Hér kemur Úlfhildur klifurmús...

Tveir undarlegir dagar verð ég að segja. Gærdagurinn byrjaði í líkamsrækt. Gitte þurfti að byrja á því að finna strákana. Hún komst að því að strákarnir eru latir. Rasmus sagðist vera of illt í bakinu, honum var ekki baun illt í bakinu. Jónas sagðist ekki hafi borðað morgunmat og hefði farið of seint að sofa. Gitte ansaði því með "og?". James sagðist þurfa að fara til Århus, en síðan kom í ljós að hann þurfti ekki að fara fyrr en eftir hádegi. René var límdur við fréttir. Nepalski náunginn Pritivi hann sagðist ekki geta verið með því hann væri með blöðru á tánni. En við stelpurnar vorum allar á staðnum, Claus var líka og svo kom René. Við byrjuðum á styrktaræfingum á stóru boltunum. Þessar æfingar sem við gerum kallast á ensku Body Balance, það er eitthvað sem Gitte lærði í Ameríku, hún er víst ein af fáum í Danmörku sem stunda þetta á þennan hátt. Þegar við vorum búin í æfingunum sátum við á boltunum, þá sagði Gitte að okkur hefði flestum farið mjög fram í þessum æfingum. Hún sagðist sérstaklega tekið eftir breytingum hjá mér. Hún sagði að hún sæi mjög vel að líkaminn minn sé í betra jafnvægi núna en fyrir nokkrum vikum. Mikið var ég stolt. Við tókum síðan smá pásu en eftir pásuna ætluðum við að spila Badminton. Eftir pásuna bættist Pritivi í hópinn. Badminton er uppáhaldsíþróttin mín. Reyndar er hún nokkurnveginn eina íþróttin sem mér finnst gaman að leika. Ég átti að spila með Pritivi í tvendarleik. Leikurinn byrjaði. Ég var ekki með hugann við leikinn, hitti aldrei fjöðrina. Það var meðvitað. Pritivi var að segja mér hvað ég ætti að gera, ég kann fjárans reglurnar, og er betri en hann í badmintoni þar að auki. Síðan þegar þetta hélt áfram stoppaði Gitte mig og sagði mér að ég þyrfti að hitta fjöðrina. Ég sagði þá við hana að ég gæti ekki spilað með Pritivi. Ég var gífurlega pirruð og óánægð, Gitte spurði mig þá hvort hún ætti að spila fyrir mig. En síðan ákvað hún frekar að láta Dömlu spila í staðin fyrir mig svo við gætum talað saman og að ég gæti sagt henni ástæðuna fyrir því hvers vegna ég gæti ekki spilað með stráknum. Við fórum fram á gang og ég útskýrði allt. Staðreyndin er sú að Pritivi er leiðindagaur. Hann sagði um dagin við Kingu að hún væri of feit, Kinga er sko ekkert of feit. Hún er bara passleg, venjuleg. Hann sagði það sama við Joan, media kennarann. Síðan skrifaði hann ástarbréf til Mette, eitthvað um það að hann geti ekki lifað annan dag án hennar. Eftir að ég hafði lokið við að vaska upp á miðvikudaginn þá sat ég í stofunni, drakk te og var að lesa blað, þá kom Pritivi og settist við hliðina á mér. Fór að babbla eitthvað. Það er svo erfitt að skilja hvað hann segir. Ég þarf að segja ha svona fimm sinnum og giska síðan hvað það var sem hann sagði. Hann gagnríndi mig fyrir það hvernig ég var í útilegunni. Hann sagði að ég hefði bara setið allt kvöldið og ekki talað við neinn, sem var ósatt. Það er satt að ég sat mest allt kvöldið, en ég sat ekki ein og ég talaði við fólkið. Ég var að segja frá draugunum í skólanum og tók þátt í öðrum umræðum. Það var hann sem sat allt kvöldið og sagði ekki orð. "The pot calling the kettle black." Ég varð dálítð pirruð, ekki bara útaf þessu heldur líka útaf því að mig langði bara til að slappa af, drekka teið mitt og lesa þennan túrista bækling um Fredericia sem var mjög áhugaverður. Það eru líka fleiri sem eiga í vandræðum með hann,Damla þar á meðal. Ég sagði Gitte frá þessu öllu saman. Mér bara líkar ekki við náungan. Hún sagði að svona mál þurfi að taka alvarlega og að hún ætli að tala við Torben, og svo muni þau finna leið til að segja Pritivi að hann geti ekki hegðað sér svona. Ég var bara búin að fá nóg. Ég gat þetta ekki. Fyrir utan þetta uppþot hjá mér í gær, var þetta samt bara fínn dagur.

Dagurinn í dag er búinn að vera hryllilega langur og einstakur. Við vorum í tíma með Gitte í morgun og við fórum til Fredericia að klifra á klifurvegg. Ég var að hugsa í morgun um að fara ekki, ég hafði efasemdir um þetta. En ég var bara of forvitin til að fara ekki. Þannig að ég dreif mig bara með. Með það í huga að ég gæti prófað og ef mér líkaði ekki þá gæti ég bara setið hjá og horft á.Þegar við komum á staðinn, hittum við klifurkennarann. Ég sá strax að þetta var maður sem hægt væri til að treysta. Svona karl um fimmtugt held ég, og ég er viss um að hann er vog. En hvað um það, við fórum öll í svona belti, svo það væri hægt að fest reipið við okkur þegar við færum á vegginn. James byrjaði að klifra á auðveldasta staðnum hann þaut upp og svo niður, Jónas gerði það sama, síðan Damla og síðan Rasmus. Þá vorum bara ég og Berglind eftir, við vorum báðar hræddar. Ég fór þá af stað, ég byrjaði bara á því að fara svona metra upp og þá gafst ég upp. Og lét manninn slaka á reipinu svo ég kæmist niður. Þá fór Berglind upp, hún er lofthrædd en fór í fyrstu tilraun aðeins hærra en ég en kom síðan aftur niður. Næst fór Gitte upp, hún rúllaði þessu upp á sama hátt og Damla og strákarnir höfðu gert. Þegar hún kom niður var röðin aftur komin að mér. En ég var ennþá hrædd, ég er ekki lofthrædd, ég var bara hrædd . En ég fór aftur af stað upp og fór aðeins hærra upp en skiptið áður, en þá fraus ég, ég gat ekki hreyft á mér fótleggina eða handleggina. Þá gafst ég upp og lét mig síga aftur niður. Þá var röðin komin aftur að Berglindi. Hún fór upp  og klifraði upp á topp alla leið. En við heyrðum hana margsegja "shit" á leiðinni upp.  Henni tókst það! Þegar hún kom niður var adrenalínið á fullu og ofsa gleði. Þá spurði Gitte hvort ég væri tilbúin til að prófa aftur, ég svaraði því neitandi, en sagðist mundi gera það samt. Þetta var þriðja skiptið sem ég prófaði. Þetta er í smá móðu en ég man nokkurnveginn hvað gerðist. Ég byrjaði að klifra, komst á staðinn sem ég stoppaði í fyrri skiptin, ég fraus aftur á þeim stað. Ég fraus algjörlega. Það var hryllilega erfitt að færa fæturna. Ég var þarna föst í smá tíma þangað til Gitte kom bara og tók um fótinn á mér og færði hann, ég hélt þá áfram. Það eina sem hreyfðist þegar ég var svona frosin voru augun í mér og það komu tár. Eftir nokkur skref ofar, þá fóru fótleggirnir á mér að skjálfa og handleggirnir líka. Ég hef Aldrei skolfið svona rosalega. Maðurinn herti á reipinu, svo ég mundi finna fyrir meira öryggi og sagði mér að láta allan þungan falla í ólina og sleppa handleggjunum og slaka á. Ég gat samt bara sleppt einum handlegg í einu. Um þetta leiti var ég held ég svona hálfnuð upp og var búin að segja í örugglega 10 skipti að ég gæti þetta ekki, en ég vildi ekki hlusta á heilann í mér. Heilinn í mér var að segja mér tvennt á sama tíma. Hann sagði mér að gefast upp og hann sagði mér að halda áfram. Ég hélt áfram. Tárin voru hætt að streyma og ég klifraði áfram, þetta varð næstum auðveldara, eftir miðju. Það er seinni parturinn sem er í smá móðu, ég bara man að fæturnir á mér skulfu, þetta var sko meiri skjálfti en venjulegur jarðskjálfti. Ég man líka að ég heyrði Berglindi segja "þú getur þetta!" og Gitte "Du skal slappe af" síðan heyrði ég Jónas segja "You can do it girl!" En á því augnabliki voru eyrun mín ekki beint að hlusta. Ég var held ég í einhverjum öðrum heimi. Ég reyndi að slaka á í fótunum svo að þeir hættu að skjálfa svo ég gæti haldið áfram. Þetta gekk svona með ofsa skjálftum og pásum. Ég komst að lokum á toppinn, 10 metra. Það var band á toppnum, ef maður togaði í bandið þá hringdi bjalla á enda bandsins. Ég hringdi bjöllunni. En síðan tók við meiri erfiði, það var að komast niður aftur. Maðurinn sagði mér bara að halla mér aftur, sleppa höndunum af veggnum og taka um reipið og setja fótinn í vegginn. Þetta var brjálæðislega erfitt, það tók mig langan tíma að gera bara þetta. Ég var næstum að pissa í mig af hræðslu. Ég skalf líka. Ég veit samt ekki við hvað ég var hrædd. Ég var farin aftur að gráta. En á endanum tókst mér að sleppa höndunum og spyrna með fótunum í veginn og ganga niður. Þegar ég kom niður grét ég og skalf. Þá kom Gitte og tók utan um mig og Berglind kom líka. Ég bara grét, hágrét ef ég á að segja satt. Síðan settist ég bara á gólfið, fæturnir á mér gátu ekki haldið líkamanum uppi. En mikið var gott af finna fyrir gólfinu. Það tók dálítinn tíma fyrir mig að hætta að gráta og skjálfa en síðan var allt í lagi. Ég bara gat ekki ráðið við þetta. Ég var stolt af sjálfri mér. Ég spurði síðan hvað ég hefði verið lengi að þessu, þau sögðu mér að ég hefði verið svona korter. Þetta var án efa lengsta korter sem ég hef upplifað. Mér finnst þetta hafi verið um klukkutími, frekar en korter, tíminn var svo lengi að líða... En fyrir mér er þetta eitt mesta afrek sem ég hef afrekað um dagana. Þetta er held ég bara spurning um að vera í sambandi við rétta hlutan af heilanum. Þetta var miklu erfiðara andlega en líkamlega.


Nýjar myndir

Stutt blogg í dag. Ég er búin að setja inn myndir frá útilegunni. Þær eru í nýju albúmi sem heitir útilega.
Ég setti líka inn nýjar myndir sem voru teknar af mér í morgun í albúmið sem heitir Úlfhildur. Jesper segir að ég sé mjög góð fyrirsæta.


Útilega í Houens Odde

Sunnudagurinn var frekar undarlegur. Dagurinn byrjaði með nánast engu í morgunmat, Torben hafði útbúið morgunmat aftur. Allir kvörtuðu. Ég vaskaði upp eftir morgunmatinn en þegar ég kom aftur upp í herbergið mitt þá var rafmagnið farið. Þetta var svo skrítið því það var rafmagn á ganginum, það var mitt hergbergi herbergið við hliðina á, klósettin og sturtan. Ég hafði ætlað bara að hangsa og gera ekkert, en af því að það var ekkert rafmagn þá ákvað ég að púla bara aftur á þrekhjólinu. Þegar það var búið var rafmagnið ekki enn komið á. Ég ætlaði í sturtuna en það var ekkert ljós í sturtunni minni þannig að ég ákvað að fara í hina sturtuna fyrir ganginn minn. Ég verð að segja það að þetta var besta sturta sem ég hef farið í síðan heima á Íslandi um jólin. Ég var búin að gleyma því hvernig það er að þurfa ekki að halda sturtuhausnum uppi sjálfur og hvernig það er að hafa allmennilegan styrk. Þetta var hápunktur dagsinns. Síðan fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Fékk þá þá hugmynd að setja tölvunu mína í samband fram á gangi. Ég gerði það og sat síðan með tölvuna á gólfinu í herberginu mínu, því snúran náði ekki að skrifborðinu. Mér fannst þetta ansi skrítið þarna um kvöldið ég sat við tölvuna í rafmagnsleysi með nokkur stór kerti í kringum mig. Það gerðist eitt á sunnudagskvöldið í kvöldmatnum. Gitte hafði komið til að elda fyrir mannskapinn. Allt sem hafði verið sett á borðið kláraðist. Það held ég að hafi aldrei gerst áður. Gitte undraði sig á þessari sjón, fannst þetta furðulegt og spurði hvað hefði gert það að verkum að allt hefði klárast bara svona einn tveir og þrír. Ástæðan var morgunmaturinn fyrr um daginn. Allir voru bara glorhungraðir.

Ég byrjaði gærdaginn í danstíma, meiri ballet. Ballet spor eru ekki auðveld! Cheri er samt rosalega þolinmóð þegar við þurfuð að endurtaka aftur og aftur. Síðan var komið að hádegismat. Við Íslendingarnir erum í uppvaski þessa viku. En við vorum þvílíkt óheppin í gær. Við áttum að leggja af stað í útileguna klukkan eitt. Það var svo mikið uppvask í gær að það er ekki eðlilegt. Við báðum stelpur af söngleikjabrautinni að hjálpa okkur, svo við gætum haft okkur til, en þær sögðust þurfa að syngja. Þær voru ekki að gera neitt. Það var bara ein þeirra sem var í söngtíma. Þannig að þær hjálpuðu okkur ekki. En klukkan um klukkan rúmlega eitt vorum við búin og áttum þá eftir að hafa okkur til. En eftir það var brunað með okkur af stað. Þetta var samt alveg í lagi. Rikke átti að keyra okkur en bíllinn hennar vildi ekki fara í gang þannig að Torben þurfti að fara fleira en eina ferð. Við þurftum semsagt að bíða eftir honum á meðan hann keyrði annað holl. Þeir sem báðu voru ég, Berglind, Sonia, Monika, Rasmus og Mairden. ÞEgar við vorum komin á útilegusvæðið sem er eitthvað skátasvæði sme er 20 kílómetra héðan, þá fórum við strax af stað í leiki. okkur var skipt í lið eftir línum. Ég var í appelsínugulu liði með Berglindi, Dömlu, Moniku og síðan kínverska stráknum Mairden hann þurfti að vera með okkur til að það væri jafnt í öllum liðunum. Síðan var media liðið og explorer liðið. Við byrjuðum á því að keppa í því að skjóta með boga og örvum. Það var einhvernvegin auðveldara en ég bjóst við. Ég hitti allaveganna spjaldið öll þau 6 skipti sem ég skaut. Mitt lið tapaði samt í þessu. Síðan var komið að því að kasta öx. Við áttum að reyna að hitta viðardrumb með exinni. Það er hinnsvegar hryllilega erfitt ég prófaði tíu sinnum og öxin snerti drumbin einu sinni. Mitt lið tapaði líka í þessu. Þetta var utandyra og það var rigning en það skipti engu máli. Eftir þetta hélt gamin áfram. Við áttum næst að hífa upp stóran trjábol upp hæð, með reipi og talíu. Við áttum að finna sjálf út hvernig við ættum að fara að þessu. Þetta var ekki auðvelt því það var svo mikil drulla og leðja útaf rigningunni og auðvitað rann maður til og datt. Þetta var nokkuð sem mitt lið gat auðveldlega og fljótlega. Síðan var komið að því að ganga á reipi yfir smá tjörn. Það var búið að strengja tvö reipi yfir vatnið. Eitt til að ganga á og annað til að halda í. Það að ganga yfir átti að vera það erfiða. En það erfiða fyrir mig að var að komast upp á reipið en þega það var komið ver þetta ekkert mál... Eftir þessa þraut var mitt lið búið. Við söfnuðumst þá saman á plani þarna á staðnum. Það biðu flestir eftir því að Jesper og explorer liðið kæmu til baka eftir að hafa tekið niður reipin. Það tók svona hálftíma. Joan media kennarinn sem skipulagði þetta.( Hver segir að tölvunörd geti ekki líka verið útivistarfólk?) Hún spurði þarna hvort enginn kynni neina söngleiki, það er leiki þar sem er sungið og hreyfingar með. Enginn sagðist kunna neitt. En það er gott að hafa Íslendi með í för því við redduðum þessu. Bara Hókí-pókí. Við kenndum þeim Hókí-pókí en sungum það ensku. Öllum fannst þetta rosalega gaman. Danirnir þekktu leikin en í dönksu heitir hann Búgí-vúgi. Ungverjarnir og Pólverjarnir höfðu aldrei heyrt um þennan leik áður og þeim fannst held ég skemmitilegast og í klukkutíma eftir á voru Damla og Sonia enn sönglandi lagið "...You put your left foot in, you put your left foot out, in, out, in, out and shake it all about. We do the hokey pokey and turn ourselves around. That's what it's all about.." Eftir hókí-póki kenndum við þeim höfuð, herðar, hné og tær. Allir skemmtu sér vel í líkjum í boði Íslendinganna. Hvar væri heimurinn staddur ef það væru ekki Íslendingar :) Við gengum svo aftur á útilegu svæðið. Kveiktum eld og biðum svo eftir því að Torben kæmi færandi hendi með kvöldmat. Það var súpa. Öllum fannst súpan mjög góð. Ég heyrði einhvern segja að þetta væri besta súpa sem hann hefði nokkurntíma fengið. En ég held að megin ástæða þess að allir elskuðu súpuna svona rosalega hafi verið sú að hún var heit og þeim var kalt. Um kvöldið sátum við í kringum eldinn. Bökuðum flétturbauð yfir eldinum og spjölluðum. Mér tókst að bræða gat á utanyfirbuxurnar sem Joan lánaði mér. Ég var ekki það nálægt eldinum, þær bara ofhitnuðu. En það var allt í lagi. Við sátum þarna í kringum eldinn, sögðum draugasögur, ræddum fram og til baka draugana í Snoghøj. Síðan tók himininn upp á þvi að fara að snjóa. Af einhverri ástæðu fórum við að syngja jólalög. Ég fór í háttinn snemma rétt fyrir 11 held ég. Flestir fóru þá. Við vorum ekki í tjöldum heldur voru skýli þarna og við vorum í þeim. Skýli með þaki og þreimur veggjum. Ég svaf ekki vel, var stöðugt vaknandi. Gólfið, það var ekki beint gólf því það var ekki hægt að standa í skílinu, botn er kannski betra orð, var svo harðt og óðægilegt. Það var erfitt að finna góða stellingu. Flestir vöknuðu um sjö leitið en ég vaknaði rétt fyrir það. Ég sat í svefnpokanum mínum( Gamli svefnpokinn minn, sem hún mamma mín á reyndar er þúsund sinnum betri en þessir nútíma svefnpokar, hlýrri og maður þarf ekki að vakna til þess að skipta um stellingu) þegar ég heyrði Gabor segja í öðru skýli að þetta hafi verið versta nótt sem hann hafi nokkurntíma upplifað. Allir Þeir sem heyrðu til hans voru sammála. Í morgun kveiktum við svo aftur smá bál hituðum hafragraut, fórum síðan í tvo leiki. og tókum síðan saman og fórum af svæðinu klukkan 11 þegar þrír bílar komu og sóttu okkur. Þegar við komum í skólan var það fyrsta sem flestir gerðu að fara í heita sturtu, en ég beið með þangað til eftir hádegi. Mér veitti nú samt ekkert af sturtu þar sem ég var eins og ég hefði vísvitandi lagst ofan í leðjubing og velt mér uppúr honum. Maturinn hvarf af matarborðinu á sama hátt og hann hafði á sunnudagskvöldið. Ferðalagarnir voru svangir. Eftir hádegismat vöskuðum við Íslendingarnir svo upp. Eftir það fór ég í góðu sturtuna og síðan svaf ég í tæpa 3 tíma á milli þrjú og sex. Þetta eru búinir að vera tveri mjög langir dagar.


Höfuðáverkar

Ég er ekkert búin að skrifa síðan á miðvikudaginn. Ég byrjaði fimmtudaginn ekki neitt sérstaklega vel. Ég held ég byrji á því að nefna það að ég er hrútur og eins fólk veit þá er hrútar gjarnir á að stanga og það er nákvæmlega það sem gerðist á fimmtudagsmorguninn. Við vorum í tíma með Gitte með explorerstrákunum. Við vorum að gera æfingar og áttum að vera tvö og tvö saman. Ég var með Berglindi og það varð smá slys. Það var svaka árekstur, höfðin á okkur skullu saman. Eða þar að segja ég stangaði hana. Það er erfitt að útskýra nákvæmlega hvað gerðist. En hvað um það ég man að ég greyp um höfuðið á mér og leit síðan á Berglindi á brá hryllilega þegar ég sá að það blæddi úr vörinni á henni. Þegar ég hafði áttað mig á því kom Gitte, á því augnablika fór Berglindi að svima. Gitte fór með hana fram. Berglindi var óglatt, var með svima og fann fyrir þreytu. Gitte hélt að hún hefði kannski fengið heilahristing. En síðan fór henni að líða betur en yfir hádegismat þá fór henni að líða illa aftur og þá fór Gitte með hana á spítalann. Læknirinn sagði að líklega væri allt í lagi en að Berglind ætti að vera undir eftirliti yfir nóttina, vera vakin reglulega. En um kvöldið átti ég gott samtal við Berglindi og þá leið henni bara vel. En vaktkennarinn Joan þurfti samt að vakna reglulega um nóttina til að vekja Berglindi til að tékka á henni. Ég var mun heppnari. Ég var bara með hausverk. Var reyndar með hausverk það sem eftir var fimmtudagsinns hann fór samt minnkandi en í gær var allt í lagi. Bara rauð og risastóra kúlu sem er hryllilega aum. Það er ferlega sárt að skella svona.
Í gær vorum við síðan aftur með Gitte og explorerstrákunum en í sálfræðinni þarna, ég veit ekki beint hvað ég á að kalla það. Við gerðum æfingar, við vorum með bundið fyrir augun og áttum að raða okkur sjálf í röð eftir stærð og við máttum ekki tala saman á meðan. Ég vissi að ég var lágvaxnasta manneskjan í hópnum og þá vissi ég að ég ætti að vera fremst þannig að ég bara stóð á sama staðnum og færði fólk sem ætlaði fram fyrir mig. Við náðum að mynda beina línu. James sem er hávaxinn var á hinum endanum, hann hafði gert nokkurnveginn það sama og ég. Síðan gerðum við annað líka með bundið fyrir augun. Við áttum að finna aðra manneskju og taka um hendur manneskjunnar og leggja hendurnar á minnið. Síðan áttum við að labba útum herbergið. Gitte reyndar leiddi okkur um herbergið en það var smá vandamál. Það heyrðist svo mikið í stígvélunum mínum á trégólfinu. Gitte tók af mér stígvélin. Síðan þegar allir voru ruglaðir um hvar þeir voru staddir þá áttum við að finna réttu hendurnar aftur. Ég viss vel hver átti hendurnar sem ég var að leita að. Það var Monika. Ég vissi það því ég fann að þetta voru stelpu hendur og þær voru á manneksju sem er frekar hávaxin. Og ég vissi að Damla átti ekki þessar hendur, hún er ekki það hávaxin og ég fann líka að þetta voru ekki hendurnar á Berglindi. og ég fann Moniku þetta var mjög gaman.
Torben er vaktkennari þessa helgi. Í gær eldaði hann það sem hann eldar oftast þegar hann er vaktkennari, spagetti bolognese. Það er samt gaman að sitja til borðs með honum. Hann segir frá ferðum sínum til framandi landa í gær var hann að tala um það þegar hann fór til Indlands. En eitt sem Torben er ekki góður í, það er að útbúa morgunmat. Það vantar alltaf eitthvað. Ég sat og borðaði brauð þegar Damla kom niður í morgun. Hún spurði "Hvað er þetta?" og horfði undrandi á morgunverðarborðið. Þetta átti víst að vera morgunmatur. Það var ein djús kanna, tvær kaffikönnur og tvær tekönnu. Tvö brauð og rúnstykki sem höfðu ekki verið hituð, tóm kornfleksskál og haframjöl og múslí, þykkmjólk og mjólk og síðan smjör og spægi og rúllupylsa. Þetta er það sem Torben gerir.

Ég er enn og aftur búin að sjá muninn á íslenska ríkissjónvarpinu og danksa ríkissjónvarpinu. Ég er búin að vera að horfa á sjónvarpið í kvöld. DR2 er alltaf með eitthvað þema á laugardagskvöldum. Í kvöld var þemað Johnny Cash. Hvenær mundi Sjónvarpið gerast svo djarft að senda í loftið 4 heimildarmyndir tengdar Johnny Cash í röð. Eða bara yfirhöfuð eitthvað. Svarið er, aldrei. 3 af fjórum myndunum voru danskar. Bara það að danska sjónvarpið hafi sett peninga í það að búa til sjónvarpsþátt um einhvern amerískan tónlistarmann, er merkilegt í mínum huga, og það að það hafi verið kántrí tónlistarmaður er enn merkilegra. Mér fannst þetta frábært og naut þess að horfa á sjónvarpið. Mér fann fyrir einhverskonar gleði yfir því að búa í landi þar sem maður getur séð svonalagað. En samt náði Íslendingastoltið mitt að koma fram. Það var sýnt myndbrot frá tónleikum sem Johnny Cash hafði haldið í Danmörku árið 1995, og hvað er það sem ég sé fyrst í myndinni? Hvað annað en íslenski fáninn. Það var maður sem hafði orð á því í einni af myndum að hvað Danmörk bara fílar ekki kántrí tónlist almennt. Hann sagði þó að Danir skilji ekki kántrí tónlist þá hafi þeir skilið Johnny Cash af einhverri ástæðu. Ég veit að Danmörk er ekki tilbúin fyrir kántrí tónlist ennþá, en hún er pottþétt tilbúnari en Ísland. Allaveganna bendir allt til þess. Það er auðvelt að nálgast kántrí tónlist í plötubúðum. Maður þarf ekki að setja búðina á annan enda eins og maður þarf að gera í Skífunni. Og síðan sér maður Johnny Cash í sjónvarpinu og fer á tónleika með Dolly Parton. Undarlegt.
 


Dixie Chicks eru æði!

Dixie ChicksÉg verð bara að segja eins og er Dixie Chicks eru bara hreint æði. (Alla veganna að mínu mati) Ég horfði á myndina þeirra Shut Up and Sing tvisvar í dag. Ég hafði nægan tíma. Frí eftir hádegi á miðvikudögum. Reyndar erum við með dans núna seinni partinn á miðvikudögum en tíminn féll niður. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Dixie Chicks amerísk hljómsveit sem var ein vinsælasta kántrí bandið þangað til árið 2003. Sumarið 2003 voru píurnar í Dixie Chick á tónleikaferðalagi um heiminn. Og á tilteknum tónleikum í London sagði aðal söngkonan, sem heitir Natalie Mains, að hún skammaðist sín fyrir að vera frá Texas ríki eins og George Bush.  Þessi orð hennar voru höfð eftir henni í breskum fjölmiðlum og svo náði fréttin til Bandaríkjanna. Orðin féllu ekki eins vel í kramið vestanhafs eins og þau höfðu í Bretlandi. Ef satt skal segja þá var fólk bálreitt út í hljómsveitina. A fyrir það að segja það að þær styðji ekki forsetann og B fyrir það að segja þetta á erlendri grund. Það var fólk sem brenndi geisladiska með Dixie Chicks og sagðist aldrei geta hlustað á tónlistana þeirra aftur. Útvarprásir hættu að spila tónlistina þeirra nánast um leið. Fólkið túlkaði þesa einu setningu sem það að Dixie Chicks væru á móti forsetanum, móti stríðinu sem var ný hafið í Írak, móti Bandaríkjunum  og á móti hermönnunum sem voru sendir til Íraks, meðal annars. Þegar þessi viðbrögð komu fram sendu þær frá sér yfirlýsingu sem sagði að þær væru bara ósammála forsetanum og á móti stríði almennt. En að þær höfðu ekkert á móti hermönnunum sjálfum, þær báðu Bush meira að segja afsökunar. En þetta gerða bara illt verra. Morðhótunum ringdi yfir þær og fólk sagði að það ætti að gera þær brottrækar frá Bandaríkjunum og að þær ættu aldrei að fá að koma til baka. Þetta gekk svona áfram alla tónleikaferðina. Þær spiluðu fyrir nokkrum hálf tómum sölum í sumum bæjum, sérstaklega í suðurríkjunum. En þær létu það ekki stöðva sig. En eftir að tónleikaferðinn lauk drógu þær sig í hlé. Tónlistin þeirra var þá bara spiluð í þremur borgum í Bandaríkjunum. Knoxville, ég man því miður ekki hverjar hinar tvær voru. Ferill þeirra leit nokkurnveginn út fyrir að vera að enda kominn. Árið 2005 voru Dixie Chicks svo tilbúnar til að koma aftur fram og settust niður og fóru að semja tónlist fyrir nýja plötu. Þær höfðu aldrei sent frá sér plötu áður þar sem þær höfðu samið öll lögin sjálfar. Platan kom síðan út vorið 2006. Enn var kántrí heimurinn ekki alveg tilbúin fyrir þær og útvarpstöðvar neituðu enn að spila tónlistina þeitta. En platast seldist samt. Ekki nándanærri því eins og fyrri plötur þeirra höfðu gert. En það eru ekki miklar líkur á því að það muni verða þannig aftur. Jafnvel þó að útvarpstöðvar neiti að spila plötuna þá sópaði platan sem heitir Taking the Long Way og Dixie Chicks að sér Grammy verðlaunum nú fyrr í febrúar.
Myndin Shut Up and Sing fjallar um þetta og útskýrir margt. Mér finnst þetta góð mynd. Lýsir þessu ástandi vel og hvað hljómsveitin er búin að ganga í gegnum síðustu 3 árin.. Áfram Dixie Chicks segi ég. Áfram Dixie Chicks!


ái maginn minn...

Jæja, það er kominn þriðjudagur. Við byrjuðum daginn í dag í tíma með Jesper. Við horfðum á Farenheit 9/11 myndina hans Michaels Moore. Ég bara skil ekki af hverju ég hef ekki séð hana áður. Mér fannst hún mjög góð.  Hann segir í myndinni frá því hvernig bandaríska þjóðin og heimurinn hefur verið blektur í samandi við Íraksstríðið. Og hvernig amerísk ungmenni eru göbbuð inn í herinn. Alveg hreint hræðilegt.

Eftir hádegismat var húsfundur. Um leið og við vorum búin að syngja lag dagsinns og Torben var búinn að spyrja hvort það væru einhver skilaboð þá rétti Berglind strax upp hönd. Henni lá mikið á hjarta. Hún vildi ræða klósettmálið sem er í ganginum okkar. Við ræddum þetta held í allavegnna 10 mínútur þarna og Torben sagði bara hreint út að hann vissi ekki hvað hann ætti að gera í þessu máli. Hann sagði að fjögurra ára dóttir hans ætti ekki einusinni í vandræðum með klósettferðir. Svona vandamál hefur ekki komið upp í skólanum áður. Við vorum að reyna að finna lausn á málinu. Læsa baðherbergjunum á gangingum. En þá mótmæltu íbúar hinns gangsinns og sögðu að þá mundi vandamálið bara færast yfir á þeirra gang. Þannig að það var afskrifað. Ein hugmyndin var að læsa öllum baðherbergjunum. Sú hugmynd féll heldur ekki í kramið. Þetta gekk svona þangað til hugsanleg lausn fannst. Torben fer með alla strákana í skólanum og útskýrir málið fyrir þeim. Þetta er bara erfitt mál, sem erfitt er að finna lausn á eða sætta sig við. En hvað um það. Málin sem eru tekin fyrir á hverjum fundi. "Mamma ykkar er ekki hér til að taka til og þrífa eftir ykkur" Glösin eru bara til að drekka drykki úr. Jógúrt teljast ekki til drykkja. Og ef maður er með jógúrt í hvaða íláti sem er þá að skola strax úr ílátinu þegar maður er búinn að borða í stað þess að skilja ílátið eftir svo allt storkni í því. Þetta er aðal málið núna. Og síðan það klassíska að ganga frá hlutum á sína staði eftir notkun á þeim. Og að fikta ekki í tengingum í sjónvarpherberginu. Það hefur ekki verið hægt að horfa á neitt í lit þar inni síðan á laugardaginn.  Hell Can Wait a While tekur á þessum málum. Síðan var það líka rætt að morgunmatur er bara til klukkan 8:45 og allir sem ætla sér að borða morgunmat eiga að vera búin þá. Ég veit þetta af reynslu þvi ég var nokkrum sinnum rekin út ásamt öðrum þegar við vorum bara að spjalla og drekka te eða kaffi eftir að hafa borðað morgunmat. Það var semsagt verið að minna okkur á þessa reglu. Ég skil reyndar ekki hvað munar svona rosalega um eitt korter en það er greinilega eitthvað.

Eftir fundinn var svo tími með Gitte og hvað get ég sagt annað en "á maginn í mér".  Við héldum áfram í æfingunum. Hún lætur okkur sko finna til í öllum vöðvum líkamans. Við gerðum svakalegar magaæfingar fyrir öll svæðin í maganum sem gerði það að verkum að ég fann til í enda tímanns. Mér líður eins og hluti af maganum á mér sé léttari en hinn. Mér kæmi það ekki á óvart ef ég vaknaði með harðsperrur á morgun. Annars er ég eiginlega alveg hætt að fá harðsperrur eftir þessar æfingar. Merki þess að ég er að komast í betra form held ég.

Ég fékk síðan líka að vita það að ég er að fara í útilegu næsta mánudag. Fegin að þetta er núna á mánudaginn en ekki vikuna þar á eftir. Því á þriðjudeginum eftir tvær vikur þá er ég að fara á tónleika. Jæja en við förum á mánudaginn, lærum að skjóta með boga og sleggjukast og ýmislegt annað spennandi. Við komum síðan til baka á þriðjudaginn. Við förum með Media línunni og Explorer línunni. Þetta verður ábyggilega gaman.


Er komið vor?

Ég held ég sé nokkurveginn búin að upplifa stysta vetur lífs míns.  Allveg hreint ótrúlegt. Sem Íslendingur vanur íslenskum aðstæðum býst ég við há vetri í febrúar og býst við að þurfa góða úlpu vettlinga, trefil og húfu. En árstíðafyrirkomulagið hér er greinilega öðruvísi. Ég var úti á peysunni í dag við sólarlag rétt fyrir klukkan sex og var ekki kalt. Furðulegt. En ég tók margar myndir og margar frábærar að mínu mati. Aumingja brúin fékk engan frið fyrir mér. Ég er búin að setja inn myndir frá í dag.
Þessi helgi er búin að vera bara afslöppuð. Ég ætlaði að gera ekkert seinnipartinn í gær, lesa bara eða horfa á vídeó. En það var ekki svo. Því á föstudagskvöldið var ég í tölvunni að tala við Roenald sem var hér fyrir jól. Hann er búinn að skrifa bók um dvöl sína í Danmörku. Bókin heitir "Rødgrød med fløde". Hann ætlar núna að gefa hana út. En hann vantaði forsíðu og þarna á föstudagskvöldið spurði hann mig hvort ég væri til í að gera forsíðu fyrir hann. Ég sagð já við því ekkert mál bara gaman. Ég fékk strax svo góða hugmynd á föstudagskvöldið að varð bara að byrja. Þannig að ég byrjaði á forsíðunni strax eftir að ég hafði púlað á þrekhjólinu í klukkutíma og kláraði forsíðuna síðan um kvöldmatarleitið. Ég gerði 4 útgáfur, sendi þær til Roelands og hann valdi þá sem honum fannst best og síðan gerði ég minniháttar breytingar á henni sem hann bað um. Þetta var verk gærdagsinns. Ég fór síðan að sofa held ég um hálf tólf. Og var eins og rotuð hæna.
Í dag gerði ég hinsvegar það sem ætlað að gera í gær og það er ekkert. Ég reyndar fór aftur á þrekhjólið í klukkutíma í morgun en eftir það gerði ég nokkurnveginn ekkert. Þangað til klukkan rúmlega fimm þegar ég fór út til að taka myndirnar.
Í kvöld ætla ég að halda áfram að gera ekkert. En í augnablikinu er ég að hlusta á Patsy Cline og syng með hverju lagi.


Þoka

 Brúin

það er búið að vera þoka yfir öllu nokkurnveginn alla þessa vku. Og mér finnst það æði, ég verð bara að segja það. Það er eitthvað svo dularfullt við þokuna sem heillar mig á einhvern hátt sem erfitt er að útskýra...Verð samt að viðurkenna að Snoghøj kastalinn(mér finnst skólinn vera eins og kastali) er nógu draugalegur án þess að sé þoka. Það er líka draugalegt að heyra í lestum sem maður getur ekki séð. Ég hef tekið nokkrar myndir af þokunni og hef sett þær inn á bloggið.

Í stað þess að vera með frí fyrri partinn á fimmtudögum þá erum við með frí eftir hádegi á föstudögum. Á fimmtudagsmorgnum eigum við að vera í líkamsrækt með Explorerstrákunum með Gitte. Í gær vorum það bara ég og Damla sem mættum, Monika var loksinns farin til Flensborgar og Berglind þurfti að sofa eftir ferðina frá Íslandi. Ég og Damla gerðum stóra uppgötvun. Strákarnir geta ekkert. híhí...Ef við héldum einhverntíman að við værum í lélegu formi þá veit ég ekki hvað þeir eru. Þeir eru allevganna 10 sinni verri en við. Strákarnir voru við að það gefast upp í upphitunaræfingunum. Við áttum að hoppa englahopp í eina mínútu, síðan ganga á staðnum í 1 mínútu, hoppa eins og sprellikarl í eina mínútu og síðan áttum við að hlaupa á staðnum í eina mínútu. Við endurtókum þetta einu sinni. En strax í fyrstu umferðinni áttu strákarnir bágt og gátu varla haldið út eina mínútu án stopps í neinu af þessu  En ég og Damla rúlluðum þessu upp, vorum reyndar þreyttar eftir allt saman. En við gátum þetta. Síðan voru æfingarnar með stóru boltana. Við áttum að vinna tvö og tvö saman. Ég og Damla vorum auðvitað saman. Við gátum gert allar æfingarnar með boltana sem við áttum að gera saman. Það var bara í einni æfingunni sem við gáfumst upp eftir að hafa klárað hálfan tímann sem æfinginn átti að vera. Við vorum að þjálfa lærvöðvana og kálfana, og ó boj það tók virkilega á. Síðan voru gólfæfingar. Ein viðbjóðslega erfið en ég og Damla höfðum það af allan tíman á meðan strákarnig voru takandi pásur eða að gefast upp. Og líka þegar við vorum að teygja eftir á, þá vorum við betur staddar. En ég er með harðsperrur núna!!

Nýji mediakennarinn Joan er vaktkennari þessa helgi. Hún er búin að skipuleggja helgina með hinu og þessu spennandi. Á morgun getum við lært allskonar sirkus kúnstir og ýmislegt fleira. En það er orðið nánast daglegt brauð að við þurfum að hjálpa nýjum kennurum að læra hvað á að gera um helgar. Hún er fimmti kennarinn. Þriðji á þessu ári. Hún virðist samt geta þetta alveg hjálparlaust. Alla veganna var kvöldmaturinn á réttum tíma í kvöld.(ólíkt fyrstu helginni sem Gitte var ein hér án annars kennara) En reyndar var of lítið af kartöflum(Samt aftur betra en fyrsta máltíðin sem Gitte sá um hér, þegar hún byrjaði í fyrra)Kennararnir þurfa bara að læra að elda fyrir 40 manns en ekki bara kannski 2-4 eins og þeir eru vanir. Gitte lærði samt af reynslunni eftir fyrstu helgina og allt hefur verið fullkomið síðan. En það er hálf fyndið að fylgjast með nýju kennurunum gera mistök. Eins og Jesper sem fer einum of mikið eftir fyrirmælum Torbens. Torben sjálfur fer ekki eftir öllum sínum eigin fyrirmælum og hafa hans helgar hér gengið vel án vandræða.


leiðindapúkar og frumlegir söngvarar í Snoghøj

Það er hægt að finna leiðindapúka og skemmtilegt fólk útum allt. Ég hef fundið einn leiðindapúka hér. Það er pólska stelpan Monika. Hún var með vandræði enn og aftur í morgun. Planið hafði verið að fara til Odense í dag við hættum við það, þar sem Monika mætti ekki á svæðið og Berglind er ekki hér. Okey svo ég, Damla og Jesper ákváðum að taka myndir af öllum í skólanum, kennurum, nemendum og starfsfólki og hengja upp á töflu með nöfnum hvers og eins. Svo að fólk eigi auðveldar með að læra öll nöfnin. Okey við ætluðum að skella okkur í það og byrja í tölvuherberginu og taka myndir af media línunni. Við vorum að bíða eftir að fá að taka myndirnar. Því nýji media kennarinn sagði okkur að bíða koma aftur eftir fimm mínútur. Við stóðum í holinu, þar sem við sjáum niður á hæðina fyrir neðan. Þar kom Monika niður tröppurnar og virti okkur ekki viðlits þegar við ávörpuðum hana. Við spurðum hvort við gætum tekið mynd af henni. Hún fór inn á skrifstofu kom svo til baka og fór síðan inn annan gang. Við vissum hvað hún var að gera. Hún var að athuga hvort tölvan hennar væri komin í póstinum. Hún hefur ekki talað eða hugsað um annað í meira en tvær vikur. Fartölvan kemur frá Ameríku og var keypt í síðustu viku. Það er frekar óraunsætt, finnst mér, að ætlast til að svona hlutur komist á leiðarenda á 4 dögum alla leiðina yfir Atlantshafið. En hvað um það við fórum niður til að tala við hana. En hún var þá komin í tölvuherbergið niðri og var bara með leiðindi. Ég og Damla gáfumst upp á henni. Þegar Monika var með leiðindi við okkur útaf myndatökunni, sagði Damla bara, ókey, Monika býr ekki hér, er ekki í þessum skóla og hún hefur alrei verið hér. Og ég hún gengum út. Þá talaði Jesper við Moniku. Hún er reyndar ferlega fúl út í hann. Hún hafði skrifað sig á helgarlistan til að útbúa morgunmat á sunnudagsmorguninn en mætti ekki þannig að ég og Jesper vorum bara ein. Hann skammaði hana fyrir þetta á sunnudaginn en hún samþykkti að vaska upp eftir kvöldmat í staðinn, en hún mætti ekki þá heldur. Þá fannst Jesper vera nóg komið og setti hana í uppvask út vikuna, Moniku til mikils ama. En Jesper ræddi við hana í dag um hegðun hennar og að þetta gengi ekki lengur. Þetta er annað skiptið sem hann hefur þurft að tala við hana um þetta. Ég og Damla sátum bara fyrir utan við borð fram á gangi og borðuðum góða banana. Þetta var bara 5 mínútur eitthvað svoleiðis. Jesper ákvað bara að láta hana eiga sig en óskaði henni samt góðrar ferðar til Flensborgar á morgun. En mér finnst hún vera mjög ósanngjörn við hann. Hann hefur lagt sig fram við að gera eitthvað spennandi síðan það kom í ljós að við vildum ekki fara að vinna á Spáni. Hann spurði okkur meira að segja hvað við vildum gera. Og hann er að kenna okkur hluti sem hann var ekki beint ráðinn til að kenna okkur. Jæja en nóg um það.
Ég vil leiðrétta smá misskilning um hina Íslendingana á svæðinu.  Berglind og Haraldur eru bara vinir hafa aldrei verið saman. Hún var bara kynnt sem vinkona Haraldar þarna á flugvellinum. Jakob er ekki Íslendingur heldur Dani frá Kaupmannahöfn. Hann var líka hér fyrir jól á medialínunni. En það fór ekki mikið fyrir honum því hann gerði ekki mikið á línunni, það er að segja nánast ekkert. Berglind kynntist honum bara hér.
Í dag var húsfundur. Engin mikilvæg skilaboð nema bara það að það er einhver sem reykir inn á klósetti eða einhverstaðar þar sem það má ekki. Ég nefndi það í dag. Þá spurði Torben"Hver reykir á göngunum?" Þá svaraði nýju kínverski náunginn "Ég reyki". Torben spurði þá"Reykirðu í herberginu þínu?" kínverjinn svaraði þá "Nei ég reyki bara úti." Hann hafði aðeins misskilið upprunalegu spurninguna. En síðan var loksins komið að söngatriðinu hans Gabors. Hann steig á svið settist fyrir framan hljóðnemann og tók upp gítar og gerði sig tilbúinn. Hann byrjaði á því að segja að hann hefði aldrei sungið áður. Einhver úr hópnum spurði hvort hann þyrfti ekki að kveikja á hljóðnemanum. Gabor sagði að það skipti engu máli. Á meðan hafði Torben sett geisladisk í spilarann. Gabor sagði síðan, bara augnablik ég er að gera mig tilbúinn og er að bíða eftir rétta augnablikinu. Síðan fór allt af stað. Það var fyrst forspil sem kom úr tækinu og Gabor þóttist spila á gítarinn en síðan kom það fyndna. Gabor mæmaði allt lagið og söng ekki neitt. Þetta var alveg frábært. Hann var ekta rokkari, með sólgleraugu og allt og var að fíla sig inn í þeta. Var með alla réttu taktana. Þetta var sko skemmtilegt og allir skemmtu sér. Síðan þegar hann var búinn og við vorum búin að klappa í langan tíma þá var kominn tími fyrir hann að útnefna einhvern til að syngja næsta þriðjudag. Hann valdi Bishwa frá Nepal. Bishwa rauk þá á fætur og sagði: "Ég hef aldrei sungið eða dansað." Torben sagði þá bara "Gott." Yfirleitt skil ég ekki mikið þegar Nepalirnir eru að tala ensku. Þeir tala alveg ensku það er ekki það. Ég bara skil ekki vegna framburðarinns. Þetta er svolítið eins og indverskur framburður held ég. En ég skildi þessi orð hans þarna í dag.

Við kvöldmat í kvöld var Jesper að kynna matinn og gerði það á ensku. Rikke sagði þá að hann ætti bara að gera þetta á dönsku með það í huga að þeir sem eru ekki dönskumælandi læri eitthvað í málinu. En þá sagði Finn, hann er þjóðverji, en er í skóla í fredericiu en býr hér og talar dönsku, En Jesper þarf að æfa sig í ensku. Þá fóru allir að hlægja. Rikke líka.


Ungverskt já takk - annar hluti

Gærdagurinn byrjaði með æfingum með Gitte. við gerum styrkaræfingar á svona stórum boltum. Það tekur hryllilega á en er gott. Þetta var fyrir hádegi. Eftir hádegismat var húsfundur. Það er strax komið vandamál með nýju húsfundahefðina hans Torbens. Þá altaf einhver að syngja fyrir hina á hverjum húsfundi. Torben hafði valið Gabor til að syngja. Gabor tók því bara sem gríni en svo kom í ljós að Torben var alvara með þessari hefð, en Gabor söng ekkert í gær því hann hafði ekki undirbúið sig. En han lofaði að syngja á þriðjudaginn í staðinn. Eftirhádegi var smá miskilningur. Það er venjulega tími með Jesper eftirhádegi á föstudögum. En það er búið að breyta stundatöflunni þannig að það eru engir tímar eftir hádegi á föstudögum. Monika vissi það og átti að láta mig og Dömlu vita, en gleymdi því þannig að ég og Damla undruðum okkur á því hversvegna Jesper væri ekki á staðnum. En síðan fórum við bara. Ég fór upp í herbergið mitt að lesa. Ég kláraði að lesa Kalaharí vélritunarskólinn fyrir karlmenn. Ég las næstum hálfa bókina og kláraði hana. Þetta er góð bók eins og allar hinar bækurnar i þessum bókaflokki um Kvenspæjarastofu númer eitt. Ég hlakka til að lesa næstu bók í röðinni. En það verður ekki strax. Ég byrjaði hins vegar á annari bók eftir þetta í gær. Þetta er bók sem ég keypi í pennanum í haus áður en ég fór fyrir þúsundkall, afgang á inneignarnótu minnir mig. Konan í búðinni hafði mælt með henni. Ég ver samt að segja það að eftir að hafa lesið fyrstu 3 kaflana, þá er ég ekkert beint spent fyrir að lesa meira af bókinni. Mér finnst þetta bara vera svona eftirgerð af Bridget Jones, nema að þessi er ekki jafn skemmtileg og spennandi að lesa. Ég held ég muni setja þessa bók aftur á bókahilluna og finni mér eitthvað annað að gera.
Í gærkvöldi, föstudagskvöld, tókst Jesper að pirra þá sem í skólanum voru. Hann er vaktkennari þessa helgi. Í fyrstalagi var kvöldmaturinn hálftíma of seinn og allir glorhungraðir. Smá útúrdúr. í þýskutíma á fimmtudaginn gerðist eitt sniðugt. Kinga var að láta okkur gera verkefni og stelpa í verkefninu var svöng. Kinga sagði að Sie hat Hunger þýddi að hún er svöng. En það ruglaði Dömlu og hún spurði: "Hvers vegna hefur hún svöng?" Mér fannst þetta fyndið. En aftur að kvöldmatnum. í öðrulagi neitaði Jesper að gefa neinum fyrr en nöfn allra væru komin tvisvar á. Það féll ekki vel í kramið. En síðan var loksinns borðað. Það var svínakjöt.
Í dag var ég að vaska upp með Jesper eftir "mokost" sem heitir brunch á ensku. Við vorum að tala saman. Hann spurði mig hvort ég hefði heyrt að Dolly Parton væri að koma til Danmerkur til að vera með tónleika. Ég sagði honum sko um daginn að mér líkar mjög vel kántrí tónlist. Þess vegna spurði hann. Ég bara horfði á hann og brosti. Hann skildi þetta. Hann skildi það á þessu augnablika að ég ætti miða og ég væri að fara. Hann spurði mig þá hvort ég færi ein að færi með einhverjum. Ég sagði eins og er að ég færi ein þar sem það væri enginn til að fara með mér.
Eftir hádegi í dag ákvað ég að fara út í göngutúr. Gekk yfir brúna og labbaði síðan smá í kringum Middelfart. Ég tók nokkrar myndir eitthvað út í bláinn. Þær voru bara út í bláinn því það var svo kalt að þegar ég rétti hendurnar útúr ermunum þá frusu á mér fingurnir. Ég ætlað að fara í Føtext á morgun eða hinn og fá mér vetlinga. Veturinn er nefnilega kominn.
Damla stóð í eldhúsinu í dag að elda kvöldmat. Ungverskan mat. Það var gúllassúpa og réttur sem heitir paprikas krumpli. Mamma þú hefur ekki lært að segja gúllas rétt Ungverjalandi.Þeir bera ekki l-in fram þeir segjam gújas. Ungverskur matur er bara æði. En alltaf þegar þau eru að elda góðan ungverskan mað þá langar mig alltaf í íslenskan mat. Þá langar mig alltaf til að fara að elda eitthvað íslenskt. En hugsunin endar bara alltaf þar.
Í kvöld vorum við svo með spurningaleik sem 10 manns tóku þátt í. Ég var ein af þreimur stjórnendum  leiksinns. Þetta gekk bara vel nema það að Monika nennti þessu ekki. En hún gerði þetta samt. og þetta gekk vel.

 Ég er búin að bæta nýja myndaalbúmi við. Það heitir Danmörk 2007 og inniheldur nýjar myndir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úlfhildur

höfundur

Úlfhildur Flosadóttir
Úlfhildur Flosadóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • nóvember 022
  • nóvember
  • flutningar 041
  • flutningar 035
  • flutningar 033

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband