekar að vera að læra fyrir prófið. Ég man að ég var að horfa á hvali á Discovery Channel en horfði síðan á Forsvar á eftir. Ég er ekkert viss um að ég hefði verið 0,5 hærri hefði ég verið með nefið ofan í bók þetta kvöld. Maður á ekki að vera að læra kvöldið fyrir próf. Ef maður kann ekki hlutina þá, þá kann maður þá ekki, það finnst mér alla veganna. En ég held ég muni alltaf monta mig af þessari einkun 9,5.  Ég man líka að Brimrún var ánægð með mig. Hún hafði kvartað allan veturinn yfir því að ég læsi ekki nógu mikið. Ég var svona að vonast til þess að rekast á hana á meðan ég var heima í maí til að segja henni að ég væri búin að vera einn vetur í Damörku. Ég er viss um að hún hefði gaman af því að heyra það.

 

Klukkan sex var ég komin í úlpuna og upp í lobbí ég kíkti í tölvuna ör stund og þaut síðan út. Ég var svo spennt að hitta sænsku stelpuna. En varð hissa þegar ég kom heim. Hún var ekki komin. Mig minnir eins og ég hafi lesið í póstinum frá Lindu að stelpan kæmi á föstudegi,, en hún kemur örruglega núna um helgina. Leiðinlegt að misminna svona. Marjun sagði við mig í morgun að ég mundi fá pott og pönnu í eldhúsið og að fljótlega fengi hún lítinn ískáp fyrir eldhúsið líka. Og þegar ég kom heim í kvöld sá ég pottinn og pönnuna. Nú get ég semsagt eldað mér mat. Farið að borða eitthvað annað en súpur og núðlur. Ég setti líka upp skerminn sem hún hafði fengið fyrir loftsljósið í herberginu mínu. Skermurinn er appelsínugulur og birtan frá ljósinu er dálítið appelsínugul núna en mér finnst það bara þægilegt.


Níundi dagurinn - annar frídagur

Dagurinn í dag var ágætur en ekki jafn góður og gærdagurinn. Hann byrjaði bara á rólegu nótunum. Fór í sturtu borðaði gullkorn og epli. og kláraði að skrifa bloggið fyrir gærdaginn sem ég var of þreytt til að klára í gær, síðan tók ég smá örvæntingarkast því það er vinnudagur á morgun, og lesendur þessa bloggs vita hug minn til eldhúsjobbsinns. Ég er búin að hugsa svo mikið um þetta. Ég hef verið að hugsa, ég fæ annan sjens á Hafnía en síðan hugsa ég hvað ef sama kemur upp í hinu, þá verð ég bara að halda það út til enda sumars.. Ég hef líka komist að niðurstöðu í öllum þessum hugsunum mínum. niðurstaðan er: ég veit ekki hvað ég vil. Það er vandamál. Ég veit aðeins það að ég vil ekki vera áfram í eldhúsinu. Ég hef líka verið hugsa það að ég hef ekki nægan áhuga á eldhúsvinnu eða matreiðslu. Síðan poppar spurning, sem Birna spurði mig, reglulega upp í kollinum á mér. Hún spurði mig. Hvers vegna ég hefði komið til Færeyja, Var það vegna peninganna eða vegna þess að ég vildi sjá Færeyjarnar.. Ég bara hafði ekki svar við þessari spurningu. Ég er búin að velta þessum spurningum marg oft fyrir mér en ég bara veit ekki svarið. Ég get ekki beint sagt að ég viti hversvegna ég er hér. Ég bara er hér. Heilinn minn er að springa út af þessu. Síðan bætist samviskubit ofan á alla óvissuna. Samviskubitið er út af tveimur hlutum held ég. Fyrst það að mig langar til að vera ánægð með starfið sem ég fékk, en ég er það bara ekki. Ég get ekki bara sett upp platbros allt sumarið. Síðan er það hvað allir eru góðir við mig, sérstaklega Birna. Ég veit ég tauta það sama í hverju bloggi. En þetta mál tekur bara svo stóran hluta hugsanna minna. Ég hef líka hugsað stundum um það að væri kannski bara best að fara heim aftur til Íslands. Ég held ég hafi upplifað heimþrá í fyrsta skipti á ævi minni. Allan tíman í Danmörku, langaði mig ekkert til Íslands. Mig langaði náttúrulega oft að vera með fjölskyldunni, sérstaklega á aðventunni. En annars langaði mig ekkert til Íslands, Ég var búin að fá yfir mig sadda af því... Mig langar til að vera hamingjusamari, en ég bara veit ekki hvað það er sem mun gera mig ánægða. Ég var hamingjusöm í gær, en ég er ekki mjög hamingjusöm í vinnunni. Mér bara líður ekki vel í eldhúsinu. Æji ég verð að fara að gera upp hug minn og hætta að hugsa um þetta.

 

En hvað um það í dag eftir hádegi þegar ég var búin að klára bloggið frá í gær, notaði ég tækifærið til að fara á netkaffið á meðan það var opið. Það eru tvö netkaffi hér annað lokar klukkan klukkan hálf sex og hitt klukkan sex og þau eru bæði bara opin til 2 á laugardögum og ekkert á sunnudögum. Mér finnst þetta eiginlega fáránlegt. Mér finnst nú að netkaffi mættu vera opin eitthvað fram á kvöldin. En hvað um það. Ég ætlaði að vera í klukkutíma á netkaffinu og hlusta á þáttinn hennar mömmu í útvarpinu. en það var ekki hægt. Ekkert efni frá laugardeginum virkaði. Það var spæling. En ég var samt á netinu í klukkutíma. Eftir netkaffið fór ég í göngutúr aftur í skógræktinni og prófað nokkra nýja stíga þar sem ég hafði ekki prófað á þriðjudaginn. Það vara bara fínt. Góða veðrið er samt búið. Það var skýjað í dag. Ég var svona einn og hálfan tíma í göngutúrnum. En sat í dágóðann tíma á bekk að horfa á endur á tjörn. Eftir það um klukkan hálf fjögur fór ég heim, borðaði smá og horfði á video í tölvunni. Siðan klukkan hálf fimm fór ég að hitta Amöndu. Hún hafði ekki komið í gamlabæinn, svo við fórum þangað. Eftir það fórum við síðan út að vitanum, Skansin heitir staðurinn. Þar er fullt af fallbyssum og tvær risastórar. svaka virki. Ég man ekki fyrir hverjum færeyingar voru að verja sig.. Ég sagði Amöndu að það væri enginn íslenskur her og henni fannst það furðulegt. Og spurði hvað við gerðum ef einhvet tæki upp á því að ráðast á okkur. Ég spurði bara. Hver ætli hafi áhuga á Íslandi, sem flestir í heiminum vita ekki einu sinni að er til. Eftir þennan túr, fór Amanda heim. Ég fór hinnsvegar með henni í Statoil og leigði mér dvd mynd þar svo ég hefði eitthvað að gera í kvöld annað en að vola yfir ástandi mínu, eins og ég hef gert sum önnur kvöld. Ég horfði semsagt á myndina Spanglish fyrr í kvöld, Hún var eiginlega miklu betri en ég bjóst við. Þetta var dagurinn í dag. Ég kvíði fyrir því að fara í vinnuna á morgun en ég veit ég lifi það af. Það eru líka bara þrír dagar eftir.Ég held líka að tilhlökkunin við að hitta sænsku stelpuna á morgun sé sterkari en kvíðinn kvöld. Á meðan ég var úti í dag hefur Marjun komið með tvo stóla í littla eldhúsið, svo það er hægt að sitja við elshúsborðið núna.


Áttundi dagurinn - búin að vera í viku

Ég trúi því ekki að ég sé búin að vera í viku í Færeyjum. Þetta virkar hafa verið miklu lengri tími. Kannski sérstaklega út af allri þessari angist minni í sambandi við eldhúsið. Bara þrír vinnudagar meir af prufuvikunni og þá verður framtíðin aftur rædd. Ég bara veit ekki hvað í ósköpunum ég á að gera. Ég vil helst ekki vera í eldhúsinu. Ég veit það. En það er restin sem ég veit ekki. hvort ég eigi að vera í uppvaski og vera að vinna svipaðan tíma á sömu launum eða vera í hreingerningum. Ég hallast að hreingerningum því mér þætti asnalegt að hafa verið í eldhúsinu og fara síðan í uppvask og vera fyrir framan sama eldhúsfólkið. Ég held að mér þætti það óþægilegt. Síðan er Birna, hún er svo elskuleg við mig, að það er næstum ekki til að hjálpa mér. Ég fæ samviskubit þegar ég hugsa um það. Hún hringir í mig til að spyrja, hvernig ég hafi það á frídeginum mínum. Ég hef aldrei vitað annað eins.

Dagurinn í dag er búinn að vera mjög góður. Hann byrjaði á sömu nótum og gærdagurinn. En samt framfarir. Það voru tvö epli sem voru borðuð í morgunmat í morgun. Það er plús. Síðan eftir sturtu og eplin fór ég síðan af stað í leiðangur, klukkan var rúmlega 11. Ég setti tónlistina á í ipodnum(eða sarpinum eins og ég sá það þýtt í Opruh) og gekk út. Fyrsta vers var að finna Norrænahúsið. það var góður göngutúr að finna það. Mikið fæ ég alltaf mikið kikk af því að sjá íslenska fánan blakta við hún í útlöndum, Mér finnst hann eiginlega bera af í fegurð miðað við hina norðurlandafánana. Mér finnst Dannebrog reyndar líka flottur. Síðan er grænlenski fáninn sem útlitslega séð passar ekki inn í samkvæmið. Þegar Norrænu fánarnir eru saman þá eru það oftast bara sá íslenski, sænski, danski, norski og finnski. En hér taka þeir alltaf færeyska fánann ( af skiljanlegum ástæðum), álandseyska fánan og grænlenska fánann með líka. Mér finnst það flott. Konan sem ég átti að tala við var ekki við, hún vinnur ekki á miðvikudögum og fimmtudögum, en í þessari viku eru þetta einmitt dagarnir sem ég get farið í Norrænahúsið. En ég talaði við aðra konu. ég þurfti að skrifa nafn og heimilisföng á blað og það verður eitthvað gert svo ég geti fengið færeyska kennitölu og stofnað bankareikning fyrir launin mín. Ég gat líka heilsað upp á Amöndu. Við ákváðum að hittast klukkan sex í bænum. Hún á nefnilega við sama vandamál og ég að stríða, að þekkja engan hér og hafa ekkert að gera kvöldin annað en bara að sitja í herberginu sínu og lesa.

Eftir Norrænahúsið fór ég síðan í SMS. Ég byrjaði í matvöruversluninni og síðan fór ég í expert. Á meðan ég stóð inni í Expert að skoða geisladiska þá hringdi síminn minn. Mér bregður næstum alltaf þegar síminn hringir því hann gerir það svo sjaldan. Það var Birna bara að segja hæ og spyrja mig hvernig ég hefði það í sólinni á frídeginum mínum. Mér finnst þetta svo ótrúlegt. Jú ég hafði það bara fínt, ég gat sagt henni það. Ég endaði með að kaupa disk í Expert. Disk með dúettum með Johnny Cash og June Carter. Ég ætla að hlusta á hann á morgun. Nú sit ég og hlusta á Sænska kántrí hljómsveit. Sænska útgáfan af Dixie Chicks. Þær heita Calaisa og tónlistin þeirra er svona kántrí-popp með írsku ívafi. Mér finnst þær fínar.

Eftir SMS fór ég síðan heim skilaði af mér vörunum. Ég ætlaði að fara á bókasafnið til að fara í tölvu með net. En þegar ég var komin á bókasafnið. Var bara ein manneskja að afgreiða og hún var að hjálpa einhverjum í gegnum símann. Hún talaði færeysku en ég náði að viðmælandinn er staddur í Danmörku. Þegar ég var búin að bíða í næstum 10 mínútur þá gafst ég upp á þessu og ákvað þá bara að halda áfram með planið mitt. Ég fór í upplýsingamiðstöðina að spyrjast þar fyrir um Þjóðminjasafn Færeyja mig langaði þangað. Maðurinn sem ég talaði við. Talaði sænsku við mig. Ég held að margir Færeyingar haldi að ég sé Svíi. Þeir heyra að ég er ekki Dani. Þeir heyra framburðinn hjá mér og þeim finnst hann vera sænskur. Ég vil frekar tala dönsku en sænsku. En hvað um það. Ég spurði hvað það kostaði mikið að fara á safnið. Því hraðbankinn vildi ekki leyfa mér að taka út pening og ég hafði áhyggjur að ég hefði ekki nóg. Síðan sagði maðurinn mér líka hvaða strætó ég ætti að taka. Ég fór síðan á stoppistöðina og var að skoða skiltið til að sjá hvenær vagninn kæmi, þegar Högni úr Norrænahúsinu, sá sem tók á móti mér fyrir viku kom og spurði hvert ég ætlaði. Ég sagðist ætla á safnið. Hann sagði mér hvar ég gæti farið úr vagninum. Það var nú góð tilviljun að hann skildi hafi átt leið þarna hjá akkúrat á þessu augnabliki. Mér finnst færeyskir strætóar skrítnir. Í fyrsta lagi eru þeir rauðir. síðan er líka skrítið að stíga bara upp í vagninn og setjast án þess að borga. og svo eru engar dyr aftast í vagninum, bara fremst og í miðjunni. En það var sport að fara með strætó verð ég að segja. Ég missti hinsvegar af stoppistöðinni sem Högni hafði sagt mér að fara út á og fór þá út á næstu stöð og þurfti að ganga tæpan hálftíma til baka. 20 mínútur á réttu stoppistöðina og tíu mínútur á safnið. Safnið var flott. Færeyingar hafa víst átt í samskonar viðræðum við Dani og við. Hellingur af færeyskum munum í færeyjum, en danir hafa verið tregið hingað til að láta þá af hendi. En auðvitað eiga færeyskar forminjar að vera í Færeyjum en ekki í geymslu í Danmörku. Svona eins og íslenskar minjar eiga að vera á Íslandi en ekki í Svíðþjóð eða Danmörku.. Það var fullt að skrítnum hlutum þarna. Það kom mér á óvart hvað færeyskar fornminjar eru margar öðruvísi en það sem ég hef séð á Íslandi. í fyrsta lagi er heill salur þarna fullur af öndvegissúlum. Síðan var eitt sem vakti athygli mína og það var barna göngugrind til að hjálpa börnum sem eru að taka sín fyrstu skref. Mér fannst gaman á safninu. En ég skoðaði ekki úti safnið því klukkan var að verða fjögur, ég var glorsoltin og átti eftir að fara aftur í bæinn. Safnið er sko útúrbænum. Það er í Hoyvík, það er rétt við Hvítanes. Staðurinn sem ég fór út á. var við Hvítanes. Eftir safnið fór ég út á stoppistöð og stuttu síðar kom vagninn. Mér finnst alltaf svo þægilegt að sitja í strætóum og rútum, það kemur alltaf einhver værð yfir mig. Ég var nú samt við það að fá nóg af rútum á Ítalíu með Snoghøj. Á leiðinni í bæinn sá ég svo kunnuglega sjón. Bónus grísinn. Jújú ég sá rétt, Bónus er hér í Þórshöfn. Merkilegt. Íslendingar og eignir íslendinga eru útum allt. Stórveldið Ísland á eftir að taka yfir Evrópu... Þegar ég var komin í bæinn gekk ég af stað aftur í SMS. í þetta sinn fór ég á Burger King og fékk mér hamborgara. Ég hafði sent mömmu sms og hún hringdi í mig. Þegar ég var á Hvítanesi fór ég að hugsa um Hvítanesgoða sem ég hef lesið um, en ég man bara ekki hvað hann heitir. Ég spurði mömmu að því, en hús mundi það heldur ekki. Hún segir að Færeyjabloggið mitt sé mun meira krassandi en Danmerkurbloggið, það er svo mikil dramatík og örvænting, sagði hún.

Eftir hamborgarann var klukkan fimm og þá ákvað ég að drífa mig í bæinn og fara á netkaffið í upplýsingamiðstöðinni áður en þeir loka.. Þeir loka klukkan hálf sex. Ég var kominn þangað og náði korteri á netinu. Það kostaði mig 15 krónur. Það verður ódýrara eftir því sem maður er lengur. Klukkan hálf sex fór ég síðan heim og lagði mig í smá stund áður en ég fór aftur út að hitta Amöndu. Ég hitti Amöndu í bænum á staðnum okkar, það er fyrir utan upplýsingamiðstöðina. Við fórum síðan á kaffihús sem er á móti Hótel Hafnía. Við fengum okkur köku þar. Við fengum okkur mismunandi svo við gætum fengið að smakka báðar. Við skiptum bara sneiðunum í tvennt þegar við fengum þær. Mig langaði í kók, en þetta kaffi hús er ekki með kók bara jolly. Ég ætla sko ekki að kaupa Jolly aftur þannig að ég fékk mér bara te í staðinn. Við vorum í klukkutíma bara að spjalla á kaffihúsinu. Ég sagði henni um daginn í fjallgöngunni þegar við sáum smá gljúfur að á Íslandi væri hægt að standa á milli Ameríku og Evrópu, hún var svo heilluð af þessu. Að ég er búin að lofa henni að fara með henni þangað þegar hún kemur næst til Íslands. Hún sagði mér líka að þegar hún hafði sagt mömmu sinni að vinkona hennar hér væri frá Íslandi, þá hafi mamma hennar beðið hana um að spyrja mig um Björk, hún er víst mikill aðdáandi Bjarkar. Amanda sagði að hún hefði sagt við mömmu sína að það væri ekkert víst að ég vissi nokkuð um Björk. Svo það var lukka þegar ég sagðist hafa séð Björk nokkrum sinnum og farið á tónleika. Og það að frænka mín hefði túrað um heiminn með Björk. Ísland er lítið land. Þó að maður geti ekki þekkt alla á Íslandi þá er miklar líkur á því að einhver þekki einhvern sem þekkir einhvern. Hún gat glatt mömmu sína með þessum upplýsingum. Mér finnst þetta bara svo fyndið. Fólk gerir sér grein fyrir því að Ísland er lítið land en það áttar sig ekki á því allir þekkja ekki alla á Íslandi. Þó er líkurnar alltaf miklar. Því það eru margir sem þekkja marga. Og síðan er fólk eins og mamma, sem þekkir og kannast við rosalega marga.. Eftir kaffihúsið vorum við bara að rölta í bænum í svona klukkutíma. Gengum í gegnum gamlan kirkjugarð sem við sáum.

En nú held ég að ég fari bara að sofa, klukkan er að ganga eitt hér.


Sjöundi dagurinn - langur dagur (enn og aftur)

Dagurinn byrjaði, eins og fram kom í síðasta bloggi, ekki sérlega vel. Byrjaði hreinlega illa. Eina lausnin við ógleðinni var bara að fara út að labba og fá frískt loft í lungun. Og viti menn eftir smá labb með ipodinn í eyrunum var mér farið að líða ögn betur. Ég byrjaði bara að ganga um í bænum. En síðan fann ég skógræktina í Þórshöfn. Stór og fallegur garður. Alveg hreint æðislegur. Það var líka heiðskírt og heitt. Örugglega nálægt 20 gráðum. Af veðrinu sem hefur verið hér síðustu dagana að dæma, þá held ég að við Íslendingar séum verr staddir hvað veðrir varðar en Færeyingar. En síðasta sumar á Íslandi var nú ekkert venjulegt. Rigndi allt sumarið á meðan restin af Evrópu fékk ekki dropa yfir sumarið. En hvað um það, það var gott veður hér og ég gekk í hringi í garðinum og settist síðan af og til á bekk og horfði á aðra spóka sig. Um hálf þrjú rölti ég svo bara heim. Ég lagði mig í um klukkutíma og hafði mig bara til fyrir vinnuna eftir það.

Ég kom á hótelið klukkan 4. Þar beið mín enn meiri laukur og meiri sviði undir nöglunum. Ég græt hinsvegar ekki yfir þessum lauk. Það var í fyrradag(mánudag) að Birna kom í eldhúsið til að fá sér ís. Ís tvo daga í röð, mér er farið að þykja það bratt. (Svona varð ég í Danmörku, borðaði sætindi svo örsjaldan að mér finnst alveg rosalegt að borða sætt tvo daga í röð.Það er af sem áður var.) En það vildi þannig til að ég stóð að plokka utan af laukum við hliðina á ískistunni og hún brosti og spurði hvort ég gréti nokkuð og vildi sjá augun í mér. Ekki neitt athugavert við augun í mér. Seinna í gær var ég hinsvegar að skera rauðlauk og þá hágrét ég. Það var nánast táraflóð. Mér finnst alltaf skrítið hvernig þetta gerist. Í gær lærði ég líka að skrautskera epli. Það var erfitt en síðan gekk það okey. Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að panta mér í eftirrétt ef ég borða einhvern tímann á veitingastaðnum á Hafnía. Kanilfyllt epli. Þau litu hryllilega vel út. Annars er eiginlega ekkert sem ég get gert á kvöldin. Það er bara verið að elda mat. Það eina sem ég gerði í gærkvöldi var að plokka af lauknum, skera gulrætur, gúrkur, rauðlauk (allt danskt grænmeti) og síðan eplin. Það var í stórum dráttum það sem ég gerði. Jú ég skar líka tómata. Síðan tók ég langa kvöldmatarpásu og talaði við uppvaskarann, sem er nýr. Hann spilar á selló og hann hefur komið til Íslands einu sinni til að spila á sellóið sitt. Hann sagðist hafa spilað í Reykjavík og í bæ með s-i. Ég fór að spyrja hann frekar um það, bær með s-i. Hann sagði þá að það væri kirkja í bænum. Ég varð nú ekki vísari við að fá þær upplýsingar. Síðan kom það bærinn var nálægt Reykjavík. Ég giska að hann hafi spilað á Seltjarnarnesi. Næsti bær sem ég mundi eftir með s-i var bara Selfoss. Sandgerði, Stykkishólmur, Súðavík, Sauðárkrókur, Siglufjörður og Seyðisfjörður voru allir út úr myndinni. Hann er bara að safna sér inn peningum því í haust fer hann í konunglegan tónlistarskóla í Kaupmannahöfn. Eftir pásuna mína hélt ég áfram að mestu bara að bíða og gera ekkert. Síðan var klukkan bara orðin hálf tíu og þá var eldhúsinu lokað og þá var farið að þrífa. Ég þurrkaði bara af borðunum og gekk frá nokkrum hlutum og þá var ég búin. Hápunktur dagsins var að tala við strákinn í uppvaskinu. Það eru mest uppvaskararnir sem tala við mig. Ég sagði stráknum að ég væri að hugsa um að hætta í eldhúsinu og fara í uppvask í staðinn, því eldhús vinna ætti við mig. Honum fannst það fyndið. Ég sé ekki hvað er fyndið við það. Ég ætti ekki að vera að vinna með hnífa. Fingurnir á mér eru að detta í sundur, það er bara mesta furða að ég get pikkað á lyklaborðið. Nei nú ýki ég... en ég er með skurð á 8 fingrum af 10, fleiri en einn skurð á nokkrum fingrum. Þó að ég noti aðferðina sem Magni kenndi mér til að skera mig ekki, þá tekst mér samt að skera mig. Klukkan 10 fór ég síðan í lobbíið og settist við tölvuna. Ég vil ekki hanga þar, því tölvan er fyrir gesti en ekki mig. þannig að ég er þar algjört hámark 20 mínútur. Ég setti in bloggin mín og fór síðan bara heim.

Ég lagaði norska Knorr bollasúpu og skellti Gretchen Wilson á fóninn og sötraði súpuna mína og geispaði. Ég var svo þreytt að ég gat ekki einu sinni sungið með inni í mér með uppáhaldslaginu mínu á disknum. En síðan þegar diskurinn og súpan voru búin fór ég bara að hátta og fór að lesa í Félagsskapi kátra kvenna. Bók í uppáhaldsbókaseríunni minni Kvenspæjarastofa númer eitt. Ég les venjulega ekki mikið. En þegar kemur að þessum bókum þá fæ ég ekki nóg. Það var líka þannig með DaVinci lykilinn. En ég gleymdi henni heima. Ég ætla bara að klára hana í haust. Eftir tvo kafla af Mma Ramotswe datt ég út og sofnaði

Orð dagsins er íslenskt en ekki færeyskt. Það er "Allt í lagi". Majrun sagði mér hvernig þetta kom inn í færeysku. Hún sagði að það hefðu Færeyingar farið til Íslands til að vinna í fiski og lært að segja allt í lagi.. Síðan hafi þetta fólk komið heim, segjandi allt í lagi og talandi um molakaffi. Þeir hafi síðan kennt öðrum Færeyingum orðin og þau hafi orðið að tísku orðum og fests í málinu. Ég hef hinsvegar heyrt færeyinga nota Allt í lagi líka á annan hátt en við. Ég hef heyrt þá kveðja hvorn annan með því að segja allt í lagi. bara svona eins og bless.. Ég veit vel að við íslendingar ljúkum stundum samtölum, einkum símtölum, með því að segja "allt í lagi, bless/bæ" En ég hef aldrei heyrt það án bless eða bæ


Nýtt albúm komið

Myndaalbúm með myndum frá Færeyjum komið

Sjötti dagurinn

Dagurinn byrjaði ágætlega. Ég fór í vinnuna með kvíða, mig langaði ekkert. En síðan var það að mestu bara ágætt. Ég var að hjálpa tælensku konunni í kalda eldhúsinu. Fyrri part vinnudags var ég að þvo kál og svo að skera paprikur og sveppi. Það kom hálftímalöng hádegispása þarna einhverstaðar á milli. Eftir hádegi var ég að plokka skurn utan af ótal eggjum. Síðan klukkan þrjú var fundur sem allir þurftu að fara á. eldhúsinu var lokað og ég var ein eftir. Ég dreif mig að klára að plokka af eggjunum og tók mér síðan 45 mínútna langa pásu þangað til hin komu til baka. Þá fór ég aftur að sinna mínu næsta verki sem var að taka utan af 10 kílóum af lauk. Ég var að því þangað til svona 10 mínútur yfir fimm og þá var bara kominn kvöldmatur fyrir okkur og mínum vinnudegi að ljúka. Mikið var ég nú fegin. Ég sat og borðaði til klukkan 6 og þá fór ég.  Ég mun ekki vinna lengur en átta tíma á dag aftur. Ég fór síðan í lobbíið og kíkti í tölvuna. 

 

Ég hringdi svo í Amöndu, við höfðum talað um það ganga upp á pínufjall(kannski betra að kalla það stóran klett) einhvern daginn. Það var svo gott veður í gær heiðskýrt og allt saman. Ég spurði hvort hún vildi fara í göngutúrinn núna, Jú hún var til í það. Við hittumst í bænum klukkan hálf átta. og síðan gengum við upp. ég var í ermalausum bol og ullarpeysunni yfir. Ég hélt að það mundi vera miklu kaldara en ég var bara að kafna úr hita.  Þegar toppnum var náð settumst við upp á stórann stein sem er á toppnum. Við horfðum yfir bæinn og kvöldsólina og spjölluðum saman. Eftir að hafa setið þarna í um hálftíma var farið að kólna og við héldum heim á leið. Við hittum hund sem tók upp á því að elta okkur. Hann hljóp á undan okkur en stoppaði síðan alltaf til að bíða eftir okkur. En svo skildu leiðir okkar Amöndu, ég og hundurinn héldum í bæinn. Hann fylgdi mér alla leiðina í bæinn. Þetta var svo furðulegt.

Í dag fer ég ekki í vinnuna fyrr en klukkan 4 og vinn þá til 10. Ég get ekki beint sagt að ég hlakki til.

Annars ligg ég núna upp í rúmi. Ég hef enga matarlist, Maginn í mér hefur verið bilaður hér. Það er stöðug hringiða og allt sem ég borða vill fara sömu leið til baka. Klukkan er hálf eitt núna. og allt sem ég hef getað borðað er eitt epli. Mér er bara óglatt. Ég held að þetta sé svona útaf  kvíða og óánægju með starfið. Önnur hver hugsun er um vinnuna og allt vesenið. Ég get ekki beðið þangað til á sunnudagskvöldið þegar þessi prufuvika verður loksins búin. Ég er að gefast upp.


Fimmti dagurinn - Skrítinn en góður dagur.

Þessi dagur var vægast sagt undarlegur. Ég var bara eitthvað að slæpast í náttfötunum upp í rúmi að taka myndaseríu númer tvö af höndunum á mér. Ég er með marblett sem ég hef ekki hugmynd um hvar, hvenær og hvernig ég fékk. Hann er á innanverðum framhandleggnum á vinstri handleggnum. Furðulegt, reyndar ekki í fyrsta sinn sem hrúturinn vaknar og sér marbletti sem hann kannast ekkert við að hafa fengið. En hvað um það. Um 11 leitið, kallaði Marjun upp til mín og spurði hvort ég vildi te og brauð. jú ég þáði það. Ég fór bara niður á náttfötunum, hún var sjálf bara í sloppnum.  Undarlegt að sitja svona með eiginlega ókunnri manneskju, en við spjölluðum um himin og geyma í svona klukkutíma þangað til að ég áttaði mig á því að klukkan var korter yfir tólf. Og ég átti að hitta Birnu milli klukkan hálf eitt og eitt, og ég átti eftir að fara í sturtu. Ég þakkaði fyrir mig og samtalið og þaut í örsturtu og síðan upp á baðið mitt og hafði mig til. Og þarna stóð ég, klukkan 13:34,  berfætt, komin í föt en var með hárið enn í einni bendu eftir sturtuna og snérist í kringum sjálfa mig með áhyggjur af því að verða of sein, þegar síminn svo hringdi, ég sá að það var Birna( smá útúrdúr um færeysku, færeyingar bera aldrei r-ið fram í nafninu hennar ég hef tekið eftir því að rn-ið verður alltaf "dn".), ég hrökk við ég hélt að hún mundi spyrja mig, hvenær ég kæmi,  Ég svaraði og fór að segja eitthvað um það að ég væri á leiðinni(sem var nú ekki alveg rétt. ég hefði ekki komist fyrr en allaveganna 15 mínútum síðar. En svo kom í ljós að hún var að hringja til að láta mig vita að hún kæmist ekki fyrr en klukkan tvö. Ég sagði bara okey að það væri ekkert mál. Hún var eitthvað að afsaka sig, en það var ekkert að afsaka. Ég var ekki tilbúin. Síðan þegar því samtalinu lauk, þá andaði ég léttar og gat bara tekið mér minn tíma í hár, maskara, sokka, skó og eyrnalokka. Ég var samt smá dösuð eftir sturtuna og þetta litla tímastress mitt þannig að ég lagðist bara niður í smá tíma bara til að hvíla mig. En síðan var kominn tími til að fara í bæinn á Hótel Hafnía(ég á ennþá í basli með þetta, a-ið verður bara svo langt ef ég geri f hljóð á undan n-inu, það er það sama og með Keflavík, ég þarf að æfa mig í að segja Hafnía með stuttu a-i en með f hljóði).

 Ég fór í Moggapeysuna mína sem hefur verið himnasending frá því að mamma kom með hana heim úr vinnunni fyrir 3 og hálfu ári síðan, alltaf jafn góð og síðan í lopapeysuna yfir. Síðan þegar ég var komin út uppgötvaði ég það var barasta hlítt úti og alsengin þörf á tveimur peysum. En mér var samt ekkert svo heitt í lopapeysunni. Ég spurði um Birnu í lobbíinu, á dönsku og maðurinn sagði mér að doka við á ensku. Jújú ég dokaði við. Síðan heyrði hann kvenmannsfótatak í tröppunum og kallaði þá til hennar að segja að ég væri komin. Ég er líka farin að þekkja hennar fótatak, það er ákveðið og heyrist vel því hún gengur um á hælum. Hún er sko álíka "hávaxin" og ég. Við fórum að tala saman á dönsku og maðurinn í afgreiðslunni horfði á mig með afsökunar augnaráði að hafa talað ensku við mig. Jæja það var komið að því að tala saman um framtíð mína á Hótel Hafnía. Við settumst við borð á barnum sem var lokaður en fengum samt gos að drekka. Framkvæmdastjórinn getur sko gert það... Við ræddum möguleikana en enduðum síðan á þvi að gera samkomulag. Samkomulagið er að ég klára þessa prufuviku og vinn bara átta tíma á dag. Prufuvikan endar á sunnudaginn þá er ég búin að vinna sjö daga samtals. Þá get ég tekið endanlega ákvörðun.. Ég á núna fjóra daga eftir og ef ég á að segja eins og er þá get ég ekki beðið þangað til klukkan 18:00 á sunnudaginn. Ég bara get ekki séð mig fyrir mér í eldhúsinu í allt sumar. Ég veit að þetta er bara fyrsta vikan mín og allt er erfitt. En mér finnst bara eldhúsvinna ekki spennandi. Þannig er það nú. Mér finnst hún meira að segja dálítið leiðinleg. Ég veit að ég á að vera ánægð með vinnuna því þetta er vinnan sem ég fékk. En ég get ekki að þessu gert, ég er ekki ánægð í eldhúsinu og sé mig ekki fyrir mér ánægða í eldhúsi. Síðan skammast ég mín rosalega fyrir að vera með þetta vesen og að hafa farið að gráta þarna á föstudagskvöldið. Ég veit að það er bara náttúrulegt að gráta, en það er samt svo ókúl. Mér finnst ég vera algjör smákrakki að vera að vola yfir þessu öllu saman. Og að vera að vola yfir því að hafa skælt fyrir framan yfirmenn mína. Æji, þetta er bara erfitt. Ég er ekki viss hvort ég geti þraukað viku í viðbót, en ég bara verð...Ég veit ekki afhverju ég valdi eldhús sem starf sem mig mundi langa til að vinna við í Norddjob umsókninni minni. Því eldhús og eldamennska er langt fyrir utan mitt áhugasvið. En hvað um það. Birna er svo sæt við mig að það er ekki eðlilegt. Hún bauðst til þess að sýna mér gamla bæinn. Ég þáði boðið. Ég beið bara eftir henni í lobbíinu. Það var allt fullt af ítölum sem voru háværir. Einn þeirra var í tölvunni að lesa fréttir af ítölskum fréttavef fyrir hina... Þeir fóru samt fljótt ég settist þá í tölvuna og tölvaði. Hálftíminn sem Brina hafði sagt varð klukkutími en það gerði ekkert til ég hafði ekkert að gera. Bara ánægð að komast í tölvu, lengur en í 5 mínútur, geta skoðað tölvupóstinn minn og kíkt á mbl.is. og athugasemdir á blogginu mínu auðvitað. Síðan kom Birna niður og í fylgd með henni var hundurinn hennar. Hann er lítill og sætur og heitir Prins. Við gengum út og gengum yfir í gamlabæinn. Mér finnst þetta alveg ótrúlegt þessi gömlu hús og þessar pínkupons götur. Hún sagði mér að fyrir nokkrum átti að rífa mörg húsanna niður og byggja ný háhýsi. Hverjum dettur þannig í hug segi ég nú bara. Síðan gengum við út á Tinganes, þar sem lögþingið þeirra er. Þar eru rúnir ristaðar fyrir utan. Það er teiknað ofan í þær með krít svo það sé hægt að sjá þær betur. Við gengum síðan lengra og spjölluðum. Sólin fór að skína og það vara barasta fínasta sumarveður. Birna segir að þegar Danir spyrja hvenær Færeyingar noti stuttbuxur og toppa sé svarið það, að þeir hafi aldrei þörf á þeim fatnaði nema í útlöndum, Dönunum til undrunar. Við enduðum síðan í ísbúð í gamla bænum, settumst á bekk við dýrustu húsin í bænum og horfðum yfir höfnina. Mér finnst þetta svo sætt af henni að það lætur mér líða enn verr út af óánægju minni í eldhúsinu. Þetta var eiginlega bara frábær sunnudagseftirmiðdagur sem endaði allt öðruvísi en ég hafði planað.. Hún benti mér síðan á Skansinn hér. Það er svona ns með vita á, svona eins og Grótta, ég ætla að ganga þangað einhverntímann. Eftir þennan undarlega sunnudagseftirmiðdag klukkan um fimm fór ég heim.

 

Ég var bara eitthvað að dunda mér þangað til það var kominn tími til að hitta Amöndu í bænum, klukkan sjö. Við ætluðum að sjá Þjóðdansa í Norðurlandahúsinu, því hún fær ókeypis miða. Þetta voru danskir og færeyskir dansar.  Amanda hafði aldrei séð hvorki færeyska dansa né danska dansa. Ég hef séð og tekið þátt í færeyskum dansi. Vælkomin Ólafur riddararós.. Ég minntist þess þegar Sigga bjó á Akranesi og ég var í heimsókn og við fórum að hlusta á minnir mig færeyskan kór og svo var dansað á eftir. Var það ekki þannig? En hvað um það. Ég og Amanda komum inn í húsið. Það var fullt af fólki. Við vorum ekki bara yngstu manneskjurnar þarna svo vorum við líka öðruvísi að því leiti að við vorum þær einu sem voru ekki í þjóðbúningi. Ég var nú samt á þjóðlegu nótunum í íslenskri lopapeysu. En samt held ég að peysuföt eða upphlutur hefðu átt betur við á þessari samkomu. Það var danshópur frá Danmörku í heimsókn hjá þjóðdansafélagi Færeyja eða eitthvað þannig... Það var danskur kynnir sem talaði dönsku. Mér fannst þægilegt að heyra dönsku talaða af Dana aftur. Ég held að mér þyki vænt um Danmörku og dönsku núna. Mér finnst ég tengjast Danmörku svo. En hvað um það. Það voru dansaðir danskir dansar. Ég hafði aldrei séð danska þjóbúninga hvað þá dansa. Þegar ég sá búningana, þá þekkti ég stílinn frá dönskum málverkum sem ég sá á listasafninu í Århus. Þeir voru allir mjög litskrúðugir. Dansarnir voru hinsvegar skrítnir. Þetta voru náttúrulega hringdansar og þeir voru með hinum og þessum hoppum, snúningum og mest af öllu hneigingum. Þau voru stöðugt að hneigja sig fyrir hvort öðru. Eiginlega fyndið. Hljómsveitin sem danirnir voru með var hinnsvegar afskaplega léleg. Fiðlarinn má æfa sig betur, held ég. Síðan kom færeyski dansinn. Hann þekkti ég nú. Dansararnir byrjuðu en svo bættist náttúrulega við fólk úr salnum, Amanda vildi prófa svo við fórum og vorum með. Við dönsuðum held ég hátt í hálftíma. Ég náði ekki alveg innhaldi textans, bara það að Noregsmenn koma við sögu. Þetta var skrítið en samt gaman. klukkan var um hálf níu(níggju) þegar dansarnir voru búnir. Ég fór þaðan með þjóðlegar hugsanir í kollinum. Ég held að Íslendingar rækti ekki nóg gamlar hefðir og siði. Fyrir utan það að okra á útlendingum sem kaupa ullarpeysur. Við héldum síðan í bæinn á minn heimavöll Hafnía, þar var ítölsk þjóðlagatónlist. Við sáum á leiðinni fólk vera að setja upp græjur, það átti eitthvað að gerast frá 10 til 11. Við ákváðum samt að fara fyrst inná Hafnía, vera í til klukkan hálf 11 og fara svo út að hlusta á hina. Þegar við komum inn þá var ítölsk tónlist og þjóðdans og þjóðbúningar. Dansinn var nánast sá sami og danski dansinn og búningarnir mjög svipaðir. Síðan var bara fjör og músík. Ég hitti náttúrulega Birnu. Hún virðist vera alltaf þarna. Hvenær hún er heima hjá sér og hvenær hún sefur, er ráðgáta held ég. Eftir hálftíma með Ítölunum fórum við síðan út að kíkja á hina. Þá voru tvær stelpur að syngja, þær voru fínar svo við ákváðum að setjast niður á hlusta en síðan var lagið búið og þá kom maður á sviðið að boða kristna trú. Nei því nenntum við ekki. Svo við fórum bara aftur inn í fjörið hjá Ítölunum og vorum til klukkan 11 þegar það var búið. Þá skildu leiðir okkar Amöndu og við fórum heim. Ég var ennþá með hugann við þjóðdansa og þjóðbúninga. Mér finnst þjóðbúningar alltaf flottir.. Ég bara pæli í því hvernig það væri ef fólk hér í vestur Evrópu notaði þjóðbúninga að staðaldri. Allar konur í pilsum eða kjólum, og karlarnir í fínum fötum. Mundi það passa á Íslandi í dag? Nei ég efast um það.

 

Eftir að ég kom heim fór ég bara að hátta, las viðtalið/greinina við Dolly Parton í danska vikublaðinu sem Marjun lét mig hafa. Það var nú ekkert sem ég ekki vissi, nema það að Dolly og maðurinn hennar eru ekki með neinn sem eldar fyrir þau eða þvær þvottinn  eða vaskar upp fyrir þau. En að húshjálpin þeirra kemur einu sinni í viku á fimmtudögum og þrífur gólfin. Er það ekki gott að vita?


Fjórði dagurinn 2. júní 2007 - Frídagur

Ég byrjaði daginn bara rólega, svaf út ég var líka algjörlega dauðþreytt eftir daginn í gær. Ég vaknaði um 10 leitið en hafði bara ekki orku til að fara framúr og lá bara vakandi þangað til um klukkan ellefu þegar mér tókst að setjast upp og þá eyddi ég hálftíma í að taka myndir af sárunum á höndunum. Ég hef ekki græna glóru um hvernig ég fékk flest þeirra. Eitt er skurður á óheppilegum stað á vísifingrinum á hægri hönd. Hann er innan á efsta liðamótinu svo það er ekki mjög þægilegt að beygja fremsta part fingursinns. Ég veit ekki hvernig mér tókst að skera mig þarna. En hvað um það. Ég var síðan bara að slæpast. Fór í sturtu og síðan skrifaði ég blogg fyrir gærdaginn þá var klukkan allt í einu orðin tvö og þá ákvað ég fara út.

 

Reyna að finna opna matvöruverslun. Það var ekkert mál. Færeyjingar eru greinilega ekki eins og Danir að hafa allt lokað eftir hádegi á laugardögum. Það var líf og fjör í verslunarmiðstöðinni, sem heitir SMS. Fæturnir á mér voru samt ennþá svo þreyttir eftir gærdaginn að það var átak að ganga upp allar brekkurnar. Ég held að það séu miklu brattari brekkur hér en í Reykjavík. Mér mundi allaveganna aldrei detta í hug að hjóla um hér. Þó að fæturnir hafi verið mjög þreyttir í þessari ferð í verslunarmiðstöðina voru þeir ekki jafn þreyttir og þeir voru fyrr um morguninn. Þá var nánast eins og ég væri máttlaus í fótleggjunum. Allaveganna gekk ég eins og ég væri full eða eins og ég hefði verið að snúa mér og væri með svima. En hvað um það. Ég byrjaði á því að fara í matvöruverslunina Miklagarð og komst að því að djús hillan þar er full af íslenskum Svala, öll brögð sem til eru. Þetta kom mér á óvart. Ég vissi ekki að Svali væri fluttur út. Mér finnst hann ekki góður sem djús en sem plat-djús er hann það besta. Ég var þyrst og keypti eina svalafernu, hún var ódýrari en danski plat-djúsinn sem var í minni fernum. Ég settist síðan á bekk fyrir utan búðina og drakk Svalann minn og skoðaði fólkið sem gekk framhjá. Eftir það ákvað ég að fá mér að borða. Það voru þrír veitingastaðir. Einn heitir Perlan, annar heitir Sunset boulevard og sá þriðji er Burger King. Fyrst ég var byrjuð, búin að drekka sykurleðjuna, Svala, þá ákvað ég að halda áfram í óhollustu og fór á Burger King.
Bæ ðe vei. Ég held að Færeyingar séu hrifnir af Jolly Cola. Það voru allar gerðir af Jolly Cola flöskum í búðinni og stórir staflar af þeim. Hvernig fólk getur drukkið þetta, er nokkuð sem ég skil ekki. Ég man eftir að hafa drukkið Jolly Cola þegar ég var lítil og fundist það gott og keypti því eittsinn eina flösku í Danmörku, ég tók tvo sopa og restin fór í vaskinn. Aldrei aftur skal ég drekka Jolly Cola!!! Eftir Burger King kíkti ég svo í búðirnar. Ég sá nokkrar búðir með alveg hreint frábærum nöfnum. Ég veit að Íslendingar og Danir eru ekki mjög hugmyndaríkir þegar kemur að nefna búðir, sérstaklega fatabúðir. Margar þeirra heita eitthvað eins og t.d.  Fatabúðin(eins og það sé bara til ein fatabúð), Glamúr eða Cosmopolitan. En tískuvöruverslunin í SMS heitir því flotta nafni Gellan. Mér finnst það alveg frábært. Svo var önnur búð líka með frábært nafn. Það er búð held ég með sportföt fyrir stráka. Sú verslun heitir Skúrkur.  Svo sannfærðist ég um það hversu mikið Skífan má skammast sín. Það er búð þarna sem selur hin og þessi raftæki og síðan geisladiska, dvd-diska og tölvuleiki. Þessi búð hér í Þórshöfn er með stærri hillu fyrir kántrí tónlist en allar Skífuverslanirnar samanlagt. Alveg hreint ótrúlegt.

 

Eftir þessa ferð var ég orðin aftur þreytt í fótunum og fór bara heim og settist upp í rúm og lagðist síðan með tölvuna fyrir framan mig og spilaði hvern kapalinn í tölvunna á fætur öðrum og hlustaði á tónlist í útvarpinu í símanum mínum Rás 2. Það var íþróttaleikur í beinni útsendingu á Rás 1 sem ég hafði engan áhuga á að hlusta á. Eftir svona einn og hálfan klukkutíma í kaplinum, hringdi mamma, þettta var langt samtal. Hún sagði mér að partur af afmælisveislunni hennar Kristínar Grétu hafi farið í skæl út af blogginu mínu. Það var nú ekki ætlunin með blogginu. Ég held að þetta samtal okkar hafi verið næstum klukkutími. Eftir það fór ég aftur í leikina í tölvunni en í þetta sinn var það PinBall en ekki kaplarnir. Ég sló hvert metið á fætur öðru. Svo um klukkan átta setti ég bíómynd afstað í tölvuna og nartaði í gullkorn á meðan, það var á tilboði í búðinni. Síðan í miðri myndinna hringdi mamma aftur til að láta mig vita að skórnir sem við gáfum Krístínu Grétu í afmælisgjöf hafi gert lukku. Síðan hélt ég áfram með myndina. Stuttu eftir myndina. Hringdi Amanda og sagðist bara hafa verið að sjá sms-ið sem ég sendi henni í dag fyrst núna. Hún spurði mig hvort ég vildi koma að sjá þjóðdansa annaðkvöld. Ég sagðist vilja það. Ég vil endilega gera eitthvað skemmtilegt. Svo við ætlum að hittast klukkan sjö annaðkvöld og fara síðan saman í þjóðdansana. Ég vona að það verði gaman. Síðan svona tveimur mínútum eftir að samtali mínu við Amöndu var lokið, fékk ég svo sms Birnu, hún spurði hvort ég væri nokkuð farin að sofa, þetta var um korter í ellefu(10:45 svo mamma miskilji ekki orðalagið hjá mér), ég svaraði því neitandi og þá hringdi hún. Við ætlum að ræða möguleika mína á hótelinu á morgun, ég á að mæta milli klukkan hálf eitt og eitt. Þá lauk símtölum dagsinns. Ég er núna búin að sitja hér við bloggið í um klukkutíma en ætla bráðum að fara að sofa.

 

Orð dagsinns: Hýruvognur. Ég var búin að sjá þetta orð á skilti á hverjum degi og alltaf velt því fyrir mér hvað það þýddi. Ég var búin að sjá þessi skilti á fleiri en einum stað. Það var hinnsvegar ekki fyrr en í dag á leiðinni heim úr verslunarmiðstöðinni að ég áttaði mig á því hvað hýruvognur væri. það var það að ég sá röð af leigubílum á bílastæði við svona skilti. Þá kom það, hýruvognur=leigubílar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband