3.6.2007 | 13:56
Þriðji dagurinn 1. júní 2007 - Annar langur dagur
Ji minn, þessi dagur var sko langur. Dagurinn byrjaði klukkan 9. Ég mætti í vinnuna klukkan 10. Fyrir hádegi var ég mest bara að skola og skræla grænmeti og setja kartöflur í kartöfluvélina. Reyndar var ég líka að þessu mestan part eftirmiðdegisins. Ég skrællaði gulrætur, og helling af næpum og plokkaði utan af laukum. Þetta tók svona fyrri part vinnudagsinns. Klukkan hálf sex var svo matarpása. Eftir pásuna var eiginlega ekkert fyrir mig að gera vera bara á "stand by". Það var kominn kvöldmatartími og mikið að gera. Svo svona sjö hálf átta kom yfirkokkurinn, Magni. Hann setti mig aftur í fiskinn. Ég get ekki sagt að mér hafi þótt þetta skemmtilegur dagur. Ég var í fisknum þangað til svona um hálf tíu, Magni var bara eitthvað að tala við mig þegar hann sá að augun í mér voru að verða rauð og eitt tár lak niður. Hann spurði mig hvað væri að. Hann dróg mig úr eldhúsinu til að tala saman. Hann hélt að þetta væri útaf fisknum. En ég sagði honum að ég héldi að eldhúsvinna væri ekki fyrir mig. Ég hafði mikið hugsað um þetta yfir daginn en ég ætlaði mér ekkert að ræða þetta í dag, ég ætlaði að reyna að þrauka. En fyrst að þetta tár kom þarna, þá var þessi umræða bara komin á borðið. Hann spurði mig hvort ég vildi fara úr eldhúsinu, ég svaraði satt og sagði já og sagði að tveir dagar í eldhúsinu hafi verið nóg. Hann skildi mig alveg og var alveg rosalega góður við mig. Hann sagði mér bara að jafna mig og að ég mætti fara heim. Hann sótti síðan Birnu og þau komu síðan bæði að tala við mig. Þau sögðu að þetta væri ekkert mál og þetta mundi allt reddast, Síðan fór Magni en Brina varð eftir til að tala við mig. Hún sagði að það væru þrír möguleikar, uppvask, hreingerningar, ég man ekki hvað það þriðja var. Ég á að velja á milli þessara þriggja möguleika. Ég held ég hallist mest að hreingerningunum, skipta á rúmum og þannig. En ég veit ekki af hverju, kannski af því að það er ekki erfitt og ég kann það. En ég fer að hitta Birnu á morgun til að ræða þetta betur. Hún sagði að það kæmi ekki til mála þegar Magni sagði að það væri líka hægt að finna starf fyrir mig einhversstaðar annarstaðar í bænum. Þetta verður allt lagað. Ég er þá í fríi núna í dag, laugardag og líklegast á morgun líka.
Það var menningarnótt hér í gærkvöldi og eftir að ég fór frá hótelinu þá kíkti ég aðeins í bæinn. Allar búðirnar voru opnar og ég fór í upplýsingamiðstöðina að fá kort af bænum sem mig vantaði og kíkti svo líka í bókabúðina. Það kom mér á óvart að flestar bækurnar í búðinni voru á dönsku. Ég hélt að allar útlensku skáldsögurnar vinsælu eins og td. bækurnar eftir Dan Brown væru þýddar yfir á færeysku, en svo virðist ekki vera. Ég vildi nefnilega fá mér bók á færeysku til að lesa. En síðan loksins fann ég færeysku hilluna og hvað er það fyrsta sem ég sé. Íslandsklokkan eftir Halldór Laxness og við hliðina á henni. Tar som djævla oygjan dagar(ég hef ekki hugmynd um hvort ég hafi skrifað þetta rétt), eftir Einar Kárason...Þar sem djöflaeyjan rís. Mér fannst þetta kúl en samt ekki eins kúl og dansk íslenska og íslensk-danska orðabókin sem ég fann þarna. Ég fann líka íslensk-færeyska orðabók. En ég ákvað bara að skella mér á Íslandsklukkuna, því ég hef aldrei lesið hana. Ég ætla að æfa mig smá í færeysku.
En í dag held ég að ég ætli að hringja í Amöndu, finnsku stelpuna, þó það kosti pening, hún er bara með finnskt númer, og spurja hana hvort hún vilji gera eitthvað saman með mér. Ég veit nefnilega ekkert hvað ég á að gera.
Okey það er komið að partnum hennar mömmu. Skrítin færeysk orð. Þetta er ekki beint orð en skrítið og fyndið er það samt. Færeyingar tala stundum um Íslendinga sem Jáara, þetta sagði Birna mér. Þeim finnst við segja já svo mikið. Ég hafði aldrei hugsað út í þetta fyrr en hún sagði mér frá þessu. En eftir það hef ég verið að pæla í þessu og þetta er alveg rétt við notum orðið já mjög mikið held ég og við hin og þessi tækifæri. Sumt fólk svarar já í símann,(ég hef samt aldrei skilið það, mig langar alltaf mest til að svara "nei" þegar fólk svarar já í símana sína), við segjum t.d. "nú já" ,"jæja já" "já já" og bara já. Eftir að hafa hugsað um þetta þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að við skjótum "já" inn á furðulegustu stöðum en ekki bara þegar þegar við erum spurð já aða nei spurninga þar sem já er viðeigandi svar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 21:07
Annað kvöldið í Færeyjum 31. maí 2007 - Langur dagur
Fyrsta nóttin var ekki jafn góð og hún hefði geta verið, ég vaknaði oft, en svaf samt ágætlega.
Dagurinn byrjaði þannig að ég vaknaði 20 mínútum fyrir níu en fór samt ekki framúr fyrr en tíu mínútum síðar og fór síðan niður í sturtu. Það er baðkar og sturta og getið hvað. jú það er fótanuddstæki...Fótanuddstækja bylgjan hefur víst náð Færeyjum eins og Íslandi!! hehe. Síðan fékk ég morgunmat og te hjá Marjun. Hún ætlar að gefa mér og sænsku stelpunni, þegar hún kemur, morgunmat því við erum ekki með ísskáp hérna uppi. Á meðan ég var að borða hringdi svo mamma. en það samtal var stutt. Ég fór síðan á hótelið. Ég mætti í móttökuna og kynnti mig og þá var kallað í Birnu og hún kom niður að hitta mig. Hún er miklu yngri en ég bjóst við. Það er bara það hvernig hún talar sem fékk mig til að halda annað þegar ég talaði við hana í símann. Setningarnar hjá henni enda mjög mikið hærra uppi en byrjunin. Hún sýndi mér það helsta á hótelinu og síðan borðuðum við morgunmat og eftir það fór hún með mig að finna eldhús skyrtu og húfu yfir hárið fyrir mig. Það fannst engin skyrta sem var nógu lítil en síðan fannst ein sem var nánast fullkomin. Hún er blá, of stór reyndar en hún býr yfir einu flottu, það var maður sem vann þarna fyrir ári sem var frá Íslandi. Skyrtan var merkt að innan og Birna rétti mér skyrtuna og sagði, Nú heitir þú Bjarni. Það flottasta við skyrtuna er að það eru tveir íslenskir fánar á henni. Einn á hvorum enda kragans. Eftir þetta fór hún með mig í eldhúsið að kynna mig fyrir fólkinu. Það var svo mikið að gera í eldhúsinu, það var einhver ráðstefna eða eitthvað í gangi að kokkarnir höfðu engan tíma fyrir mig. Þannig að Birna setti mig í það að hjálpa þjónanema við að færa einhver glös á milli staða. Það var reyndar ágætt þangað til stressuð kona skammaði mig fyrir að tefja lyftuna. Það var ekki mér að kenna,lyftan er gömul og fór ekki upp því að hurðin lokaðist ekki almennilega og það var ekki hægt að loka henni betur innanfrá. Ég veit að konan meinti ekkert með þessu, það var bara stressið. En síðan efti hádegi þegar allt var búið fór ég aftur í eldhúsið og þá var nægur tími fyrir mig. Kokkurinn byrjaði að láta mig í hryllilegt verk. að skera kinnarnar úr þorskhausum. Það var of erfitt verk fyrir mig. Ég get bara ekki stungið fingrunum inn í augun!!. Síðan hræða tennurnar mig líka. Ég gerði tvo hausa, þetta gekk ekki vel. ég var ekki nógu sterkt til að höggva beinin í sundur. Eftir það fór hópurinn upp að borða restar eftir ráðstefnufólkið. Það var einn réttur þar sem stóð "havhestur". Ég veit ekki hvað það er, en ég held að það sé sæhestur. Ef það er rétt ágiskun þá hef ég borðað sæhest. Ég smakkaði líka skerpukjöt, það var barasta gott. Dálítið sterkt en gott samt. Eftir þessar kræsingar var farið aftur í eldhúsið. Ég var sett í hin og þessi verk, sjóða egg, saxa niður lauk, skera sítrónur. fylla á tómatsósupoka og remúlaðipoka og síðan flaka fisk. Af þessu öllu kunni ég best við laukinn og sítrónurnar, það var auðvelt og þægilegt. Og þarnæst kom það að flaka. Það kom mér á óvart, ég kom sjálfri mér á óvart, held ég. Mér fannst þetta frekar einfalt. Ég byrjaði að flaka um klukkan fimm, og ég held ég hafi flakað allaveganna fimm fiska þegar klukkan var rétt að verða sex. Ég átti bara einn og hálfan fisk eftir þegar aðalkokkurinn, Magni stoppaði mig, því mínum vinnudegi lauk klukkan sex, Ef ég á að segja satt hefði alveg viljað klára þennan eina og hálfa fisk. Ég var nefnilega að hugsa að ég er íslendingur í Færeyjum að vinna verk sem Íslendingar á Íslandi fá útlendinga í til að vinna fyrir sig. Merkilegt. Þetta gekk held ég bara vel hjá mér. En ég var samt fegin að dagurinn var búinn hann var hryllilega erfiður og ég var oft næstum því farin að hágráta. Áður en ég fór út talaði ég aftur við Birnu um daginn. Hún sagði að ef eldhússtarfið væri ekki fyrir mig þá gæti hún fundið eitthvað annað fyrir mig að gera.
Ég fór síðan út í leit að matvöruverslun fann hana ekki, en fann Amöndu í staðinn, sem var í svipuðum hugleiðingum. Hún var líka að koma af sínum fyrsta degi í vinnunni. Hún vinnur í Norræna húsinu. Mér líst eiginlega betur á hennar starf en mitt. Hún var að klippa einhverja bæklinga og annað því umlíkt. Við skiptumst á símanúmerum. Við ætlum að gera eitthvað saman á sunnudaginn þegar ég á frí.
Annars er ég á báðum áttum hvort ég vilji halda áfram í eldhúsinu. Ég veit að þetta var bara fyrsti dagurinn minn, en mér leið bara ekki nógu vel held ég. Stress og hraði er ekki mín sérgrein. Ég get ekki séð mig fyrir mér í eldhúsi til lendar, Svona umhverfi er held ég bara ekki fyrir mig. Ég vil frekar eitthvað rólegra. Jafnvel uppvask. Ég ætla samt að þrauka daginn á morgun og sjá þá til, en ég er ekki viss um að ég endist alla prufuvikuna. fram á miðvikudag. Ég mundi frekar vilja skipta um á rúmi eða eitthvað þannig, eitthvað rólegra sem ég veit að ég get mjög auðveldlega. Ég ætla að reyna að tala um þetta við Birnu á morgun. Ég held ég hafi verið of oft nálægt því að hágráta í dag. Ég vildi ekki aðeins hætta ég vildi meira að segja fara aftur heim til Íslands. Síðan er ég búin að skæla yfir þessu af og til síðan ég kom heim. Ég veit ekki hvernig 12 tímar í eldhúsinu á morgun verða. Mér fannst 8 tímar nóg. Ég kvíði rosalega fyrir morgundeginum
Ég held ég fari bara að sofa núna ég er dauðþreytt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2007 | 21:05
Færeyjablog -Fyrsta kvöldið í FO 30. maí 2007
Mamma bað mig um að tala um allaveganna eitt færeyskt orð, sem er annaðhvort, fyndið eða skrítið fyrir Íslendinga, í hverju bloggi. Strax eftir bara nokkra klukkutíma í Færeyjum er ég búin að læra eitt þannig orð. Það var þegar Marjun kom með rúmfötin og lakið til mín þá var hún að tala eitthvað á færeysku og ég áttaði mig ekki á því hvað hún var að segja. Ég hélt ég skildi orðin en þau höfðu bara enga merkingu í mínum huga sem meika ekki sens í íslensku. Hún sagði að ég yrði örugglega farin að tosa þegar ég færi heim. Það var bara eitt orð í setningunni sem mér fannst ekki passa. Það var orðið að tosa. Ég sagði að ég skildi ekki hvað hún væri að segja, þá kom það. Tosa føroyskt. Tala færeysku var það. Sem sagt sögnin að tosa hefur allt aðra merkingu í færeysku en í íslensku.
Klukkan er núna hálf 10, ég held ég fari bara bráðum að sofa. Þetta var bæði svo langur dagur og síðan gerir hljóðið frá rigningunni og rokinu mig svo þreytta. En það er hundur úti sem geltir. Konan segir að það sé víst mikið um það að hundar gangi um lausir hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 18:35
Júróvisjón
Okey það er sá tími ársins aftur, Júróvisjón. Æðið er löngu komið yfir okkur Íslendingana. Við virðumst vera þau einu sem ætla að horfa á Júróvisjón. Við bara náum þessu ekki. Engir af hinum Evrópubúunum hafa nokkurn áhuga. Þeir vita varla hver er að keppa fyrir Danmerkur hönd. Á meðan enginn af hinum hefur áhuga, þá erum við sannir Íslendingar og ræðum Júróvisjón fram og til baka oft á dag. Við erum búin að ná okkur í snakk og fylgihluti þess til að hafa á kvöld. Camilla ætlar reyndar að sitja og horfa með okkur. Hún hafði aldrei heyrt minnst á Júróvisjón fyrr en hún heyrði okkur tala um þetta. og hún er pínu forvitin um þetta. Og vill sjá hvernig þetta fer fram. En ég bara næ ekki áhugaleysinu hjá fólki. Ég man fyrir ári síðan. fór ég alltaf í heitupottana í Laugardalslauginni á hverjum degi. Og það sem gömlu karlarnir töluðu um var Júróvisjón, það sem krakkarnir töluðu um var Júróvisjón og það sem konurnar töluðu um var... þið getið giskað...jú þær töluðu líka um Júróvisjón.
Erum við Íslendingarnir bara eitthvað skrítnir eða eru það Danirnir hér og Ungverjararnir og Pólverjarnir þeir skrítnu. Merkilegt. Okkur hér finnst möst að horfa á Júróvisjón. Íslenski draumurinn gæti ræst, þó svo að það sé nú ekki svo líklegt, en maður veit aldrei hvað Evrópa hugsar.
Á þriðjudagskvöldið fór ég að pakka ofan í kassann minn. Það komst ótrúlega mikið ofan í kassann. Ég var að þessu seint um kvöldið ég var í svo góðu skapi að ég hringsnerist nánast í kringum sjálfa mig. Ég síðan lokaði bara kassanum og fór að sofa. Í gær morgun þegar ég vaknaði, þá var ég í svo góðu skapi. Ég svaf yndislega vel. Ástæðan er sú að áhyggjur um þunga í ferðatöskunni var farinn. Og fjárans fuglinn tók sér líka frí í gær svo ég vaknaði bara þegar vekjaraklukkan hringdi. Ég fór síðar um daginn með kassann á pósthúsið, þetta voru slétt 9 kíló alveg frábært.
Annars var Fashion tími í dag, það komu tvær dömur frá Design skólanum sem við heimsóttum í Kolding. Þær kenndu okkur um tísku og hönnun. Ég var ekki mjög spennt en þetta var miklu skemmtilegra en ég bjóst við. Við vorum allar ánægðari en við bjuggumst við með þetta. . . Eftir hádegi var svo frí. Ég og Þórdís ákváðum að fara í bæinn að kjósa. Við fórum á skrifstofu ræðismannsinns. Mikið var þetta allt saman skrítið. Við komum þarna inn og það kom kona að taka á móti okkur. Þórdís hafði sko hringt áður en við komum. Við erum greinilega einu Íslendingarnir sem hafa komið þarna til að kjósa því konan vissi ekki neitt um neitt. Hafði ekki einu sinni lista yfir þá flokka sem hægt er að kjósa. En við vissum alveg hvað við ætluðum að kjósa og bókstafi flokkana. Þannig að við gátum skrifað bókstafinn á kjörseðilinn. Við vorum leiddar inn í sitthvort herbergið. Kjörseðillinn fór í brúnt umslag, og umslagið fór með fylgiseðli í annað brúnt umslag. Bæði umslögin voru merkt okkur í bak og fyrir. Á ytra umslagið var búið að rita... Til hreppstjóra/sýslumanns í... og síðan átti maður rita sveitarfélag. póstnúmer og svæði. Síðan var okkur sagt að við þyrftum sjálfar að póstleggja umslögin. Mér fannst það það allra skrítnasta. En við fórum samt bara á pósthúsið, ég skrifaði bara Ísland á umslagið og borgaði 7 krónur og 25 aura fyrir þetta. Mér finnst samt eiginlega fáránlegt að maður þurfi að borga fyrir þetta sjálfur. 7 krónur eru nú samt ekki svo mikið. Við ætluðum að hitta stelpurnar hinar, en þær fóru til Kolding til að fara klippingu. Við ætluðum allar að fara út að borða saman því ég er að fara á laugardaginn. en þær töfðust þannig að við ákváðum að gera þetta bara á morgun. en það var óhentugri möguleiki því þá getur Þórdís ekki verið með því hún fer til Köben. Þannig hvað gerðum við í því. jú við fórum bara tvær út að borða. Fórum á ítalskan stað sem heitir Böf og Vino,ég og mamma ætluðum á hann en það var lokað. Þetta var bara mjög góður staður, kósý notalegur. Mér fannst ég bara nánast vera komin aftur til Ítalíu. Karlinn sem á þetta er Ítali, hann er þarna að afgreiða og síðan voru fleiri Ítalir, sjálfsagt börnin hans og tenga börn. Við fengum góðan mat og ódýran. Sé ekki eftir þessu. Svo er bara að fara aftur út að borða á morgun með restinni.
Nú bíð ég bara eftir Júróvisjón. Þegar ég og Þórdís komum áðan þá skrifuðum við á töfluna sem er við sjónvarpsherbergið að klukkan níu verði horft á Eurovision. og skrifuðum síðan "áfram Ísland" skömmu seinna gekk ég framhjá að einhver hafði bætt við "Go Denmark". Það kom upp í mér púki og ég þurrkaði Gó Danmarkið út... og núna áðan gekk ég aftur þarna framhjá og einhver hafði skrifað það aftur, ég gerðist þá púki í annað skipti og þurrkaði það út. Ég kannski kemst að því eftir klukkutíma hver það er sem er að skrifa þetta. Ég ætla og sko að kjósa Ísland í kvöld, fyrst að mér býðst kostur á því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 20:55
...og það er farið að rigna...oj barasta.
Það er næstum vika síðan ég bloggaði síðast. Hitt og þetta merkilegt og ómerkilegt hefur gerst á þessum tíma...Ég ætla að hoppa yfir öll sólböðin í síðustu viku. Það var sólbað á hverjum degi. Á fimmtudaginn sátum við stelpurnar að borða morgunmat seint. Gitte labbaði þá inn í herbergið með stóran pappakassa. í honum voru glermunirnir okkar. Við Life expander stelpurnar hópuðumst í kringum hana þar sem hún hafi lagt kassan frá sér á borð. Þetta var svolítið eins og opna jólapakka. Allir hlutirnir voru pakkaðir inn í dagblöð. þegar við vorum að taka utan af hlutunum og sýna hvor annarri þá kom Torben inn og bara horfði á þessa undarlegu sjón. Mínir hlutir komu dálítið öðruvísi út ein þeir áttu að gera, en það er allt í lagi þeir eru bara sérstakri svona. Torben kom til að segja okkur að kennarinn sem átti að koma til að vera með okkur kæmi ekki því hún þyrfti að vera hjá heima hjá veiku barni. Gitte bjóðst til þess að taka okkur að sér... Það var Body Balance...besta líkamsrækt sem ég hef nokkurntíma vitað um.
Á föstudaginn vaknaði ég svo með harðsperrur eftir body balance daginn áður. Tröppurnar voru taumlaus skelfing!! Við fórum með Jesper víkingaslóðir. Við byrjuðum á að fara til Jalangurs(Jelling) að skoða rúnasteina sem Gormur gamli og Haraldur blátönn sonur hans eiga að hafa reist. Flottir steinar. Síðan skoðuðum við Víkinga safn í Jelling. Við vorum bara þrjár með honu, Guðrún var á Íslandi og Þórdís í Kaupmannahöfn. Á safninu var fullt af hinu og þessi gömlu dóti sem hefur fundist. Nælur og sverð og þannig. Síðan voru hinir og þessir textar á forn íslensku. Ég og Berglind lásum þessa texta upphátt fyrir Camillu og Jesper, sem fannst við vera rosa skrítnar að geta lesið þetta og skilið málið. Þau nánast göptu. Berglind játaði eitt fyrir mér... Hún fann í fyrsta skipti fyrir alvöru föðurlandsást. Hún var ánægð með að vera Íslendingur, ég held hún hafi barasta verið stolt. Ísland er bara mjög merkilegt þó það sé bara lítið land einhverstaðar í Norður-Atlantshafinu. Við erum mikilvægur partur af heimssögunni. Við fundum jú Ameríku og Grænland líka. Ég og Berglind tókum tíma í það að fræða Danina um þessi mál. Okkur fannst mikilvægt fyrir þau að vita að það hafi verið Íslendingar sem fudu Ameríku. Eftir safnið fórum við síðan að borða nestið okkar út við eitthvað vatn. Æðislegur staður. Eftir það þá fórum við að gröf stelpu(Egtved pigen) sem var uppi 1370 fyrir Krist. Það er hægt að vita það svo nákvæmt út af eikarkistunni sem stelpan var jörðuð í. Það lág fimm ára barn með henni í kistunni. Það er líklegt að þeim hafi verið fórnað. Eftir þetta fórum við svo heim. en stoppuðum í einu búðinni sem var opin(það var einhver bænadagur hér á fötudaginn) Camilla keypti ís handa okkur.
Nú í gær var farið í ferð. Það var ferming hér í skólanum. Bæði athöfn í kirkjunni og veisla. Þessvegna máttum við ekki vera hér. Við byrjuðum daginn með morgunmat úti. Það var ekkert brauð bara mjólkurvörur. Það var martröð fyrir manneskju eins og mig sem verður veik hef hún borðar of mikið af mjólkurvörum. En þetta blessaðist nú sem betur fer. Við fórum í bátsferð í tvo tíma og fórum síðan á littla bátahöfn fyrir utan Middelfart. Við gengum smá spotta og settumst niður við langborð og borðuðum nesti. Síðan þegar við vorum búin að borða þá fengum við háftíma til að gera hvað sem er á svæðinu. Joan sagði að þeir sem vildu gætu farið í smá göngutúr og gætu hugsanlega séð Bamba. Flestir sátu bara að kjafta. Ég ætlaði hinsvegar að ganga um. Ég gekk fyrst ein en síðan komu tveir Nepalir á eftir mér og eltu mig. Ég fann heila hjörð af svo sætum Bömbum. Ég var þarna alvöru náttúrlífsljósmynsari að læðast eð þegja svo ég gæti komist nær Bömbunum. En Nepalirnir skildu ekki mikilevægi þess að þegja. og fældu altaf bamabana með blaðrinu í sér. Ég var sko pirruð á þeim þá. Stundum á maður að þegja og þegar maður er að taka myndir af viltum dýrum þá á maður einmitt að láta lítið fyrir sér fara og þegja. Það ætti ekki að vera erfitt. En hvað um það ég náði myndum af bömbunum á hlaupum. Ég er smá spæld ennþá... Ég ætti bara að fara ein í göngutúr og finna þá aftur. Þeir eru æði. Við gengum síðan svona nokkra kílómetra á annað svæði við sjóinn og vorum þar í hinum og þessum leikjum og keppnum, þangað til klukkan fimm. Berglind varð fyrir skaða. Hún datt og fékk höfðuhögg en ekki eins slæmt og síðast. Hún var alveg í lagi eftir á. Ég talaði við hana eftir að hún datt. hún var smá vönkuð eða með smá hausverk og hreyfði sig hægt. En húmorinn var í lagi. Hún fór að grínast með það í þetta skipti var það ekki ég sem slasaði hana. Þó svo hún hafi verið í lagi í gærkvöldi vaknaði hún í morgun með harðsperrur í maganum og handleggjunum og illt í bakinu og hnakkanum. Hún þurfti stuðning til þess að geta staðið upp frá morgunverðarborðinu í morgun og upp tröppurnar. Hún var að grínast og sagði að hún væri eins og níræð kona. Hreyfði sig svo hægt, tæki eitt skref á mínútu. En ég held hún sé alveg að jafna sig...
Dagurinn í dag var mjög undarlegur. ég get ekki sagt annað. Við vorum með Joan media kennara í dag. Það er tölvuleikur sem strákar spila mjög mikið. Strákar frá kannski svona 13-14 og uppúr. Strákarnir(ekki nepalirnr, þekkja ekkert svona vestrænt) hér spila allir þennan leik. Leikurinn heitir World of Warcraft og þeir geta spilað þennan leik daginn út og daginn inn. Verkefni dagsinn var að læra að spila þennan tölvuleik og komast að því hvað fær strákana til þess að hanga yfir þessu svona lengi. Þetta var sko alvöru "Life Expanding" fyrir okkur stelpurnar. Rasmus, sem spilar leikinn reglulega, fór með okkur inn í sjónvarpsherbergið setti upp tölvu þar og sýndi okkur hvað maður á að gera og útskýrði allt saman fyrir okkur. Síðan lét hann okkur bara leika okkur. Tölvan sem hann var með í sjónvarpsherberginu var tölvan hans James. Síðan opnaði hann sína tölvu í öðruherbergi svo við gætum verið tvær og tvær saman. Ég var með Þórdísi. Mér fannst ótrúlega gaman, en henni fannst ekki jafn gaman. Cammillu og Guðrúnu fannst þetta samt jafn skemmtilegt og mér. Mér hefði aldrei dottið í hug að þessi leikur væri svona hrífandi. Við vorum þrjár næstum hooked á þessu. Strákunum fannst þetta fyndið að við værum að leika okkur í þessum leik. Við vorum að þessu til klukkan hálf 3 og þá gáfum við Joan skírslu um reynslu okkar. Við áttum að segja hvað okkur fannst best við leikinn. Við vorum sammála um það að það var hægt að velja persónu til að vera í leiknum og velja hvernig hár og hvernig augu og föt manneskjan var með. Joan sagði þá að þetta væri það svar sem hún var að bíða eftir. Þetta er hluti af markaðsetningu segir hún, ef það er hægt að hanna eitthvað og stjórna sjálfur þá vilja stelpur og konur miklu frekar vera með. Mér fannst þetta líka gaman. en hinnsvegar kom keppnis andinn upp í mér líka. World of Warcraft er spilaður í gegnum netið þannig að það eru altaf einhverjir aðrir að spila líka. Við vorum á innranetinu í skólanum þannig að ég gat altaf séð Camillu og Guðrúnu. Ég sá Camillu og þá var hún á level 4 en ég bara á 2 þá langaði mig mjög til þess að komst þangað til að keppa við Camillu. Þetta var bara gaman og ég gæti alveg spilað aftur. En þar sem maður þarf að kaupa leikinn þá hugsa að ég muni ekki spila þennan tiltekna leik aftur. En hinsvegar mælti Joan með öðrum leik af svipaðri gerð sem er ókeypis sem ég er byrjuð að prófa og mér líst vel á. En ég ætla samt ekki að fara sitja fram eftir öllu í tölvuleikjum eins og strákarnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2007 | 22:45
Blogg!!!
Laugardagurinn var langur dagur...Byrjaði daginn snemma með því að borða morgunmat og hjólaði síðan til Middelfart, alltaf jafn fínn hjólatúr passlega langur 18 kílómetrar fram og til baka. 20-25 mínútur hvora leið. Eftir að ég kom síðan heim þá gerði ég ekkert. Klukkan þrjú kom síðan Brandbjerg lýðháskólinn sem við heimsóttum fyrir jól. Það var komið að íþróttamótinu. Keppt í fótbolta og blaki. Ég horfði á fótboltaleikinn og blakið og var klappstýra með hinum í stuðningsliðinu. Við rústuðum Brandbjerg í báðum greinum. Þau voru samt svo tapsár. Eftir fyrri hálfleik í fótboltanum heyrði ég þau kenna sólinni um að þau sæju ekkert því sólin skini beint í augun á þeim. Það var síðan skipt um vallarhluta, staða þeirra skánaði nú ekkert við það. Við skoruðum einu sinni tvö mörk á sömu mínútunni á móti sól. Þetta var barasta gaman, stemmning. Síðan eftir íþróttirnar var borðaður kvöldmatur og eftirmatur, ís og ávaxta salat. Brandbjerg gisti síðan hjá okkur en fór á sunnudagsmorguninn.
Sunnudagurinn var bara rólegheitadagur. Nánast allir í leti. Horfandi á video, hangandi í tölvum eða að lesa. Ég hékk bæði í tölvunni í tölvuleik og las líka. Röddin í mér var samt fjarri góðu gamni...of mikil öskur á kappleikunum. Á sunnudagskvöldið þegar ég ætlaði að fara að sofa þá gat ég ekki sofnað, ég bara lá og hugsaði og hugsaði.
Á mánudagsmorguninn vaknaði ég svo fyrir allar aldir, klukkan sex, ég hafði gleymt að draga fyrir um kvöldið þannig að morgun sólin skein beint á rúmið mitt, og gerði mér ókleift að sofa í því. Ég lá þá vakandi þangað til korter yfir sjö. Gerði það að verkum að ég var fersk klukkan hálf níu þegar við áttum að leggja af stað til Kolding til að hitta Gitte. Við fórum á glerverkstæði. Þar fengum við að spreyta okkur í glerlist. Það var samt ekki fljótandi gler, sem maður svona blæs heldur að skera gler, lita það og búa til eitthvað. Við fengum hver 100 krónur frá skólanum til að gera eitthvað. Ég bjó til fjóra sprittkertastjaka. Ég vona að þeir komi vel út. Gitte mun sækja munina fyrir okkur og koma með til okkar á fimmtudaginn. Ég hlakka svo til að sjá hvernig mitt verður. Mig rámar í að hafa gert eitthvað úr gleri í Hvassó. Ég man eftir að hafa verið með skurðarbretti, glerhníf og tangir. En ég man ekki eftir því sem ég bjó til, sem er skrítið því ég held ég muni eftir öllu því sem ég bjó til í smíði og saum í Hvassó. Ég, Berglind og Guðrún Ýr vorum búnar á undan Camillu, Þórdísi og Gitte þannig að við báðum um leyfi til að fara i bæinn á meðan þær væru að klára. Jú það var sjálfsagt. Stelpurnar þurftu bara að kaupa afmælisgjöf handa Astrid sem átti afmæli í gær. En ég vildi gera dálítið annað sem kom mér nokkuð á óvart. Það var nefnilega þannig að þegar ég lá þarna andvaka þá var ég að hugsa. Ég fór allt í einu að hugsa um að fá mér aftur göt í eyrun. Ég hugsaði þetta fram og til baka. Íhugaði hvort ég ætti að vera að því að fá ný göt eða ekki. Komst síðan að niðurstöðu. Ég ætlaði að gata. Þannig að í gær fékk ég göt í eyrun. Guðrún Ýr fór í hraðbanka á meðan ég og Berglind fórum inn á fyrstu stofuna sem við sáum sem gerir svona lagað. Ég labbaði upp að náunganum sem vann þarna og sagðist vilja fá annað par af götum í eyrun. Það kom síðan í ljós að þeir nota gamaldagsaðferð þarna, gata bara með nálum þarna. Ekki séns að ég láti stinga nál í gegnum eyrnasneplana á mér og borga 250 krónur fyrir sársaukann. Við flýttum okkur það út og hittum Guðrúnu Ýr aftur. Hún undraði sig hvað þetta tók stuttan tíma en við útskýrðum síðan ástæðuna. Við fórum síðan bara á aðra stofu sem við vissum um. Sami staður og þar sem Berglind fékk gat í naflann. Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta yrði kanski vont...í minningunni var vont að fá göt í eyrun en síðan var þetta ekki neitt neitt, bara eins og það væri verið að klípamann eiginlega minna vont en það því þetta er bara ein sekúnda og síðan búið. Ég bara fann ekki fyrir neinu. Ég er semsagt núna með 11 göt á höfði en ekki sjö eins og er náttúrulegt. Þó að ég hafði ekki fundið fyrir sviða eða neinu. Þá voru smá óþægindi í gærkvöldi þegar ég fór að sofa. Það rifjaðist upp fyrir mér afhverju ég sef ekki með eyrnalokka. Ég þoli ekki þegar ég ligg á hliðinni og pinninn stingst inn í skinnið á bakvið eyrað. Ég lif það nú bara af. Ég mun örugglega venjast því bara. Um morguninn þegar við vorum á lestarstöðinni í Fredericiu að bíða eftir lestinni til Kolding þá stóðum við Þórdís við tímaritarekkann í sjoppunni á lestarstöðinni. Við fundum eitt kjaftablað sem var ekki á dönsku. Mér finnst bara ekkert gaman að lesa dönsk kjaftablöð, þau fjalla bara um fólk sem ég hef ekki hugmynd hver er. Nema hvað, það voru tvö eintök við tókum um sitthvort og byrjuðum að lesa en síðan þurftum við að slíta okkur frá þeim til að fara í lestina. Þegar við komum síðan aftur til Fredericia seinna um daginn, gerðist sama aftur en þá ákvað ég bara að kaupa blaðið svo ég geti lesið. Þetta blað er mun bitastæðara en flest kjaftablöð því þetta eru ekki bara slúðurgreinar. Það var viðtal við Afganska móður sem seldi eldri dóttur sína(ekki í vændi heldur til að giftast einhverjum karli). Stelpan var misnotuð af tengdaföður sínum og endaði með því að kveikja í sjálfri sér. Nú er konan að hugsa um selja aðra dóttur en til vinafjölskyldu sem hún þekkir vel. Hún gerir þetta vegna fátæktar. Alveg hræðilegt.
Í dag var aftur tími með Gitte. Við fórum niður á strönd að tína stóra steina. Það tók enga stund. Eftir það fórum við síðan inn að skreyta steinanna. Við áttum að gera þetta fyrir matsalinn í skólanum. Við áttum að skreyta steinana og setja númer á þá svo hægt verði að númera borðin með þeim svo allt verði ekki í belg og biðu á matmálstímum. Við málum tvo steina hver og síðan Gitte einn. Mér fannst mínir steinar barasta heppnast vel. Ég málaði einn ljósbláan og lét hann þorna og málaði síðan hvít ský á og setti töluna mína inn í eitt skýið. Hinn steininn málaði ég hvítann og þegar hvíta málningin var þornuð málaði ég rauða línu neðst og síðan fullt af dönskum fánum í nokkurskonar röndum. Þegar ég var búin og steinarnir þornuðu fór ég með steinana niður í eldhúsið til Rikke eins og Gitte hafði sagt okkur að gera. Rikke fannst danski steinninn minn flottur. Mér fannst ég nú þurfa að hafa eitthvað danskt. Þetta var steinn úr danskri fjöru og ég er nú líka í Danmörku... Þetta var verk dagsins. Ég fór reyndar líka á pósthúsið í dag að kaupa mér kassa til að senda dót í heim...Hann er samt ekki jafn stór og ég hafi viljað. Ef mér finnst þessi ekki nægja(stærsti kassinn) þá fæ ég kannski bara annan kassa. Sé til, ætla samt held ég bara að láta þennan duga...
nóg komið af bloggi í bili, ætla núna að fara að sofa. mmm. hvað það verður gott. Ég er þreytt, klukkan er hálf eitt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2007 | 21:13
það er komið, það er komið enn og aftur á ný....
Ég hef ekkert bloggað í smá tíma og kominn tími til að segja frá atburðum vikunnar. Á mánudaginn fórum við til Kolding að læra smá nudd. Gitte bauð okkur heim til sín. Hún býr í fallegri íbúð í þríbýlishúsi og allt mjög venjulegt og heimilislegt. Nuddkonan kom þangað og sýndi okkur og við æfðum okkur í nuddi á hvorri annarri. Ég nuddaði Camillu og Camilla nuddaði mig. Við lærðum hvað er gott að gera við bakið og axlirnar og síðan andlitið. Okkur fannst þetta frábær dagur. Síðan á þriðjudaginn fórum við í grænmetis verksmiðju. Það er svona stór gamall sveitabær þar sem ræktað lífrænt ræktað grænmeti og því er pakkað inn í umbúðir í risastórum vélum. Þetta fyrirtæki heitir Årstiderne og er stærsta fyrirtækið í danmörku sem pakkar inn lífrænt ræktuðum ávöxtum og grænmeti og sendir til fólks, í Danmörku. það eru um 300.000 viðskiptavinir dreyfðir um allt landið , þeir ná til um 64% af Danmörku og dreyfa líka í Svíðþjóð. Við fengum að skoða allt þarna. Mér leist mjög vel á. Allt mjög vel unnið og úrvals grænmeti og ávextir. Við fórum fimm stelpurnar saman í bíl. Berglind keyrði. Það var svona stelpna "road trip". Berglind að keyra í fyrsta skipti í Danmörku og Camilla þuldi allar beygjurnar og vegina, sem Berglind átti að taka, frá krack síðunni. rosalega sniðugt það. Vantar þannig á Íslandi. Berglind var mjög stressuð til að byrja með. hún er samt búin að vera að keyra í 3 ár. Það var bara af því hún var að keyra í útlöndum...Síðan bíllinn sem við vorum á(bíllinn hennar Joan) hann var þungur í stýrinu, og Berglind þurfti að nota alla vöðva í báðum handleggjunum til að beygja. Síðan tók líka tíma að fatta hvernig átti að setja í bakkgírinn. Hún bölvaði honum nokkrum sinnum. Þetta var bara gaman...
Á miðvikudaginn var ljósmyndatími hjá mér. Jesper fór með okkur til að taka myndir í Fredericia. Ég náði nokkrum flottum myndum í höfninni þar sem við vorum. Eftir hádegi var svo spænsku tími. Við spiluðum bingo á spænsku utandyra...Ég vann náttúrulega ekki. Hef aldrei unnið í neinu svona. En það var samt gaman. Eftir bingóið fórum ég og Þórdís síðan í ísbúðina á Fjóni að fá góða ísinn. Við fengum okkur 3 kúlur. síðan gengum við aftur heim. Þá voru Guðrún, Berglind og Camilla að fara í bæinn og Þórdís tók yfir eldhúsvaktina hennar Guðrúnar.
Á fimmtudaginn var síðan aftur nuddtími. Við erum núna alltaf með Torben á fimmtudögum. Hann hafði skipulagt nuddtíma með öðrum kokknum okkar. (Við erum með tvo kokka,Rikke er aðalkokkurinn en síðan er Stine hún kom bara núna í mars. Hún er mentuð sem kokkur en áður en hún fór í kokkaskóla þá fór hún í nuddskóla og var nuddari.) Stine byrjaði á því að segja okkur frá sjálfri sér og nuddskólanum sem hún fór í. Hún útskýrði hinar og þessar nuddtegundir. Hún nefndi nálastungur og punktanudd sem getur komið í stað nálarstungu. Við vorum bara þrjár til að byrja með,ég Þórdís og Camilla. Berglind var hjá tannlækninum og Guðrún var veik. Camilla var síðan send í rúmið því hún var líka veik. En á meðan við vorum þrjár þá prófuðum við punktanuddið. Stine sýndi okkur á Þórdísi. Camilla nuddaði síðan mig með þessarri aðferð og síðan nuddaði ég hana. Efir að Camilla var farin þá fórum við í sænskt húðnudd. Hvað get ég sagt, það var sárt. Skinninu er lyft og það klipið og rúllað. En það var samt gott. Síðan var venjulegt nudd þar sem vöðvarnir eru nuddaðir.. Þegar ég var búin að fá nudd, þá fór Þórdís á borðið og Stine sýndi mér hvernig ég ætti að framkvæmi þessi nudd. Mér fannst þetta mjög góður tími. Afslappandi en maður er samt að læra eitthvað gagnlegt. Eftir hádegi fórum ég og Þórdís út í sólbað. Fundum okkur blett fyrir aftan hús og sleiktum sólina. Eftir rúma tvo tíma í sólinni fórum við síðan aftur í ísbúðina og fengum okkur aftur 3 kúlur. Ég get svarið það, það er eitthvað vanabindandi í ísnum. ;) Við komum síðan passlega í kvöldmat. á þessum 3 klukkutímum í sólinni, var ég komin með myndarlegt far og fína brúnku. Stelpurnar eru að uppgötva dökka genið í mér. Þær skilja ekki hvernig ég get orðið brún svona fljótt á bara 2 klukkutímum. Ég er bara gædd þessum fína hæfileika.
Í dag fórum við svo aftur til Kolding(þriðja skipti í þessari viku) Við fórum með Jesper að skoða hönnunar háskólann þar sem maður getur fengið gráður í hinum og þessum ángum hönnunar. Við skoðuðum samt mest Textíl og tísku deildirnar. Mér fannst þetta athygglisvert en ég hefði viljað kíkja meira á grafísku deildina. Það eru nokkrir Íslendingar í skólanum. Jesper finnst skrítið hvað það finnast margir Íslendingar í Danmörku. Þau rákust víst á Íslendinga í Kaupmannahafnarferðinni. Ég rakts á Íslendinga í Århusferðinni. Ég held að það séu Íslendingar í öllum stærri bæjum í Danmörku og mörgum smærri bæjum líka. Eftir skoðunarferðini í skólanum, var planið hans Jespers að setjast og borða nesti á grasinu fyrir utan Kolding hus, sem er víst aðalstaðurinn í Kolding. Guðrúnu og Berglind voru ekki á því að fara að setjast einhverstaðar niður til að borða nesti að heiman. Þær fóru þannig tvær á kaffihús og borðuðu þar og skildu okkur 4 eftir. Við spjölluðum bara og borðuðum samlokurnar okkar. Við stelpurnar ræddum meðal annars kaupæði hinna stelpnanna. Þær spreða og spreða peningum. Við skiljum þetta ekki. Þær eiga víst ekki mikla peninga en eyða bara því sem þær eiga. Guðrún dregur líka bara upp kredit kortið. og Camilla segir að hún hafi sagst mundi bara taka lán í bankanum þegar hún kæmi heim. Ég hef ekki heyrt um neina tvítuga manneskju með bankalán. En hvað um það. Jesper sótti um í einhvern skóla háskóla í Kaupmannahöfn og meðan við borðuðum nestið þá fékk hann upphringinu um það að hann hefði komist í gegnum fyrsta þrepið til að komast inn í skólann. Í tilefni af því bauð hann okkur í Ís. Fallegt af honum. Það var gaman. Það munaði littlu að Berglind og Guðrún misstu af tilboðinu um ís en þær náðu. Efti hádegi í dag fór ég bara ein í sólbað. Þórdís fór til Kaupmannahafnar yfir helgina. Ég náði mér í enn meiri brúnan lit. Mér finnst svo undarlegt að vera í sólbaði í 20-25 sitga hita í apríl. En það er frábært.
Ég er búin að bæta þessum myndum hér og fleirum nýjum í Danmörk 2007 albúmið og fólkið í Snoghoj 2007 albúmið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2007 | 13:13
Ísland í dag - Hvar ætlar þetta að enda??
Við sáum mynd Al Gores "An Inconvenient Truth" á föstudaginn. Myndin fjallar um umhverfismál, gróðurhúsaáhrif og hlýnun á jörðinni. Þetta var sláandi mynd sem fékk mig til að hugsa. Fær mig til að hugsa um það hvað ég held að mannkynið eigi stuttan tíma eftir á jörðinni ef við förum ekki að breyta venjum okkar og gera eitthvað í málunum. Allir.
Þetta leiddi síðan hugan minn yfir í hugsanir um Ísland í dag, það var þá raftækjanotkun landanns sem ég fór að hugsa um. Ég minntist á verkefni úr ensku í MH þar sem við vorum látin telja upp þau raftæki sem til væru á heimilum okkar og hversu margar fjarstýringar væru. Listinn frá mér var nógu langur að mínu mati en var mjög stuttur miðað við lista allra hinna. Það gerðist líka svipað á föstudaginn þegar Berglind upplýsti að það væru 5 manns á hennar heimili. Og á heimilinu væru sjónvörp á 5 herbergjum og sex bílar á heimilinu. Mér skilst að þetta sé eðlilegt....Það er ekki einu sinni til straujárn á mínu heimili hvað þá 5 sjónvarpstæki. Við Íslendingarnir urðum smá ósamála. Þeim finnst ekki vera hægt að fara um í Reykjavík og komast á réttum tíma á leiðarenda nema á bíl. Ég var ósammála. Ég nefndi strætó, hjól og það að ganga sem möguleiki. Ég kem á réttum tíma í skólann þó ég gangi eða hjóli 2 kílómetra í skólann. Ég mæli með hjóli og tveimur jafn fljótum. Stelpurnar nefndu það að það væru ekki góðar aðstæður til að hjóla innanbæjar í Reykjavík. Þær áttu þar við veðrið. Mér finnst það nú minnsta málið. Maður þarf að klæða sig eftir veðri. Þannig virkar það nú! Mörgum finnst bara allt of hallærislegt að klæðast utanyfirfatniði til að geta látið sjá sig þannig klæddan meðal almennings. Það hefur nú oft verið glápt á mig eins og ég sé eitthvað skrítin, í MH þegar ég skelli mér í utanyfirbuxurnar áður enn ég legg af stað heim eftir skóla. Mín reynsla er sú að það er hægt að hjóla í Reykjavík. Ég mæli með því að fólk noti strætó(þó það sé dýrt), gangi eða hjóli styttri vegalengdir. Það er þar að auki líka holt og gott að hreyfa sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2007 | 18:16
Dagur fjögur - Gleðilega páska
Páskadagur er í dag. Undarlegustu páskar sem ég hef upplifað verð ég að segja. Ég hafði skrifað mig í það verk að vaska upp eftir mokost. Einn af Nepulunum hafði líkað skrifað sig. Ég ætlaði að vaska upp í uppvaskseldhúsinu og ég sendi hann niður í eldhúsið. Þá sagði hann við mig(merkilegt, ég skildi hvað hann sagði) að hann kynni ekki að laga kaffi og te. Mér kom þetta svo á óvart. Fullorðin manneskja sem er að fara í háskóla kann ekki að hella upp á kaffi eða laga te. Ég skil að sumir Nepalanna búa upp í sveit og búa ekki við rafmagn. En eftir tvo mánuði í Danmörku ætti hann nú að vera búinn að læra að klippa gat á kaffi poka og sturta úr honum ofan í síuna í vélinni og ýta á START. Eða það sem er einfaldara laga te. Það er bara að ýta á START. Hann fékk félaga sinn til að hjálpa sér með þetta mikilvæga verk.
Eftir uppvaskið hélt ég síðan áfram með verk gærdagsinns sem var að gera ekkert. Ég fór í páska sturtu og opnaði síðan páskaeggið mitt. Páskaeggið er bara súkkulaði og það er galtómt. Furðulegt, samt var tappi í því. Þetta var nokkurnveginn það sem ég gerði í dag. Og nú yfir kvöldmatnum áðan þá talaði ég við Roeland, Lieselotte(kærastan hans), Evu, Ayu og Chen. Srkítið að sjá Evu, Ayu og Roeland aftur. En samt eitthvað svo venjulegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2007 | 17:00
Dagur þrjú - Gestagangur
Í dag hélt ég áfram að gera það sem ég gerði í gær, fyrir utan það að horfa á sjónvarpið. Ég horfði samt á Passions, næsti þáttur á þriðjudaginn. Við erum búin að fá gesti hingað í skólann. Eva og Aya sem voru fyrir jól, þær komu og ætla að gleðja okkur með nærveru sinni yfir páskana í tvo daga. Roeland ætlaði líka að koma. Hann sagðist samt ætla bara að stoppa stutt, ætlaði að koma seinni partinn og fara aftur fyrir kvöldmat. Ég gerði mér ferðir reglulega niður til að athuga hvort hann og kærasta hans væru komin. Annað hvort komu þau ekki eða að ég hef mist af þeim. Eva var hiss hvað það eru fáir hér. Allir náttúrulega farnir heim. En mér finnst gott að fá gesti. Kvöldmaturinn áðan var undarlegur. Ekki beint undarlegur, bara allt í einu svo margir að borða og stór hluti voru Ungverjar. Damla og Gabor, foreldrar Dömlu(Þau ætluðu til Köben í dag, en bíllinn þeirra bilaði og ekki verður hægt að fá mann til að koma og kíkja á bílinn fyrr en á þriðjudaginn), Sid, Eva og vinkona hennar sem kom með henni. Alls 7 Ungverjar.
Í kvöld verður svo partí því við erum með gesti. En það verður ósköp fámennt partí. Ég er ekki viss um að Nepalirnir nenni mikið að hanga með okkur. Sjáum til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Úlfhildur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar